Pressan - 16.07.1992, Blaðsíða 32

Pressan - 16.07.1992, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR PRESSAN 16.JÚLI 1992 Sæmundur Sigmundsson rútubílstjóri Gaman að komast yfir góða brú Sæmundur í Borgarnesi er að stund að skjótast til Akureyrar, verða þjóðsagnapersóna í lifanda lífi. Ég var spurð að því í hálfum hljóðum hvort satt væri að hann hefði bíl í stofunni hjá sér. Sæ- mundur þykir ljúfur og öruggur bflstjóri. Hann er glettinn og gam- ansamur og hamhleypa til vinnu. Elísabet fsleifsdóttir, fyrrv. gjald- keri á B.S.f. man eftir því þegar Sæmundur var að byija: „Þá voru bara ferðir í Borgarnes um helgar en Sæmundur tók uppá því að keyra daglega, kannski með einn eða tvo farþega. Þannig hélt hann sleitulaust áfram uns hann var bú- inn að venja farþega sína við að hann var alltaf á ferðinni. En það tók tíma og hann lét sig hafa það.“ Nú fer Sæmundur tjórum sinn- um á dag í Borgarnes, á 23 rútu- bíla og er með fjölda manns í vinnu, hefur aldrei borið skjala- tösku og aldrei skrifað ávísun og viti menn: Er með tvo bíia inní stofu. Eftir hvaða Sœmundi heitir þú? „Afa mínum, Sæmundi Sæ- mundssyni. Hann var hákarlafor- maður. Um hann skrifaði Guð- mundur G. Hagalín fyrstu bók sína Virka daga.“ HVALFJÖRÐURINN ER ALLTAF FALLEGUR Hvaða leið heldur þú rnest uppá? „Ljóminn hefur glatast yfir ýmsum leiðum. Það var gaman að keyra Vaðlaheiði, öll í hlykkjum upp og niður. Vegimir um Skaft- ártungur voru skemmtilegir og leiðin um Víkurgil þótti mér róm- antísk. Vegurinn í Hvalfirði liggur ekki lengur um Staupastein, þar var áningarstaður og fallegt út- sýni. Menn hittust til að spjalla, borða nesti og setja á keðjur. Nýir vegir em til bóta en búið að aflífa marga gamla vegi og leiðir sem ég hélt uppá. Það var bæði meiri rómantík og meiri áhætta að keyra þá suma. Það er eins með gömlu brýrnar. Mér fannst ógur- lega gaman að glíma við að kom- ast yfir þær. Nú brunar maður áfram og verður ekki var við brýrnar, þær em bara ffamhald af veginum. Brúin yfir Gljúfrá í Borgarfirði var í uppáhaldi hjá mér. Hvítárbrúin er ein af örfáum brúm sem eftir eru sem maður finnur fyrir. Ég fæ aldrei leið á að keyra Borgarfjörð og mér finnst alltaf fallegt í Hvalfirðinum, hann er meira að segja fallegur í rign- ingu. Vflr fólk eins mikið dferðinni þá og nú? „Já, blessuð vertu. Rúturnar voru notaðar meira og stemmn- ingin allt önnur. Mikið að gera kringum skólana, sveitafólk brá sér í kaupstað og maður var mikið í snúningum. Það bíður enginn lengur eftir rútu. f gamla daga biðu menn heilu og hálfú dagana. Fólk er gagnrýnna og krefst meiri þæginda, lítur á dekkin undir bílnum og spyr: „Hva, ertu ekki á negldum?“ Aður fóra menn út úr bílnum og hjálpuðu manni að setja á keðjur. Þá var ég þrjá og hálfan tíma úr Borgarnesi, nú tek- ur ferðin einn og hálfan tíma, hugsaðu þér. Og maður er enga ekki nema tvær krappar beygjur á leiðinni." AKSTURINNIBLÓÐINU Hvað er svona gaman við að keyra? „Ég hef haft gaman af þessu alla tíð. Þetta er lflca hörð barátta sem á vel við mig. Það fylgir að ég fer víða, ferðast um landið en ég sé jafnframt um hópferðaakstur vítt og breitt. Ég hef kynnst ótrúlegum fjölda fólks og með árunum fær maður innsýn í líf þess. Ég væri ekki 1 þessum bransa nema vegna þess að ég á trygga og góða við- skiptavini sem ég legg kapp á að þjóna vel. Kannski er aksturinn í blóðinu, pabbi var bílstjóri, einn af stofnendum S.V.R. Hann dó þegar ég var nýfæddur, svo ég sá hann aldrei. Mamma er Borgfirð- ingur og ég ólst upp á Hvítárvöll- um. Ég fór snemma að vinna, fýrst á jarðýtu og svo í þessa bless- aða keyrslu og hef verið á ferðinni síðan. Átján ára byrjaði ég akstur hjá Kaupfélagi Borgfirðinga en 1958 fengum við Valdimar Ás- mundsson sérleyfið. Svo keypti ég hlut hans og skömmu síðar Rútu- bílaútgerð Þórðar Þ. Þórðarsonar á Akranesi, ég sameina sérleyfin og fjölga ferðum. En það fer að halla undan fæti hjá sérleyfishöf- um þegar einkabíllinn verður alls- ráðandi. Samt er krafist fleiri ferða þrátt fýrir fækkun farþega. Síðan kemur Borgarfjarðarbrúin sem verður mér dýrkeypt, því er ekki að leyna, ég fæ keppinauta sem keyra gegnum Borgarnes. Ég svar- aði þeirri samkeppni með fjölgun ferða og minni bílum. Framundir þetta hef ég verið að fjölga ferðum svo fólk geti notfært sér þjónustu mína og er ánægður með árang- urinn. Akraborgin er líka erfiður keppinautur. Fólk hugsar ekki útí að því verr sem rekstur hennar gengur því meir er ausið af styrkj- um til ferjunnar úr ríkiskassan- um. En þótt samkeppni sé meðal sérleyfishafa, er góður mórall og fyrirtæki kollega minna eru mörg góð.“ ÉGFÆGOTTNÆÐITILAÐ HUGSA Hefurðu séð draug í rútu hjá þér? „Ég var myrkfælinn sem krakki. Einu sinni þegar ég vann hjá kaupfélaginu og var að flytja kjöt vestur í Ölafsvík bilaði bíllinn á Fróðárheiði í dimmu og ófærð. Þá fór ég að hugsa um alla draug- ana þar. Það er eina skiptið sem ég man eftir að hafa orðið smeykur. Ég ferðast mikið einn og draug- arnir hljóta þá að vera þægilegir farþegar, ég hef aldrei orðið var við neitt. Mér finnst gott að keyra einn og fæ þá gott næði til að hugsa.“ Um hvað ertu þá að hugsa? Uppruna alheimsins? „Þá hugsa ég um reksturinn og skipulegg næstu daga. Ég stjórna mikið gegnum símann, það er allt annað líf eftir að símarnir komu og ég skil ekki hvernig ég fór að áður. Sími er öryggistæki og mér finnst ósmekklegt að hafa tólið hangandi við eyrað í tíma og Gömlu vegirnir og brýrnar voru gestaþrautirþar sem virkilega reyndi á mann sem bíl- stjóra. Nú orðiðfinnst mér mesti vandinn að gera farþegunum til hcefis með hitastig og að stilla á rétta útvarpsstöð. “ ótíma. En vinnan er áhugamál mitt, ég þarf ekkert sérstakt frí, fæ enga útrás þannig. Ég dunda við það utan vinnutíma að gera upp gamla bíla. Ég fékk einu sinni hvfld, þá tók ég frí, slasaði mig og lenti á spítala. Það var mikil lífs- reynsla og mikið dekrað við mig. Ég lifi og hrærist í starfinu, mest er gaman á sumrin, ég keyri mikið með erlenda ferðamenn og alls- kyns hópa. Það er handagangur í öskjunni þegar skemmtiferða- skipin koma. Mætt er eldsnemma á morgnana og farið f lengri og styttri ferðir. Ferðamannaiðnað- urinn hér er viðkvæmur. Það koma tugir nýrra rútubíla á ári og við eigum ekki verkefni fyrir þá alla. Túristum hefur fækkað, þjónustan hér er of dýr og sumar- ið of stutt. Auðvitað mætti bjóða uppá ferðir vor og haust en þær yrðu að vera ódýrari þegar allra veðra er von.“ ÉGERMEÐTVO BÍLAINNÍ STOFU Er það satt að þú sért með bíl inní stofu hjá þér? „Ég er með tvo bfla og hef þá í sitt hvorri stofunni. Ég lít á þessa gripi einsog mublur. Þetta er Ford 27 og Chevrolet 57. Ég er auðvitað með sófasett og allt það en það er bannað að reykja í stofunni því auðvitað er bensín á bílunum. En gamlir bílar heilla mig og mér finnst þeir fi'n stofústáss." Finnst mönnum þetta ekki léttgeggjað? „Ja, eigum við ekki frekar að segja að sumum finnist þetta ansi vönduð bílageymsla. Mér þykir vænt um bílana og vil hafa þá ná- lægt mér. Það er gott í þessum gömlu bílum. Þá vom bflar smíð- aðir til að endast. Ég er nú ekki mikið inní litlum bílum, gang- verkið er tæknilegra nú til dags en boddíið endist eldd nema nokkur ár í þessum japönsku bílum og ryðgar strax. En það fer líka eftir viðhaldinu. Jón í Múla lét byggja gamlan rútubíl sem ég á 1947, það erum bara við tveir sem höfúm átt hann. Ég hef bmgðið mér í ferðir á honum með farþega innan héraðs og á það til í glaða sólskini að aka gömlu bílunum út úr stofunni og um Borgarnes. Skrítið, þegar ég var að byrja, losaði ég mig gamla bfla, nú sækist ég eftir að varðveita þá. Ég sé fýrir mér fornbílasafn í Borgarnesi og myndi styðja það.“ BÍLAR HAFA SÁL Hafa bílar persónuleika? „Ég og rúturnar mínar erum eins og ein stór fjölskylda. Mér var ekki gert verra en þegar nýju númerin komu. Það var eins og að skíra barnið sitt þegar ég var að færa númer af gömlum bílum yfir á nýja. Gæfa fýlgdi vissum númer- um, ég átti happanúmer sem er eftirsjá að og varla að maður þekki sína eigin bfla. Mér finnst að við, þessir dellumenn, hefðum mátt halda okkar númerum. Ég hefði viljað borga fýrir það. Bílar hafa mismunandi persónuleika, það er sál í sumum bílum. Sumir em far- sælir þótt þeir séu mikið notaðir við verstu aðstæður. Bílar geta verið stríðnir, seigir eða sérvitrir. Ég trúi því einfaldlega því ég hef reynt það.“ Hvað finnstþér um þennan háa aksturhraða? „Fólk keyrir svona hratt af því að það er leyft. Bílarnir em orðnir betri og öruggari og fólk komið uppí hundrað áður en það veit af. Sumum liggur alltaf á en hættan er jafnmikil, vegirnir mjóir og veðrið eins og það er. Vetrarferðir á fslandi eru enn tvísýnar. Það er ekkert sem hijáir mína leið nema hún er víða hættuleg á vetmm og þar er ég kannski á annarri skoð- un en margir. Sumir bruna í roki og hálku á 90 km. hraða. Ég er á móti miklum hraða og á bara eitt orð yfir þetta: Það verður að keyra eftir aðstæðum.“ ÉG FYLLIST BARÁTTUHUG ÞEGARÁMÓTBLÆS Það fara sögur af vinnusemi þinni? „Ég hef helgað mig starfinu og ætla ekki að dæma mig, það verða aðrir að gera. Þetta er eitthvað í manni að streða við það sem kost- ar erfiði. Þegar blæs á móti fýllist ég baráttuhug. Ég hef verið rosa- lega heppinn með menn, haft suma í 10-12 ár, hugsaðu þér. Það gefur mér mikinn styrk. Ég hef verið hraustur, fer í sund til að halda mér í formi en kannski er ég ekki nógu góður við sjálfan mig. Ég ólst ekká við upp við þrældóm þótt ég hafi farið snemma að vinna. Ég hef nóg að gera við að stjórna fyrirtækinu en finnst papprísvinnan leiðinleg. Ég nýt þess að sjá eitthvað eftir mig. Kannski sér maður ekkert eftir sig. Kannski er þetta ekkert nema þrældómurinn. En ég fæ ánægju útúr starfinu, það er kannski það eina sem ég þarfnast og mér þykir gaman að eignast þakkláta við- skiptavini.“ Hvernig eru góðir rútubílstjór- ar? „Það kemur fljótt í ljós hvort menn hafa þetta í sér. Bílstjórar verða að vera gæddir þjónustu- lund, vera þrifnir, hafa vald á bfln- um, geta dreift athyglinni, fýlgst með farþegum, veginum, bílnum. Þetta er mikið ábyrgðarstarf. Góð- ur bílstjóri hefur tilfinningu fyrir bílnum og lætur gera við áður en bilar. En þetta er útilega og flæk- ingur og menn hætta oft þegar þeir eignast fjölskyldu. Ég á sjálfúr börn, búinn að borga fyrir mig eins og maður segir. En það er ein gift kona með börn sem hefur keyrt fýrir mig í 15 ár. Konur eru jafngóðir bílstjórar og karlmenn, en það er erfiðsvinna í rútuakstri, eins og að skipta um stór dekk uppá heiðum í vetrarferðum sem hentar stundum ekki nema hraustustu karlmönnum. Og menn endast ekki í þessu, ekki nema þeir sem eru bflstjórar af lífi og sál,“___________ EllsabetJökulsdóttir

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.