Pressan - 27.12.1991, Side 37

Pressan - 27.12.1991, Side 37
Föstudagur 27. desember 1991 GULA PRESSAN 37 ,,Menn eiga ekki aö líöa fyr- ir aö vera borgaraflokks- menn.“ ÓLI Þ. GUÐBJARTSSON í mai aö rökræða embættisveiting- ar sinar sem dómsmálaráðherra. „Þad sem þarna fer fram á ekkert skylt vid náttúru- lœkningar heldur er þetta kukl og hindurvitni." SNORRIINGIMARSSON þáverandi yfirlæknir Heilsuhælis- ins í Hveragerði, í maí. Sagt um Heilsuhælið. „Eg vil ekki taka undir þaö ad afturkippur hafi ordid í álversmálinu." JÓN SIGURÐSSON álmálaráðherra í maí. „En ég er mjög svekktur út í ríkissjónvarpid." EYJÓLFUR KRISTJÁNSSON eurovisionfari í mai, eftir að Nína lenti í fimmtánda sæti i keppninni í Róm. „Ég var dálítill kvennamað- ur á tímabili. Ég er orðinn gamall og hef dofnað med árunum." STEFNIR ÓLAFSSON bóndi í Laugardal, í maí. „Þeir eru 35 sem hafa kœrt mig og því eru þetta 150 þúsund krónur á hvert eista." PÉTUR PÉTURSSON læknir á Akureyri, um kæru vaxt- arræktarmanna á hendur honum í maí. V'/ð íslendingar erum negr- ar norðursins." HALLDÓR BRAGASON blúsari i júli. „Eru menn ekki alltaf að spá og spekúlera?" GUÐMUNDUR ÁRNI STEFÁNS- SON bæjarstjóri í Hafnarfiröi, í maí. Um hvort rétt væri að hann færi á þing á miðju kjörtímabili í stað Jóns Sigurðssonar. Jóhanna Kristjónsdóttir „Ef þetta var víti þá er ég páfinn." GUÐNI BERGSSON knattspyrnumaður eftir að dæmd var á hann vítaspyrna i landsleik gegn Wales í maí. „Þetta er ekki óskapnaður heldur þjóðþrifafyrirtœki." KARL RAGNARS forstjóri Bifreiðaskoðunar Islands, svarar gagnrýni á fyrirtækið í mai. „Eg hef fundið fyrir mjög miklum og sterkum stuðn- ingi innan borgarstjórnar- flokksins og meðal flokks- manna." ÁRNI SIGFUSSON í mai þegar hann langaði til að verða borgarstjóri. „Þetta er talið mjög heilsu- samlegt." ÓMAR SMÁRI ÁRMANNSSON aðstoðaryfirlögregluþjónn í maí, tjáir sig um það að lögreglumenn fá að fara í sund þegar þeir eru á vakt. Hetja ársins er Jóhanna Kristjónsdóttir, blaðamaður á Mogganum. Þegar allar bjargir virtust bannaðar fór hún ein síns liðs til íraks og náði í hann Gísla gísl. Jón Baldvin hjálpaði henni ekk- ert. Hann þvældist bara fyrir og um tíma leit út fyrir að hann væri með Saddam í ráð- um. En Jóhanna sá við hon- um og kom Gísla heim. Þá fór allt púður úr málinu. Um leið og Gísli kom heim missti þjóðin áhugann á honum. Það gerðist fimm mínútum eftir að fyrsta viðtalið hófst. Þjóðin sá í gegnum hann. Hún var ekki tilbúin að eyða meðaumkun sinni á mann sem vildi ekki yfirgefa bílinn sinn, myndbandstækið og persnesku teppin. Og enn síð- ur vildi hún eyða peningum sínum í bók um málið. Akademía Eins og venjulega á kosn- ingaári voru flestar deilur eyðilagðar af pólitík. Heiðar- legar undantekningar voru þó á þessu: 9 Leifur Sveinsson lög- fræðingur skrifaðí marga pistla og stutta um hve vondir menn stjórnuðu borginni. Enginn nennti að svara hon- um nema dr. Gunnlaugur Þórðarson, sem sagði að Leifur væri svo leiðinlegur að hann tæmdi meira að segja heita pottinn á háannatíma. • Bjarni Dagur Jónsson fór í frægustu bíóferðina og lenti í hörkuritdeilu við nokkrar hafnfirskar stúlkur sem átu poppkorn með látum í sætaröðinni fyrir framan Bjarna. 9 Örn Ólafsson gagnrýn- andi lenti í deilu við Árna Blandon gagnrýnanda. Svo skemmtilega vill til að þeir gagnrýna báðir á DV. Árni byrjaði en Örn endaði. Þræt- an snerist meðal annars um hvor væri betra doktorsefni. 9 Sigmundur Ó. Steinars- son deildi við knattspyrnu- mennina Þorgrím Þráins- son og Lárus Guðmunds- son um hvort svindlað hefði verið í kjöri um knattspyrnu- mann ársins. Af því að mað- urinn sem Sigmundur hélt með vann ekki fannst honum líklegt að það hefði verið svindlað. 9 Ólafur Ragnar Gríms- son lenti í banvænni deilu við lækna um samninga- tækni þeirra, sem Ólafur taldi í stuttu mál i ganga út á að láta sjúklingana deyja. Þetta end- aði á því að formaður lækna- félagsins, Högni Óskars- son, sagðist ætla að kæra Ól- af. Skömmu síðar missti Ólaf- ur Ragnar völdin, kæran týndist og sjúklingarnir fá að deyja í friði. 9 Magnús Steinþórsson er eini maðurinn sem lenti í deilu út af Rolls Royce á síð- asta ári. Hann flutti inn einn slíkan sem keyrði um með ástfangið fólk sem setti upp hringana frá bróður hans, Sigurði Steinþórssyni. Sí- vakandi tollverðir sáu í gegn- um þetta og stöðvuðu svín- aríið. Bíllinn og Magnús hurfu úr landi. 9 Rafn Geirdal teppti Vel- vakanda Morgunblaðsins í nokkra mánuði með nýaldar- deilum. Snerist deilan meðal annars um það hvort Guð væri nýaldarmaður eða ekki. Guð hefur ekki enn skrifað í Velvakanda undir nafni, þannig að ekki er búið að ■segja amen. 9 Pétur Pétursson læknir hóf eina kröftugustu deilu ársins með því að segja að eistun á sumum kraftlyftinga- mönnum væru lítil, ræfilsleg og rýr. Síðan hefur Ólafur Sigurgeirsson (stundum kallaður Óli sterki) skrifað margar síður. Siðaðir læknar segja að Pétur hafi verið of kjarnyrtur og hann er bara ánægður með það. 9 Björn Bjarnason á heið- ur skilinn fyrir að reyna að halda lífi í kommadeilum eft- ir að Berlínarmúrinn hrundi. Honum tókst til dæmis að skrifa grein sem hét ,,Árni Bergmann og Sovétríkin". Það er kannski tímanna tákn að engmn svaraði þessu nema Ögmundur Jónas- son. fyrir nýríka Örvæntingarfullar tilraunir Herlufs Clausen til að fá að vera með í félagsskap betri borgaranna í Reykjavík héldu áfram á árinu. Því þótt Herluf sé dálítill leynimaður vill hann absolútt fá að teljast í hópi þeirra máttarstólpa þjóðfélagsins sem láta mynda sig með ráðherrum, nafntog- uðum listamönnum, frægum útlendingum og helst forset- anum sjálfum. Herluf datt í hug snjallræði: Fyrst honum er ekki boðið i neinn fínan klúbb ákvað hann að stofna sinn eigin, Akademíu Café Óperu. Þangað stefndi hann hópi bissnissmanna og fáein- um menningarvitum sem þykja nauðsynlegar skraut- fjaðrir í akademíum af þessu tagi. Allt kom fyrir ekki. Fé- lagarnir í Akademíunni voru flestir álíka nýríkir og Herluf og komnir þangað í þeim er- indagjörðum að hitta kúltúr- menn og gamalgróna brodd- borgara sem ekki eru nýríkir. í staðinn hittu þeir sínar eigin spegilmyndir í ýmsum gerð- um. Enn verður Herluf því að bíða þess að sér verði boðið í forsetaveislurnar, að minnsta kosti um sinn. 9 Carl J. Eiríksson skot- maður hlýtur að teljast þraut- seigasti deilumaður íþrótta- heimsins. Það er reyndar aldrei hægt að skilja upp eða niður í deilum hans, sem kemur þó ekki í veg fyrir að alltaf verður einhver til að svara honum. 9 Lára Halla Maack lenti í deilu út af réttargeðdeildinni á Sogni. Sighvatur Björg- vinsson sagði að hún hefði ætlað að hugsa sig um í 9 mánuði og rak hana svo um- hugsunarlaust. Erlendir ferðamenn Eru þeir að stela landinu? Óvinir þjóðarinnar númer eitt á árinu voru Austurríkis- mennirnir sem staðnir voru að verki við að stela steinum sem þeir ætluðu síðan að smvgla úr landi. Þrátt fyrir viðleitni vfirvalda tókst ekki að stöðva þennan ljóta leik fullkomlega. Sumir túrist- anna sluppu úr landi með fullar töskur af steinum. En hver var hættan? Kannski sú að útlendum tú- ristum takist smátt og smátt að stela landinu. stein fyrir stein. hnullung fyrir hullung. ef við ekki spyrnum við fót- um? Er ekki rétt að grípa til aðgerða áður en það gerist. nú þegar. Island er 103.000 ferkíló- metrar að stærð. Hæð lands- ins er að meðaltali um 500 metrar. Landið er því um 51.000 rúmkílómetrar. Hver rúmsentimetri er um 2.8 grömm og hver rúmkíló- metri því um 2,8 milljarðar tonna. Landið vegur því um 150.000 milljarða tonna frá efsta fjallstindi og niður í flæðarmál. Á hverju ári koma um 142 þúsund ferðamenn til lands- ins. Vilji þeir vera lausir við að borga yfirvigt í flugvél mega þeir ekki taka þyngri farangur héðan en sem nem- ur 20 kílóum. Ef hver ferða- maður skildi allar pjönkur sínar eftir hér á landi og fyllti ferðatöskurnar yrðu Islend- ingar um 2.800 tonnum af grjóti fátækari á hverju ári. Gerum ráð fyrir að þessi tala ferðamanna haldist stöð- ug næstu ár og áratugi, það er vissulega ekki fráleitt. Ger- um líka ráð fyrir að þeir haldi áfram að ásælast íslenskt grjót. Þá yrðu þeir um 52.816.901.000 ár (tæplega 53 milljarða ára) að klára landið. ísland yrði horfið af yfirborði jarðar árið 52.816.902.991 (eða 52 milljarðar 816 milljónir 902 þúsund 991 eftir Krists burð) Þá tæki síðasti túristinn síð- asta steininn og ekkert yrði eftir nema beljandi úthafið. DEILUR OG ALVÖRUMÁL ÁRSINS

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.