Pressan - 16.07.1992, Blaðsíða 19

Pressan - 16.07.1992, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR PRESSAN 16. JÚLI 1992 E R L E N T 19 H a wki n g„ása ríít ja^tkón u sinni og fýrtumrhjúkV^ti arkonu, Elainé lyiksgfiif. tveimur fingrum. Skömmu eftir sjúkdómsgrein- inguna kvæntist hann Jane Wilde, sem var mjög trúuð, og reiðubúin til þess að fóma lífi sínu til að ann- ast Hawking. Á skömmum tíma eignuðust þau þrjú börn. Hawk- ing hélt áffam að stunda fræði sín, en Jane lauk námi í málvísindum. Honum hrakaði stöðugt, en Jane aðstoðaði hann eftir fremsta megni. Þrátt íyrir allt virtist hjóna- bandið ganga ágædega. Það eina, sem á skyggði var hugsanlega sú staðreynd að Jane var mjög trúuð en Stephen hafði aldrei látið sig Guð neinu varða. Það gekk þó upp á meðan hann hélt sig við Einkalíf og kenningar Hawking undir smá Svíar lækka Bandaríski leikarinn RobLowe var eitt helsta kyntáknið á tíma unglingamyndanna, um miðbik níunda áratugarins. Hann þótti með afbrigðum sætur. Svo lagðist hann ísukk og svínarí, það bár- ust út sögur um Ijótar kynlifsorgíur þar sem Lowe var í aðalhlut- verki — hann tók þær meira að segja upp á myndband. Og náttúru- lega fékk hann engin hlutverk afviti lengur. En nú er Lowe búinn að endurreisa sjálfan sig; hanner hættur að drekka og dópa, stundar AA-fundi og vill eignast fjölskyldu með konu sinni, förðunardö- munni Cheryl Berkoff. Eitthvað virðist ferillinn líka farinn að glæð- ast, þvi Lowe leikur eitt aðalhlutverkið í biómyndinni vinsælu Wayne's World, sem nú er sýnd í Háskólabíói. brennivínið! Á ýmsu áttu menn von, en varla því að Svíar færu að lækka verð á áfengi. Sú er samt raunin, því 1. júlí síðastliðinn varð ger- breyting á skattheimtu sænska ríkisins af áfengi. Nú er reiknaður skattur af hverri alkóhólprósentu, en ekki af heildsöluverði flösk- unnar eins og áður var. Þannig verður skatturinn sá sami, hvort sem til dæmis á í hlut flaska af ódýru [ viskíi eða flaska af j rándýru árgangs- viskíi. Því gefur j auga leið að það eru j einkum dýrari teg- undir áfengis sem hafa lækkað í verði í Svíþjóð, stundum svo heiftarlega að j þær eru orðnar ! ódýrari en í Dan- mörku, því gósen- landi drykkjumannsins. Það eru enda kaupmenn á Helsingjaeyri í Danmörku sem kvarta einna mest undan lækkunninni, en þangað hafa Svíar streymt til að kaupa ódýrt áfengi. En hvað næst — verður ríkið sænska, „system- bolaget" kannski lagt niður? Enski eðlisfræðingurinn Stephen Hawking varð heims- frægur þegar bók hans Saga tímans sló í gegn. Ekki eru þó allir á eitt sáttir um kenningar hans og eins þyleir einkalíf hans í fjölskrúðugasta lagi, ekki síst þegar til þess er litið að hann er algjörlega bundinn við hjólastól, hefur aðeins mátt í tveimur fingrum og getur elcki talað nema með að- stoð taltölvu. Enski stjarneðlisfræðingurinn Stephen Hawking öðlaðist heims- frægð þegar hann skrifaði bókina „A Brief History of Time“, sem í íslenskri útgáfu Bókmenntafélags- ins nefndist Saga tímans. Bók þessi hefur selst með ólíkindum og í upphafi þessa mánaðar hafði hún setið lengur en nokkur önnur bók á metsölubókalistum á Bret- landi, eða 183 vikur. Talið er að í heiminum öllum hafi selst um 5-12 milljónir ein- taka af bók hans, en útgefendurnir eru óvissir um nákvæma tölu og virðist standa nokk á sama. Það er líka vert að hafa í huga að bókin hefur enn ekki komið út sem pappírskilja, enda engin ástæða til þegar innbundna útgáfan selst og selst, því pappírskiljur gefa mun minna af sér. I könnun, sem breska dagblað- ið The Daily Telegraph gerði á síð- asta ári kom í ljós að afar fáir kaupenda bókarinnar höfðu lesið hana og af þeim, sem þó höfðu lesið hana, skildu nær engir efni hennar. Það virðist enginn skilja hana nema hálærðir eðlisfræðing- ar, en þeim ber hins vegar flestum saman um að í henni sé lítt nýtt. En hvers vegna selst þá bókin svona? Sennilegt er að margir kaupi hana einmitt vegna þess hversu óskiljanleg hún er og hafi hana á sófaborðinu þegar gesti ber að garði. En svo má ekki gleyma mann- lega þættinum: þversögninni Hawking. Lamaði hugsuðurinn í hjólastólnum, sem getur ekki tjáð sig öðruvísi en með aðstoð tal- tölvu, er álíka forvitnilegur og Hómer hinn blindi og Beethoven heyrnarlausi. Af einhverri ástæðu verða fatlaðir snillingar vinsælli en aðrir snillingar — kannski þeir þyki mennskari (dauðlegri?) fyrir vikið. Það fer hins vegar ekki frarn hjá neinum, sem horfa vill, að Hawk- ing er mannlegur og breyskur í samræmi við það, því einkalíf hans er með ólíkindum skrautlegt og virðist fötlun hans hvergi há honum þar. Og þrátt fyrir hana eiga menn í litlum vandræðum með að glöggva sig á sérstæðum persónuleika hans. Hawking er augljóslega hé- gómagjarn, eins og sjá má af því að í bók sinni minnir hann vel á að hann sitji í prófessorsstól sjálfs fsaks Newton og til þess að taka af allan vafa um stöðu sína getur hann þess að hann sé fæddur sama dag og Galíleó gaf upp önd- ina! EFASEMDIR UM SNILLI- GÁFUNA Hvort hann hefur ástæðu til þess að vera alveg svo ánægður með sig er annað mál. „Menn Rob Lowe hættur að sukka Stephen Hawking og Jane eiginkona hans meðan allt lék í lyndi. Galíleós og Newtons í Sögu tím- ans gefa til kynna að Hawking sé næstur í röðinni. En staðreyndin er nú bara sú að ef gerður væri listi yfir 12 helstu eðlisfræðinga þessarar aldar kæmist Steve ekki á blað.“ Blaðamenn þreytast líka gjarn- an á honum, því hann hefur gert leiðinleg viðtöl að sérgrein sinni. Frægir menn koma sér einatt upp nokkrum ffumlegum og fleygum ffösurn, sem nota má í viðtölum til þess að svara alengustu spum- ingum. Fyrir vikið geta viðtölin orðið býsna einhæf. Hawking gengur enn lengra en þetta, því hann geymir bestu svörin og fyndnustu staðhæfingarnar í tal- tölvu sinni og kallar svörin ffam úr minni tölvunnar eftir því sem honum þykir hæfa. Einn breskur blaðamaður staðhæfir meira að segja að Hawking hafi í stríðni sinni svarað heilu viðtali með „vit- lausum" eða tilviljanakenndum svörum. Hins vegar hafi menn verið svo fullir lotningar í garð orða þeirra, sem hrutu af tölvuhá- talara snillingsins, að viðtalið hafi birst óstytt þrátt fyrir að eins hefði verið hægt að birta viðtal við vé- fréttina í Delfi' og það á grísku! SKRAUTLEGT EINKALIF kenninguna um Miklahvell, því það gat Jane litið á sem merki um sköpunina. Þetta átti hins vegar effir að breytast, því er fram liðu stundir hneigðist hann til „tak- markalausu kenningarinnar“, sem boðar að hvorki sé til upphaf né endir nokkurs, Miklihvellur hafi einungis verið einn atburður af óteljandi. Þá hætti Jane að h'tast á blikuna og kunnugir höfðu orð á því að ekki væri allt sem skyldi á heimilinu. Áhugi Jane á að fylgja manni sínum eftir á ferðalögum dofnaði, enda fór hann hvergi án flokks fylgdarmanna og þurfti hennar í sjálfu sér ekki með. Hún fór að rækja trú sína og störf fyrir kirkj- una af meiri móð en áður og sneri sér í auknum mæli að tónlistar- iðkun, sem hún hafði lagt á hill- una mörgum árum áður. f kirkju- kórnum kynntist hún manni, Jon- athan Jones að nafhi, sem áður en varði fluttist inn á heimilið sem „sérstakur fjölskylduvinur". Stephen virtist sætta sig við að Jonathan gæti veitt konu sinni sumt, sem hann væri ófær um. En hann varð meira og meira ein- mana. Einn góðan veðurdag 1990 slitu hjónin samvistum. En það var ekki aðeins Jane, sem gafst upp á manni sínum og skoðunum hans á lífinu og tilverunni, heldur var það Stephen, sem sagði henni upp og gekk í eina sæng með einni af hjúkrunarkonum sínum, Elaine Mason. Jane reyndi að fá þau til þess að deila húsi með sér og Jon- athan, en Elaine lagði fæð á hana og krafðist þess að þau Stephen flyttu út. Elaine var ekki einungis hjúkr- unarkona Hawkings, heldur var hún líka eiginkona mannsins, sem hannaði og smíðaði taltölvu hans, sem er áföst hjólastólnum og Hawking stýrir með fingrunum. Hann hlýtur þar af leiðandi að vera fyrsti og eini kokkállinn í heiminum, sem beinlínis smíðaði tólin til þess arna. verða að muna að til eru vanga- veltur og hugarórar, en heims- myndarfræðin tekur þeim langt fram,“ segir eðlisfræðingur nokk- ur um vísindagrein Hawkings. Það er nefnilega afar erfitt að sanna eða afsanna kenningar Hawkings og annarra í bransan- um. (Auk þess er vert að hafa í huga að eðlisfræðingar tala orðið um Hawking í þátíð, því hann er kominn yfir fimmtugt, en flestir kenningasmiðir eðlisfræðinnar hætta að fá snjallar hugmyndir upp úr þrítugu.) „Það er fráleitt að jafna Hawk- ing saman við Newton eða [Al- bert] Einstein,“ segir John Barrow eðlisfræðiprófessor við Sussex- háskóla. „Það er enginn eðlisfræð- ingur á lífi nú, sem jafnast á við Einstein eða [Níels] Bohr að getu, en þessir frekar slöppu æviþættir Allt þetta breytir þó ekki þeirri staðreynd að stjarneðlisfræðing- urinn er sjálfur orðinn stjarna, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Hræringar í einkalífi hans hafa líka vakið athygli, þó að heimiliserjur í Buckinghamhöll hafi skyggt nokkuð á þær að und- anförnu. Þegar Hawking var 23 ára gam- all þótti hann þegar mjög efnileg- ur eðlisfræðingur, en þá greindist lamandi taugasjúkdómur í hon- um, sem talið var að myndi draga hann til dauða innan tveggja ára. Hann tórir hins vegar enn tæpum 30-árum síðar og hefur mátt í Og þar við situr. Jane og Jonat- han búa saman ásamt yngstu dóttur hennar og Stephens, en hann og Jane leigja stóreflis íbúð i Lundúnum. Þrátt fyrir að sam- bandið hafi verið stirt í fyrstu komu bæði Jane og Elaine í fimm- tugsafmæli Hawkings í janúar síð- astliðnum. SPÁMAÐUR EÐA VÍSINDA- MAÐUR? Sjálfur kveðst hann síst vera að hætta vísindastörfum, hann eigi afar mörgu ólokið. Aðrir segja hann þó frekar kominn í hlutverk spámanns en vísindamanns. Hawking er óhræddur við að leita svaranna við spurningum um lífið og tilveruna og er líka til- búinn til þess að svara þeim. Eftir því sem vísindahyggju hefur vaxið ásmegin á Vesturlöndum og krist- indómurinn látið undan, hefur al- menningur í auknum mæli spurt áleitinna spurninga um eilífðina, sem klerkar svöruðu á árum áður. Og menn á borð við Hawking hika ekki við að svara. Hawking er klassíker í eðlis- fræði, því hann trúir því — líkt og kollegar hans á síðustu öld — að maðurinn geti öðlast alla vitn- eskju um alla hluti og búið til eina altæka allsherjarkenningu um heiminn, sem geri honum kleift að „þekkja hugsun Guðs“, svo notast sé við orðfæri Hawkings. Flestir aðrir eðlisfræðingar telja ósennilegt að slíku takmarki verði náð, enda hafi hver þekkingarauki komið manninum í frekari skiln- ing um hversu agnarlítið hann viti. „Kannski munum við ein- hvern tímann komast að því hvemig allt virkar, en hvers vegna það virkar einmitt þannig má Guð einn vita,“ segir einn kollega Hawkings með brosvipru. Norsk afdala- mennska Norska er enskuskotnasta Norðurlandamálið, á því leikur varla neinn vafi. Til dæmis er næstum algengara að veitingahús, knæpur og skemmtistaðir í Osló heiti enskum nöfnum en norsk- um. Dæmi: „The Brooker11, „De- an’s Pub“, „Teddy’s Bar“, „Und- erwater Pub“, „Why Not“, „Blue Monk“, „The Bulldog", „Cruise“, „Dockside", „Beach Club“, „Last Train“, „Manhattan", „Corner Café“, „Dinner for Two“og „Dri- ver’s Dag & Nat“. Slíkum stöðum hefur fjölgað mjög í Osló síðustu árin og nú er mörgum nóg boðið. f þeim hópi er Rune Gerhardsen, borgarráðs- maður sem í raun telst eins konar bæjarstjóri í Osló. Gerhardsen, sem er sonur Einars Gerhardsen, fyrrum forsætisráðherra, vill nú skera upp herör gegn þessum plagsið. f viðtali við Aftenposten segir hann að þetta sé ekkert ann- að en afdalamennska sem beri vott um skort á hugmyndaflugi. Hann bætir við að besta ráðið gegn enskum og amerískum nöfnum sé að geri sér far um að hlægja að þeim.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.