Pressan - 27.12.1991, Side 11
Föstudagur 27, desember 1991
GULA PRESSAN
11
Ríkisstjórnin
HYGGST
BJÓÐA ÚT
VEITINGU
NÁMSLÁNA
Viljum losna viö námslánin, —
segir Friörik Sophusson.
Reykjavík, 27. desember
Ríkisstjórnin ákvað á
fundi sínum í morgun að
bjóða út veitingu náms-
lána. Þeir sem hafa áhuga
á að lána námsmönnum
geta sent tilboð til fjár-
málaráðuneytisins.
,,Við erum að reyna að
losna við ýmislegt út úr
rekstri ríkissjóðs. Námslánin
eru eitt af því sem við vildum
helst af öllu koma af okkur,"
sagði Friðrik Sophusson fjar-
málaráðherra í samtali við
GULU PRESSUNA.
Hefur ráðherrann trú á
þvi að einhver vilji taka
lánin að sér?
,,Mér hefur heyrst á fólki að
það vilji allt frekar en náms-
menn missi lánin sín. Það
ætti því að vera vandræða-
laust að finna einhvern sem
getur lánað þeim. Við getum
það ekki," sagði Friðrik.
Alþýðublað-
ið friðað
Reykjavík, 26. desember
Á síðasta fundi þjóð-
minjanefndar fyrir jól var
ákveðið að friða Alþýðu-
blaðið, málgagn Alþýðu-
flokksins — Jafnaðar-
mannaflokks íslands.
,,Það er fleira þjóðminjar
en rústir torfbæja," sagði Þór
Magnússon þjóðminjavörður,
þegar GULA PRESSAN bar
undir hann ástæður friðunar-
innar.
„Auðvitað hefði komið til
greina að friða ýmsa aðra
fjölmiðla," sagði Þór. „Svo
verð ég að viðurkenna að
okkur í nefndinni fannst Al-
þýðublaðið einfaldlega
skemmtilegasta blaðið og sá
fmvinniifniD»
„Við erum furðu lostnir''
Alþýöublaöið mun líta svona
út um ókomna tíð eftir ákvörð-
un þjóðminjanefndar.
fjölmiðill sem við vildum síst
sjá á eftir. Eins töldum við rétt
að byrja smátt."
Dúfum fækkar á Tjörninni vegna skorts á rjúpu.
Rjúpnaskortur fyrir jólin
Mikið skotið af dúfum og
mávum við Tjörnina
verður að grípa til aðgerða, -segir Jóhann
Óli tjarnarvörður
Reykjavfk, 26. desember____
„Það er hryllilegt að
lenda í þessu önnur jólin í
röð,“ sagði Jóhann Óli
tjarnarvörður í samtali við
GULU PRESSUNA, en mik-
ið var um að menn skytu
sér rjúpur og máva í mat-
inn fyrir þessi jól vegna
rjúpnaskorts.
..Ég hef ekki talið fuglana.
Það er nóg að líta vfir Tjörn-
ina til að sjá að það hefur
mikið af fugli horfið. Það
verður að stemma stigu við
þessum drápum fvrir jólin."
sagði Jóhann.
Ungur maður sem GULA
PRESSAN ræddi við sagði að
nær væri að gera eitthvað til
að fjölga rjúpunni.
„Þetta eru önnur jólin sem
við fjölskyldan höfum dúfu.
Auðvitað hefðum við miklu
frekar kosið að borða rjúpu
eins og við erum vön, en
verðið á henni er komið upp
úr öllu valdi. Og ef okkur
tekst að skrapa fyrir henni er
hún orðin uppseld," sagði
maðurinn.
Þótt hann vildi ekki láta
nafns getið sagðist hann ekki
skammast sín fyrir að hafa
skotið dúfu í jólamatinn.
„Það er skárra en að leggjast
í hamborgarhrygginn," bætti
hann við.
Gunnar Jóhannsson vill fá 35 milljónir frá ríkinu og 2 milljónir frá Kópavogsbæ fyrir að halda
ekki Evrópumót í borðtennis.
Borðtennissambandið
VIII 35 MIIIJ-
ÓNIR FYRIR
AÐ HALDA
F.KKI BORÐ-
TF.NNISMOT
Reykjavík, 27.'desember_
Borðtennissamband Is-
lands hefur sent mennta-
málaráðherra bréf þar
sem sambandið fer fram á
að fá greiddar 35 milljónir
fyrir að halda ekki Evr-
ópumót í borðtennis á ís-
landi.
„Það hefur reyndar aldrei
komið til tals að halda Evr-
ópumótið hér á landi,“ segir
Gunnar Jóhannsson, formað-
ur Borðtennissambandsins.
„Við sjáum okkur hins vegar
ekki fært að ábyrgjast að sú
hugmynd komi ekki til tals
einhvern tíma á næstunni.
Þess vegna viljum við ganga
hreint til verks og afstýra því
að málið komist á umræðu-
stig. Það gæti sparað ríkis-
sjóði mikið fé. Þetta finnst
okkur satt að segja skynsam-
legasti kosturinn fyrir alla
aðila."
Gunnar segir að sam-
kvæmt áætlunum Borðtenn-
issambandsins sé kostnaður-
inn við að halda mótið ekki
hér á landi um 35 milljónir.
Öllu lægri upphæð sé ekki
viðunandi fyrir sambandið.
„Það sér hvert mannsbarn
að ef við léðum máls á að
halda mótið yrði um miklu
hærri fjárhæð að ræða, bæði
fyrir sambandið og ríkissjóð,“
sagði Gunnar Jóhannsson.
Borðtennissambandið hef-
ur einnig gert þá kröfu til
Kópavogsbæjar að hann
greiði sambandinu tvær millj-
ónir fyrir að halda mótið ekki
í Kópavogi.
þægilegur
matseðill
Pizzur
eins og þær
eiga að vera
Laugavegi 126, sími 16566
- tekur þér opnum örmum
Moulin
Rouge
hváð annáð?