Pressan - 16.07.1992, Blaðsíða 35

Pressan - 16.07.1992, Blaðsíða 35
FIMMTUDAGUR PRESSAN 16.JÚLI' 1992 35 LISTAM Af> Guðmundur Rúnar Lúðvík^on LIFIOC SAL fylgir. Þrátt fyrir þjóðernissinnaða veikleika og andstöðu gegn EB er keyrt um á ítölsku hjóli. Það er ódýrt í rekstri, ódýrt að tryggja, ekki hægt að reykja á því (sparar þvítvær sígarettur á leiðinni Hafnarfjörður— Reykjavík), sparar gjaldeyri fyrir þjóðina og hægt að komast allt sem maður vill á því. Þetta er þriðja hjólið og keypt af stelpuskjátu nýkominni að utan. Ekki tákn en má skjóta því inn í að erlendirforstjórar stór- fyrirtækja ferðast svona um. Hér er alveg á mörkunum að maður komist í Sniglana. Hjól sem þetta hlaut hönnunarverðlaun á fyrstu tugum aldarinnar og er fyrirmynd Harley Davidson mótorhjóianna. HÚFAN. Var lengi vel með alpahúfu sem kona nokk ur gaf. Svo varfarið í myndlistarskólann og hætt við að nota húfuna því það mátti setja hallæris- lega táknrænt samansemmerki milli húfunnar og skólans. Þá var keypt lopaderhúfa og síðar þessi. Það er óþægilegt að vera án hennar... eins og að gleyma að setja á sig úrið. Hreyfist ekki þótt þeyst sé á hundrað kílómetra hraða. SKEGGIÐ. Þar var venjulegur hökutoppur. Svo varfarið í jólabað og þegar upp úr kom var skeggið orðið tvískipt. Bráðfyndið. Þetta var á þeim tíma sem Salvador Dali dó og var þetta því tákn um að hann væri á ieið upptil himna en hafði stöðvast á hökunni. Hæfileikarnir FERÐATRÖNUR. Hægt að ferðast með hvað sem er. Hólf fyrir liti, pensla og hvaðeina. KLÚTURINN. Var staddur á ráðstefnu í Bergen fyrir mörgum árum síðan og þar var alveg ofsalega kalt. Einhverjum indverskum götusala tókst að pranga inn á mann klút og hefur verið klútur þar síðan. Þetta kemur ekkert sogblettum við. KJÓLFATAJAKKINN. Hjólfatajakkinn. Notaður við hátíðleo tækifæri. HJÁLMUR. Stol- isttil að nota hann ekki á góðviðris- dögum. Gjörsamlega van hugsað mál. Al- þýðumúnder- HÓLFAÐAFTAN. Leyndarmál. lPPÍR. Til að teikna á, mála á, skemmta sér á, láta sér leiðast á... HÓLFAÐ AN. Þareru geymd verk- færi, skjöl, bréf og aðrir pappírar. Þó ekki stöðu- mælasektir. KANINN FÆR 5ÉR5TAKAN KANA5EÐIL Kaninn kaupir líka marga boli. Afsláttur sem veittur er tiltekn- um hópum eða félögum er vel þekkt fyrirbæri innan viðskipta- heimsins. Þetta er gert til að laða að viðskiptavini sem ella sætu heima eða eyddu peningum sín- um á anna hátt. Veitingastaður- inn Hard Rokk Café veitir ýmsum aðilum slíkan afslátt og eru Bandaríkjamenn ofan af velli þar á meðal. Glöggir hafa tekið eftir því að Kanninn fær sérstakan matseðil sem hefur að geyma ívið lægri tölur en á hefðbundna seðl- inum og ekki að undra að full- borgandi verði fulir og finnist sér mismunað. „Þetta er kynning fyrir her- mennina," segir Tómas Tómas- son, veitingamaður í Hard Rokk. „Það er lægra verð í hádeginu á þriðjudögum og þá bjóðum við svokallaðan kanaseðil þar sem þeim er geftð gos með matnum og súpu. Þetta fólk hefur ekki mikil fjárráð og þannig lítur út fyrir að maturinn sé ekki á svo svimandi háu verði. Við þetta er að bæta að Ameríkanar kaupa mikið af bolum sem kosta 1200 krónur stykkið, en það gera fs- lendingar lítdð af. Við erum búnir að selja um 70-80 þúsund boli á fimm árum!“ Tómas kvaðst ekkert óeðlilegt sjá við þessa fyrirgreiðslu enda væru mun fleiri hópum gefinn afsláttur en kananum auk þess sem sérstakir hádegisverð- armaðtseðlar stæðu til boða öllum sem borðuðu á staðn- um, afmælisbörn fengju ís, fatlaðir og fylgdarmenn fengju 50 prósenta af- slátt, skólakrakkar stærri hópar fengju líka afslátt... stöðugt verið að slá af út og suður. MÓEIPURÁ JAZZ FEGURÐAR- DROTTNING STÍGUR NIÐUR AF SVIÐINU & TEKUR VÖLDIN Hótel ísland ætlar heldur betur að hressa upp á stemmninguna um helgina, en fegurðardísin Heiðrún Anna Björnsdóttir er nú skemmtanastjóri og ædar að „stíla inn á djammliðið svoleiðis að það verður ógeðslega gaman.“ Henni til halds, trausts og aðstoðar verður vin- kona henn- ar, fris B j ö r g Kristjánsdóttir, sem er ekkert síðri útíitslega séð. „Við ætlum að fá inn fólk í kringum tvítugsaldurinn,“ segir Heiðrún. „Við minnkum staðinn með því að loka efri hæðinni með efnum, færum diskótekið niður og verðum með rosalegt „ljósas- how“. Svo er ætíunin að hafa stað- inn dimman og kósí og látum reyk fossa niður af effi hæðinni.“ Hún sagðist vera viss um að það færi fegurðardrottningu bara Fegurðardísin og núverandi skemmtanastjóri Hótel (slands, Heiðrún Anna Björnsdóttir, ætlar að stíla inn á djammliðið og gera staðinn þannig að það verði ógeðslega gaman. nokkuð vel að vera skemmtana- stjóri en þær stöllur ætía sjálfar að taka á móti gestum sínum með pomp og prakt um helgina. Móeiður Júníusdóttir er varla skriðin úrskóla — hún varð stúdent í vor — en þykir samt með betri (og þokkafyllri) söngkröftum sem hér- lendis stíga á pall. Móeiður syngur djass af stakri tilfinningu, eins og getur að heyra á tónleikum hennar á veitingahúsinu Jazz í Ármúlanum, sem verða íkvöld, fimmtudag. Með Móeiði leika Karl Olgeirsson á pianó og Jóel Pálsson á saxófón — einhvern veginn hefur maður á tilfinningunni að djassmúsík sé frekar „inni" þessa dagana... Bíóin ■ lllllHIM Tveir á toppnum 3 Lethal Wea- pon 3 ★ ★ Minni hasar og minna grín en áður en meira af dramat- ískum tilraunum. Við fáum að vita allt um hugravíl þeirra Danny og Mel. Og þótt fátt eitt nema gott megi segja um þá kumpána eru þeir einfaldlega ekki það athyglis- verðir að þeir haldi heilu bíói vak- andi. Hvað þá þremur. Einu sinni krimmi Once Upon a Crime ★★ Farsi með nokkrum góðum (en allt of fáum) sprettum. Miklagljúfur Grand Ccnyon ★★ Nokkurs konar Big Chili níunaa éra- tugarins. Ef til vill er það áratugn- um að kenna, en Grand Canyon stenst engan samanburð við ror- vera s'nn. Stefnumót við Venus Meeting Venus ★★ Svona myndir eru víst kallaðar „vandaðar*. Glen Close leikurafkrafti. Á bláþræði Fourth Story ★ ★ Þokk- legur tryllir með vænni slettu af rómantík. hoTTTn Vinny frændi My Cousin Vinny ★ ★★ Fyndin grínmynd. Er hægt að biðja um meira um mitt sumar? Joe Pesci er mun skemmtilegri í þessari mynd en þriðja hluta Tveggja á toppnum. Höndin sem vöggunni ruggar The Hand That Rocks the Craale ★★★ Hörkuspenna og óhugnað- ur. Mambókóngarnir The Mambo Kings ★ Hetjusaga fyrir spænsku- mælandi innflytjendur í Bandaríkj- unum. Spurning á hvaða strengi hún spilar í okkur Breiðhyltingum. Ósýnilegi maðurinn The Invisible Man ★★ Þessi mynd kostaði víst 40 milljónir dala. Þar sem hún hef- ur fengið mikla aðsókn eins og hún á skilið, var þeim dölum vel varið. Allt látið flakka Straight Talk ★ Einhver hefði átt að láta handritið flakka. Greiðinn, úrið og stórfiskurinn The Favour, the Watch and the Very Big Fish ★★ Nokkurs konar Fiskur- inn Vanda, annar hluti. Ef fólk vill fá hugmynd um hvers konar mynd þetta er getur það tekið Fiskinn Vöndu og deilt í hann með tveim- ur. Veröld Waynes Wayne's World ★★ í flokki mynda sem gera út á geðveikan húmor. Gallinn er að húmorinn er ekki nógu geðveikur og of sjaldan hlægilegur. Steiktir grænir tómatar Fried green tomatos ★★★ Konumynd; um konur og fyrir konur. Góðir eig- inmenn láta undan og fara með. Lukku Láki Lucky Luke ★★ Fín mynd fyrir unga drengi á aldrinum sjö til átta ára. Refskák Knight Moves ★★ Spennumynd úr skákheiminum. Eitruð peð og alvörudráp en dálít- ið innihaldslausar hrókeringar. Stjörnustríð VI Star Trek VI ★★ Góð mynd fyrir þá fáu aðdáendur Star Trek sem ekki gáfust upp á seríunni í þriðju, fjórðu eða fimmtu myndinni. LAUGARASBIO Stopp eða mamma hleypir af Stop! Or My Mom Will Shoot ★ Myndir Silvesters Stallone eru á álíka hraðri niðurleið og fylgikonur hans. Hann virðist hafa glatað þeim litla smekk sem hann hafði fyrir konum og handritum. Næstum ólétt Almost pregnant ★ Látið nafn Dom deLuise í leikara- skránni ekki plata.ykkur í bíó. Töfralæknirinn The Medicin Man ★★ Engir töfrar aðrir en persónu- töfrar Sean Connerys. Sumum finnst það líka nógur skammtur. Víghöfði Cape Fear ★★★★ Ógeðslega spennandi, rosalega flott og svakalega vel leikin. Mitt eigið Idaho Mine Own Little Idaho ★★★★ Ekki bara öðruvísi heldur líka góð. Menn skynja raun- sæið með húðinni. Ógnareðli Basic Instinct ★★ Mark- aðsfræðingarnir fá báðar stjörnurn- ar. Annað við myndina er ómerki- legt. Lostæti Delicatessen ★★★★ Hugguleg mynd um mannát. Freejack ★ Enn ein mislukkuð til- raun Mick Jaggers að fóta sig í bíó- myndum. Homo Faber ★★★★ Mynd sem allir verða að sjá. Léttlynda Rósa ★★★ Ljúf saga um vergjarna stúlku. STJORNUBIO Bugsy^ Mynd sem verður skráð á spjöld kvikmyndasögunnar fyrir að hafa leitt til að Annette Bening dró Warren Beatty upp að altarinu. Þetta var stærsta og eina umtals- verða afrekið í myndinni. Óður til hafsins The Prins ofTides ★★★ Nick Nolte heldur myndinni á floti. Krókur Hook ★★ Spielberg hefur tapað töfrasprotanum. Strákarnir í hverfinu Boys in the Hood ★★ Tilfinningaþrungin mynd um jarðveginn sem óeirð- irnar í Los Angeles spruttu upp úr. Börn náttúrunnar ★★★ Rómað- asta íslenska bíómyndin. S O G U B I O Tveir á toppnum 3 Lethal Wea- ponSirk Leitin mikla ★★★ Teiknimynd sem börnunum finnst gaman af.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.