Pressan - 16.07.1992, Blaðsíða 17

Pressan - 16.07.1992, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR PRESSAN 16.)ÚLf 1992 17 Vilhjálmur Ástráðsson rak skemmtistaðinn Evrópu og rek- ur nú skemmtistaðinn Casa Blanca. Var nýlega gerður eignalaus upp gagnvart 80 milljóna kröfum. Áður hafði Evr- ópa verið gerð upp með 76 milljóna kröfurá bakinu. 5. ÓLAPUR H. JÓNSSON 140.0 MILLJÓNIR 6. EINAR MARÍNÓSSON 130.0 MILLJÓNIR 7. JÓN PÉTUR JÓNSSON 100.0 MILLJÓNIR Bræðurnir Ólafur og Jón og Einar voru samstarfsaðilar í Hag h/f. Þeir voru mjög umsvifamiklir um tíma, áttu meðal annars Hummelbúðina og Vesturröst og Ólafur átti um skeið Sportklúbb- inn ásamt Sigurði Sveinssytii. Þeir tilheyrðu „Valsmönnum", hópi sem tók þátt í kapphlaupinu og valdabaráttunni um Stöð tvö og til þeirra átaka má rekja fall þeirra. Hagur átti 62 milljóna króna hlutafé í Stöð 2, en það var selt. 30 milljónir lentu í höndum stöðvar- innar sjálfrar, en 30 milljónir í höndum Ágústs Ármanns hf., sem hafði handveð í bréfúnum. í þrotabú Hags og Skóhúss H. J. 1,5 milljarða kröfur í fjögur stærstu þrotabúin Gjaldþrot fyrirtækja Þrotabú Miðfells, Stálvíkur, Víkur og hluta Nesco- samsteypunnar skiluðu að- eins broti upp í 1.500 milljóna króna kröfur. Af þeim fjölmörgu þrotabúum fyrirtækja sem gerð hafa verið upp það sem af er ársins, skera þrjú sig úr; þrotabú Miðfells, Stálvíkur og skipafélagsins Víkur, öll með um eða yfir 400 milljóna kröfur á sig að núvirði. Þá voru kröfur í sam- anlagða Nesco-samsteypuna miklar og eru þó ekld öll Mutafé- lögin þar gerð upp. YFIR400 MILLJÓNIRIIJÁ STÁLVÍK OG MIÐFELU Stálvík var úrskurðað gjald- þrota í ágúst 1990, en mánuðina áður höfðu orðið tíð mannaskipti í stjórn félagsins; Júlíus Sólnes fyrrum ráðherra sagði af sér stjórnarformennsku í nóvember 1989 og í hans stað kom Ottó Schopka, en í mars 1990 gekk Guðmundur Einarsson verkfræð- ingur úr stjóm. Að öðru leyti vom helstu stjórnendur fyrirtækisins þeir Jón Sveinsson, Matthías Sveinsson og Jón Gauti Jónsson. Félagslegir endurskoðendur Stál- víkur voru þeir Guðmundur H. Garðarsson og Magnús L. Sveins- son borgarfulltrúi, bróðir Jóns og Sveinssonar, systurfyrirtækis Hags, var lýst kröfum upp á um 340 milljónir króna. Það skal tekið fram að kröfúr í bú Ólafs, Einars og Jóns Péturs skarast að ein- hveiju leyti. 8. FRIÐGEIR SÖRLASON 97.0 MILLJÓNIR Friðgeir er húsasmíðameistari og var einn af upprunalegum stofnendum Alviðru hf. í Garða- bæ. Fyrirtækið var að reisa sam- nefnda byggingu í Garðabæ, en vegna erfiðleika stöðvuðust fram- kvæmdir. Síðar keypti Björgin Víglundsson Alviðru. Björgvin fóru á hausinn í mars 1989 og fundust ekki eignir hjá honum upp í 70 milljóna króna kröfúr að núvirði. Hlutafélagið Alviðra var síðan gert upp í desember sl. og fengust 240 þúsund krónur upp í tæplega 80 milljóna króna kröfur. Friðgeir átti talsverðar útistandi kröfur á Björgvin og einnig á eig- endur Tívólísins í Hveragerði og Reiðhallarinnar, sem ekld tókst að innheimta. 9. GISSUR KRISTINSSON 90.0 MILLJÓNIR Gissur rak hlutafélagið G.G.S. hf., ásamt Helga Gestssyni og Jón- asi Þór Jónassyni. Allir þrír lentu í stómm persónulegum gjaldþrota- skiptum, sem hófust í desember 1988. Kröfurnar voru hæstar á Gissur, um 90 milljónir að nú- virði, en 80 milljónir á Helga og um 60 milljónir á Jónas. Jónas Þór rak Kjötvinnslu Jónasar, sem meðal annars vann hamborgara fyrir Tommahamborgara. Það vom einmitt Gissur, Helgi og Jón- as sem keyptu Tommahamborg- ara og ráku nokkra skyndibita- staði, auk þess sem ráðist var í kjötvinnslu á Hellu með tilheyr- andi framkvæmdum. Umsvifm reyndust þeim félögum ofviða. Matthíasar. Kröfur í búið hljóð- uðu upp á um 425 milljónir króna að núvirði, en þegar upp var stað- ið tókst aðeins að greiða um fjórar milljónir upp í þær. Kröfúr í bú verktakafyrirtækis- ins Miðfells voru svipaðar og í bú Stálvíkur eða um 425 milljónir. Félagið var úrskurðað til skipta í mars 1988 og voru aðalstjórnend- ur þess þá Leifur Hannesson stjórnarformaður og Karl M. Kristjánsson framkvæmdastjóri. Einn meðstjórnenda var Finnbogi Kjeld. NÓG AÐ GERA HJÁ BÚ- STJÓRANUM HJÁ NESCO- SAMSTEYPUNNI Skipafélagið Víkur hf. var salt- flutningsfyrirtæki þessa sama Finnboga Kjeld. Finnbogi varð undir í samkeppninni við Eim- skipafélagið, þegar flutningsrisinn ákvað að fara á þennan markað með undirboðum. Víkur var úr- skurðað til skipta í desember 1989 og þegar þrotabúið var gert upp nýverið höfðu engar eignir fundist upp í alls um 380 milljóna króna 10. VILHJÁLMUR ÁSTRÁÐS- SON 80.0 MILLJÓNIR Vilhjálmur var aðaleigandi veitingahússins Evrópu, en hluta- félagið um það hús var tekið til gjaldþrotaskipta í september 1988. f sama mánuði stofnaði Vil- hjálmur Lækjarteig hf, sem enn er á lífi. Veitingahúsið Evrópa var gert upp eignalaust gagnvart kröf- um upp á 76 milljónir að núvirði. Vilhjálmur var persónulega tek- inn til skipta í maí 1990 og var gerður upp eignalaus í júní, þar sem kröfur upp á um 80 milljónir að núvirði töpuðust. Vilhjálmur rekur nú Casa Blanca við Skúla- götu. MARGIR MEÐ UM EÐA YFIR 50 MILLJÓNUM Fjölmargir kandídatar eru um næstu sæti. Áður var minnst á Björgvin Víglundsson, en þrotabú Björgvins átti engar eignir upp í 70 milljóna króna kröfur. Svipaða sögu má segja um þrotabú Ingólfs Óskarssonar, sem gert var upp í mars sl. eftir fjögurra ára meðferð. Ingólfur rak á sínum tíma sam- nefnda sportvöruverslun. Kröf- urnar voru um 68 miiljónir og tókst að greiða upp í þær nær 7 milljónir. Þá er ljóst að þrotabú Guðbjörns Guðjónssonar i Holi- day-Inn var stórt; lýstar kröfur hljóðuðu upp á 65 milljónir króna að núvirði. Ólíkt flestum öðrum tilfellum fundust þó eignir hjá Guðbirni upp í kröfurnar; rúmar 4 milljónir láóna. Meðal annarra stórra persónu- legra þrotabúa, sem gerð hafa ver- ið upp á þessu ári, eru þrotabú Vignis H. Benediktssonar bygg- ingaverktaka upp á 45 milljónir og Stefáns Sigurðssonar úrsmiðs á Akureyri, upp á um 47 milljónir. Friðrik Þór Guðmundsson Óli Anton Bieltved, aðalmaður- inn á bak við Nesco-samsteyp- una. Búið er að gera upp gamla Nesco og fjögur dótturfyrirtæki, en alls töpuðust þar kröfur upp á um 300 milljónir. Enn er þó eitt þrotabúið eftir. kröfúr. Upprunalega Nesco hlutafélag- ið var tekið til skipta í desember 1988 og lauk skiptum í maí 1989 án þess að greiðsla fengist upp í 75 til 80 milljóna króna kröfur. En upp úr rústunum var stofnað Nesco ffamleiðslufélag hf. og það Ármann Reynisson í Ávöxtun. Hann, Pétur Björnsson og Hrafn Bachmann áttu Kjötmiðstöðina. Skuldum þeirra við svínabónd- ann Halldór H. Kristinsson var breytt í hlutafé og Halldór skrif- aði upp á miklar sjálfsskuldar- ábyrgðir. Halldór var nýlega gerður upp og námu kröfurnar yfir 180 milljónum króna. Ólafur H. Jónsson. Þátttakan f Stöð tvö varð honum og fyrir- tæki hans, Hag, ofviða. Kröfur í bú Ólafs voru um 140 milljónir og kröfur í bú Hags eru um 340 milljónir. Meðeigendurnir Einar Marínósson og Jón Pétur Jóns- son fengu á sig litlu lægri kröf- ur. Jón Sveinsson forstjóri skipa- smíðastöðvarinnar Stálvíkur. Kröfur í búið voru 425 milljónir að núvirði og fengust 4 milljónir upp í þær eða tæplega 1 pró- sent. félag var móðurfélag Nesco Kringlunni hf., Nesco Laugavegi hf., Nesco Xenon hf. og Nesco Int- ernational. Þessi fjögur dótturfyr- irtæki hafa öll verið gerð upp ný- verið og hljóðuðu kröfur upp á alls 220 milljónir króna og tókst Kristinn Gamalíelsson kjúk- lingabóndi. Hrun afurðastöðv- arinnar Hreiðurs varð honum að falli og námu kröfur í þrotabú hans 152 milljónum króna, án þess að eignir fyndust á móti. Ólafur Laufdal. Einn þeirra fjöl- mörgu sem enn hafa ekki verið gerðir upp. Hann mun án efa skila af sér einhverju stærsta persónulega þrotabúi sem um getur, þótt eignir séu að finnast hérog þar. að greiða rúmar sjö milljónir upp í þær. Móðurfélagið er enn til skipta. Höfuðpaurinn í Nesco var Óli Anton Bieltvedt. Þessi félög skera sig sem fyrr segir úr hvað háar kröfur varðar. ÞROTABÚ VÍÐIS SKILAÐI ÞRIÐJUNGIUPP í KRÖFUR Næst þeim koma glerverk- smiðjan Esja í Mosfellsbæ, for- maður og framkvæmdastjóri Magnús Ingimundarson, með 155 milljónir, trésmiðjan Víðir í Kópa- vogi með um 115 milljónir (á móti komu um 40 milljóna króna eign- ir), Ferðaþjónustan, með þá sem aðaleigendur Sigurð örn Sigurðar- son og Sigurð Garðarsson í Hag- skiptum, með 105 milljónir. Nokkur félög voru síðan með á bilinu 80 til 90 milljóna króna kröfur, þar sem lítið sem ekkert fékkst upp í þær. Þetta voru Herrabúðin (Laugavegur 47 hf), aðaleigandi Þorvarður Árnason, sem lést nýlega, Byggingar og ráð- gjöf hf., aðalmenn þeir Sveinn E. Úlfarsson og Sigurjón Skærings- son, fsfilm, aðalmaður Indriði G. Þorsteinsson, ísröst, aðaleigandi Egill Guðni Jónsson og byggingafé- lagið Reynir, stjórnarformaður Kristján Guðmundsson.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.