Pressan - 27.12.1991, Síða 34
34
GULA PRESSAN
Föstudagur 27. desember 1991
án&ivt&'
£ná /4 tcí ö
hann var líka sýndur í því kanadíska hugsaði þjóðin
sem svo, að þetta gæti ekki verið svo slæmt. Þegar
Þjóðverjar tóku hann síðan upp í sinni dagskrá var
hverju barni orðið það ljóst að hér var góð land-
kynning á ferðinni sem slagaði hátt upp í hálfa Vig-
dísar-heimsókn.
T
anuar
Janúar hefur alltaf verið hörmungar-mánuður en
aldrei eins og síðustu ár. Greiðslukortin breyttu þar
engu um. Það gerðu hins vegar kreppan og fylgi-
fiskar hennar. Og því harðar sem kreppti að því
djöfullegri varð eyðslan fyrir jólin. Og það hafa
aldrei verið haldin eins brjáluð jól og árið 1990,
fjórða kreppuárið í röð. Janúarmánuður ársins 1991
var því ógeðslegur. Það átti ekki nokkur maður
aur. Afnotagjöldin komust í vanskil, símanum var
lokað, maðurinn hjá rafmagnsveitunni hótaði að
loka og rukkararnir urðu óðir. Þeir voru nefnilega
líka blankir. Eina fyrirbrigðið sem sótti ekki að heim-
ilunum í landinu og krafðist síðustu krónunnar var
Hitaveita Reykjavíkur. Hún rukkaði ekki. Þess í stað
blandaði hún vatnið vitlaust svo mynduðust úrfelling-
ar sem stífluðu vaska og sprengdu rör. Það bættist
við aðrar hörmungar í janúar. Þjóðin var blönk,
köld og sá eftir hverri krónu sem hún eyddi í jólin
árið 1990.
I^olkrabbinn
Það versta við kolkrabbann er hvað fólk varð upp-
tekið af honum á árinu. Sjálfur gerði hann fátt eitt
af sér. Hann skrapp meira að segja saman í hluta-
bréfahruninu í lok ársins. Sá sem á sök á að hann
skaut aftur upp kollinum í kokkteilboðunum er
Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins. Þátt-
ur hans í endurvakningu kolkrabba-kenninganna er
álíka stór og þáttur Ulfars Þormóðssonar í hug-
myndinni um fjölskyldurnar fjórtán í kringum 1970.
Úlfar kom fram þegar gamlir peningar urðu fínir
eftir holskeflu nýríkra á viðreisnarárunum. Styrmir
fór af stað þegar gamlir peningar urðu fínir á ný
eftir að góðærið hafði étið yngstu börnin sín í lok
níunda áratugarins. í slíku umhverfi komast gamlir
peningar og ættgengt ríkidæmi í tísku. Á slíkri tíð á
kolkrabbinn fjórar jólabækur, sautján Reykjavíkurbréf
og alla bestu tímana í kokkteilboðunum. Þá hættir
Halldór H. Jónsson að vera gamall kall, verður eð-
alborinn, og heimili hans við Ægisíðuna verður fast-
ur þáttur í sunnudagsbíltúr almúgans. Það eitt að sjá
glasi lyft bak við rúðu eða horn af málverki rétt-
lætir ferðina.
Leifur heppni
1991. Árið sem Leifur rieppni týndi Ameríku end-
anlega. Aldrei aftur mun nokkur Ameríkani sættast
á að Leifur hafi fundið Ameríku á undan Kólumbusi.
Aldrei. Og þá skiptir engu þótt bókum um grimmd-
arverk Kólumbusar og karakterbresti hafi rignt yf-
ir heimsbyggðina fyrir 500 ára afmæli siglingar hans.
Það skiptir engu þótt í ljós hafi komið að hann var
nauðgari, grimmur húsbóndi, heimskur og hroka-
fullur, stærilátur og óþolandi í partíum. Þegar
Mezzoforte spilaði popp-jazz á haínarbakkanum varð
að engu vonin um að Ameríkanar köstuöu Kólumb-
usi fyrir róða. Þeir lögðu dæmið niður fyrir sér. Þeir
sögðu: „Það er sama hvað verður sagt um kallinn
hann Kólumbus. Þaö er sama hverju menn vilja klína
á hann. Aldrei, aldrei skal ég taka þetta fram yfir
hann. Aldrei.“ Og leiknum var tapað. Verkið var
síðan fullkomnað með ferð Gaiu og plötu Valgeirs
Guðjónssonar. Allt þetta íslenska stöff gátu Amerík-
anar keypt í Bloomingdale’s. Kólumbus hafði hins
vegar eitthvað hættulegt og fornt við sig. Valiö stóö
á milli þess að Ameríka hefði fundist fyrir fimm
hundruð árum eða um hádegi í gær.
Draumar þjóðarinnar um sölu lambakjötsins til út-
landa rættust í Mexíkó á árinu. Það kom í Ijós að
Arið hjá Markúsi Erni An-
tonssyni var eins og stutt-
mynd með Clint Eastwood.
Hann rauk inn á skrifstofu
borgarstjórans og lýsti því yfir
að hann ætlaði að hreinsa til i
miðbænum. „Ribbaldana úr
miðbænum," sagði hann. Síð-
an fór hann í kynnisferð um
miðbæinn / lögreglufylgd,
heilsaði vegfarendum og hvarf
út í nóttina. Það vantaði flétt-
una, hasarinn og uppgjörið.
Fólk var rétt byrjað að kynnast
hetjunni þegar stafirnir fóru
að rúlla upp eftir tjaldinu. Eftir
á man enginn eftir Markúsi
Erni. Hann kom og hann hvarf.
Það eina sem lifir i minning-
unni er að hann var áberandi
verst klæddi maðurinn á ár-
inu; sláandi púkó og eins og
hengdur upp á herðatré.
Allír í heimspeki
Allt í einu var heimspeki
komin í ekki þetta litla tísku.
Ungt fólk flykktist í Háskól-
ann aö reyna að fá einhvern
botn i Aristóteles, Kant, Desc-
artes og Schopenhauer.
Kannski var það ekki bara
rekið áfram af fróðleiksfýsn,
heldur líka af þeim fleygu
ummælum Ólafs Jóhanns Öl-
afssonar að það flökraði ekki
lengur að stórfyrirtækjum að
ráða viðskiptafræðinga í
toppstööur — þeim væri
skutlað beint í bókhaldið —,
heldur leituðu stórkapítalist-
ar logandi Ijósi að hugmynda-
ríku og hugsandi fólki með
húmaníska menntun; tungu-
mál og þó einkum og sérílagi
heimspeki.
Annars er þetta bara enn
eitt dæmið um það hvað
heimurinn er orðinn öfug-
snúin. Hér á árum áður var
heimspekinám absolútt til
vinstri, í hana sóttu úlpu-
kommar og sófaróttæklingar.
Nú er heimspeki hægra meg-
in í tilverunni, eins og reynd-
ar ýmislegt fleira sem áður
var til vinstri en er núna til
hægri: döffelcoat, Volkswag-
en-bjöllur, hornspangagler-
augu og pizzur.
Hins vegar varð ekki séð af
blaðagreinum ýmissa ungra
heimspekinema á árinu að
fræðigreinin væri nauðsyn-
lega ávísun á skýra hugs-
un . . .
Ótrúlega
margir
urðu
að þjóðfél-
agsafli
Þaö er eins meö kosningar
og fótboltaleiki. Þær eru
spennandi á meöan þær
standa yfir. Eftir á skipta þær
engu máli. Gömul kosninga-
úrslit eru álíka áhugaverð og
staðan í hálfleik í leik Brasilíu
og Honduras i Sao Þaulo í
nóvember 1967.
Það sem var hins vegar
skemmtilegt við síðustu
kosningar var aðdragándinn.
Otrúlegasta fólk fann allt i
einu innra með sér að það var
þjóöfélagsafl. Það var kom-
inn tími til að tekiö yrði tillit
til þess. Til urðu flokkar með
fólki sem enginn vissi að væri
til og um málefni sem enginn
hafði taliö að skiþtu neinu
máli. Það varð sprenging.
Vöruúrvalið í kjörklefanum
var orðið álíka og í Kringl-
unni. Slíkt var framboðið.
Kftirspurnin hafði hins veg-
ar ekki aukist að sama skapi.
Það vissu líka þeir sem haföi
verið hafnað í kosningum áð-
ur. Þeir reyndu jrví að rotta
sig saman á lista fyrir síðustu
kosningar. Hugmyndin var
að slá fallkaiidídötum frá
Borgaraflokknum. Flokki
mannsins og Þjóðarflokkn-
um saman við menn sem
hraktir höfðu verið frá gömlu
flokkunum. Guðmundur G.
var á leið í framboð og sömu-
leiöis Þorvaldur Garöar. Og
saman við þetta átti að
blanda ýmsum sent höfðu ný-
verið fengið þingmanninn í
magann; Heimastjórnarsam-
tökunum, Græningjum,
Verkamannaflokknum og
mörgu öðru. Þetta átti að
verða einskonar útsölulisti.
samansafn þess sem ekki
hafði selst og þess sem Ijóst
var að aldrei mundi seljast
nema verðið dúnkaði niður í
ekki neitt.
Því miður tókst þetta ekki.
Óánægjan með gömlu flokkl
ana skreið því frarn í mörgum
farvegum fvrir kosningarnar.
fláA77ælið
endurlífgað
Fyrir þónokkrum áratug-
um efndi þjóðin til einhverrar
mestu herferðar í íslandssög-
unni. herferðarinnar til að út-
rýma flámælinu. Flámælt
fólk var hundelt. ofsótt. það
var haft að háði og spéi í rev-
íum. bókum og á mannamót-
um. Það þorði helst ekki að
opna munninn. Flámælið var
lítmálað sem hámark útúr-
boruháttar og afdala-
mennsku. Herferðin skilaði
glæsilegum árangri: hinu út-
breidda flámæli var útrýmt á
skömmum tíma. rétt eins og
berklunum og sullaveikinni.
Eftir það þóttust flestir vissir
um að aldrei mundi hevrast i
flámæltum manni á Islandi
framar.
Ekki svo. Flámælið er kom-
ið aftur. Og nú er það ekki
upprunnið í afdölunum. held-
ur í sjálfri hringiðu höfuð-
borgarinnar. miðbænum.
Breiðholtinu. En helstu boð-
berar nýflámælis á íslandi
eru náttúrlega poppsöngvar-
ar með þá Eyjólf Kristjánsson
og Stefán Hilmarsson í farar-
broddi. Hlustiði bara á þá . . .