Pressan - 16.07.1992, Blaðsíða 18

Pressan - 16.07.1992, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR PKCSSAN 16. JÚLf 1992 E R L E N T Richard von Weizácker bókinni lýsir Weizacker áhuga á auknum völdum forseta sem yrði kosinn beint af þjóðinni. I Þýskalandi hefiir þeim fjölgað mjög upp á síðkastið kjósendum sem ekki kæra sig um að nota at- kvæði sitt eða vilja alls ekki kasta því á hina hefðbundnu flokka. Pólitískur leiði er útbreiddur. öfgaflokkum til hægri vex fiskur um hrygg. f grein í tímaritinu Der Spiegel andæfir Norbert Bliim, lit- ríkur atvinnumálaráðherra Kohls, forseta sínum. Þar segir hann meðal annars að líklega lemji Schönhuber, leiðtogi hægri öfga- Gerði hún það í alvörunni? Kvikmyndin var frumsýnd í Frakklandi í vetur og þar rifust menn aðallega um hversu trúr leikstjórinn, Jean-Jacques Annaud, hefði verið Elskhugan- um, metsölubók eftir Marguerite Duras, sem fjallar um ástir evr- ópskrar skólastúlku og auðugs Kínverja. Myndin verður ekki sýnd í Bandaríkjunum fyrr en í september en hún er þegar orðin mjög fræg, en af allt annarri ástæðu. Þar velta menn því aðal- lega fýrir sér hvort aðalleikararn- ir, Jane March og Tony Leung hafi „gert það“ í alvöru í eldheit- um ástarsenum myndarinnar. Jane March, sem er nítján ára ensk fyrirsæta frá góðu heimili, segir svo ekki vera; hún hafi ekki fundið neina kynferðisörvun meðan á tökunum stóð, enda hafi lært að leika í ástarsenum af því að horfa á Kim Basinger í myndinni 9 og hálf vika... ]\/[aður vikunnar John Smith Þessa dagana ræða menn um og spá i hvernig nýjum leiðtoga Verkamanna- flokksins í Bretlandi muni takast að efla gengi flokksins eftirlanga og þrautseiga forystu Neil Kinnocks sem þó náði ekki að tryggja honum sæti forsætisráðherra. í þessari viku verða þáttaskil I sögu flokksins, þegarJohn Smith tekursæti for- manns. Bresk blöð herma að Kinnock óttist breyttar áherslur nýs leiðtoga og að viðleitni hans sjálfs til að draga flokkinn úr faðmi fortíðarvanda verði stofnað I hættu. Smith er líklegur til að láta fyrsta höggið ríða á miðstýringu Kinnocks og leyfa fleirum I aðalstöðvum flokksins við Walworth Road að vera með. Skoðanabræður Smiths innan flokksins efa ekki að meirihlutinn muni styðja nýjan leiðtoga og spá honum 90-95 pró- senta fylgi. ur verið; stjórnarandstöðuflokkur Sósíaldemókrata hefur reynt eftir megni að færa sér orð hans í nyt — enda talar hann í bókinni svo fagurlega um Helmut Schmidt, fyrrum kanslara Sósíaldemókrata, að Kohl hlýtur að skilja sneiðina. Aldrei hefur gagnrýni hans heldur verið jafn alltumfaðmandi, hann er ekkert að skafa utan af þeirri leiðtogakreppu sem margir álíta að þjaki Þýskaland eftir tíu ára valdatíð Kohls: hann segir að flokkarnir gleymi sér í valdapoti, það sé þeirra alfa og omega að halda völdum, en síður að hug- leiða brýna þörf lands eða þjóðar. Skammtímasjónarmið ráði ferð- inni og skyndilausnir. Flokkarnir hafi tilhneigingu til að líta á sig sem sjálft ríkið, ekki sem umbjóð- endur kjósenda. Stjórnmála- mennirnir séu „hvorki fagmenn né leikmenn, heldur sérffæðingar í að berjast gegn pólitískum and- stæðingum." Leiðsögn þeirra, andleg og pólitísk, hrökkvi alltof skammt; þeir séu ófærir um að átta sig á viðfangsefnum samtíð- arinnar og takast á við þau. Weizácker er vinsæll maður í Þýskalandi, sérstaklega í austur- hlutanum, ólíkt vinsælli en Kohl. Og vinsældir hans virðast vaxa í öfugu hlutfalli við óvinsældir Kohls og ríkisstjórnarinnar. En hvað vakir fyrir Weizácker? Það efast varla neinn um að hann er fullkomlega ærlegur í því að vilja hag landa sinna sem bestan. En þykir honum kannski þrengt að sér í embætti þingkjörins forseta, sem er vart annað en valdalítil táknmynd? Vill hann meiri völd? Það er kannski um seinan fyrir Weizácker, sem er 72 ára og lætur sennilega af embætti eftir tvö ár. En líklega er honum ekki ósýnt um að Bonnstjórnin taki meira mið af hugmyndum hans um að Vestur-Þjóðverjar taki á sig aukn- ar byrðar til að liðsinna íbúum austurhlutans — og kannski þætti honum ekki verra að vera fram- vegis talinn höfundur breytinga á eðli forsetaembættisins. f samtals- $(jc 9ícto 4)odt $tmc§ Hraðar, hcerra, sterkar Margir eru þeirrar skoðunar að bandaríska ólympíuliðið í körfuknatt- leik sé ekki annað en þjóðrembur og neyslueðli Bandaríkjanna holdi klætt, að enn á ný neyti þau aflsmunar til að ffeista þess, að krækja í gull- verðlaunin í körfuknattleik, sem áhugamannaliðum þeirra hefur ekki tekist að vinna um nokkurt skeið. En því skyldu þjóðir heimsins ekki senda þá bestu á Ólympíuleikana? Er það ekki einmitt tilgangur þeirra að komast að því, hverjir eru fremstu íþróttamenn heims? Einkunnarorð leikanna eru jú „hraðar, hærra, sterkar“. Kannski má æda að slíkt yfir- burðalið sem hið bandaríska muni taka alla spennu úr keppninni en þeir sem sáu til þess í keppni Ameríkuþjóða á dögunum, segja að svo sé ekki. Liðið, sem sigraði alla leiki sína með 51.5 stiga mun að meðaltali, lék svo vel unun var á að horfa. Leikmenn hinna liðanna, sem vissu að þeir höfðu átt í höggi við besta körfuknattleikslið sögunnar voru sáttir við hlutskipti sitt og vildu ólmir láta taka myndir af sér ásamt Bandaríkjamönnunum til að færa sönnur á viðureignina er heim kæmi. Þó að draumurinn um Ólympíuleikana sem keppni áhugamanna sé ef til vill úr sögunni, lifir hugsjón íþróttamanna um að leggja sig alla fram. Richard von Weizácker, for- seti Þýskalands, er í opinberri heimsókn á fslandi. Að und- anförnu þykir hann hafa farið mjög út fyrir hefðbundið valdsvið Þýskalandsforseta og með bersögli sinni hefur hann reitt marga stjórnmálamenn til reiði. Hann og Kohl kansl- ari talast varla við. Seint í júní hittust þeir Richard von Weizacker Þýskalandsforseti og Helmut Kohl kanslari við opn- un mikils listahúss í Bonn. Allt í einu stóð kanslarinn andspænis forsetanum, rétti honum linku- lega höndina og horfði um leið annars hugar út í loftið. Þetta var engin tilviljun, þessir tveir æðstu menn Þýskalands talast varla við. Það var heldur ekki að sjá að forsetinn væri neitt sérstaklega miður sín yfir því hvað kanslarinn var snubbóttur. Hann stakk sam- an nefjum við konu sína, Mari- anne, og það var líkt í þeim báð- um. Það fór ekki milli mála að orð hans höfðu haft áhrif. Og til þess er leikurinn gerður. í samtalsbók við blaðamenn frá dagblaðinu Der Zeit sem er ný- komin út lætur Weizácker þýska stjórnmálamenn fá það óþvegið. Hann nefnir Helmut Kohl reyndar hvergi á nafn. En það er ljóst að hann er síður en svo undanþeginn gagnrýninni; sumir álíta jafnvel að gagnrýni Weizáckers á þýska stjórnmálaflokka sé fyrst og ffemst beint gegn Kohl. Þýski forsetinn er svo til valda- Serrit fyrir byssukonur Bandaríkjamenn eru snarbrjálæðir og það er ekki til svo lélegt áhuga- mál í heiminum að það eigi ekki sitt fagtímarit. Eða er bandaríska tímaritið Women & Guns (Konur og byssur) ekki ærin sönnun fyrir þessum fullyrðingum. Eða er þetta ekki annað en þarft innlegg í jafnréttisbaráttuna? Annars hefur tímaritið nýlega hafið göngu sína og kemur út mánaðarlega, fullt af auglýsingum um handhægar byssur og upplýsingum um hvernig best sé að eiga við karlpunga i stétt byssukaupmanna. I smáu letri, fremst í blaðinu, er þó tekið fram að ritstjórnin telji sig ekki á neinn hátt ábyrga fyrir óhöppum sem gætu orðið vegna efnis sem birtist í blaðinu. laus. Embætti hans er fyrst og fremst táknrænt, líkt og embætti forseta fslands. Það heftir heldur ekki tíðkast að forseti Sambands- lýðveldisins vegi að stjórnmála- mönnum, nema þá kannski undir rós. Aldrei áður hefur þýskur for- seti talað svo opinskátt um pólitík. Sumir vilja álíta að þama hafi We- izácker brotið gróflega gegn þeim hefðum sem hafa myndast kring- um forsetaembættið. Weizácker hefur reyndar löng- um viljað leika stærra hlutverk en forverar hans í embætti. Hann gaf tóninn í frægri ræðu 1985 þegar hann áminnti landa sína að gleyma ekki grimmdarverkum nasista í síðari heimstyrjöldinni. Hann var þegar kominn í hlutverk eins konar þjóðarsamvisku sem álítur sig haftia yfir flokkadrætti. Það er svo sem ekki nýtt að Weizácker gagnrýni stjórnmála- flokka og hvernig til hefur tekist með sameiningu þýsku ríkjanna, það hefur hann gert í fjölda ára og sífellt af meiri ákafa; honum er tamt að líta á sig sem rödd skyn- seminnar mitt í hagsmunapoti og óðagoti stjórnmálanna. Og nú, þegar ríkir mikil vantrú á stjórn- málaflokka meðal þýskra borgara, hefur hann fengið meira svigrúm en fyrr; þýskir fréttaskýrendur hafa sumir skrifað að einsætt sé að hann telji sig í raun miklu hæfari kanslara en hinn miklum valda- meiri Helmut Kohl. f áðurnefhdri viðtalsbók grípur Weizácker á lofti gagnrýni þeirra sem telja að flokkarnir séu sið- ferðislega ónógir til að leiða þjóð- ina á þessum erfiða tíma samein- ingarinnar; og um leið gefa orð hans óánægjunni byr undir báða vængi. Hann verður í raun fremsti talsmaður hinna óánægðu. Þannig er hann kom- inn út á miðjan vígvöll stjórn- málanna, þar sem yfirleitt er ekki von að finna forseta Þýskalands. Kristilegir demókratar Kohls eru upp til hópa æfir út í hann, þeir gera sér líka fýllilega grein fyrir því hversu skaðleg gagnrýni hans get- Haldiði að pað sé sjens að kría út vopnahlé þegar þeir hlaða næst... ? Weizácker hirtir Kohl. Hann nefnir Kohl reyndar hvergi á nafn í nýlegri við- talsbók, en margir álíta að gagnrýni forsetans beinist fyrst og fremst að kanslaranum. Forseti sem vill stærra hlutverk ~t ’ 4»

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.