Pressan - 16.07.1992, Blaðsíða 13

Pressan - 16.07.1992, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR PRCSSAN 16.JÚLÍ1992 13 skemmtifíkla um borð. Komið hafði verið upp risastóru tónlistarkerfi í bátnum og var dansað til klukkan sjö að morgni. Nýi kærastinn hennar Bjarkar Guðmunds- dóttur sykurmola var diskótekari en þama var líka einn fulltrúi ffá fiknó sem sá til þess að allt færi vel fram. Að sögn þeirra sem tóku þátt í gleðinni var þetta eitt eftirminnilegasta partý sem lengi hef- ur verið haldið og lítur út fýrir að við- burðurinn verði endurtekinn innan fárra vikna... JT að hefur nokkuð mikið verið rætt um deilur milli arkitekta og ættingja látins listamanns í sambandi við Sólfarið við Skúlagötu. Rétt mun vera að arkitektamir Jón Þór Þorvaldsson og Baldur Svavars- son gerðu athugasemdir við fyrirhugaðar breytingar á umhverfi listaverksins í upp- hafi en síðar var komist að samkomulagi við ættingja og Gunnar Kvaran, hjá menningarmálanefhd Reykjavíkurborgar, og málin rædd í mesta bróðemi. Málsat- vik vom þau að fýrir þremur ámm vom samþykktar teikningar hjá öllum nefnd- um nema menningarmálanefnd. Byrjað var að vinna að uppsetningu Sólfarsins og í ágúst 1990 var það sett niður. Ári síðar átti að ráðast í að ganga endanlega frá verkinu eins og teikningar sýndu. Þá var það sem erfingjamir vildu breyta útfærslu nokkuð og var útboðsgögnum breytt að þeirra ósk. Eftir töluverð ftindahöld hefur borgarráð samþykkt að leggja út í kostn- að við breytingar en ekki liggur endanlega fýrir í hverju þær muni felast... l september kemur út nýtt menningar- blað á vegum Máls og menningar sem mun bera nafnið Núllið — tíðindarit í ei- líffi merkingu þess orðs. Blaðið kemur til með að vera í nokkru stærra broti en menn eiga að venjast og í því verður samtíðin skoðuð. í fýrsta eintakinu skoðar lesandinn Björn Jr. poppara, Guðmundur Andri Thorsson fjallar um Fín brot um (íslensk) nefbrot og Jón Óskar Sólnes skrifar grein um sælustund sigurmarksins. Núllið á að koma út tvisvar á ári og ritstjóri þess er rithöfundurinn Sjón en hönnun útlits er í höndum Jökuls Tómassonar. Blaðið er á síðustu stigum vinnslunnar, verður prentað í Hong Kong og kemur með haustskipi til landsins... U- síðustu helgi bar svo við að eftir hefðbundið dansleikjahald var flóabátn- um Baldri ýtt úr vör með mikið lið RJÓMAÍSGERÐIN Allir þekkja ísinn .. jbksovjí-ö J a/L y jj xj j jj ij - j/ Mjög vandaðar sólstofur á góðu verði frá stærsta framleiðanda heims. í þaki og veggjum er öryggisgler. Valkostur er gler sem ver gegn ofhitun á sólardögum og hefur tvöfalt einangrunargildi tvöfalds glers. Opið / dag Burðarrammar úr áli eða viði. Glerjað er með állistum undir og yfir glerið. Sýningarhús á staðnum Tæknisalan Kirkjulundi 13, Garðabæ, sími 656900. KRAKKAR KRINGLUNNI, SÍMI 681719 ÚTSALAN ER HAFIN Steinvari 2000 Þegar engin önnur málning er nógu góð Þeir sem vilja vanda til hlutanna, eða beijast gegn alkalí- og frostskemmdum, mála með Steinvara 2000 frá Málningu hf. Steinvari 2000 býður upp á kosti, sem engin önnur utanhússmálning á stein hefur í dag. Hann stöðvar því sem næst vatnsupptöku steins um leið og hann gefur steininum möguleika á að „anda“ betur en hefðbundin plastmálning. Viðloðun Steinvara 2000 við stein er gulltrygg, unnt er að mála með honum við lágt hitastig, jafnvel í frosti, hann þolir regn eftir um eina klst. og hylur auk þess fullkomlega í tveimur um- ferðum. Steinvari 2000 er góð fjárfesting fyrir húseig- endur. Veðrunaiþol hans og ending er í sérflokki og litaval fallegt. Steinvari 2000 er málning fagmanns- ins, þegar mæta þarf hæstu kröfum um vemd og end- ingu. Næst þegar þú sérð fallega málað hús - kynntu þér þá hvaðan málningin er lmálninghlf -það segir sig sjúlft -

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.