Pressan - 16.07.1992, Blaðsíða 15

Pressan - 16.07.1992, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR PRESSAN 16. JÚLÍ 1992 15 Árni Rúnar Baldursson, garðyrkjumaður í Hveragerði OG BORGA í ágúst í fyrra urðu fram- kvæmdastjóraskipti hjá Sölufélagi garðyrkjumanna og tveir stjórnar- menn gengu úr stjórninni. Ágreiningur var um fjármála- stjórn fyrirtækisins, sem var illa statt fjárhagslega, og virtist sem forsvarsmenn þess hefðu gengið um sjóði þess án vitundar og sam- þykkis stjórnar. Meðal annars fóru forystumenn félagsins ásamt fjölskyldum í sumarleyfi til út- landa á kostnað félagsins og dæmi voru um að félagið greiddi kostn- að vegna rekstrar einkabifreiða. Þá kom í ljós þegar nýir stjórn- endur tóku við fyrirtækinu að að minnsta kosti einn stjórnar- manna, Árni Rúnar Baldursson, garðyrkjumaður í Hveragerði, hafði fengið mun meira greitt ffá félaginu en sem nam þeim afurð- um sem hann hafði lagt inn. Skömu eftir að fyrrverandi ffamkvæmdastjóri, Valdimar Jón- asson, tók við í júlí 1989 tók hann tveggja milljóna króna lán að þá- virði hjá Landsbankanum á Sel- fossi og lét það renna til Árna Rúnars, sem þá var stjórnarmað- ur í Sölufélaginu. Sölufélagið er greiðandi að láninu, en Ámi Rún- ar ábyrgðarmaður, og andvirði lánsins kom aldrei fram í reikn- ingum félagsins. Það kom ekki í ljós fyrr en rukkanir bárust frá bankanum að félagið hafði tekist þessa skuldbindingu á hendur. Sölufélagið er nú að greiða af lán- inu, en þeir Valdimar, Árni Rúnar og Þorgeir Úlfarsson, sem fór úr stjórn Sölufélagsins á sama tíma, hafa stofnað fyrirtækið Grænmeti hf. sem annast sölu og dreifingu grænmetis í samkeppni við Sölu- félagið. Daginn sem þeir þre- menningar hættu afskiptum af sölufélaginu greiddi fram- kvæmdastjórinn þeim samtals um fimm milljónir króna, um fjórar milljónir sjálfum sér og hálfa milljón hvorum stjórnarmanni. HITAVEITA HVERAGERÐIS MISSIR ÞOLINMÆÐINA I síðustu viku skýrði PRESSAN frá því að Hitaveita Hveragerðis hefði lokað fyrir rennsli til garð- yrkjustöðvar Árna Rúnars að Gróðurmörk 5 þar í bæ, með þeim afleiðingum að vatn fraus í leiðslum og þær skemmdust. Árni Rúnar hefur gagnrýnt veituna mjög fyrir þessa aðgerð og íhugar skaðabótamál vegna hennar. Nánari eftirgrennslan blaðsins hefur leitt í Ijós að þessi innheimta var lokakaflinn í langri sögu við- skipta Áma Rúnars og Hveragerð- isbæjar. Lokað var fyrir vatnið vegna hálfrar milljónar króna skuldar, en árið áður hafði verið samið um eldri skuld sem nam einni milljón króna. Árni Rúnar stóð ekki við það samkomulag og þegar hita- veitunni þótti sýnt að hann myndi ekki sinna kröfum um greiðslu nýrri skuldarinnar var gripið til harkalegra innheimtuaðgerða. Þrátt fyrir ítrekaðar viðvaranir og tilkynningu símleiðis frá veitu- stjóra daginn sem skrúfað var fyr- ir hélt Árni Rúnar fullu rennsli á kerfinu með fyrrgreindum afleið- ingum. Það jók á óþolinmæði veitu- stjórnar að um svipað leyti og að- gerðum var hótað sáu starfsmenn veitunnar að köldu vatni var veitt yfir innsiglaðan bakrennslisloka við stöðina, en lokinn þjónar þeim tilgangi að tempra útrennsli vatns ffá stöðinni og koma í veg fýrir að of heitt vatn renni í holræsi bæjar- ins. Við kælinguna ruglaðist hita- skynjari í lokanum þannig að meira vatn rann af kerfinu en ætl- ast var til og tókst þannig að fá fram meiri hita á kerfi stöðvarinn- ar en ella. Rætt var um að kæra þetta til lögreglu, en af því varð ekki. Auk veituskuldar skuldaði garðyrkjustöðin fasteignagjöld upp á rúmlega eina milljón. Árni Rúnar sinnti ekki kröfum um greiðslu og til þess að verja kröf- una keypti Hveragerðisbær garð- yrkjustöðina á uppboði í maí síð- astliðnum. Hæstbjóðandi á upp- boðinu var reyndar óskráð hluta- félag í eigu sona Árna Rúnars, en þegar ekki reyndist unnt að standa við það boð gekk eignin til bæjarins fyrir 13.9 milljónir króna. Bærinn seldi stöðina ný- lega aftur fyrir 15 milljónir. Við uppboðssöluna tapaði útibú Landsbankans á Selfossi rúmlega fimm milljóna króna kröfu að nú- virði, sama útibú og fyrrum ffam- kvæmdastjóri Sölufélagsins tók lán hjá til handa Árna Rúnari. PÓLITÍKUSAR TIL HJÁLPAR Inn í þetta mál fléttast bæjar- pólitísk átök í Hveragerði. Helsti stuðningsmaður Árna Rúnars er Hans Gústavsson, fyrrum forseti bæjarstjórnar í Hveragerði, sem stendur í andstöðu við nýjan meirihluta í bæjarstjórn. Þegar núverandi meirihluti tók við stjórnartaumum átti bærinn 80 milljónir í ógreiddum útistand- andi skuldum, mest af því fast- eignagjöld. Gerð var gangskör í að koma þeim skuldum í skil og nýj- ar stjórnunaraðferðir hjá bænum hafa vakið litla hrifningu þeirra sem áður héldu um stjórnar- tauma. Ofangreind lokun fyrir vatnsrennsli til garðyrkjustöðvar á sér til dæmis ekki fordæmi í Hveragerði, þótt svipuðum að- gerðum hafi verið beitt annars staðar á landinu. Hans situr í stjórn Hitaveitunn- ar og greiddi meðal annars at- kvæði gegn því að veitan keypti stöðina á uppboði þegar sýnt var að hlutafélag sona Árna Rúnars stæði ekki við sitt tilboð. Hans gerði síðar munnlegt tilboð í stöð- ina áður en hún var auglýst til sölu, en af þeim kaupum varð ekki. Sömuleiðis greiddi Hans at- kvæði gegn því að kært væri brott- nám fastafjármuna úr stöðinni, sem sýnt þótti að hefðu átt að fylgja við söluna. f viðskiptum sínum við kröfuhafa naut Árni Rúnar einnig stuðnings Stofn- lánadeildar landbúnaðarins, þar sem Guðni Ágústsson, þingmaður Suðurlands, er stjórnarformaður. Stoffilánadeildin hafði þegar lánað Áma Rúnari tæpar 12 milljónir og var reiðubúin að lána honum meira til að greiða vanskilaskuld- ir. Af því varð ekki þegar Hvera- gerðisbær neitaði að færa lögveðs- kröfu sína til. Þá hafði bærinn ár- angurslaust beðið um greinargerð þar sem sýnt væri ffam á að stöðin stæði undir afborgunum og fjár- magnskostnaði vegna skulda sem á henni hvíldu. Karl Th Birgisson Likt og Hveragerðisbær for Sölufélag garð yrkjumanna illa út úr viðskiptum sínum^jjj Árna Rúnar Baldursson. LÉT StíLUFÉLAGIB 1AKA EINKALAN i

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.