Pressan


Pressan - 27.12.1991, Qupperneq 31

Pressan - 27.12.1991, Qupperneq 31
Föstudagur 21. desember 1991 GULA PRESSAN 31 Ingi björg Sól rún Gísladóttir Ingibjörg Sólrún skipti um múnderíngu á þessu ári. Tískufólk hafði lengi legið kvennalistakonum á hálsi fyrir að þær væru mussuleg- ar og prjónakerlingalegar í klæðaburði; lngibjörg Sólrún ætlaði ekki að láta hanka sig á fatnaðinum þegar hún bauð sig fram til þings. Svo tryggt væri að fötin stæðu ekki á milli hennar og kjósenda réðst hún í að fá sér alklæðn- að konu á framabraut (það er smáírónískt að um svipað leyti var sú mussutíska sem hafði lengi varðveist innan vébanda Kvennalistans aftur farin að sjást á götunum í Reykjavík). Á sama hátt skipti Ingibjörg Sólrún um skoðun á árinu. þótt þau sinnaskipti stæðu reyndar ekki nema fá- eina sólarhringa eða í mesta lagi viku. í kosningabarátt- unni barðist Kvennalistinn hatrammlega gegn álveri og evrópsku efnhahagssvæði. Strax í kjölfar kosninganna varð Ingibjörg Sólrún svo uppnumin af hugsanlegri þátttöku Kvennalistans í rík- isstjórn að henni fannst alls ekki af og frá að Kvennalisti samþykkti bæði álver og EES. Sú afstaða breyttist snar- lega aftur eftir að ríkisstjórn- in var mynduð: eins og áður vill Kvennalistinn ekkert ál- ver. ekkert EES. Kannski er dálítið óréttlátt að álasa Ingi- björgu Sólrúnu; tilvistar- kreppa Kvennalistans felst í því að samtökin eru mynduð utan um ákveðna hugmynda- fræði. þær þurfa að halda árunni hreinni. vitandi að eina leiðin til að lifa af í pólit- ík felst í eilífum málamiðlun- um og jafnvel brigslum við hugmvndafræðina. Það breytir því þó ekki að það var dálítið hjákátlegt að heyra þá Davíð og Jón Baldvin bera Ingibjörgu Sólrúnu saman við þá Steingrím og Olaf Ragnar og hrósa henni fyrir að vera með afbrigðum prins- íppföst. .. Kveikti sér í sígarettu. Því þéssi ungmenni sem hafa verið fóðruð á linnulausum áróðri gegn reykingum allt frá leikskólaaldrinum voru eins og lifandi sönnunargögn þess að hömlulaus innræting getur haft alveg þveröfug áhrif; þau reyktu eins og strompar. Grunnfærin lífsgleði heilsu- liðsins sigldi beinustu leið út af kortinu, íþróttafólk þótti aftur jafn hallærislegt og lengstum áður; í staðinn skyldi fasið bera vott um mátulegt þunglyndi, kald- hæðni, djúpar gáfur og hæfi- lega tilhneigingu til sjálfstor- tímingar. Því stjörnurnar í dag voru líka stjörnurnar í gær og allar böksuðu þær við að tortíma sjálfum sér: Jim Morrison, Jimi Hendrix, Janis Joplin gerðu það með sóma, strák- arnir í Led Zeppelin fóru langleiðina. Þau fóru heim. Það var bú- ið að skutla út um bakdyrnar öllum ummerkjum áranna þegar þótti beinlínis fínt að vera nýríkur; stálhúsgögnun- um sem voru keypt 1986, plakötin í stálrömmunum fylgdu með á öskuhaugana, veggirnir voru ekki lengur hvítir heldur rústrauðir og mosagrænir; heimilið var bú- ið að missa svipmót biðstofu í banka, heldur var allt að fyllast af gömlu og rándýru drasli úr antíkbúðum — flos- gardínum, kertastjökum, skattholi og sundurleitum smámyndum. Rétt eins og tískan á heimili árgerð 1991 nefnilega að koma þeim skilaboðum á framfæri að eigandinn hafi sjálfstæðan smekk, skoðun, sál. Og af því allt sem börnin gera, hugsa og nota er upp- rifjun á einhverju sem for- eldrarnir gerðu, hugsuðu og notuðu eru í raun allir hjart- anlega sammála, næstum óþægilega svo. Eða hvernig gerir unglingur sem lifir í upprifjuðum hippatíma upp- reisn gegn foreldrum sem lifðu frumútgáfuna? Það er vandasamt. Þess vegna eru líka til unglingar sem vilja dauðarokk, speed metai og svoleiðis og reyna með litlum árangri að hneyksla umheim- inn með tali um andskotans djöfulsins kúk og piss. Þeir eru að hefjast handa við að rifja upp pönkið. Stypmir Gunnapsson Styrmir Gunnarsson kom út úr skápnum á árinu og fór að messa um kvótakerfið á opinberum fundum. Hann þoidi ekki lengur við undir Reykjavíkurbréfunum. Það voru ekki nógu margir sunnudagar í árinu til að hann gæti komið öllu að sem hann þurfti að segja um afla- gjaldið. Styrmir var ekki leng- ur huldumaður í Aðalstræti. Hann vildi standa við skoð- anir sínar augliti til auglitis við erkifjendurna. Og því heitari sem Styrmir varð af deilunum því hvassara mál- gagn hans varð Mogginn. Innstu koppar í Sjálfstæðis- flokknum fuku úr heiðurs- plássum á síðum Moggans og jábræður Styrmis settust í þeirra stað. Styrmir hætti að óttast það vald sem felst í 54 þúsund eintökum og fór að nota það. DMur áauddad Ólafur Laufdal vaknaði upp við það einn daginn í mars að hann átti ekki aur. Hann hélt hann ætti milljónir á milljónir ofan. En það var Búnaðar- bankinn sem átti milljónir á milljónir ofan inni hjá Óla. Þetta var áfall. Óli hélt að hann hefði verið að byggja upp veldi sitt en var í raun að steypa uppsafnaðan hagnað tveggja áratuga milli veggj- anna á Hótel íslandi. Oli missti allt. Líka útibúið á Fá- skrúðsfirði. Og þó ekki alveg. Bankinn leyfði honum að halda eftir rekstri veitingasal- anna á hótelinu. Bankastjór- arnir sögðu að það eina sem þeir kynnu í veitingarekstri væri að skemmta sér og einna best á árshátíðum. UPPRIFJUN HÆFILEGRAR SJÁLFSTORTÍMINGAR Tíðarandinn Hvaða ár er þetta eigin- lega? Árið þegar við köstuðum endaniega ýmsu sem hefur fylgt okkur nokkuð lengi; leifunum af heilsubylting- unni, uppatískunni, stálhús- gögnum, mjúka manninum, öllum kynstrunum af hvítri málningu vildum við helst hella beint ofan í næsta hol- ræsi. Árið þegar allt var upprifj- un á einhverju öðru sem var einhvern tíma fyrir lifandis löngu eða kannski bara fáein- um árum. Hjól upprifjunar- innar eru nefnilega farin að snúast svo hratt að bráðum vitum við ekki fyrr en við er- um farin að rifja upp eitthvað sem var aldrei neitt annað en upprifjun einhvers annars. Kannski er þetta eins og ei- líft rölt um speglasal. Meira að segja ríkisstjórnin er upprifjun á ríkisstjórn sem sat á sjötta áratugnum og hann vorum við í óða önn að rifja upp. Það var sett á lagg- irnar heil nefnd til að rifja upp gamlar skuldir, það hét fortíðarvandi. Popparar spiluðu eins og venjulega, en gátu einhvern veginn ekki leynt því að þeir hefðu miklu frekar viljað vera í hljómsveitinni Flowers í kringum 1970. Það flökraði ekki að neinum að reyna eitt- hvað nýtt, ekki heldur í myndlist, arkítektúr, tísku. Meira að segja Rúnar Júlí- usson fékk annan séns. Pétur W. Kristjánsson þótti ekki tímaskekkja, í fyrsta sinn í hálfan mannsaldur. Líka hann féll í kramið. Og unga kynslóðin, liðið sem á að erfa landið, fór inn í fataskápa og fann leppana af hippunum, settist inn á kaffi- hús og hófst handa við að yrkja eins og þeir. Það hugs- aði með sér að gaman gæti nú verið að prófa hass. ,,Ég er ákvedinn í ad bjóba fram lista í kosningunum.“ GUÐMUNDUR G. ÞÓRARINS- SON i janúar. „Ef vid fáum ekki leidrétt- ingu segi ég mig úr lögum við lýðveldið ísland." BJARNI PÁLSSON um úthlutanir á aflaheimildum til handa bátum undir tíu tonnum. Sagt í janúar. ,,Ég tók snemma þá ákvörð- un að sonur minn skyldi al- inn upp sem strákur:" SÚSANNA SVAVARSDÓTTIR blaöamaöur í janúar. „Það er rétt að á mig er þrýst með þetta." GUÐMUNDUR G. ÞÓRARINS- SON í DV-viötali í janúar, aöspurður um hvort hann ætlaði að standa fyrir framboði i öllum kjördæmum landsins. „Sumir segja að herforing- inn eigi alltaf að vera þar sem orrustan er mest." STEINGRÍMUR HERMANNSSON í janúar, um möguleikana á því að hann tæki fyrsta sætið í Reykjavik i alþingiskosningunum. ,,Það er heiður að víkja sœti fyrir Steingrími undir þess- um kringumstœðum." FINNUR INGÓLFSSON i janúar. „Ég er alveg hissa á þessu." KRISTÍN JÓHANNSDÓTTIR ellilifeyrisþegi eftir að stolið var frá henni 80 þúsund krónum i Kringl- unni i janúar. „Þessar mœlingar virka á mig eins og ef maður vœri sendur í flugvél yfir Indland og œtti að telja alla Indverj- ana." SVERRIR LEÓSSON útgerðarmaður um loðnuleit fiski- fræðinga i janúar. ,,Það var svona rautt." SIF ÞORSTEINSDÓTTIR fimm ára sem fyrst sá Heklugosið í janúar. „Ég hef ákveðið að draga mig í hlé og hætta við sér- framboð t Reykjavík." GUÐMUNDUR G. ÞÓRARINS- SON i janúar.

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.