Pressan - 27.12.1991, Page 29

Pressan - 27.12.1991, Page 29
Föstudagur 27. desember 1991 GULA PRESSAN 29 ÁRIÐ 1991 Annáll þess sem var hugsað, framkvæmt, uppgötvað, misskilið, mælt, sagt og svikið á árinu. Hvað á þetta ár að heita? hetta ár sem einkennist af upprifjunum og endurkomum? Rúnar Júlíusson sló í gegn á ný. Pétur W. Kristjánsson hætti í einu að vera púkó. Sá eini sem kom ekki aftur var Albert Guðmundsson. Hann sagði hins vegar að margir hefðu hringt í sig og beðið sig um það. Stjórnmálamennirnir fóru líka á fortíðarflipp. Þeir rifjuðu upp allar skuldirnar og bjuggu til klisju ársins; fortíðarvandann. Og hvað heitir þá árið? Árið í fyrra eða árið sem sneri aftur? Eða snerist þetta ár um eitthvað allt annað? Var þetta árið þegar íslendingar byrjuðu á að vinda ofan af alls kyns delluhugmyndum um sjálfa sig? Árið sem við misstum trúna á ullina, handboltann, menntun þjóðarinnar og okkur sjálf? Á endanum vorum við byrjuð að borga hvert öðru fyrir að gera ekki neitt. Kúabændur fengu sitt ef þeir framleiddu ekki mjólk og Jón Hjaltalín fékk 20 milljónir gegn loforði um að halda ekki heimsmeistarakeppnina. Hann sagðist hafa orðið fyrir allt vonbrigðum, eins og hann hefði búist við meiru. Var þetta þá árið sem við misstum trúna á sjálf okkur eða árið þegar sjatnaði aðeins í sjálfsánægjunni? Áfallaárið, árið sem aldrei skyldi hafa komið eða jarðbundna árið? Eða var þetta ár það sem við óttumst öll; árið sem engu breytti? Árið sem sannaði að með nýjum mönnum þurfa ekki endilega að koma nýir siðir? Við fengum nýja ráðherra sem gerðu allt eins og hinir. Eini munurinn var sá að við sáum meira af þeim. Við misstum trúna á álið en fengum trú á jarðstreng í staðinn. Og þegar grannt er skoðað er ekki margt sem þetta ár færði okkur. Nema eitt sem stendur upp úr öllu öðru; sumarið 1991. Pað var gott. Og þegar það gerist skiptir annað engu máli. Pað var því gott ár, árið sem er að kveðja.

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.