Pressan - 23.07.1992, Blaðsíða 38

Pressan - 23.07.1992, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR PRESSAN 23. IÚLI 1992 Poppið Júpíters sú vinsæla stórhljómsveit, verður á Púlsinum í kvöld. Og ^jBreyndar líka á Bylgjunni þvi þessu verður víst öllu útvarpað á íslensku tónlistarsumri í goði Boða (stafavíxl er trend í dag). Júpiters eru stórfínir og hafa gert matarmikil myndbönd við einhver laga sinna. Sönsum dömbu. • Bárujárn. Þetta er ekki svona Byko bárujárn heldur er þetta bárujárn- rokksveit ein ógurleg, sem ætlar að koma sér fýrir í Grjótinu í kvöld. Einu sinni var til hljómsveit sem hét Þjófar og svo er til maður sem heitir Sigur- jón Skæringsson. Og í stað þess að Sigurjón gerðist þjófur var nafninu breytt í Bárujárn. Þannig er nú sú saga. • Tori Amos er orðin pínulítið fræg í útlöndum og á víst eftir að verða ennþá frægari segja poppspekúlant- ar. Hún erá Borginni. • The fabulous Blues Babies er hljómsveit sem virðist hafa sjálfs- traustið í lagi — að minnsta kosti ef marka má nafngiftina. Nú nú, þetta band stígur á stokk á Gauknum í kvöld og töfrar auðvitað eitthvað ómótstæðilegt fram. Við getum svo sem alveg trúað því að þetta verði skemmtilegt og sveitin standi undir nafni. • Guðmundur Rúnar, vespuhjóla- kappi með miklu meiru, höndlar gít- arinn sinn á Café Amsterdam í kvöld. Og hann spilar bara vel strákurinn og nær upp stemmningu. FÖSTUDAGUR • Lizt. Þessa hljómsveit þekkjum við ekki. Að vísu munum við eftir einum Lizt en hann er löngu dauður og myndi örugglega ekki trekkja á Gauk- inn í kvöld væri hann á lífi karlinn. En þessi Lizt spilar víst tónlist sem fólk ætti að fíla og því leggja ugglaust einhverjir leið sína á Gaukinn í kvöld til að hlusta og dansa. Og drekka náttúrlega, sumum finnst það alltaf skemmtilegast. O jæja. • Fjórir fjórðu skemmta gestum Nillabars í Hafnarfirði. Nilli er víst orðinn þriggja ára, það er barinn hans, og það kemur dönsk stelpa til að hátt sig. Sumir fá líka grænan Tuborg ókeypis. • Tori Amos. Orðin obbulítið fræg- ari en í gær og er aftur á Borginni. • Bogomil Font og hans ríka slekti allt saman verður á Púlsinum í kvöld. Bogomil Font er fínt í stafavíxl, Fog- omil Bont hljómar alveg jafn vel. Það á víst að gera myndband með Bog- omil fyrir MTV. Flott að fara og dansa fyrir framan myndavélarnar, kaupa sér síðan gervihnattardisk og bíða spenntur. • Bárujárn. Nú eru strákarnir hættir að stilla upp og djamma smá. Og keyra á fullt og rokka mikið. • Tveir logar verða á Rauða Ijóninu. Þetta eru öllu færri logar en voru í Ingólfscafé um daginn. En munurinn er sá að þessir logar þykja meinlaus- ari og verða því varla slökktir með froðu. Nema þá bjórfroðu ef þeir verða ofsalega leiðinlegir. • Óskar Einarson er trúbador. Hann ætlar að leika á gítarinn sinn á Café Amsterdam. Spilar bara allt mögulegt og kann alla helstu slagarana. Til eru fræ. • Gildran. Þá ágætu sveit ænu allir að vera farnir að þekkja enda eru strákarnir búnir að vera að í áratugi. Gildran er svona hljómsveit sem menn ýmist elska eða hata. Samt eru þetta voðalega elskulegir menn og gasalega flinkir spilarar - - það vantar ekki. Og þeir verða á Tveimur vinum í kvöld. það er satt best að segja bara giska gaman að hlusta á þá. Og það er líka svona garður sem heitir einhverju ógurlega flottu nafni'sem við erum búniraðgleyma. • Óskar Einarsson er búinn að vera á Café Amsterdam síðan í gær og ætlarað vera lengur. • Kredit á Gauknum. Ekki þannig að menn fái skrifað á barnum. Ertu frá þér. Þetta er sko hljómsveit. Mér ligg- ur við að segja því miður því ég hefði alveg þegið að fá skrifað á barnum. Snökt. En kætumst öll og hlustum á Kredit og borgum með Vísa. Koma dagar, koma ráð. • Bogomil Font elsku karlinn er enn á Púlsinum þannig að þeir sem í gær voru á skallanum ra annan sjéns. SUNNUDAGUR • Cadensa er bæði nafn á hljóm- sveit og tónlistarsérfræðingar segja þetta líka eitthvert tækniorð úr tón- list. Hljómsveitin verður á Café Amst- erdam í kvöld. Þeir eru tveir. Einn er breskur en hinn íslenskur og þeir spila allan fjandann barasta. Barir • Café au Lait í Hafn- arstræti er raunar frekar kaffihús en bar, en samt sem áður má fá þar áfengi af ýmsum gerðum, sér í lagi þess háttar, sem Ijúf- legast rennur niður með kaffi, það er að segja koníök og lí- kjöra ýmsa. Café au Lait er tví- mælalaust eitt besta kaffihús landsins: kaffið þar er æðis- legt, það er hæfilega lítið og intímt, þar er hægt að fletta blöðunum í ró og næði, og þrátt fyrir að innréttingin sé fremur spartönsk er stemmn- ingin þægileg, jafnvel heimil- isleg. Þjónustan er líka lipur og persónuleg. Öfugt við önn- ur kaffihús, sem opna vín- skápinn er líður á daginn, breytir Café au Lait ekki um- svifalaust um svip, sem gerir það kannski að skemmtilegri bar fyrir vikið. Reyndar er það nú svo að allt of fáar tegundir af kaffi-áfengi fást hér á landi og það takmarkar úrvalið nokkuð. (Á góðum kaffihús- um á Italíu eru 20 tegundir á absintu-listanum einum!) Hins vegar má ekki gleyma því að flestar áfengistegundir, sem drukknar eru með kaffi, eru í dýrari kantinum, svo það er enginn vandi að súpa fyrir fimmþúsundkall á tveimur tímum. Gestirnir eru flestir undir þrítugu og tala gáfulega og verða æ skemmtilegri eftir því sem þeir drekka fleiri es- presso og Remy. ★★★★ Sveitaböll FÖSTUDAGUR hans LAUGARDAGUR > Siglufjörður. Sálin IJóns míns. • Hnífsdalur. Síðan : sól og Lipstick Lovers. i Víkurröst, Dalvík. Skriðjöklar. • Ýdalir Aðaldal. Sálin hans Jóns míns. • ísafjörður. Síðan skein sól. •Valhöll, Eskifirði. Skriðjöklar. LAUGARDAGUR • Sambandið. Ekki samt blanka Sambandið sem stundum er (fréttum. Þetta er hljómsveitin Sam- bandið. Hún er nýbúin að senda frá sér geislaplötu (nú tölum við um plötur en ekki diska, muna það) sem heitir Ný spor. f þessu Sambandi eru Bjarni Helgason, Reynir Guðmunds- son, Þröstur Þorbjörnsson, Albert Pálsson og Gunnar Guðjónsson. Og í kvöld ætla þeir að halda útgáfutón- leika í Súlnasal Hótel Sögu. Ekki vitum við hvernig múslk þeir spila en við veðjum á svona vandað foreldra- popp. • Bárujárn. Ennþá allt í byigjum ( Grjótinu. • Völuspá verður I Firðinum I kvöld og er ekki nema gott eitt um það að segja. ( Völuspá eru gamalreyndir popparar sem engu hafa gleymt og Sýninqar • Það var svo geggjað. Árbæjarsafn er löngu hætt að snúast bara um moldarkofa og gömul hús, heldur líka um fólk, sumt í ekki alltof fjarlægri fortíð. Til dæmis hippasýningin sem ber með sér andblæ áranna 1968 til 1972, þegar herbergi unglinga önguðu af reykelsi, allir gengu í útvíðum buxum og karlmenn voru hæstánægðir með að skvetta á sig Old Spice- rakspíra. Opiðkl. 10-18. • Húsavernd á ístandi. Aðalstræti er sorglegt dæmi um þegar menn vilja hvort tveggja halda og sleppa, vernda og rífa. Vissir hlutar Akureyrar eru á hinn bóginn fagurt dæmi um skynsamlega húsavernd. í Bogasal Þjóðminjasafns stendur yfir sýning þar sem er rakin saga húsaverndar á Islandi. Opiðkl. 11-16. Gatan mín er EINAR THORODDSEN læknir og vinsmakkari „átti heima í tvö ár á Fjölnisveginum, i bleiku húsi". Ég held að þar hafi mér liðið hvað best, því ég var það lítill að ég var aðalstjarnan á heimilinu. Eftir það fór sól mín lækkandi og ég tapaði dálítið völdum.“ Einar segist hafa lært að hjóla á Fjölnisveginum. „Tveir strákar, Alli og Ásgeir (Hannes Eiríksson), buðust til að kenna mér að hjóla með því að hrinda mér niður Mimisveg, en ég þorði ekki." Hann lærði samt að hjóla og lika aS þekkja hvað var vinstra megin á götunni. „Maður var vinstra megin á götunni vestan megin. Svo hjólaði maður vinstra megin út á horn og til baka sömu megin og það taldist vera vinstra megin líka." Helstu leikfélagarnir voru Gunna og Lóa og vinsælt leiksvæði voru grunnar og byggingar á Landspít- alalóðinni. Alli og Ásgeir voru stærri en Einar og alltafað etja honum út i hluti sem hann var tregur til að gera. Síðan bjó amma á Laufásveginum og þangað var stutt að fara. „Ég gæti vel hugsað mér að búa aftur við Fjölnisveginn. Þar eru rólegheit og stórir garðar. Hátt til lofts og vítt til veggja ígörð- unum" segir Einar Thoroddsen. FJÓLNISVECUR Þeir sem á annað borð velta fyrir sér tísku og flottheitum í öllum birtingarformum þekkja Guð- mund Karl vel. Hann var lengi áberandi en svo hvarf hann. „Ég hef verið í myndlistar- námi í Vancouver í Kanada og var að klára núna í vor“ segir Guðmundur Karl. í náminu einbeitti hann sér að skúlptúr en í heildina var þetta almennt myndlistarnám með hefðbundnum fögum auk þess sem eitthvað var fiktað við ljósmyndun og tölvur — eða „bara það sem þurfti í það og það skiptið". Á að nota þetta? „Já, vonandi get- ur maður notað þetta og námið hefur kennt manni að hugsa og sjá hlutina í nýju ljósi. Þegar maður er í vinnu frá 10-6 er enginn tími til að hugsa um póstmódernisma og þess háttar, en þetta kemur manni alltaf til góða í fram- tíðinni." Systur Guðmundar eru í listinni líka, önnur er ljós- myndari en hin er að koma heim sem leikhús- fræðingur. „Við erum svo listhneigð systkinin! Ætli við leggjum ekki bara undir okkur menning- arlífíð.. .neeiiii.“ Var í Kanada að læra myndlist. Hvar rígnir minnst um verslunarma maheigina ? Kaldár melar (þróttahátíð með Júpíters, Sólinni, Nýjum dönskum og KK og reifi fyrir 5.900 krónur. = , ,' ■ |10 1 L Heimild: Veöurstofa Isltmds 12C,C Galtalækjarskógur r~ 1(JÍ Bindindismót með Sléttuúlfunum, Sverri 9 ^ Stormskeri, Greifunum og 8Í Sororicde fyrir 5.000 kall. Hitamælirinn sýnir meðalhita íjúlíogágúst 1981-1990 Regnhlífamarsýna meðalúrkomu á sama tíma ogjafngildirhverregnhlíf 10 mm. Sólirnar prjár sýna aftur hlutfall sólskinsstunda íjúlí og ágúst 1961-1980. Þjóðhátíð í Vestmannae yjum Sálin,Todmobile, Geiri Sæm,Eyvi og Lúðrasveit Vestmannaeyja fyrir 6.500 krónur « PRESSANAM mmc; FÁNNST PéiZ emí móifsmé UH SÍÐUSIU HEbQD Sissaljósmyndari „Mér fannst gott að fá loksins að njóta þess að fara í útilegu. Það gat ég að sjálfsögðu bara af því að Ingólfscafé brann.“ Höddi verslunarstjóri í Tangó „Mér fannst það í sjálfu sér í góðu lagi en ef ég hefði farið eitthvert hefði ég auðvitað farið þangað." Hrefria í Topptískunni „Ég vinn þar og því var ágættaðfáffíogég skemmti mér vel í stað- inn.“ Glúmur Baldvinsson „Þetta sýndi mér ff am á að lífið hefur upp á eitt- hvað annað og meira að bjóða en viðbrennd dans- hús, og sumarið er heitast undir berum himni þegar sólin skín að kvöldlagi.“

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.