Pressan - 23.07.1992, Blaðsíða 22

Pressan - 23.07.1992, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR PRESSAN 23. JÚLl' 1992 E R L E N T LIBRAIRIE VIRGIN MEGASTORE. QUE LES LIVRES NOUS ÉLÉVENT ET NOUS TRANSPORTENT! Veggspjöld frá Virgin bóka- og plötuverslununum prýða veggi metró í París. Fyrirsaetan er Anne Zamberlan. 130 KÍLÚA TÍSKUDROTTNING Anne Zamberlan er nýjasta stjarnan í franska tískuheiminum. En hún getur varla talist dæmi- gerð tískugyðja, því hún er 41 árs, móðir 17 ára unglings, 164 sen- tímetrar á hæð og 130 kíló að þyngd. Samt hefur hún að undan- förnu komið fram í ótal auglýs- ingum, hún sýnir föt á tískusýn- ingum og myndir af henni blasa við á veggspjöldum í metró. Hún hefur leikið í kvikmyndum og sungið inn á hljómplötu. Ævisaga hennar er nýlega komin út og stendur til að gera úr henni leik- húsverk. Líf Anne Zamberlan hefur ekki alltaf verið dans á rósuni. Hún var feit strax í bernsku. Henni var strítt í skóla. Foreldrar hennar lokuðu hana inni og settu hana á megrunarkúr. Hún henti bréfmið- um út um gluggan þar sem hún bað um hjálp og skrifaði að for- eldrar sínir ætluðu að svelta sig. 23 ára fæddi hún son og vó þá 160 kíló. Hún þorði varla að fara út úr húsi í fimm ár. Eiginmaður henn- ar og foreldrar gerðu innkaup og viðruðu barnið. Sjálf sat hún öll- um stundum framan við sjón- varpstækið. Þegar sonurinn, Ed- Allt sem þig langaði að víta... Inýjasta tölubladi banda- ríska timarítsins SPY erað finna óvenjulega þjónustu við lesendur. Blaðið telur upp eitt þúsund (misgóðar) ástæður fyrir að kjósa George Bush ekki í forsetakosningun- um inóvember. 76 Mestöll verðmætasköpun siðustu ára hefurfarið tilhinna forriku. 77 Meira að segja þeir forríku eru óánægðir. En blaðinu duga ekki tutt- ugu og þrjár síður undir þessa upptalningu, . þvi ástæða númer 516 er svohljóðandi: „Tilað heyra nýjustu ástæð- una, hringið i síma (212) 633-8522." I þessu síma- númeri i New Yorkersímsvarí, en við eftirlátum forvitnum les- endum PRESSUNNAR af- ganginn. dy, byrjaði í skóla neyddist hún loks til að fara út. Það vakti henni svo mikla sálarkvöl að hún leitaði til SOS Vináttu, sérstakrar síma- línu fýrir þá sem eru einmana og þjakaðir á sálinni. Þar var hún tal- in á að fara til læknis sem spurði hana hvað hún áliti hæfilega lík- amsþyngd fyrir.sig. „130 kíló,“ svaraði Anne. Stuttu síðar sleit hún ástlausu hjónabandi og fékk starf í menn- ingarmiðstöð. Þaðan lá leiðin í leikhúsið, kvikmyndir og loks í auglýsingar. Anne Zamberlan er líka frum- kvöðull og hluthafi í klúbbi sem ber heitið Allegro fortissimo. Þar kemur fólk saman undir kjörorð- inu: „Leyfum feitu fólki að vera hamingjusamtf Klúbburinn rek- ur verslun með alvöru tískuföt fyrir feitt fólk, heldur skemmti- kvöld og íþróttamót og stendur fyrir tískusýningum þar sem alltaf er yfirfullt af fólki. Langflestir meðlimirnir eru konur, yfirleitt vel í holdum. En þangað koma líka karlmenn, margir þvengmjó- ir. Anne segir að þeir fari ekki dult með að þeir séu veikir fýrir feitum konum. Sjálf er Anne hörð á því að hún sé ekki „þrekin, þybbin, þéttvaxin eða vel í holdum". Hún brosir og segist vera „feit“, segist ekki geta annað. Og hún fer held- ur ekki í grafgötur með hvert sé yfirleitt hlutskipti feits fólks. Það sé líkt og að vera fatlaður af sjálfs- dáðum; feitt fólk eigi helst að drúpa höfði og helst ekki sýna neina óþarfa kátínu á almanna- færi, úti á götu, á kaffihúsum eða baðströndum. Slíkt sé eins og brot á óskráðum reglum samfélagsins. Sjálf býr Anne með syninum og gildvaxinni vinkonu sinni. Hún ? segir að þegar þær gangi saman á / götunni séu þær „eins og hryll- l ingsmynd fyrir konur sem eru ^ að slást við þetta " “a 'i- 1 (yQ (jj kíló“. Anne Zamberl- an ætiar sér heldur ekki þá dul að hefja feitt fólk til skýjanna. Hún teflir fram lífs- gleði á móti sálarang- ist og vanmáttar- kennd. Það geti heldur ekki verið sérlega gaman að streitast alltaf við að vera fullkom- Einkavæðingarbylgja gengur yfir Evrópu Ný bylgja einkavæðingar virðist í þá mund að ríða yfir Evrópu. Ástæðan fyrir því að ríkisstjórnir eru þess fys- andi að einkavæða er ekki pólitísks eða hugmyndafræði- legs eðlis, líkt og var að vissu leyti-raunin á blómaskeiði Margrétar Thatcher, fyrir áratug eða svo. Nú fylgja Þýska- land, Ítalía og Frakkland í kjölfar Breta og einkavæða vegna þess að það vantar fé í ríkiskassann. f júní seldi franska ríkisstjórnin flestöll hlutabréf sín í Total olíufé- iaginu. Salan nam ríflega milljarði Bandaríkjadala. Ríkið heldur ekki eftir nema 5 prósenta hlut, emb- ættismenn á hennar vegum hafa ekki iengur töglin og hagidirnar í stjórn fyrirtækisins. Á Ítalíu verð- ur ENI, risastóru orku- og efhafyr- irtæki, breytt úr ríkisfyrirtæki í hlutafélag, en í fyrra nam velta fyr- irtækisins 41 milljarði dala. Síðar á árinu verður líklega farið að selja hluta af fyrirtækinu. Þannig hefur einkavæðingin fengið byr undir báða vængi víða í Evrópu. Þetta má meðal annars rekja til nýrra samkeppnisreglna Evrópubandalagsins, sem meina ríkisvaldinu að dæla fjármagni í einkafyrirtæki til að bæta afkomu þeirra. Einkavæðing er líka leið til að mæta harðnandi samkeppni frá Japan og Bandaríkjunum, en þó er ástæðan ekki síst það tóma- rúm sem virðist blasa við í evr- ópskum ríkiskössum. Beinn kostnaður Þjóðverja af sameiningu þýsku ríkjanna verð- ur varla undir 60 milljörðum dala á þessu ári. ftalir stefna á met í fjárlagahalla, 130 milljarða dala. Tekjur af einkavæðingu geta lagað þessa reikninga. Frakka vantar fé til að glíma við 10 prósenta atvinnuleysi, en stjóm sósíalista hefur verið varfærin þegar einkavæðing er annars veg- ar. Þegar Pierre Bérégovoy settist í stól forsætisráðherra í apríl setti hann sér það takmark að afla tæpra tveggja milljarða daia með sölu hlutabréfa í ríkiseign á þessu ári. Bróðurpartinn fékk hann með Total sölunni, en um hálfur millj- arður kemur í kassann þegar eitt stærsta líftryggingafélag landsins verður selt síðar á árinu. En nú bendir allt til að hægri flokkar muni vinna sigur í þing- kosningunum frönsku næsta vor. Talið er að þá verði samþykkt að einkavæða megnið af tíu stórum iðnfýrirtækjum í ríkiseign, auk nokkurra banka og tryggingafé- laga. Sérfræðingar álíta að frönsk hægri stjórn gæti selt ríkiseignir fyrir um 60 milljarða dala á fimm ára tímabili. Sósíalistar malda varla í móinn, enda hafa þeir fýrir ailnokkm söðlað um og tekið upp einkavæðingarstefriu. Á Ítalíu er ríkið eigandi flestra stærstu viðskiptabankanna, stór- iðjufýrirtækja og fýrirtækja í mat- vælaiðnaði. ftalir hafa orð á sér fýrir að vera lélegir einkavæðing- armenn, en það fer líklega að breytast, enda er mörgum þyrnir í augum hvernig gerspilltir stjórn- málaflokkarnir hafa misnotað rík- isfýrirtæki. Þau hafa líka drukkið í sig ómælda styrki, 36 milljarða dali árlega, sem telst vera metfé í Evrópubandalaginu. En hina nýju stjórn sósíalistans Guiliano Amato sárvantar fé til að giíma við 11 prósenta fjárlaga- halla. Líklega verða deilur um einkavæðingu, en líklegt er að hún verði aðferð stjórnarinnar til að afla um 10 milljarða dala á næsta ári. Þýska ríkið hefur líka mikil ítök í efhahagslífinu, til dæmis í bönk- um og í Lufthansa flugfélaginu. Þar virðist einkavæðing líka vera lausnarorð dagsins, enda er fjár- lagahallinn líklega um 28 milljarð- ar dala á þessu ári. Theo Waigel fjármálaráðherra er til dæmis mjög áfram um að einkavæða Telekom, símafýrirtæki ríkisins. Eins og kunnugt er hafa Bretar verið þjóða ötulastir í einkavæð- ingu og þar er varla margt eftir í ríkiseign til að selja. Þó líður varla á löngu áður en stórveldi á borð við British Rail og British Coal fara sömu leið. Að öðru leyti standa Bretar líka sterkt að vígi; eftir reynslu þeirra af einkavæðingu er líklegt að þar- lend fyrirtæki verði fengin til að leggja á ráðin um einkavæðingu víðs vegar í Evrópu. ISIAL Utsölulisti einkavæðingarinnar Olíufyrirtækið Total hefur verið selt til að afla fjár til að skapa ný störf. í kjölfarið gætu fylgt risafyrirtæki á borð við Renault, Thompson, Air France og Elf-Aquitaine. Fyrir dyrum er sala á hlut ríkisins í meira en 100 fyrirtækjum, bönkum, símafyrirtækinu Telekom og Lufthansa-flugfélaginu. Fjárlagahallinn er geigvænlegur. Ríkisfyrirtæki verða seld og einnig bankar í eigu ríkisins. Risasamsteypan, orku- og efnafyrirækið ENI, verður selt hlutum og er undirbúningur þegar hafinn. Einkavæðingin hefur staðið sleitulaust yfir í áratug, meiri en annars staðar hefur þekkst. Brátt kemur að lestunum, British Rail, og kolafyrirtækinu British Coal. KONUNGSRÍKI D0NALDS JUDD Ætli sé ekki óhætt að orða það svo að bandaríski listamaðurinn Donald ]udd sé íslandsvinur. Að minnsta kosti hefur Judd komið oft til íslands, stundum í einkaer- indum og stundum til að halda sýningar, nú síðast í sumar í Slunkaríki á Isafirði. Ekki kemur hann þó síst til að heimsækja góð- vin sinn, Pétur Arason, kaupmann í Faco, en Pétur mun meðal ann- ars hafa aðstoðað Judd við sýn- ingahald í fyrrum Sovétríkjum. Þess utan er Judd einhver frægasti (og líklega ríkasti) núiifandi myndlistarmaður; 64 ára gamall, fráskilinn og að lundarfari hálf- gerður einfari. Annars er Judd frægur fyrir mikla andúð sína á svokölluðum „listaheimi" og því hefur hann bú- ið sér heimili fjarri honum, í Marfa í Texas. Þar hefur hann keypt upp heilan bæ, gamla her- stöð og um 400 þúsund hektara land við mexíkósku landamærin. Og þar í fjöllunum og eyðimörk- inni er konugsríki Donalds Judd, að sönnu nokkuð sérviskulegt. Þarna heldur hann veisiur í októ- ber ár hvert og býður vinum og stuðningsmönnum - það er not- ast við húsgögn sem hann hannar sjálfur, einföld og níðsterk. Þarna eru garðar, bókasafn, sýningasalir og prentsmiðja. Og þarna úir og grúir af listaverkum, eftir Judd sjáifan og listamenn sem honum falla í geð. Yfir þessu öllu vakir hann; hann keyrir um svæðið á paiibílnum sínum og kastar sér til svefns í einhverri byggingunni á svæðinu. Og þrátt fýrir andúðina á lista- heiminum sýnir hann þess á milli og selur grimmt verkin sín, sem oftast eru einhvers konar kassar úr krossviði, áli eða plexigleri. I september sýnir hann húsgögn í New York og hann er nýbúinn að halda sýningar í Japan, Þýskalandi — og á fsafirði. (slandsvinurinn Judd býr með kössunum sínum á 400 þúsund hektara búgarði ÍTexas.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.