Pressan - 16.07.1992, Blaðsíða 37

Pressan - 16.07.1992, Blaðsíða 37
FIMMTUDAGUR PRESSAN 16. JÚLI 1992 37 LÍFIÐ EFTIR VINNU Jón og Gunna bíða BEÐIÐ EFTIRGODOT Stúdentaleikhúsið. ★ ★ „Mérfannst gæta ónákvæmni í búningum (Estragon!), og ég skildi ekki af hverju leikararnir voru með glæran piastmassa framan í sér, sem losnaði æ meirfrá andlitinu eftir því sem á sýninguna leið", segir Lárus Ýmir Óskarsson meðal annars í gagnrýni sinni á upp- færslu Stúdentaleikhússins á Beðið eftir Godot. VLADIMIR: Fábjáni! ESTRAGON: Það var lóðið, við skulum móðga hvor annan. Þeir snúa sér við, færa sig fjær hvor öðrum, snúa sér aftur og horfast í augu. VLADIMIR: Fábjáni! ESTRAGON: Meindýr! VLADIMIR: Andvanaburður! ESTRAGON: Mykjuburður! VLADIMIR: Holræsarotta! ESTRAGON: Kirkjumús! VLADIMIR: Krypplingur! ESTRAGON: (að endingu) Krrrítíker! VLADIMIR: Ó! Hann missir móðinn, sigraður, snýr sér undan. Það er auðvitað asnalegt að staðhæfa í alvöru hverjar séu tíu bestu bækur sem skrifaðar hafa verið, tíu bestu málverkin, tíu bestu tónverkin eða gera lista yfir „top-ten“ þegar leikrit eru annars vegar. Ég ætla þó að leyfa mér að lýsa þeirri skoðun minni að ef ég ætti að tilnefna besta leikrit í heimi yrði Beðið eftir Godot fýrir valinu. Texti verksins er gersemi og mun tala til fólks um allan aldur og spyrja það hinna brýnustu spurninga. Að minnsta kosti á meðan það er ekki glorsoltið. Ég hef séð leikritið í nokkrum allmisjöfhum uppfærslum og það er ævinlega veisla. Eins er nú með sýningu Stúdentaleikhússins. Um eiginlegan söguþráð er varla að ræða. Við sjáum tvo manngarma bíða á vegi við tré eitt eftir einhverjum Godot, sem þeir vita ekki hver er og áhorfendur vita það ekki heldur. Bókmenntafræðingar og aðrir spekúlantar hafa velt mikið fyrir sér hver þessi Godot sé. Fólk hefur ekki komið sér saman, en besta tilgátan er að að hann sé breyta (x) sem hver og einn sem glímir við verkið sem túlkandi eða áhorfandi getur gefið sitt eigið gildi. Leikstjóri hérumræddrar sýningar skrifar um þetta í leik- skránni og bætir við: „Við höfum reynt að taka þann pól í hæðina að treysta textanum til að koma inntaki sínu til skila án okkar íhlutunar." Þetta er reyndar ekki hægt — um leið og textinn er fluttur er um íhlutun að ræða. Reyndar gerir þetta unga efnilega leikhúsfólk gott betur og breytir kyni á tveim- ur persónum leiksins. Það er í sjálfu sér mjög gróf íhlutun í verk- ið og hefur mikil áhrif á hvernig það birtist á sviðinu. Sviðslýsingin hjá Beckett er svohljóðandi: Sveitavegur. Tré. í hverri nýrri uppfærslu streitast leikmyndateiknarar við að finna nýja leið að þessu. í sýningu Stúd- entaleikhússins er bunki af brunnum spýtum í staðinn fyrir tré og í uppsetningu Odds Björns- sonar og Leikfélags Akureyrar reyndi Magnús Tómasson að hafa tréð úr málmi. En í báðum tilfell- um er, að mínu viti, um misskiln- ing að ræða. Það sem er best og segir mest og rímar við verkið er að hafa ein- faldlega tré. Sama er að segja um búninga, sérstaklega er mikilvægt að hafa búninga Vladimirs og Estragons sem minnst bundna sérstökum tíma og sem hreinasta: Hattur er bara hattur, skór eru bara skór, jakki bara jakki, tré er tré, o.s.f.v. Mér fannst gæta óná- kvæmni í búningum (Estragon!), og ég skildi ekki af hverju leikar- arnir voru með glæran plastmassa framan í sér, sem losnaði æ meir frá andlitinu eftir því sem á sýn- inguna leið. Það var reyndar mjög truflandi fyrir allar persónurnar nema kannski Pozzo. Leikritið er skrifað fyrir karl- leikara eingöngu og sé farið eftir því verður íjas umrenninganna tveggja einhvers konar sammann- legt lífstuð okkar allra. En um leið og annar þeirra er gerður að konu eins og í sýningu Stúdentaleik- hússins, verður um hálfgert hjónaþras að ræða. Annað par er í leikritinu: Pozzo og Lucky, og er Lucky líka kven- gerður í þessari sýningu. Það má segja að þetta sé ein túilkun á leik- ritinu og þótti mér að ýmsu leyti gaman að sjá útkomuna, en ekki fer hjá því að þessi útfærsla grynnki verkið veruiega. Auk þess stangast kvenfólkið víða á við textann. Þýðing Árna Ibsens er mjög gott verk og nánast hnökralaust að því ég gat best heyrt og séð. Mér finnst misráðið af áhugaleik- flokki með metnað á við Stúd- entaleikhússins að fá lítt reynda leikstjóra, en hér gengur það upp. Leikhópurinn stóð sig vel. Að öðrum ólöstuðum var Vilhjálmur Hjálmarsson góð- ur í hlutverki Pozz- os, þar er á ferð- inni hinn efnileg- asti leikari. Óvenjulegt er að leiksýning sé aug- lýst á þann hátt að leikstjóranum sé gert jafn hátt undir höfði og höfundin- um. „... Beðið eftir Godot eftir Samuel Beckett í leikstjórn Bjöms Gunnlaugs- sonar“. Er leik- stjórinn að verða stjama? LárusÝmir Óskarsson Frumherji sem hefur misst af lestinni HORNIÐ ★★ HELSTU KOSTIR: Umhverfið og þá sérstaklega stórir gluggar og góðar pítsur sem eru afgreiddar til hálf tólf. HELSTU GALLAR: Rislitlirtilburðir i eldhúsi, stirðbusa- leg þjónusta og óhagganlegur matseðill. OHornið var eitt af fyrstu veitingahúsunum í Reykjavík sem ætlað var almenningi en ekki fáeinum bisnessmönnum sem borða á annarra kostnað, útlendingum á leið í Iaxveiði eða tengdasonum á góðri leið með að drekka út arf eiginkonunnar. Hornið er tengt vorinu í Reykjavík; þegar vinstri meirihlutinn leyfði pylsusölu víð- ar en í Tryggvagötu, sölu á léttvíni utan veggja hótelanna og felldi úr gildi þá reglu að þeir sem á annað borð ætluðu að skemmta sér á danshúsi skyldu vera komnir undir þak fyrir klukkan hálf tólf. Eftir að hafa tekið mesta Sovét- braginn af Reykjavík sjálfstæðis- manna gafst vinstri meirihlutinn upp og hefur ekki spurst til hans síðan. Fyrir þá sem ekki muna Sovét- Reykjavflc fyrir árið 1978 er Hom- ið sjálfsagt eins og hver annar pítsustaður. Það hefur reyndar in- dælan bar í kjallaranum þar sem gott er að týnast þegar enginn má finna mann. Og svo em það þessir miklu gluggar. Ef útsýnið úr þeim væri yfir skárri götu en Hafnar- strætið væri sjálfsagt hægt að sætta sig við að borða hvað sem er. Hornið er ágætis pítsustaður. Botnamir em stökkir en ekki seig- ir og áleggið temmilegt. En það telst vart til stórafreka að búa til skammlausa pítsu í dag þótt það hafi flokkast með undmm verald- ar í lok áttunda áratugarins. Þeir sem vilja borða á Hominu ættu frekar að athuga hvað boðið er upp á á seðli dagsins. Á góðum degi má finna þar ágætis mat og ódýran — að minnsta kosti á ís- lenskan mælikvarða. Á fasta seðl- inum eru nánast sömu réttir og vom fyrir einum tólf ámm. Það er því ekki fyrir nema fastheldið fólk að venja komur sínar reglulega á Hornið. En þótt ekki sé hægt að hrópa húrra fyrir eldamennskunni á Horninu má staðurinn eiga að það er samræmi milli hennar og Framhald og meira afgagnrýni á siðu 39. Jakob Magnússon, vert á Horninu. Staðurinn hans fær tvær stjörnur í gagnrýni PRESSUNNAR. í. A tf m MMTUDAGUR 18.00 Fjörkálfar. 18.30 Kobbi og klíkan. 18.55 Táknmálsfréttir. 19.00 Fjölskyldulíf. Áströlsk sápa. 19.25 Sókn í stöðutákn. 1:10. Nýr breskur gamanmyn- daflokkur um nýríka snobbaða frú sem íþyngir bónda sínum. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Blóm dagsins. Lambagras. 20.40 Til bjargar jörðinni. 2:10. ★★★ Hættur framtíðarin- nar, hitabylgjur og stormar. 21.40 Upp.upp mín sál. 16:22. ★★ Svartur og hvítur suðurríkjahiti. 22.25 Richard von Weizácker. Unnur Úlfarsdóttir ræðir við samnefndan Þýskalandsforseta. 22.40 Grænir fingur. ★★ Brúnirputtar. 23.00 Ellefufréttir. 18.00 Flugbangsar. 19.30 Ævintýri á annarri plánetu. 18.55 Táknmálsfréttir. 19.00 Ævistundir. 4:7. Vísindaskáldskapur fyrir aldraða. 19.00 Sækjast sér um líkir. 1:13. Ný þáttaröð. 20.00 Fréttirpg veður. 20.35 Blóm dagsins. Gleym mér ei. 20.40 Að duga eða-drepast. Sigrún Stefánsdóttir skoðar hvernig fólkið í landinu hefur farið að því að sjá sér farborða. 21.00 Kátir voru karlar 7:7 © Síðasti þáttur þessa ævaforna ófyndna þáttar. 21.30 Matlock. 4:21 ★★ 22.20 Allir með á skólabekk Open Admission ★★ Ung kennslukona ræður hvorki við einkalíf sitt né starf. Amerísk sjónvarpsmynd. 23.50 Neil Sedaka á tónleikum. Gamall og þreyttur en nokkuð virðulegur. LAUGARDAGU R 17.00 íþróttaþátturinn. Fótbolti og aftur fótbolti. 18.00 Múmínálfarnir. 40:52. Þessir litlu, hvítu feitu. 18.25 Bangsi besta skinn. 1:26. Nýtt og breskt. 18.50 Táknmálsfréttir 18.55 Draumasteinninn. 10:13. 19.20 Kóngur í ríki sínu. Breskt gaman. 19.52 Happó. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Lottó. 20.40 Blóm dagsins. Loðvíðir. 20.45 Fólkið í landinu. Ég er röðunarsjúk. Sigrún Stefáns- dóttir ræðir við Guðrúnu Gísladóttur bókasafns- fræðing. Þáttur fyrir alla sem haldnir eru þessari sýki. Hinir fara í bíó. 21.10 Hver á að ráða. 17:25. ★ Enn er ekki búið að ráða fram úrþví. Amerísktgaman 21.35 Perry Mason og morðið í leikhúsinu. Perry Mason: The Case of Musical Murder. ★★ Perry finnur að venju út hver drap hvern. Nú er harðskeyttur leik- stjóri drepinn. Amerísk. 23.10 Sammy og Rose fa það. Sammy and Rosie get Laid. ★★★ Roskinn indverskur pólitíkus kemur til Eng- lands að hitta son sinn. Á Englandi er allt breytt frá því sem áður var. Fjör og frjálsar és\\r.Bresk. SUNNUDAGUR 17.50 Sunnudagshugvekja. 18.00 Ævintýri úr konungsgarði. 3:22. 18.30 Ríki úlfsins. 18.55 Táknmálsfréttir. 19.00 Bernskubrek Tomma og Jenna. 19.30 Vistaskipti 15:25. 20.00 Fréttirog veður. 20.35 Opið hús. Bryndís Schram opnar hús sitt fyrir Víet- nömunum sem hafa dvalið hér í 10 ár. í heimsókn koma þau Jón Thay Xuan Búi, Adda T. Hannesdóttir og Halldór Nguyen. 21.05 Spánskt fyrir sjónir. 4:5. Nú eru það Danirnir sem horfa til Spánar. 21.40 Gangur lífsins. 14:25. ★★ Allt voða mjúkt. 22.30 Listasöfn á Norðurlöndunum. 8:10. ★★Bent Lager- kvist heimsækir Listasafn íslands og skoðar Þing- vallamyndir. 22.40 Evrópukeppni kvenna í knattspyrnu. íslenskar og enskar dömur leika fimlegan fótbolta á Kópavogs- vellinum. 17.00 Samskipadeildin. fþróttadeildir Stöðvar 2 og Bylgjunnar og vonandi Sýnar fjalla um stöðu mála í knattspyrnugeðdeildinni. 18.00 Renóflugsýningin Reno Air Show Hraðfleygir gaurar og djarfar loftfimleikastúlkur á flugsýningu. LAUGARDAGUR 17.00 Iguitos. Gúmmíborgin sem hýst hefur fleiri milljó- namæringa miðað við stærð en nokkur önnur borg á jörðinni. Samt heitir hún ekki Reykjavík. 18.00 Losun eiturefnaúrgangs.Fishing in Troubled Water er ekki mynd frá Reykjavík heldur bresk mynd um losun eiturefnaúrgangs og afleiðingarnar sem það hefur í för með sér. VIÐ MÆLUM MEÐ • Að allir barír i bænum fái sér sjónvarp svo allar barflugur bæjarins geti horft á Ellefufréttir Ríkissjónvarpsins. • Að Stöð 2 sýni barnaefni alla morgna yfir sumartimann svo að barnafólkið sem er sumar- fríi geti sofið út og jafnframt farið aftur á bar næsta kvöld. • Fleiri erótiskum myndum eins og Ríkissjónvarpið sýnir á laugardagkvöldið þar sem Sammy og Rosie fá það. mmi — 16.45 Nágrannar. 17.30 Undradrengurinn Ninja. 19.19 19.19. 20.15 Leigubílstjórarnir 2:6. ★ Breskur gamanmyn- daflokkur um konurnar á leigubílastöðinni. Mælum frekar með einum rúnt með Hreyfli. Hann ætti að sanna að raunveruleikinn en ævintýralegri en nokk- urskáldkapur. 21.10 Svona grillum við 6:10. Grísalæri og humarískel. 21.20 Laganna verðir. 10:21 ★ Bandarísk lögregluspenna. Öfugt við leigubílstjórana og Hreyfil þá sanna þessir þættir að raunveruleikinn getur verið leiðinlegri en skáldskapur. 21.50 Óbyggðaferð.Wh/fe Water Summer. ★★ Borgarbörnin komast í tengsl við villta og óhamda náttúruna. Kevin Bacon í aðalhlutverki. Amerísk 23.15 Samskipadeildin. íslandsmótið í knattspyrnu. Valdir kaflar úr leik Vals og ÍBK. 23.25 Klessan. TheBlob ★★ Endurgerð klassískrar B myn- dar, fyrstu myndar Steve McQueens sem segir frá lífveru sem féll með loftsteini til jarðar og nærist á mannaketi. FÖSTUDAGUR 16.45 Nágrannar. 17.30 Krakkavísa E. 17.50 Á ferð meðNevr Kids on the Block. 18.15 Úrálfaríki. 18.30 Bylmingur. Hart rokk. 19.19 19.19. 20.15 Kæri Jón. ★★ Frjálsi markaðurinn á Bretlandi. 20.45 Lovejoy. 5:13 ★★★ Fornmunasali sem leikur tveimur skjöldum. 21.40 í kapphlaupi við tímann. Running against time ★★ Um prófessor sem fer aftur í tímann og reynir að koma í veg fyrir morðið á John F. Kennedy og hugsanlega Víetnamstríðið en tímavélin bilar. Amerísk. 23.10 Byssureykur og síðasti indiáninn. Gunsmoke: The Last Apache ★ Gamli kúrekinn, Matt Dillon, reynir að hafa upp á dóttur sinni sem numin var burt af Apahce indíánunum í æsku. í vestrinu gengur ekki allt átakalaust fyrir sig Amerísk 00.45 Lögregluforinginn. The Mighty Quinn ★★★ Denzel Wasington, Robert Townshed, James Fox og Mimi Rogers eru öll viðriðin morðmál á eyju í Karabíska hafinuAmer/sk. L A U G A R DAGUR 09.00 Morgunstund. 10.00 Halli Palli. 10.25 Kalli kanína og félagar. 10.30 Krakkavísa. 10.50 Feldur. 11.15 ísumarbúðum. 11.35 Ráðagóðir krakkar. 12.00 Landkönnun National Geographic. Náttúruundur veraldar. 12.55 TMO mótorsport. E 13.25 Visasport. E 13.55 Á rangri hlillu. Desert Rats. E © Uppreisnargjarn bæjarbúi kemur í veg fyrir bankarán. Amerísk 15.20 Konurnar við Brewster stræti. Framhaldsmynd fyrri hluti. Barátta kvenna gegn afskipstaleysi þjóðfélagsins gagnvart minnihlutahópum. Amerísk 17.00 Glys. Sápuópera. ★ 17.50 Svona grillum við.E 18.00 Stuttmynd. 18.40 Adams fjölskyldan.^ 19.19 19.19 20.00 Falin myndavél. © Sjaldan fyndið, oftast ekki. 20.30 Barn óskast. Immediate Family.'k'k Glen Close og James Woods leika hjón sem þrá að eignast barn en geta eigi. Þau koma sér því í samband við unga konu sem er með barni og gera við hana samning. Sæt amerísk mynd. 22.00 Draugabanar II. Ghostbusters II. ★ Verri en fyrri myn- din. Bill Murray og Dan Akroyd eru þó ágætir og Sigourney Weaver er kynþokkafyllri en í Alien myn- dunum Amerísk. 23.40 Domino. Domino er kona sem heldur ekki í neinn karlmann. Hún kemst að því að þó er alltaf einhver að fylgast með henni í gegnum sjónauka. Strang- lega bönnuð börnum. Amerísk. 01.20 Ljúgvitni. False Witness. E ★ Framagjarn saksóknari sem mikið er í mun að leysa nauðgunarmál. Amer- ísk. ■HBXEEEEÐH^HI 09.00 Furðuveröld. 09.10 össiogYlfa. 09.30 Kormákur. 09.45 Dvergurinn Davíð. 10.10 Prins Valíant. 10.35 Maríanna fyrsta. 11.00 Lögregluhundurinn Kellý. 11.25 Kalli kanína og félagar. 11.30 ídýraleit. 3:12. 12.00 Eðaltónar. 12.30 Súkkulaðiverksmiðjan.ConsL/m/ng Passions E ★★ Handrit samið af Monthy Python-mönnunum Michael Palin og Terry Jones. Misheppnaður mað- ur fær tækifæri lífs síns með því að gerast fram- kvæmdastjóri í súkkulaðiverksmiðju. Meðal leikara í myndinni eru Vanessa Redgrave og Sammi Davis. Bresk. 14.05 Konumorð við Bewsters stræti. Seinni hluti myn- darinnar um báráttu kvenna fyrir þeim sem minna mega sín í þjóðfélaginu. 15.35 íslandsmótið í samkvæmisdönsum 1992. E Fyrri hluti. 17.00 Listamannaskálinn. ★★★ Chinua Achebe einn þekktasti rithöfundur Afríku. 18.00 Um víða veröld. í brennidepli eru Ólympíuleikarnir. 18.55 Áfangar. Farið um Bægisá og Myrká. 19.19 19.19 20.00 Klassapíur. ★★ Amerísk fyndni. 20.25 Heima er best. ★★ Amerískur vandamálaþáttur. Viðreins ameríska draumsins eftir seinni heims- styrjöld. 21.15 Arsenio Hall. ★★★ Amerísk aðferð til þess að komast að kjarna málsins. 22.00 Dans á rósum. Milk and Honey. Lífið í fátækrahver- fum Jamaica er verra en í Kanada. Ekki er allt sem sýnist! Amerísk. 23.30 Mafíuprinsessan. Mafíuprinsessan E ★ Tony Curtis í hlutverki mafíuforingja í Chigago. Amerísk. ★★★★Pottþétt ★★★Ágætt ★★Lala ★Leiðinlegt © Ömurlegt E Endursýnt efni

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.