Pressan - 16.07.1992, Blaðsíða 33

Pressan - 16.07.1992, Blaðsíða 33
FIMMTUDAGUR PRESSAN 16.JÚLÍ 1992 33 Namm N AMM SMOKKAR SLA I CECN Smokkarnir með jarða- berjabragð- inu eru vin- saelastir. „Smokkarnir með jarðarberjabragðinu eru tvisvar sinnum vinsælli en þeir venjulegu og eru kallaðir namm—namm smokkar," segir Kjartan Valgarðsson, sem hefur flutt inn RFSU smokka (venjulega og með jarðarberjabragði) frá Svíþjóð og slegið hafa rækilega í gegn. „Ég geri ráð fyrir að fólk vilji tilbreytingu í þetta eins og annað þó að sumir kaupi þetta nú upp á grín.“ Smokkar af þessu tagi eru kallaðir fantasíusmokkar en íslendingar virðast ekki það nýjungagjamir að þeir kjósi að hafa þá græna, svarta eða hrufótta því Kjartan reyndi innfluming á slíkum smokkum en þeir seldust ekki sem skyldi. „Þessir hrufóttu duttu út því þetta er í raun ekkert sem fólk finnur fyrir. Svo mega þeir ekki vera ósléttir og grófir því þá geta smokkamir hreinlega orðið hættu- legir. Það sem hins vegar skiptir máli er að þeir standist ströngustu gæðakröf- ur.“ í Svíþjóð eru einnig á markaðnum smokkar með sítrónu-og bananabragði, en engin tegund hefur selst jafn vel og þeir með jarðar- berjabragðinu. Það má síðan geta þess að lokum að smokkamir bera ekki lit þeirra ávaxta sem þeir vísa til heldur era allir húðlitaðir og fást á bensínstöðvum út umalltland. TRABANT með torfþaki Menn reka upp stór augu þegar Sigurður Geir Einars- son ekur um götur bæjarins á bflnum sínum. Jú, þetta er Trabant, nánast hversdagslegur, en óvenjulegur að því leyti að hann er með torfþaki að þjóðlegum sið. Að sögn Sigurðar gefa lögregluþjónar honum gætur, fslendingar reka upp skellihlátur, en útlendir ferðamenn verða for- viða og kjaftstopp. Hugmyndin kviknaði þegar Sigurður og vinur hans höfðu í flimtingum að bfllinn væri svo fomlegur að réttast væri að tyrfa hann. Þeir ákváðu að láta til skarar skríða, fóru út í guðsgræna náttúruna, skára væna torfu og komu henni þannig fyrir á þakinu að ekki er hætta á að hún losni af. Enn hafa hins vegar ekki vaxið blóm á þakinu, eins og segir í þekktum dæg- urlagatexta, en sóleyjar væm sjálfsagt við hæfi. Annars er bfllinn af ’87-árgerð og svo góður að Sig- urður hyggst fara á honum hringveginn innan skamms. Náttúnilega kemst hann ekki mjög hratt, en Sigurður vonar að ljóstillífunin á þakinu vegi á móti mengunarloft- inu sem trabantar þykja valda j öðrum bílum fremur. Það má svo fljóta með að Sigurður er , tvítugur Hafnfirðingur, nem- y andi við Fjölbrautaskól- ann í Garðabæ, en starfar í álinu í Straums- jS vfk í ^ Kannski er enska tívolíið sem Jörundur Guðmundsson flutti inn ekki stærsta eða smartasta tívolí f heimi. En við mælum samt með því. Af þvf að þar hefur verið fullt af alls konar fólki síðustu vikuna — smápíum og smátöffurum (meirihluti gesta virðist á aldrinum 13 til 17 ára), börnum og foreldrum, ungum elskendum -, af því fólkið virðist skemmta sér konunglega í öllum maskfnunum sem mörgum eldri borgaranum stendur skelfing af; af því tívolíið er niðri f mið- bæ, ekki í Laugardalnum eða einhverju úthverfinu; og af það er eins og bæjarlífið hafi með þessu fengið óvænta vítamínsprautu... Jpjgt Í3?5ví Siggu Völu kannast flestir við sem -ÍSjSS'-Jf stunda Ingólfscafé en það em - - kannski ekki allir sem vita að hún kallast skemmtanastjóri staðarins. Hún er ein af þessum manneskjum sem getur staðnum andlit. „Um helgar stýri ég gleði á heitasta staðnum í bænum,“ segir Sigga Vala. „Eins og allir vita varð smáóhapp þar á þriðjudag og verður því lokað eina helgi. Við opnum svo ferskari en nokkm sinni að viku liðinni — gott frí fyrir alia. Elstu og helstu djammarar bæjarins sækja staðinn og yfir- leitt komast færri að en vilja. Þarna er smart fólk og ófeimið við að birtast með nýtt „look“. Þetta er fólkið sem maður getur kallað „inn“ liðið í bæn- um.“ Sigga Vala sefur ekki á daginn heldur vinnur hjá heildsölu nokkurri sem verslar með toppmerki f snyrtivörum en auk þess að verða hamingjusöm í fr amtíðinni ætlar hún að einbeita sér að því að byggja upp velgengni fyrirtækisins. ARUM Þá var ekki annað en Ríkisútvarp á íslandi, ein stöð, gamla gufan. Við vor- um semsagt á undanþágu, einsogsvooft. En úti í heimi var popp- sprenging sumarið 1967, fyr- ir 25 árum, þegar Bítlamir gáfu plötuna sína Sgt. Pepper’s Lonely Hearts Club Band. Hennar gætti auðvitað líka hér. Þetta æsilega sumar. Það var spenna í loffinu. Það hafði farið mikið orð af plötunni, löngu áður en hún kom út. Hún var í raun út um allt, þótt enginn hefði heyrt hana. Bítlarnir voru snillingar í þeirri list að láta popp- heiminn lúta vilja sínum; á mið- nætti eitt laugardagskvöld var út- varpsstöðvum út um allan heim heimilað að byrja að spila plötuna. Hún hljómaði út um allt, alla nótt- ina, daginn eftir, í margar vikur. Þetta var ekki bara tónlist, heldur stóratburður í sjálfu sér; Bítlamir, áhangendur þeirra, tíðarandinn, allt náði saman í þessum eina punkti — Sgt. Pepper’s. Kannski er platan ekki jafnmikil list og menn álitu á þeim tíma, en það skiptir engu máli — „aldrei hefiir brotakennd vitund Vesturlanda- búa virst jafnmikil heild og þessa daga, að minnsta kosti í augum unga fólksins,“ skrifaði Greil Marcus, einhver fluggáfaðasti rokkkrítíker w sem hefur þekkst hef- ur. Og lífseig virðist platan vera. Hún hef- ur að minnsta kosti verið uppseld í f 1 e s t u m ^ búðum í Reykjavík að undanfömu. KOKKALANDSLIÐ ULFARS EYSTEINSSONAR samanstendur af Baldri Öxdal Halldórssyni konditorimeistaranum í Ráðhúsinu Emi Garðarssyni á Hótel Keflavík því hann er með eldhúsið á hreinu Fran^ois Fons á Hótel Akranesi. Hann sé ég fyrir mér sem leiðtoga hópsins því hann er svellkaldur og agaður Gunnari Páli Rúnarssyni (syni Rúnars Marvinssonar) því hann hefur fengið villt uppeldi og myndi springa út undir ieiðsögn Fran<;ois Fons og Úlfari Finnbjömssyni því hann hefur verið í eldlfnunni að undanförnu og vinnur mjög fagmannalega Flestir þessara manna eiga enn eftir sín sterkustu tromp MÆLUM M EÐ Að lyfjaprófin á Ólympíuleik- unum verði sýnd í sjónvarpinu miklu meira spennandi en keppnin sjálf Ódýrara áfengi við hljótum að geta lækkað fyrst Svíamirgerðu það Gunnari Þorsteinssyni í Kross- inum af því hann er mælskasti maður á fslandi Að Baldvin á Aðalstöðinni haldi áfram að útvarpa Radio Lux- emburg á nóttinni fin músík Að vera hreyfanlegur og mátu- lega kærulaus, obbolítið „nonchal- ant“. Ekki alltof upptekinn af því hvar maður sefur næstu nótt. Það er kúl. Að hafa skellt sér með litlum sem engum fyrirvara í Kerlingafjöll um síðustu helgi; skíðað niður svona eina brekku og dottið hæfi- lega í það með þekktum einstakling- um af yngri kynslóð, sem var sárlega saknað úr næturlífinu í bænum. Borða hádegismat á Þingvöllum, kvöldmat í Hreðavatnsskála. Vera allt í einu mættur á ball með Stjóm- inni í Ýdölum. Láta sér detta í hug á föstudagskvöldi að skreppa á Búðir. Fara þangað. Með lítið annað en beisballhúfu, rándýrar stuttbuxur og góða peysu. Vera kominn á þjóðhá- tíð í Eyjum, eiginlega án þess að hafa ætlað sér það. Baða sig í Land- mannalaugum. Láta bjóða sér óvænt í laxveiði eða kvöldsiglingu um Kollafjörð. En umfram allt: hreyfa sig (helst á góðum bíl) — ekki líta á það sem einhverja átt- hagafjötra að eiga heima í Reykja- vík... Fyrst að Kvennalistakonur eru búnar að viðurkenna það í mál- gagninu sínu — þá hlýtur að vera óhætt að lýsa því yfir að mjúki mað- urinn sé endanlega búinn að vera, hann hafi enga samúð lengur. Og þá líka maðurinn sem er svo ógn vin- samlegur og skilningsríkur við kon- ur að hann virkar eins og algjör pempía. Og svo framvegis. Nei, samkvæmt Veru eru konur svo uppvægar að losna úr félagsskap slíkra manna að þær eru tilbúnar að stökkva á fyrsta töffara sem birtist (og jafnvel þótt hann hafi orð á sér L fyrir að vera svolítill skít- * hæll). Konur vilja sem- sagt karlmannlega karl- menn, skítt með þótt E þeir séu oftast vafasam- ari og vandasamari fé- lagsskapur en hinir mjúku. En samt em tak- mörk fyrir því hvað þær kæra sig um sveitta hlun- ka eins og Mickey Ro- ^ urke. Maður opnar ^ varla blað án þess að lesa um hvað hann er mikið úti... „ Vitið þið hver er heitasti staðurinn í bœnum? Ingólfscafé. Eða hann var það að minnsta kosti þangað tíl ein- hver kallaði á slökkviliðið. “

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.