Pressan - 23.07.1992, Blaðsíða 34

Pressan - 23.07.1992, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR PRESSAN 23. JÚLÍ 1992 smáa letrið Það er alltaf sama slektið sem er boðið til veislu þegar erlendir þjóð- höfðingjar heilsa upp á okkur. Alltaf sama fólkið. Ef einhverjir þessara þjóðhöfðingja kæmu hingað aftur (sem vekur náttúrulega upp spurn- inguna: Hvers vegna koma þeir aldrei aftur?) myndu þeir sjálfsagt velta fyrir sér hvort Islendingar væru ekki fleiri en 185. Allavega fá þeir aldrei að sjá aðra en þessa 185 sem borða með þeim lambakjötið með (slensku fjallajurtunum, skeldýrin og reykta laxinn. Og auðvitað hákarl og brennivín í lopapeysum einhvers staðar úti í náttúrunni. En hverjir eru þessir 185 (slend- ingar sem við erum alltaf að sýna útlendum höfðingjum? Fyrstan skal nefna Guðlaug Tryggva Karlsson, hagfræðing, hestamann, krata og fyrrum starfs- mann Háskóla fslands. Hann er í öll- um forsetaveislum og er almennnt álitinn varaforseti íslands af er- lendum þjóðhöfðingjum. Annar er Hrafn Pálsson, deildarstjóri í heil- brigðisráðuneytinu og sá sem söng Manstu kvöldin okkar útí Ham- borg,. Guðjón B. Ólafsson, forstjóri Sambandsins, mætir líka enn í allar forsetaveislur sem fulltrúi stórat- vinnurekenda þótt Sambandið sé á hraðri leið með að verða eins og hver önnur gjaldþrota mynd bandaleiga. Það er líka viss þassi að Kári Jón- asson, fréttastjóri Ríkisútvarpsins, mæti og sömuleiðis Sigurður Snæv- arr, hagfræðingur á Þjóðhagsstofn- un og sérfræðingur í launamun og launamismun í þjóðfélaginu. f veisl- unni hjá von Weizsacker mætti líka Sveinn Úlfarsson, fyrrum bygginga- verktaki og fyrrum veitingahúsaeig- andi, Thor Vilhjálmsson, rithöfundur og auglýsingafyrirsæta, og Krist- ján Ragnarsson, framkvæmdastjóri LfÚ og handhafi eignaréttar á þorskstofninum. Og svo náttúrulega Örn Clausen hæstaréttarlögmaður og Steingrimur J. Sigfússon, fyrrver- andi landbúnaðarráðherra og höf- undur gatsins á Vestfjörðum og fjár- lagagatsins vegna búvörusamn- ingsins. Og eru þá aðeins fáir nefndir. Þótt það eigi kannski við um suma þeirra sem fá boðskort í for- setaveislurnar, er ekki vænlegt að bjóða öllum þar i partí eftir ball. Þótt sumir séu góðir söngmenn kunna aðrir ekki einu sinni vinnu- konugrip á gítar. Enda eru forsetaveislurnar þekkt- ar fyrir annað en fjör. Þar vafra um upþstrílaðir menn og reyna að vera þjóð sinni ekki til skammar. Öllum gestunum er Ijós sú ábyrgð sem hvílir á þeim i þeim efnum, vitandi að þeir hafa verið valdir í þann 185 manna hóp sem hæfur þykir til að sýna útlendum stórhöfðingjum. lenskum malarvegum? „Það er betra að keyra hratt annars hristist maður sundur og saman. Hraðinn er bæði betri fyrir hjólið og þann sem á því situr. Ef bíll keyrir hins vegar framhjá manni þarf að bremsa því íslensk- ir bflstjórar hægja ekki á sér og þjóta framhjá manni .. .vrúúm... þannig að steinarnir kastast á hjálminn og ... þetta getur verið stórhættulegt!" En þetta er samt það sem þið viljið? „Já, þetta er stórkostlegt ævin- týri. Það má segja að þetta verði eitt af síðustu ævintýrunum sem við höfum efni á.“ Er ævintýramennskan ef til vill ástæðanfyrir komuykkar hingað? „Að vissu leyti. Hins vegar er meginástæðan fýrir veru okkar hér landið sjálft og náttúran. Hún er eitthvað sem þú finnur hvergi annars staðar í Evrópu nema ef til vill nyrst á Norðurlöndunum en það er ekki eins sérstakt og fsland. Svo fara mjög fáir til íslands og við erum mjög stoltir af því að vera héma og geta sagt ffá því seinna." KOLGEGGJAÐIR ÚTLENDINGAR Erlendis er oft sagt við ferða- langa sem hyggjast korna hingað að þeir séu kolgeggjaðir. „Það er nákvæmlega það sem við fengum að heyra. „Þið eruð brjálaðir að fara á mótorhjólum til íslands. Það er kalt þar og rignir alveg ferlega. Þið eruð kolvitlaus- ir“ var meðal annars það sem við fengum í ferðanesti frá vinum og kunningjum. Það sem er merkilegt hér er að náttúruundrin eru svo mörg að maður hættir næstum að taka eft- ir þeim. Heima þarf að borga að- gangseyri fýrir hvert náttúrufýrir- bæri, hversu lítið sem það svo sem er. Hérna fær maður allt ffítt. Við Geysi er maður til dæmis ekki nema um einn til tvo metra í burtu frá hveraropinu og ...úhhh... getur næstum horft niður til heljar. Það er stórkost- legt. Heima væri þetta allt girt af og löngu búið að gera að bann- svæði.“ Hvemig útbúnað eruð þið með? „Við erum með góð tjöld sem við keyptum sérstaklega með fs- landsferðina í huga. Það kemur því ekki að sök þótt blási á okkur eða rigni ofurlítið. Við vissum hverju við áttum von á. Matinn tókum við að mestu leyti með okkur, þurrmat og annað.“ Hafið þið hitt marga semferðast um á mótorhjólum eins og þið? „Fullt af fólki. Það komu fimm- tíu hjól með skipinu. Ferjan var ekki bara yfirfull af hjólum heldur bflum líka og öllu hrúgað saman uppi á dekki. Það er algert hneyksli að það skuli vera látið viðgangast að troða svona á bát- inn. Hvað hefði gerst ef veðrið hefði versnað þarna úti á rúmsjó? Okkur fannst þetta mjög hættu- Iegt.“ HVAÐ ER FÓLK EIGIN- LEGA MEÐ í LAUN? En hvernig í dauðanum datt ykkur (hug að kotna til íslands? „Okkur langaði að upplifa nátt- úruna og kyrrðina og heima í Þýskalandi vorum við vissir um að við yrðum kóngar þegar við kæmum til Islands — frelsið og allt það. Svo þegar við komum fannst okkur þetta ekkert tökumál. Að ferð lok- inni horfum við til baka og hugs- um: „Vá við vorum á fslandi!", og allur spenningurinn fær útrás um leið.“ Það er þá of mikið affossum og of mikið af fjöllum og of tnikið af...? „Já, það er alltof mikið af þessu öllu saman.“ Þið hafið ferðast um alla Evr- ópu, að hvaða leyti er öðruvísi að ferðast á mótorhjóli hér? „Hér er ekki möguleiki að fá gert við hjólið ef það bilar því það er greinilega ekki mikið um mót- orhjól hér svo þjónustan (ef hægt er að tala um þjónustu) er mun lé- legri en í Evrópu þar sem allir eru á hjólum og ekkert mál að fá við- gerðir. Ef vélin bilar uppi á miðju hálendi er ekkert við því að gera en beygluð felga eða sprungið dekk er ekkert mál.“ En þrátt fyrir allt þetta emð þið nógu brjálaðir til að koma hingað? „Ég held maður þurfi að vera léttgjeggjaður til að leggja út í að ferðast hér um á mótorhjóli!“ En hvernig viðmót fá mótor- hjólatöjfararfrá Islendittgum? „íslendingar eru fram úr hófi vingjarnlegir og leggja jafnvel lykkju á leið sína til að vísa okkur réttar leið. Ekki er þó hægt að segja það um bílstjórana, þeir eru okkur stórhættulegir.“ Þið eruð sjálfsagt hneykslaðir á verðlaginu? „Alveg svakalega. Það er allt hryllilega dýrt héma og í raun erf- itt að gera nokkuð hérna vegna fá- ránlegs verðlags. Þessi ferð kost- aði okkur til dæmis alveg for- múgu. Fyrir sama pening hefð- um við getað farið eitthvert suður á bóg- inn og legið í sól og lúx- í tvær til irjár vikur. Hér er hvergi slík- an lúxus að finna. Maturinn er dýr, em dýrir, föt eru dýr, ferjufarið var lfka alltof dýrt. Segðu mér, hvað er fólk eigin- lega með í laun héma?“________________ telma L. Tómasson Schorch Schefczik, Jorgen Hee- ger, S. Thomas, og Armin Ro- senauer eru búnir að vera vinir lengi og eru saman í mótorhjóla- klúbbnum Rosenstein. Schefczik er að ljúka eins árs herskyldu og ætlar að verða vél- virki í framtíðinni, Heeger vinnur í stálverksmiðju þar sem búnir eru til armar í vélmenni, Thomas starfar sem prentari og Rosenauer vinnur á réttingaverkstæði. Hann er líka sá eini sem er giftur og á barn. Allir eiga þeir heima í bæn- um Heubach sem er um 60 kfló- metra til austurs ff á Stuttgart. VILLTUST Á ÞRIÐJA DEGI Þið komuð með Norrænu? „Já og ætlum að vera í þrjár vik- ur á landinu. Ferðin tekur í heild sinni mánuð. Hvernig erferðaáætlunin? „Við ætlum að keyra þjóðveg númer eitt og erum þegar búnir að sjá hluta Vatnajökuls, höfum gengið um Skaftafell, og höfum séð Skógarfoss, Landmannalaug- ar, Gullfoss og Geysi. Svo er ætl- unin að vera á Vestfjörðum í nokkra daga en það fer eftir veðri hversu lengi við dveljum þar. Síð- an förum við norðurfyrir, ætlum að skoða selina við Hvammstanga og dveljum við Mývatn í fimm daga eða svo. Síðar keyrum við upp að Öskju og okkur langar að sjá Vatnajökui frá norðri. Ef við höfum tíma ætlum við enn lengra norður en við endum auðvitað fyrir austan aftur.“ Fer ferð ykkar eftir því hvernig veðrið er? „Nei alls ekki. Við erum búnir að fá yfir okkur mikið rok og rign- ingu, en áður en við lögðum í hann ákváðum við að fara þessa leið og við ætlum að halda okkur við það. Fólk hefur sagt okkur að veðrið eigi eftir að verða betra fyr- ir norðan." Og þið trúið því? „Já, já ætli við verðum ekki að gera það.“ Voruð þið vel undir- W búnir áður en þið komuð hingað? „Já, við vorum búnir að lesa okkur tölu- vert til. Við höfuin líka sérstök dekk á hjólunum okkar en það verður að segjast eins og er að mynstrið á þeim eyðist með ólík- indum hratt. Við reynum því að keyra hægar.“ Ágætur undibúningur kom þó ekki í veg fýrir að þeir villtust og þeir fóru leið fýrir norðan Land- mannalaugar sem þeir hefðu bet- ur sleppt, eða hvað? „Við vorum búnir að tapa átt- um þarna uppi á fjöllum, rétt við Laufafell, og enginn vissi nokkuð um okkur. Það voru engar merk- ingar við veginn og árnar voru of djúpar og straumharðar til að við kæmumst yfir þær. Þarna kom að vísu jeppi á breiðum stórum dekkjum, nokkurs konar Big foot sem við hlæjum að heima í Þýska- landi. Þessi bfll fór í ána og hún hreif hann með sér nokkra metra. Þegar við sáum að hann komst en ekki við fannst okkur stóru dekk- in allt í einu ekkert fyndin lengur. Við komum svo að lokum að skála og fundum svo réttu leiðina til baka.“ Hvemig leiðykkur? „(hlátur)Bensínið var orðið lít- ið og við vorum hræddir um að ná ekki til byggða á því. Þetta var .. .úff... ansi naumt.“ ÍSLENSKIR BÍLSTJÓRAR STÓRHÆTTULEGIR Það setur ykkur ákveðin tak- mörk að komast ekki yfir ámar á hjólunum. Af hverju emð þið ekki ábíl? „Það er rosalega dýrt að taka með sér bíl á Norrænu. Þetta er mun ódýrari leið til að ferðast á og svo fáum við auðvitað mun meira kikk út úr þessu á þennan máta. í bíl finnur maður ekki fyrir neinu. Á hjólinu finnur maður hins vegar fyrir veðrinu og hraðan- um. Það er miklu Er i

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.