Pressan - 16.07.1992, Blaðsíða 40

Pressan - 16.07.1992, Blaðsíða 40
-1—yins og kunnugt er komu fyrir skemmstu upp tilfelli sjúkdómsins her- mannaveiki (útvarpshúsinu við Efstaleiti, en sjúkdómur þessi mun einkum breiðast út frá flóknum loftræstikerfum. Þetta kom þeim sem hafa starfað í útvarpshús- inu ekki mjög á óvart, því árum saman hafa starfsmenn hvíslað um að veikin hlyti að láta á sér kræla fyrr eða síðar. Svo hefur loftræstingin þótt afleit í þessu ný- lega húsi... StjörnusnakK ST að hafa skipast skjótt veður í lofti hjá Sölufélagi garðyrkjumanna. Aðalfundur félagsins var haldinn um síðustu helgi og þar kom í ljós að félagið tapaði alis eitt hundrað milljónum á síðasta ári. En um leið höfðu garðyrkjubændur ástæðu til að gleðjast, því að uppgjör fyrir fyrri helming þessa árs sýnir tíu milljóna króna hagnað. Það er ekki síst þakkað vaskri framgöngu nýs ffamkvæmdastjóra, Pálma Haralds- sonar, en þegar hann tók við rekstri fé- lagsins í haust var það svo gott sem gjald- þrota... Jt að vekur athygli í nýju símaskránni þegar flett er upp á Héraðsdómi Reykja- ness að Már Pétursson er ekki sérstak- lega skráður meðal dómara. Ólöf Péturs- son, núverandi dóm- stjóri, er ekki skráð sem slík en flestum er kunn- ugt um að Dómsmála- ráðuneytið horfði fram- hjá áliti nefndar um skipun Más í embættið. Löglærðir menn velta því nú fyrir sér hver ástæðan fýrir þessu sé... i Morgunblaðinu f gær mátti lesa að grunnskólamir í Reykjavík voru að gera stórkaup á tölvubúnaði hjá Örtölvutækni hf. Formaður Skóla- málaráðs, sem gekk frá kaupunum, er Árni Sigfússon borgarfuil- trúi Sjálfstæðisflokksins og fyrrum formaður Sambands ungra sjálf- stæðismanna. Af því til- efni rifjuðust upp þær fféttir úr Valhöll að Samband ungra sjálfstæðismanna hefði einmitt fyrir skemmstu fengið gefins for- láta litaprentara frá Örtölvutækni, en öll þeirra tölvuviðskipti hafa hingað til verið við Radíóbúðina. Aðstandendur Örtöjvu- tækni þvertaka fýrir þetta og segja ekkert þessu líkt hafa gerst, þrátt fyrir þessar þrálátu og staðfestu ffegnir úr herbúðum ungra íhaldsmanna... FUNHEITT GRILLTILBOÐ FYRIRGOTT GRILLSUMAR MEÐSS Nú hefst sælutíð fyrir alla þá sem verða seint fullsaddir góðu, grilluðu SS lambakjöti. Rauðvínslegið lambalæri, kryddlegnar tvírifjur, lærissneiðar og framhryggjarsneiðar fást nú á funheitu grilltilboði, - með 15% afslætti. essa dagana er verið að ganga frá út- tekt á því hvernig fyrstu alvöru fjárlög Friðriks Sophussonar hafa plumað sig á fyrri helmingi ársins. Við hlerum að hið óvenjulega hafi komið í ljós, að tekjuhlið fjár- iaganna hafi staðist kreppuna nokkuð vel, en enn er meiri óvissa um hvernig ríkisfor- stjórunum tókst að fara effir tlskipunum umspamaðínn... nnan skamms stendur til að sjónvarpa á Stöð 2 miklum tónleikum sem poppar- inn Elton John heldur í útlandinu. Hefur verið gert samkomulag þar að lútandi. En það viÚ þannig til að Rás 2 hefur Ifka feng- ið leyfi til að útvarpa sömu tónleikum. Þetta fféttu þeir á Stöð 2 og fannst tilvalið að slá saman, þannig að auglýst væri að tónleikarnir yrðu sendir samhliða út á einkasjónvarpsstöðinni og ríkisútvarpsr- ásinni. Þegar þessi málaleitan barst þeim á Rás 2 mun hafa orðið uppi fótur og fit. Stefán Jón Hafstein dagskrárstjóri er nefnilega í fríi og enginn áræddi að taka ákvörðun í fjarveru hans. En nú er Stefán væntanlegur aftur eftir fáeina daga og þá fá starfsmennimir að vita hvort þeir hafa breytt rétt...

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.