Pressan - 22.08.1991, Blaðsíða 4

Pressan - 22.08.1991, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR PRESSAN 22. ÁGÚST 1991 DRAUMA DINNER PRESSAN bað Kristínu Ómarsdóttur rithöfund að vera gestgjafa í ímynd- uðu kvöldverðarboði fyr- ir átta manns. Gestirnir máttu vera af öllum stærðum og gerðum, lífs eða liðnir, teiknimynda- fígúrur eða skáldsagna- persónur. Eina skilyrðið var að Kristín segði af hverju hún hefði valið þá og enga aðra: Rósberg Snædal Hann er svo vel upp alinn Auður Edda Sverrisdóttir Hún er svo vel upp alin Hrafnhildur Kristbjarnar- dóttir (mamma) Hún er svo skemmtileg Vigdís Grímsdóttir Hún er svo skemmtileg Þóra Kristín Asgeirsdottir Hún er svo furðulega lygin Anna Þrúður Grímsdóttir Hún er svo skemmtilega lygin Geir Svansson Ég skulda honum matar- boð Guðrún Stephensen Hún er frænka mín isHRDIN0Wr og ævintýri hans í Reykjavik Frá því sagði siðast að þeir hittust Eiki og Hreiðólfur. Þeir höfðu verið samskipa nokkrum árum áður og Eiki bjargað Hreiðólfi úr Dorm- bankanum. Eins og gapuxi hafði Reimar sagt Hreiðólfi að Eiki væri hálfviti til að redda sér úr klípu. Tárin runnu niður kinnar Hreið- ólfs við endurfundina. — Hvað starfar þú núna Hreiðólfur? gargaði Eiki. Væmnin í Hreiðólfi fór í hans fínustu. — Ég er kominn í land fyr- ir fullt og allt, svaraði Hreið- ólfur. — Konan krafðist þess. Og nú sé ég fyrir mér og mínum sem ökukennari og gengur dæmalaust vel. Það er mikil blessun. UcHjuáum oJzJzaA einl lífl In Memoriam spilar ekki alveg allra hörðustu teg- und af rokki, dauðarokk, en eru nálægt því. Þeir kalla sig hryðjuverkarokksveit, sem er þýðing á trash metal. In Memoriam eru Þórarinn, Fúsi, Árni, Eric og Kristján. Sveitin spilaði í Húnaveri um verslunarmannahelgina og komst í nokkurskonar undan- úrslit ásamt hljómsveitunum „Helga og hljóðfæraleikur- unurn" og „Berum að ofan“. Á föstudaginn átti að spila þá í útvarpinu og láta hlustendur skera úr um hver þessara sveita fengi að fara á Copen- hagen Music Seminar, en Árni fullyrti í viðtali við PRESSUNA að það hefði ekki neitt verið spilað. „Þeir mundu aldrei spila okkur. Stjarnan átti að senda út frá Músíktilraunum í vor, en vildi ekki gera það. Fannst tónlist- in of þung.“ In Memoriam lenti í 3. sæti í Músíktilraun- um, en hét þá reyndar Mortu- ary og meðlimir voru ekki allir þeir sömu. Hvers vegna vilja útvarps- stödvarnar ekki spila þessa tónlist? ,,Af því það er geld tónlist- arstefna á íslandi. Þeir halda að hún sé ekki vinsæl." Sem hlýtur að vera feitur misskiln- ingur miðað við allan þann fjölda bílskúrsbanda sem eru á þessari línu. Fúsi, Þórarinn og Árni eru reyndar þeirrar skoðunar að bílskúrshljóm- sveitir í dag séu miklu betri en þær voru áður. „Krakk- arnir vita betur núna hvað þeir vilja spila. Hvað þeir vilja gera. Svo er sviðsfram- koman miklu betri." PRESS- AN hafði reyndar heyrt að sviðsframkoma In Memori- am í Húnaveri hefði verið nokkuð sérstök. Þótt lífleg. Hvaö segja hljómsveitarmeð- limir um þaö? „Við höguðum okkur eins og fífl. En það passar einhvernveginn við tónlistina." Þeir bœta því við að það hafi verið rosalegt fjör í Húnaveri. Alveg stórfínt. Ekki einu sinni biðröð í sjopp- unni eða við klósettið. Þeir semja auðvitað sjálfir alla tónlist sem hljómsveitin spilar. Lögin segja þeir vera mislengi í fæðingu. „Við er- um búnir með tvö lög síðan við breyttum nafninu fyrir tæpum tveimur mánuðum." Fúsi er aðallagasmiðurinn, Árni sér um sönginn og Þór- arinn er á bassa. Hinn gítar- leikarinn og trommarinn eru báðir í útlöndum þessa stund- ina. Einhver átrúnaðargoö eða fyrirmyndir? „Sororici- de.“ Hvað er svona heillandi við þessa tegund tónlistar? „Hún er skemmtileg. Maður fær mikið út úr henni. Tónlist- in sem leikin er á útvarps- stöðvunum er búin til á færi- böndunuog ekkert lagt í hana.“ Þeir rœða íslenskar hljómsveitir. „Þetta eru oft topphljóðfæraleikarar með góða sviðsframkomu, en tón- listin er ekkert spes.“ Ekki einu sinni GCD? „Rúnar Júl. ætti nú bara að stofna heild- verslun. Þeir eru ferlega aula- legir. Þetta eru mestu mistök sem Bubbi hefur gert,“ segir Árni. Hann er ekkert hrifinn. „Mér finnst þeir ágætir," segir Þórarinn. „Bubbi var góður, en mér finnst hann ætti bara að halda sig við kassagítar- inn,“ svarar Árni harður. Hann er ekki heldur hrifinn af Sykurmolunum og bannar Þórarni að vera það. „Þetta nýbylgjurokk er fyrir neðan allar hellur. Þá vil ég heldur hiphop." Framtíðaráœtlanir? „Spila í Danmörku." Pétur Haraldsson er fæddur 12. júní árið 1971 og því ný- orðinn tvítugur. í sumar hefur hann unnið við husasmíði hjá föður sínum. Hann á enga kærustu, en er á föstu með bílnum sínum... Áttu kött? Nei. Hlustarðu á Megas? Nei. Hvað borðar þú í morgunmat? Þykkmjólk. Sex korna með ferskjum. Kanntu að elda? Ég kann á örbylgjuofn. Hefurðu farið á tónleika með GCD? Nei. Gengurðu með sólgleraugu? Ef það er sól. Læturðu lita á þér hárið? Eg gerði það þegar ég var 10 ára og það mistókst svo hrapallega að ég þori ekki að gera það aftur. Kanntu dönsku? Nei, það held ég ekki. Ég er samt með stúdentspróf í dönsku. Áttu fjallahjól? Nei. Ertu í Ijósum? Ekki eins og er. En ferðu í sólbað í sundlaugunum? Nei, ég er voðalega vatnshræddur og fer aldrei í sund. Kitlar þig? Já. Hvernig stelpur eru mest kynæsandi? íslenskar. Hugsarðu mikið um það í hverju þú ert? Já, ég geri það. Gætirðu hugsað þér að reykja hass? Nei. Áttu mótorhjól? Nei, en það er stefnan að eignast svoleiðis grip einhverntíma í framtíðinni. En bíl? Já. Porsche. Við hvað ertu hræddastur? Að einhver keyri á Porsche-inn minn. Syngur þú í baði? Nei. Ég fer alltaf í sturtu. Ertu daðrari? Nei. Hvernig finnst þér Woody Allen? Ekkert sérstakur. Ferðu einn í bíó? Nei. Finnst þér soðin ýsa góð? Já, með kartöflum. Hreiðólfur ökukennari — Þú ættir að launa mér lífgjöfina og kenna honum Kút mínum að keyra, sagði Eiki. — Og hver er hann þessi Kútur þinn? spurði Hreiðólf- ur ökukennari. — Hann stendur nú hér, sagði Eiki og horfði stoltur á yngsta soninn, sem hélt á sviðunum og rófustöppunni og varð léttrauður í vöng- um. — Segðu mér Eiríkur, sagði Hreiðólfur. — Ekki rek- ur þú sjoppu? — Nei, svaraði Stranda- maðurinn. — Hann Kútur minn hefur rekið hana fyrir mig uppá síðkastið. — Segðu mér þá ennfrem- ur Eiríkur. Hefurðu átt við andlega vanheilsu að stríða upp á síðkastið? — Nei, ekkert fremur en venjulega, svaraði Eiki. Nú drap Reimar tittlinga framan í Hreiðólf, sem lést skilja að skást væri að þegja, og allir settust fram í setu- stofu spítalans til að halda sviðaveisluna. Eika var ekk- ert betra gefið en svið. Enn eru í minnum hafðar sviða- veislur hans á ísafirði þegar hann lét alla gluggana á húsi sínu standa opna og bauð til sín skipshöfninni svo hún mætti næra sig. Svo þeyttu þeir nöguðum kjömmunum út á götu, blessaðir drengirn- ir, svo þeir dundu á höfðum þeirra sem framhjá fóru, en mamma Reimars gætti þess að sanka að sér málbeinum svo blessaður stúfur hennar hefði munninn fyrir neðan nefið þegar hann yxi úr grasi. Þessi málbeinasöfnun virkaði vel, það er óhætt að segja það. Reimar komst út úr öllu ruglinu með því að skjalla Hreiðólf fyrir kraft- ana. Þegar Eiki hafði lokið fyrsta kjammanum af skim- aði hann til gluggans. Auð- séð var að hann brann í skinninu að fá að þeyta hon- um út. Við vorum boðnir til Hreiðólfs næsta sunnudag allir þrír. Eiki var guðsélof laus af spítalanum og það mátti ekki seinna vera því miðsvetrarpróf voru í nánd og við Reimar höfðum ekki haft mikinn tima til að líta í bók á meðan við sáum um sjoppuna. Mig undraði ekki að Éiki hafði orðið ástfang- inn í konu Hreiðólfs. Sjón er sögu ríkari. Hún var eins og drottning. Hún hafði til að bera þann þótta í svip sem gerði mig grútmáttlausan í löppunum. Svo kunni hún líka að elda og ég varð því dauðfeginn að fá eitthvað annað en steik og sveskju- graut í einn sunnudagsmat. Við fengum hakkabuff og spælegg og aprikósugraut. Eftir matinn var mál að hefja ökukennsluna. Reimar kunni ekki klínk að keyra bíl. Ekki veit ég hvernig á þvi stóð en ég get mér þess til að honum hafi ofboðið hvað ég var klár og þess vegna fallist hendur. Hreiðólfur kenndi á Volgu. Hann vildi spara Chevrolett- inn handa sjálfum sér. Hann var með ægilega ökukenn- arabremsu fyrir framan sig í bílnum til að rykkja í. Reim- ar var drullunervös þegar hann settist undir stýri. Við sátum aftur í, Eiki og ég. Hreiðólfur var alltaf að láta á því bera að hann var maður- inn sem réð. Hann rak upp herjans gól á hverju götu- horni og rykkti í handbrems- una. Vesalíngs Reimar. Hann var orðinn kríthvítur af strekkingi. Hann hafði held- ur aldrei áður sest undir stýri, en nú var hann skyndi- lega kominn í brjálaða um- ferð með strætisvagna og rútur á báða bóga. Eftir því sem Hreiðólfur sagði honum meira til því fattari varð hann í sætinu og þóttist ekk- ert skilja. Ég fór hins vegar að fatta hvernig í öllu lá. Það var engin leið að kenna Reimari neitt. Til þess var hann einfaldlega of mikill maður. Hreiðólfur rykkti og reif í bremsuna og hann var slíkt heljarmenni að hann kunni sér ekki hóf og sleit hana úr sambandi. Þegar Reimar sá þetta glotti hann og hló dálítið ógeðslega. Nú var hann einn við stjórnvölinn. — Stopp- aðu æ,æ,æ, kallaði Hreiðólf- ur. — Engan æsing væni, sagði Reimar. — Við skulum athuga hvað druslan kemst. Og hann gaf Volgunni í botn. Ólafur Gunnsrsson Hver er hvað? Tískan fer hring eftir hring eftir hring. Eda hvaða mynd skyldi vera frá hvaða tíma? Það er næstum því vonlaust aö reyna aö geta sér þess til. Önnur myndin er frá 1965 og fötin eru svo lík nýjustu tisku, aö manni dettur við fyrstu sýn ekki annað í hug en hún sé flunkuný. En svo er aldeilis ekki og fyrir glögg tískufrík ætti ekki aö vera alltof erfitt aðgeta sértil um hvor mynd- in er frá 1991 og hvor siðan '65.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.