Pressan - 27.12.1991, Síða 15
Vissir þú að rekstraraðilar, sem skila hagnaði á þessu ári, geta gert ráð-
stafanir sem slá tvær flugur í einu höggi? Með því að kaupa tölvubúnað fyrir
áramót er hægt að lækka skatta umtclsvert um leið og þú bætir samkeppnis-
stöðu fyrirtækisins. Af 100.000 króna tölvubúnaði fæst 19.68% til baka í
virðisaukaskatti og eftir stendur kaupverð sem er kr. 80.320 og af þeirri
upphœð færu 40.5% í tekjuskatt eða 32.530 krónur sem þýðir að kaupin á
tölvunni kosta raunverulega 47.790
krónur þegar upp er staðið. Og þá
er spurningin þessi: Borgar sig að
kaupa tölvubúnað fyrir áramót?
Við hjá Microtölvunni höfum nú í
bráðum 11 ár þjónað fyrirtækjum
með tölvur, hugbúnað, net- og sam-
skiptakerfí. Við bjóðum auk tölva frá
CORDATA, net- og samskiptahug-
búnað frá NOVELL, netkort og tengi-
einingarfrá CNET, gæðaprentara frá CITIZEN og LaserMaster, ferðatölvur
frá TOSHIBA og við útvegum auk þess allan þann hugbúnað sem viðskipta-
vinir óska eftir og setjum hann upp. Hafir þú gleymt fyrirtækinu þínu í
jólaösinni þá er rétti tíminn til að gera ráðstafanir núna rétt fyrir áramót.
Hvernig væri að hugleiðu það!