Pressan - 23.07.1992, Blaðsíða 33

Pressan - 23.07.1992, Blaðsíða 33
FIMMTUDAGUR PRESSAN 23. JÚLI' 1992 í Þ R Ó T T I R 33 Skagamenn skora mörki Voru í annarri deild í fyrra en sitja nú með fimm stiga forystu í þeirri fyrstu Akranes ber viðurnefnið knatt- spyrnubær svo sannarlega með rentu. Árangur þeirra í gegnum tíðina hefur verið mjög góður og frá 1950 hefur liðið hlotið fslands- meistaratitil 12 sinnum, og oftar en ekki verið í efri hluta deildar- innar. Akurnesingar hafa tvisvar fallið í aðra deild og léku einmitt þar á síðasta keppnistímabili. Þeir unnu deildina mjög örugglega og töpuðu aðeins 6 stigum sem er frábær árangur. Frá 1960 hefur liðið unnið Bikarinn 5 sinnum, síðast árið 1986, en 8 sinnum hef- ur það tapað úrslitaleik Bikar- keppninnar. Skagamenn hafa greinilega notað tímann í annari deildinni vel. Liðið spilar nú öllum liðum betur, trónir á toppi fyrstu deild- arinnar og hefur ekki tapað leik. Haldi strákarnir dampi er næsta víst, eins og sagt er, að þeir munu hampa Islandsmeistaratitlinum í mótslok. Sigurður Lárusson, þjálfari Þórs, þekkir vel til í herbúðum lO.sæti, '50 '55 '60 '65 '70 '75 '80 '85 Skagamanna og hann hefúr fulla trú á að þeir vinni mótið. „Ég hef trú á að þeir haldi þetta út og klári dæmið. Þeir hafa alveg lið til þess. Vissulega er pressa á þeim en þeir hafa þarna reynda spilara eins og Luca (Kostic) og auðvitað Sigga Jóns, sem er reyndur landsliðs- og atvinnumaður, til að binda þetta saman. Og þeir geta haldið þess- um ungu gæjum á floti“ segir Sig- urður. En sterkasta hlið liðsins hver er hún? „Þeir hafa sterka varnar- miðju, eins og maður segir, og sterka vörn. Og svo hefúr Skaginn náttúrulega eitt sem önnur fyrstu- deildarlið hafa ekki tvíburana. Þetta er mjög góð blanda og þessir ungu strákar hafa töluverða leik- reynslu úr unglingalandsliðum og öðru“ sagði Sigurður. Fram er í öðru sæti í deildinni núna og Pétur Ormslev þjálfari Fram viðurkennir að hann voni að Skagamenn haldi þetta ekki út. „Þeir hafa ágæta vörn, góða sókn og eru duglegir á miðjunni. Eru hungraðir og hafa mikinn vilja,“ segir Pétur. „Sóknarmennirnir haía spilað rosalega vel og vörnin ekki sýnt nein veikleikamerki og þá hefttr markvarslan verið góð“ Friðrik spilaði með Fram til 16 ára aldurs, byrjaði á ný 27 ára og stofnaði þá sitt eigið félag, Árvakur, sem er eina íslenska liðið sem tekið hefur þátt í opinberu móti í Bandaríkjunum, í Lake Placid árið 1984, og stóð sig vel. Árvakur; liðið sem tapaði fyrst 19:0 og síðan 73:7 gegn Sangerði Höfum bara ekki nennt uppí 3. deild Þóenn séu átta ártil aldamóta er baráttan um að fá að halda Ólympíu- leikanna árið 2000 þegar hafin. Man- chesterá Englandier ein þeirra borga sem vill fá leikana og BobScott formaður Manchester 2000 nefndarinnar er hæstánægður með að Margaret Thatcher er ekki lengur forsætisráð- herra. „Thatcher leit á íþróttir sem eitthvað sem lægri stéttirnar iðkuðu á laugardagseftirmiðdegi. Nú höfum við forsætis- ráðherra sem skilur íþróttir og hefur gaman af þeim" segir Scott. heldur áffam. Hvorki Pétur né Sigurður vildu segja neitt um veikleika Skagaliðs- ins enda þeir kannski ekki auð- fundnir. „Þetta hefur gengið ágætlega, við erum allavega ekki neðstir“ segir Friðrik Þór Friðriksson, kvik- Efþú mættir velja hvaða mann vild- irðu fá, Hörður? jr "'4 ' i „Það er einn Bliki í Danmörku sem ég hefði ekkert á móti að hafa í liðinu núna, Guðmundur Guð- mundsson. Hann er í framhalds- námi úti og hefur leikið með varaliði Lyngby og staðið sig svo vel að honum var boðið að fara með aðalliðinu til Kína í stað eins af Evrópumeisturum Dana. Ég hefði ekkert á móti því að hafa hann með okkur.“ Horður Hilmarson er þjálfari Breidabliks, sem vermir neðsta sæti 1. deildar. Guð- mundur Guðmundsson hefur leikið með Breiðabliki undanfarin ár, og staðið sig vel hjá því fræga danska félagi Lyngby Boldklub undanfarið. myndagerðarmaður, stofnandi og forvígismaður knattspyrnufélags- ins Arvakurs. Árvakri hefur þó ekki gengið alveg nógu vel í sum- ar, í það minnsta ekki gegn Reyni Sandgerði — tapað samtals í tveimur leikjum 33 gegn einu. Öðrum 19-0 en þar hófu aðeins 9 Árvakursmenn leikinn og fækk- aði fljótlega um einn — hann var rekinn út af. Friðrik stofnaði Árvak fyrir 9 árum ásamt félaga sínum ívari Gissurarsyni og í reglum félagsins er þess getið að þeir félagar skuli ávallt vera í liðinu. „Upphaflega var þetta stofnað sem svona djók- félag en síðan færðist meiri alvara í þetta,“ segir Friðrik sem segir þessi ár hafa verið mjög skemmti- leg enda sé fótbolti skemmtilegur. Friðrik leikur stöðu ffamherja en hefur ekki enn skorað mark í sumar, hefúr reyndar ekki getað spilað alla leiki þar sem hann hef- ur verið mikið erlendis. Árvakursmenn hafa á þessum 9 árum staðið sig mjög vel oft á tíðum í 4. deildinni. „Við höfum oft unnið riðilinn, við höfúm bara ekki nennt upp í 3. deild af því það er svo dýrt. Hins vegar stend- ur yfir ákveðin endurnýjun í lið- inu þetta árið; kynslóðaskipti.“ Allir elstu mennirnir í liðinu gengu yfir í KR fýrir þetta tímabil og leika þar með Old Boys. Besti árangur liðsins er sæti í 16 liða úrslitum Bikarsins en þar var liðið slegið út í vítaspyrnukeppni af Víði, sem þá lék í 1. deild. Nú er liðið í svolítilli lægð en Friðrik segir þá ætla að halda ótrauða áfram. Á næsta ári á liðið 10 ára afmæli og þá ætla menn sér stóra hluti en Friðrik segir ungu strák- ana í liðinu mjög lipra. Og sjálfúr er hann ekkert á því að hætta. „Ég á fjögur eftir í þessu enn.“ Barcelona'92 QPP Okkar fólk í sjónvarpinu 26.júlí. Helga Sigurðardóttir keppir í sundi ein- hvern tíma á bilinu átta til hálfellefu að morgili. 27.júlí. Ragnheiður Runólfsdóttir þreytir sitt sund á milli hálf níu og tíu að morgni. Klukkan hálf eitt leikur handboltalandsliðið við Kúbumenn. 28. júlíkepp'ir Bjarni Friðriksson vonandi í úrslitum í 95 kílóa flokki. Ef hann kemst þangað verður bein útsending í sjónvarpinu klukkan 19.25.29.júlíer Ragnheiður verður aftur á ferðinni, útsending frá hálf níu til tiu um morguninn. Og klukkan 18.30 leika handboltastrákarnir gegnTékkóslóvakíu. Um helgina aBlilMIWMIM I Kyssir Guðjón þennan eftirsótta bikar á ný í haust. Þjálfarinn Guðjón Þjálfari Skagamanna er Guðjón Þórðarson. Guðjón var einmitt lengi bakvörður liðsins, hann þótti ágætur leikmað- ur og sterkur en talsvert mikið grófur. En þjálfarinn Guðjón virðist vera betri en bakvörðurinn Guðjón. Hann gerði KA að Islandsmeisturum árið 1989 öll- um að óvörum og hefur einnig staðið sig frábærlega með Skagamenn. „Guðjón er greinilega búinn að sanna sig sem þjálfari og Skagamenn hafa Ijóslega æft mjög vel. Ef ég þekki Guðjón rétt er hann mjög harður við þá," segir Pétur Ormslev. „Guðjón veit hvað hann syngur og það þarf í rauninni ekki hafa fleiri orð um það. Hann er með djöfull góðan mannskap í höndunum og veit alveg hvað þarf að gera i þessum bransa," segir Sigurður Lárusson. Á knattspyrnuferli sínum lék Guðjón einn landsleik, á Akranesi árið 1985 gegn Færeyjum. Áhöfn Bíll Stiq Steingrímur & Guðmundur Nissan 35 Rúnar&Jón Mazda 323 27 Ásgeir& Bragi Metro 6R4 26 Páll&Witek Escort RS 22 Baldur&Guðmundur Mazda 323 16 Óskar&Jóhannes Suzuki GTi 12 Siguður & Rögnvaldur Nissan 8 Elías&Sigurður Lada Samara 4 Þorleifur&Björgvin Lada Samara 4 Jón & Örn Lada Samara 3 RALLIÐ HALFNAÐ íslandsmótið í ralli er hafið fyr- ir nokkru og þegar eru tvær keppnir af sex að baki. Eftir þá síðustu, sem fór fram þann 27. júní síðastliðinn, náðu þeir félagar Steingrímur og Guðmundur á Nissan all nokkurri forystu á næstu menn. Sjálfir hafa þeir 35 stig eftir tvær keppnir en nokkuð á eftir þeim koma þeir feðgar Rúnar og Jón Ragnarsson, á Mözdu 323, með 26 stig. Þó er enn of snemmt að spá um endan- leg úrslit og telja ralláhugamenn, að hörð og spennandi keppni sé framundan bæði nú á laugardag- inn, þegar þriðja keppnin verður haldin, og í sumar. PRESSAN birtir hér töflu yfir stöðuna eins og hún var eftir tvær keppnir. Stjarnan Hættir Hörður? Lárus Guðmundsson er orðaður við þjálfara- stöðuna hjá Stjörnunni. Það hefúr heyrst að farið sé að hitna verulega undir Herði Helgasyni þjálfara Stjörnunnar. Samkvæmt sögunni á Lárus Guðmundsson hinn gamalreyndi knattspyrnukappi að taka við. Samkvæmt heimildum PRESS- UNNAR eiga þessar sögusagnir ekki við rök að styðjast, engar breytingar verða gerðar. Að minnsta kosti ekki alveg á næst- unni. Leikmenn Stjörnunnar styðja Hörð og telja ekki hans sök hvemig komið er fyrir liðinu en leikur þess hefur valdið von- brigðum í sumar. Aðal- höfuð- verkurinn hefur verið hvað illa gengur að skora mörk en Stjarn- an missti sfna mestu markaskor- ara til Fram fyrir þetta tímabil. Guðni Grétarsson framheiji sem kom frá KR hefúr verið meiddur síðustu vikur og bætir það ekki ástandið. Á sunnudagskvöldið var fundur með Herði og meistaraflokksráði þar sem farið var yfir stöðuna og varð niðurstaðan sú að hann héldi áfram enn um sinn. f kvöld leikur Stjarnan gegn Þrótti og tapi Stjarnan þeim leik er illa komið og þá æda menn að yfir- fara stöðuna. 2. DEILD Bf - Fylkir kl. 20. Á þessum liðum er hvorki meira né \ minna en 18 stiga munur. Fylkis menn eru efstir i deildinni en Bí er I I næst neðsta sæti. IsfírOingarnir [ gætu samt bitið frá sérá heimavelli. Selfoss-Víðirkl. 20. Vlðir er i þriðja neðsta sæti með 9 stig. Selfoss er neðst með 3 stig. það er ekken sem heitir bæði liðin verða að vinna og þerta veröur þvl harka frá byrjun tii enda. Þróttur R. - Stjarnan kl. 20. Þessi lið ætluðu sér stóra hluti þetta keppnistimabilið og stefndu á fyrstu deildina. Sá draumur virðist ekki ætla að rætast. Bæði liðin eru um miðja deild. Nú eru siðustu forvöð. UBK - Grindavík kl. 20. Með sigri i þessum leik bianda Grindvíkingar sér alvarlega i barátt- unaum fyrstu deildar sæti. þeir eiga sterkan heimavöll og verða ekki auðunnir. 1. DEILD Þór - UBK kl. 20. þórsarar sýndu það i leiknum gegn Fram að of snemmt er að afskrifa þá. Biikar berjast fyrir lífi sinu og verða bókstaflega að vinna. Fyrir Þórsara er titillinn enn i sjónmáli hirði þeir öll þrjú stigin. wmimcwwm.wwrmtm: 1. DEILD ÍA-Valurkl. 14. Skagamenn slá ekkert afog virðast I eflast með hverjum leik. Með sigri í þessum leik koma þeir sér þægilega fyrir á toppnum og eru skrefi nær I titlinum. Valsmenn geta spilað ágæta knattspyrnu og hafa mann- I skapinn til þess. Efþeir ætla sér að vera með í baráttunni þurfa þeir öll I stigin. 1. DEILD KVENNA KR-ÞórAk. kl. 14. Þeir sem sáu landsleikinn gegn Eng- lendingum ættu að vita, hafi þeir j ekki vitað það fyrir, að stúlkurnar | geta spilað skemmtilegan bolta. ÞrótturN.-UBKkl. 14. Blikar eru gamalt stón/eldi í kvenna- I knattspyrnu. 2. DEILD ÍR - Leiftur ki.14. ÍR-ingareru í neðri hluta deildarinn- ar en Breiðhyltingum ætlar að ganga bölvanlega að eignast fyrstu deildar lið. Leiftur var í fyrstu deild fyrir 4 árum og vinni þeir þennan leik halda þeir í vonina um að kom- \ ast þangað aftur. RALLÝ íslandsmeistarakeppnin. Still- ingarallýið. Snemma á laugardags- morgni leggja ökuþórarnir afstað I og aka Lyngdalsheiði, Þjórsárdalinn og fleira. SANDSPYRNA Bifreiðaklúbbur Skagafjarðar verður með sandspyrnu og er keppnin liður í íslandsmeistarakeppninni. 1. DEILD Víkingur- ÍBV kl. 20. Botnslagur. Bæði liðin hafa vægast \ sagt valdið vonbrigðum í sumar og gengið afleitlega. VísteraðVíkingar I verja ekki titilinn og mega reyndar vel við una ef þeir sleppa við fall haldi þeir uppteknum hætti. Eyja- menn eru í fallsæti núna og þurfa j að taka sig saman í andlitinu eigi ekki illa aö fara. FH - KA kl. 20. Strákarnir í Fimleikafélaginu unnu \ sigur í síðasta leik eftir að hafa gengið hroðalega I tveimur síðustu leikjum á undan. Akureyringarnir I unnu Víkinga í síðasta leik. FH-ingar eru í öllu betri stöðu og með sigri | komast þeir afmesta hættusvæð- inu. KA-menn þurfa sömuleiðis öll \ stigin ætli þeir að hrista afsér fall- drauginn. 1. DEILD KVENNA Stjarnan - Þór Akureyri kl. 14. Stjömustúlkur eru góðar I hand- bolta og fótboltastelpurnar IStjörn- j unni erlunknar líka. Höttur - UBK kl. 14. Blikastúlkur enn á ferð um Austur- land.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.