Pressan - 23.07.1992, Blaðsíða 6

Pressan - 23.07.1992, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR PRESSAN 23.JÚLÍ 1992 F Y R S T F R E M S Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra Herra Fúll Fyrir nokkrum árum komu út bækur eftir enskan bamabókahöf- und sem hétu allar Herra hitt og Herra þetta. Ein hét Herra Kátur, önnur Herra Viðutan, þriðja Herra Draumóri og svo framvegis. Ef Þorsteinn Pálsson væri ekki sjávarútvegsráðherra heldur per- sóna í þessum bókaflokki héti hann Herra Fúll. Og kannski hefúr Þorsteinn all- ar ástæður til að vera fúll. Það er auðvitað hundfúlt að vera ungur kosinn formaður Sjálfstæðis- flokksins og ná því að verða for- sætisráðherra og glutra síðan hvoru tveggja niður. Fyrst ráð- herrastólnum til Steingríms Her- mannssonar og síðan formanns- „Það er ekki erfitt að skilja hvers vegna Þorsteinn verð- ur full þegar Davíð segist ákvörðun fyrir einn mann þegar Þorsteinn er tekinn við. Reyndar er smá sannleikskorn í þessu. Þótt Halldór Ásgrímsson hafi átt létt með að taka þessar ákvarðanir þarf það ekki að þýða að Þorsteini veitist það létt. Þor- steinn er frekar þekktur af því að vera lengi að ákveða sig en snögg- ur. Þannig missti hann til dæmis af lestinni í forsætisráðherratíð sinni. Þá sat hann í ráðuneytinu sínu og nagaði puttana á meðan hann brann inni á tíma með efna- hagstillögur sínar. Þegar hann loks sauð þær saman voru Stein- grímur og Jón Baldvin búnir að segja bless og mynda nýja stjórn. Sagan af því þegar Þorsteinn rak Albert er svipuð. Þá beið hann akkúrat það lengi að hann hefði ekki getað skaðað sjálfan sig og flokkinn meira. En snöggar ákvarðanir eru ekki alltaf betri en þeir seinteknu. Að minnsta kosti virðast skjót við- brögð Davíðs og kompanís við til- lögum fiskifræðinga ekki ýkja gáfúlegar. Það má skilja á þeim að fiskurinn í sjónum verði að taka tillit til þess hver staða frystihúss- ins á Bíldudal er. Og hversu þreyttir við íslendingar erum orðnir á hinni endalausu kreppu. f samanburði við þessa speki er varfærnislegt strögl Þorsteins gegn því að vera neyddur til að pissa í skóinn sinn mun gáfúlegra. Og það jafnvel þótt hann sé fúll. Og það má benda á að temmi- leg fúlheit eru ekki alltaf til skaða. Allavega spáir Trausti veðurffæð- ingur ekkert verra veðri en hinir veðurfræðingarnir þótt hann sé áberandi meira fúll. Ts FLIPPER SLEPPUR AFTUR Félag áhugamanna um nátt- úruvernd, FAUNA, sótt fyrir skömmu um leyfi til að fanga lif- andi fjóra háhyrninga í vetur og fékk neitun um hæl frá sjávarút- vegsráðuneytinu. Ætlunin var að selja hvalina til erlendra sædýra- safna, en tekjurnar af veiðunum voru ætlaðar til að undirbúa stofn- un dýragarðs á íslandi. Þetta er annað árið í röð sem félagið fær neitun, en hún kemur nú án nokkurs samráðs við þá sem láta sig málið skipta. Aðstandendur FAUNU eru að uppistöðu þeir sem önnuðust rekstur Sædýrasafnsins á sínum tíma og hafa þeir áhuga á að koma upp öðru slíku hér á landi. í þeim til- gangi hafa þeir veitt að jafnaði fjóra háhyrninga vetur hvern síðan 1976 og ætlað tekj- urnar til undirbún- ings stofnunar garðsins. Verð á háhyrningum er hátt. Árið 1980 seldist stykkið á um þrjú hundruð þúsund dali (um 16 milljónir króna), en í fyrra seldist þjálfaður hvalur, Winnie, sem upprunalega kom ffá íslandi, á eina milljón dala (um 55 millj- ónir íslenskar). f fyrra bar svo við að sjávarút- vegsráðuneytið vísaði erindi FAUNU til umhverfisráðuneytis, enda sagðist Þorsteinn Pálsson líta svo á að um dýravemdarmál væri að ræða, en ekki eingöngu nýtingu einnar hvalategundar. í þetta sinn virðist ráðuneytið hafa synjað um leyfið án þess að bera það undir umhverfisráðu- neytið eða aðra. Þegar PRESSAN spurðist fyrir um umsóknina í ráðuneytinu könnuðust embætt- ismenn við að hún hefði borist, en enginn vissi hver væri með málið á sinni könnu né heldur hvaða af- greiðslu það hefði fengið. Að sögn Helga Jónassonar, forsvarsmanns FAUNU, barst fljótlega neikvætt svar frá ráðuneytinu, án þess að hann gæti tilgreint tiltekna ástæðu fyrir því. Hann reiknaði þó með að litið væri á þessar veiðar í sam- hengi við stefnuna varðandi hval- veiðar yfirleitt og ráðuneytið hefði ekki talið ráðlegt að láta svo um- fangslitlar veiðar verða tilefni óffiðar við dýravemdunarsinna. Formaður Sambands dýra- vemdunarfélaga, Jórunn Sörensen, hafði ekki heyrt af umsókn FAUNU þegar blaðið hafði sam- band við hana, en sagði samtökin myndu berjast gegn leyfisveitingu hér eftir sem hingað til. f fyrra bár- ust ráðuneyt- inu tugir bréfa frá innlendum og erlendum dýra- verndarsam- tökum sem Sj ávarútvegsráðu- neytið neitar félag- inu FAUNU um leyfi til háhyrn- ingaveiða annað árið í röð. að éta nema þeir geri þessar kúnstir sínar og þeir eru aldrei saddir. Líftími háhyrninga úti í náttúmnni er 70 til 80 ár, en oftast ekki nema um 10 ár í dýragörð- um. Það er bara fenginn nýr Flip- per án þess að áhorfendur taki eft- ir því þegar sá gamli deyr,“ sagði Jórunn. Flipper fær sumsé að vera í ffiði í Atlantshafinu í vetur að minnsta kosti. Stofninn þolir vel að veitt sé úr honum, um það er ekki deilt. Það em fyrst og fremst dýravemd- arsjónarmið, meint ill meðferð í dýragörðum, sem mæla gegn því að þessi hvalastofh sé nýttur. Sædýrasöfn erlendis kaupa há- öll mót- mæltu áfram- haldandi háhyrninga- veiðum. „Hvalirnir væru betur komnir dauðir en í þessum pollum í sædýrasöfnum," sagði hún. „Háhyrningar þurfa úthafið til að hreyfa sig og líða vel. Þeir hljóta ömurlega meðferð í dýra- görðunum, hávaðinn er mikill og þeir missa smám saman vitið í gaura- ganginum. Þeir fá ekki ætla að taka ákvörðun um kvótann á næsta ári. Að það sé alltof stór ákvörðun fyrir Þorstein einan. Það þarf ekki neinn Kremlólóg til að lesa út úr þessu hvaða skoð- un Davíð hefur á Þorsteini." stólnum til Davíðs Oddssonar, sem reyndar er búinn að taka hinn stólinn líka af Steingrími. Það er því kannski skiljanlegt að Þorsteinn reyni að vernda það sem hann þó hefur haldið eftir fyrir Davíð og reyndar hverjum sem er. Það er ekki erfitt að skilja hvers vegna Þorsteinn verður fúll þegar Davíð segist ætla að taka ákvörðun um kvótann á næsta ári. Að það sé alltof stór ákvörðun fyr- ir Þorstein einan. Það þarf ekki neinn Kremlólóg til að lesa út úr þessu hvaða skoðun Davíð hefur á Þorsteini. Það er því ekki að furða þótt Þorsteinn spyrni við fótum. Að hann minni á að enginn taldi það ofverk fyrir Halldór Ásgrímsson að ákvarða kvótann allan þann tíma sem hann sat í sjávarútvegs- ráðuneytinu. Hvers vegna skyldi það þá allt í einu vera of stór Á L I T Á að rciða kvóta við þarfir sjávarútvegsins fremur en við ástand fiskstofna? HREINN L0FTSS0N, aðstoð- armaður forsætisráðherra Við stöndum hugsanlega frammi fyrir því að veiðiheimildir fyrri ára hafi ver- ið umffarn skyn- samleg mörk. Ákvarðanir um afla hafa þó alltaf verið miðaðar við það, sem talið var að fiskistofn- arnir stæðu undir. Menn hafa ekki vitað frá einu ári til annars hvetjar aflaheimildir næsta árs á eftir yrðu. Ég tel að heppilegra hefði verið að ákveða fastan árlegan aflakvóta, óbreytanlegum í 3-5 ár, þannig að menn gengju að veiðiheimildum sem gefnum um lengri tíma en nú er. Síkt myndi leiða til aukinnar festu í rekstri fyrirtækja f sjávarút- vegi og gæti leitt til aukinnar hag- kvæmni. Akvarðanir um heimildir yrðu þó vissulega að taka mið af þekkingu manna á ástandi fiski- stofna þannig að ekki er unnt að aðgreina þarfir sjávarútvegsins annars vegar og ástand fiskistofna hins vegar með eins skýrum hætti og orðalag spurningarinar felur í sér. ÞÓRÓLFUR MATTHÍASSON lektor Ráðlegging auð- lindahagffæðinn- ar til stjórnvalda er að setja kvót- ann þannig að af- rakstur af veiðun- um verði sem mestur. Tillaga Alþj. hafrann- sóknarráðsins (AHFR) er lang- vænlegasti kost- urinn. Framlag þorskveiða til þjóðarbúsins lækkar þá á næsta ári um 5.5 milljarða króna og á næstu þremur um 10 milljarða. Affaksturinn kemur ffam í veru- lega auknum tekjum síðar. Það er óvissa tengd þessari fjárfestingu eins og öllum öðrum. Ég tel þó að spár fiskifræðinga séu betur grundaðar en flest þau gögn sem fjárfestingaákvarðanir eru al- mennt byggðar á. Sjávarútvegur- inn telur sig þurfa meiri kvóta en felst í tillögum fiskiffæðinga. Það er eðlilegt. Sjávarútvegurinn fær veiðiréttinn ókeypis, enn sem komið er, og eðli manna er að vilja fá mikið fyrir lítið. Væru veiðiréttindi boðin út í samræmi við ráðleggingar AHFR yrði réttur til að veiða þorsk á næsta ári dýr, en ódýr árið 1999. Þá hefði orðið mun auðveldara að fá talsmenn greinarinnar til að fallast á að láta skynsemi ráða. Þetta dæmi sýnir enn einu sinni hversu brýnt er að koma festu á stjóm fiskveiða. GUÐNI N. AÐALSTEINSSON hagffæðingur VSÍ Fiskveiðistjórnun á að hafa það markmið að veiðarnar skili því magni af fiski sem færir okkur mestan auð, með sem minnstum til- kostnaði. Að fá sem mest í aðra hönd er tak- markið. Þessu verður samt að setja líffræðilegar skorður, ekki má veiða það mikið að stofnarnir beri skaða af. Sú staða getur kom- ið upp að um tíma sé hagkvæm- ara að veiða svo mikið að stofn- inn minnki og við það er ekkert að athuga, en aldrei má ganga svo hart að fiskistofnum að tilvist þeirra sé stefht í voða. JAK0BMAGNÚSS0N settur forstjóri HAFRÓ Þessi spurning er einkennilega orðuð. Ég fæ ekki séð hvernig hægt er að miða kvóta við þarfir sjávarútvegsins ef hann miðast ekki við ástand fiskistofna. Að- eins í því tilviki | að stofn sé svo stór, að af ein- hverjum átæð- um vefjist fyrir mönnum að fullnýta hann, kemur þetta til álita. Sú Staða er varla raunhæf nú. Oft er talað um kvóta eins og allt standi og falli með honum. En hvað gagnar kvóti ef enginn er fiskurinn? Það er aðalmálið. Ef haldið verður áfram að veiða þorsk á sama hátt og áður, stefnir óðfluga í, að menn ná ekki þess- um afla, því ljóst er, að aðeins bætist í veiðistofninn úr slæmum árgöngum á næstu árum, sem ekki bera uppi slíka veiði. Það þarf því að horfa frammávið. Því er best fyrir sjávarútveginn að fullt tillit sé tekið til ástands fiskistofna.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.