Pressan - 16.07.1992, Blaðsíða 12

Pressan - 16.07.1992, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR PKESSAN 16. JÚLf 1992 STEFÁN Steinsson læknir í Búðadal er án efa einn lýrískasti iæknir landsins en hann hefur tekið að sér að lækna menningar- delluna í menningarvitunum. Vonandi að einhver fari að taka eftir þessum pistlum hans í Morgunblaðinu áður en hann verður gerður brottrækur það- an. Debit-kredit maður þeirra Alþýðubandalagsmanna Einar Karl Haraldsson skrifaði um flokksþing krata í DV þar sem hann bendir á að þeir hafi pantað álit ífá óbreyttum kröt- um á krataþinginu. Nú er bara spurningin hvort Einar hefur verið inni í sturtukiefanum fræga? En ræðumaður vikunnar er EGGERT Haukdal sem fékk alla Sjálf- stæðismenn í Varðarferð til að stoppa á Hellu á leið í Þórs- mörk og hlýða á ræðu sína um leið og rangeyskar pönnukök- ur voru snæddar. 1 Þórsmörk fékk Davíð Oddsson kærkomið tækifæri til að ræða við drukkna unglinga um landsins gagn og nauðsynjar. En það er JÖRUNDUR Guðmundsson sem stendur fyrir tívolíbombu vikunnar því hann hefúr nappað tívolínafn- inu frá Ólafi Ragnarssyni í Hveragerði. Reyndar vissi eng- inn að tívolí væri svona mikið einkamál en nú situr Jörundur í súpunni. Jörundur er reyndar eini íslenski trúðurinn sem hefur tekist að markaðssetja sig erlendis. Fyrir það ætti hann að fá meira kredit. - OG annar sem ætti að fá kredit er ATLI Heimir Sveinssonsem hefur samið óperulíki sem heillað hefur Frakka. Um leið kemur í ljós að Afli notar aldrei hljóð- færi þegar hann semur tónlist sína. Þetta gæti skýrt margt myndu sumir segja en auðvit- að er þetta komið af því að Atli þolir ekki hávaða og hefur hingað til ekki haff hljótt um þá skoðun sína. En uppljóstr- anir vikunnar eru ekki þær að Lúlli Jósefs. og félagar vildu vingast við Rússa heldur hitt að KFUM og K er eigandi Hressó þar sem bindindisandinn hef- ur ekld beinlínis svifið yfir vötnunum. MENNIRNI Tekjuhæsti ríkisforstjórinn, Brynjólfur Sandholt yfirdýr. hefði gjarnan viljað halda í eldri úrskurðinn. SEM RIKI Davíð Á. Gunnarsson forstjóri Ríkisspítalanna hefði lækkað að meðaltali um 80 þúsund krónur á mánuði. Ólafur Ólafsson var ekki ánægður með það að ekki skyldu allir embættismenn ríkisins fá sömu launahækkun samkvæmt fyrri úrskurði kjaradóms. Hans laun hefðu lækkað um 80 þúsund krónurá mánuði. BJARGAD Ýmsir embættismenn á vegum ríkissins anda sjálfsagt léttar þessa daganna eftir að kveðinn var upp nýr úrskurður kjaradóms um 1.7 prósenta jafna launahækkun til allra embættismannanna. Sam- kvæmt eldri úrskurðinum, þar sem launin áttu að verða tæmandi þ.e. ekkert bættist við þótt unnið væri út fyrir ramma dagvinnunn- ar, hefðu menn eins og Ólafur Ól- afsson landlælcnir, Guðlaugur Þor- valdsson ríkissáttasemjari, Böðvar Bragason lögreglustjóri, tollstjór- inn í Reykjavík Bjöm Hermanns- son, Gunnlaugur Claessen ríkis- lögmaður, Davíð Á Gunnarsson forstjóri ríkisspítalanna, rektor Háskóla íslands, vegamálastjóri og fleiri snarlækkað í launum miðað við framreiknaðar raun- tekjur þeirra fyrir árið 1990. Samkvæmt upplýsingum frá launaskrifstofu ríkisins á leiðrétt- ingin á launum þeirra embættis- manna sem eru á fyrirframgreidd- um launum að koma fram í launagreiðslum 1. ágúst en effir- vinnan er eftirágreidd. Sú eftir- vinna sem unnin var 15 júní til 15 júlí verður borguð út 1. ágúst. Samanborið við eldri úrskurð Hverjir eru hvar? Kommar á vakt í Þeir sem af einhverjum ástæð- um eiga erindi við Alþýðubanda- lagið þessa dagana koma að tóm- um kofanum, þar sem fram- kvæmdastjórinn, Einar Karl Har- aldsson, er í sumarffíi í Svíþjóð og kontórinn er lokaður. Allaballar deyja þó ekki ráðalausir, heldur skilja eftir þessi skilaboð á sím- svara sínum: „Meðan á lokun stendur munu þingmenn Alþýðubandalagsins standa vaktina. Hægt er að ná í þingmannavaktina gegnum síma Alþingis, sem er 11560. Á þing- mannavakt síðari hluta júlí verða eftirtaldir þingmenn: 13,14. og 15.júlí:SvavarGestsson 16 og 17. júlí: Steingrimur J. Sigfússon 20,21. og 22. júlí: Kristinn H. Gunnars- son 23. og 24. júlí: Guðrún Helgadóttir 27. og 28. júlí: Margrét Frlmannsdóttir 29,30. og 31. júlf: Ólafur Ragnar Gríms- son.' Ekki fylgdu skýringar á þvt hvers vegna þingmennirnir eru látnir sitja á kontórum sínum í Al- kjaradóms hefðu tæmandi laun Ólafs Ólafssonar landlæknis orðið 290.000 og því lækkað um tæpar 80 þúsund krónur á mánuði sam- anborið við ffamreiknuð mánað- arlaun hans árið 1990. „Ef hækka á laun embættismanna finnst mér að hækka ætti laun allra embætt- ismanna til jafns,“ sagði Ólafur Ól- afsson um fyrri úrskurð kjara- dóms en vildi ekki tjá sig að öðru leyti um málið. Tollstjórinn í Reykjavík, Björn Hermannsson, hefði lækkað úr tæpum 460 þúsund krónum í 270 þúsund, Davíð Á. Gunnarsson for- Alþingi þingi í stað þess að vera einfald- lega á skrifstofú flokksins og spara þannig hringjendum kostnað af að minnsta kosti einu símtali. Samkvæmt upplýsingum Al- þingis hefur töluvert verið hringt í þingmannavakt Allaballa, en þó ekki svo að álagið hafi verið óbærilegt. Það er nefnilega fátt annarra þingmanna í húsinu þessa dagana og meira að segja Svavar Gestsson, sem stóð vaktina í gær, var farinn heim klukkan ^ögur. stjóri Ríkisspítalanna hefði Iækk- að úr 380 þúsundum í 290 þús- und, Gunnlaugur Claessen ríkis- lögmaður úr 390 þúsundum í 270 þúsund, fýrrverandi háskólarekt- or, Sigmundur Guðbjamason var með um 420 þúsund á mánuði ár- ið 1990 en hefði lækkað niður í 290 þúsund, Guðlaugur Þorvalds- son ríkissáttasemjari hefði lækkað úr 416 þúsundum í í 350 þúsund og Georg Ólafsson úr tæpum 300 þúsundum í 250þúsund. Einn þessarra manna sem ríki- stjórnin bjargaði ffá launalækkun taldi samt sem áður að ríkisstjóm- Einar Karl Haraldsson, fram- kvæmdastjóri Alþýðubanda- lagsins: I fríi í Svíþjóð og lætur Alþingi afgreiða traffíkina á meðan. in hefði átt að sitja af sér fyrri úr- skurðinn. „Ég held að samkvæmt fyrri úrskurði kjaradóms hefðu nánast allir embættismenn staðið uppi með svipuð laun og þau hafa í dag. Kjaradómur reyndi bara að þurrka út ruglið í kerfinu,“ sagði hann en kvaðst jafnframt orðin þreyttur á þessu „Kjaradóms- rugli.“ Brynjólfur Sandholt yfirdýra- læknir hafði grunnlaun sam- kvæmt gamla kerfinu að upphæð 171.þúsund krónur en hefði hækkað í 230 þúsund á mánuði samkvæmt eldri úrskurðinum. Framreiknaðar mánaðartekjur hans fyrir árið 1990 voru 585 þús- und krónur. Hann sagðist hins vegar alls ekki hafa öll þessi laun hjá ríkinu. „Ég skil ekki hvernig mönnum getur dottið það til hug- ar að launin geti þrefaldast innan ríkiskerfisins. Tekjurnar mínar fyrir árið 1990 eru meðal annars söluhagnaður. Ef ég hefði ekki haft þessi sölulaun myndu heild- arlaun mín lækka um 300 þúsund krónur á mánuði,“ sagði Brynjólf- ur. Hann kvaðst gjarnan vilja halda í eldri kjaradómsúrskurð- inn.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.