Pressan - 23.07.1992, Blaðsíða 11

Pressan - 23.07.1992, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR PRESSAN 23. JÚLI 1992 II I ÁMINNTIR Samkvæmt heimildum PRESSUNNAR mun dómsmálaráðuneytið mælast til að þeir Finnbogi Alexandersson og Guðmundur L. Jóhannesson verði áminntir vegna embættisgalla sem PRESSAN hefur fjallað um ítarlega á undanförnum mánuðum. HAFNARFRD Samkvæmt heimildum PRESS- UNNAR hefur Dómsmálaráðu- neytið óskað eftir því við dóm- stjóra héraðsdómsstóls Reykja- ness, Ólöfu Pétursdóttur, að hún áminni tvo dómara við dómstól- inn; þá Finnboga Alexandersson og Guðmund L. Jóhannessson, vegna embættisfærslu þeirra. Þessi ósk er niðurstaða rannsókn- ar ráðuneytisins sem framkvæmd var eftir að dómarafélagið hafði farið þess á leit við ráðuneytið að það kannaði störf dómaranna tveggja. Sú ósk kom fram í kjölfar umfjöllunar PRESSUNNAR um störf þeirra Guðmundar og Finn- boga. Samkvæmt heimildum PRESS- UNNAR leiddi rannsókn sérffæð- inga í ljós umtalsverð brot dómar- anna tveggja. í þeim málum sem könnuð voru kom í ljós mun fleiri og greinilegri tafir í dómstörfum Finnboga. Mál Guðmundar voru færri en hins vegar mun alvar- legri. Ólöf Pétursdóttir tók við sem dómstjóri héraðsdómsins um síð- ustu áramót við breytingu á dómskerfinu. Finnbogi og Guð- mundur störfuðu áður við hér- aðsdóm Hafnarfjarðar og var Már Pétursson, þáverandi sýslumaður, yfirmaður þeirra. Ólöf starfaði hins vegar í héraðsdómi Kópa- vogs. Ráðuneytið óskar því eftir að hún áminni þá Finnboga og Guðmund vegna brota sem voru framin áður en hún varð yfirmað- ur þeirra. Þessi sérkennilega staða tafði meðal annars niðurstöður málsins, en sérfræðingar ráðu- neytisins sem könnuðu störf dómaranna höfðu skilað af sér skýrslu upp úr miðjum síðasta mánuði. A þeim tíma sem liðinn er hefur dómurunum verið gefinn kostur á að svara gagnrýni sér- fræðinganna og auk þess hefur verið leitað leiða til að bregðast við þeim brotum sem eru tíunduð í henni. Þrátt fyrir að Finnbogi hafi ver- ið áminntur fyrir sex árum fyrir tafir á dómsmálum þótti ekki stætt að bregðast á annan hátt við hans máli en Guðmundar, eink- um þar sem sum mála Guðmund- ar voru mun alvarlegri. í kjölfar þessa máls ráðgerir Dómsmálaráðuneytið að setja á stofn nefnd til að gera tillögur um reglur um eftirlit með dómurum. Munu ráðuneytismenn hafa rekist á að í nýjum lögum um aðskilnað dóms- og framkvæmdavald séu nánast engar leiðir færar til að koma dómara fr á. í apríl á þessu ári voru tekin til umfjöllunar í PRESSUNNI emb- ættisstörf Finnboga því hann hafði fengið harðar vítur frá Hæstarétti á þessu ári vegna starfa sinna sem héraðsdómari. Þar koma einnig fram að umtalaðar vítur hafi ekki verið þær fyrstu sem hann fær á starfsferli sínum. Fyrir sex árum áminnti dóms- málaráðuneytið Finnboga fyrir seinagang í meðferð mála. HÆSTIRÉTTUR ÓMERK3R DÓMA OG VITIR DÓMARA Hæstiréttur gerði alvarlegar at- hugasemdir við tvo dóma í einka- málum og var Finnboga gert að taka málin upp á nýjan leik þar sem hann hafði dregið of lengi að ljúka þeim. Auk þess ómerkti Hæstiréttur dómana. Þá nefndi PRESSAN meðferð á fjársvikamáli frá 1987 sem ekki var búið að ganga ffá í apríl á þessu ári og því hætta á að sök í því sé fyrnd. f greininni segir Finnbogi að hann hafi „teygt sig of langt“. Þeg- ar hann er spurður hvort ekki beri að líta það alvarlegum augum þegar Hæstiréttur vísar dómum heim og vítir viðkomandi dómara segir Finnbogi. „Þetta er óskemmtilegt en hvetur menn til dáða, það er að segja ef þeir taka mark á þessu. Þetta er áminning aðþvíleyti.“ NAUÐGUNARDÓMURINN ÓHREYFÐUR í RÚM FJÖGURÁR Síðastliðinn maí vakti PRESS- AN athygli á rúmlega fjögurra ára gömlum nauðgunardómi sem Guðmundur hafði látið hjá líða að senda frá sér. Þar var maður dæmdur í 18 mánaða fangelsi fýr- ir tvær nauðganir. Ekki var búið að birta ákærða dóminn þegar fréttin var skrifuð en stuttu seinna var ákærði kallaður fyrir embætt- ið. Ekki hafði dómurinn borist til ríkissaksóknara, þrátt fyrir ítrek- un, en það embætti tekur ákvörð- un um áfrýjun. Dómurinn hafði heldur ekki borist til fangelsis- málastofnunar né verið sendur til lögfræðinga þeirra sem hlut áttu Guðmundur L. Jóhannesson hafði eftirfarandi að segja um meðferð nauðgunardómsins þegar PRESS- AN ræddi við hann í maí. „Það eru vissar ástæður í þessu máli. (fyrsta lagi var galli við upptöku í málinu sem misfórst og þurfti að ganga frá. Það var allt merkt og þegar átti að leiðrétta fannst spólan ekki. Þetta á sér stað þegar ganga á frá dómsgerðum. Þetta hefur verið spurning um að koma þessu frá sér. það er með þetta eins og fleira, að það koma mál upp sem taka mikinn tíma. Það eru annir og þá vili maður stundum draga að taka á svona málum. Fyrst fór ég í gegnum allt safnið mitt og fann þetta ekki. Síðan kom þetta í Ijós seinna í sam- bandi við annað mál og þá gat ég gengið frá því. Venjulega hef ég haft þann háttinn á að ég geng frá dómsgerðum og kalla svo ákærða fyrir til að birta dóminn. Ef í harðbakka hefði slegið hefði verið hægt að bjarga því einhvern veginn öðruvísi. Ég get ekki sagt að það sé formlega búið að birta honum dóminn. Það fer að koma tími á að senda lögmanni hans dóminn. Það hefur nú oft dregist að birta dóma, í þessu tilfelli er þetta kannski óvenjulangurtími." „Ég hef teygt mig of langt," sagði Finnbogi Alexandersson í samtali við PRESSUNA í apríl. Þegar hann er spurður hvort ekki bæri að líta það alvarlegum augum þegar Hæstiréttur vísar dómum heim og vítir viðkomandi dómara sagði Finnbogi. „Þetta er óskemmtilegt en hvetur menn til dáða, það er að segja ef þeir taka mark á þessu. Þetta er áminning að því leyti." Þá sagði Finnbogi ennfremur. „Það hefur aldrei áður verið heimvísað en það hefur áður verið fundið að því hversu langan tima ég hef tekið. Það eru þröngir frestir í réttar- farslögunum. í þessum tilfellum er ekki orðaður sérstakur viku- fjöldi. Hæstiréttur hefur litið þannig á að málflutningurinn hafi ekki verið í nógu fersku minni og því sé nauðsynlegt að endurflytja mál- in... þetta er til að ýta við mönnum og halda þeim við efnið. Allt á þetta einhverjar orsakir. Það vill verða mikið undir í einu." að máli. Ásamt fréttinni birtist viðtal við annað vitnið í málinu þar sem hún lýsir endurteknum vitnaleisl- um vegna mistaka dómara og við- skiptum sínum við embættið. Þá var skýrt frá því að lögmaður ákærða hafði ítrekað reynt að fá dóminn sendan ffá Hafharfirði án árangurs og sneri sér á endanum til Dómsmálaráðuneytisins. Á þessum tíma kom það í hlut forstöðumanns dómaraembættis- ins, sem var Már Pétursson sýslu- maður, að hafa eftirlit með störf- um dómara. Eins og fram kom í kvöldfréttum ríkisútvarpsins föstudaginn 16. júlí gerði sýslu- maður ekki athugasemdir við embættisfærslu dómaranna tveggja, eftir því sem næst verður komist. FLEIRIGÖMULMÁLÍ HAFNARFIRÐI f framhaldi af þessu skrifaði PRESSAN frekar um dómsmál sem höfðu dagað uppi í Hafnar- firði. Má þar nefna opinbera kæru sem Ríkissaksóknaraembættið gaf út á hendur Ólafi Hrólfssyni, fyrr- um stjórnarmanni í Lögvernd, ásamt tveimur öðrum einstakling- um fýrir meinta fölsun á vottorði erfðaskrár. Ákært var í apríl 1986 en það var ekki fyrr en fjórum ár- um seinna, í nóvember 1990, sem málið var flutt. Ríkissaksóknari hafði sent ítrekun vegna málsins þetta sama ár. Það var ekki fyrr en einu og hálfu ári seinna að sækj- andinn í málinu, Jónatan Sveins- son, fékk dómsgerðir og ljósrit af dómi í pósti, eða í maí á þessu ári. Þá dróst að kveða upp dóm yfir rnanni fyrir kynferðisbrot gegn stúlkum undir lögaldri. Málið var flutt í janúar 1987 en dómur féll ekki fyrr en mörgum mánuðum seinna. I lögum segir: „í munnlega fluttum málum skal venjulega kveða upp dóm áður en annað mál er tekið til flutnings, ogjafnan svo skjótt sem við verður komið“. Þann 3. mars 1976 dæmdi Guð- mundur í máli tveggja manna og þeir fundnir sekir um kynferðis- brot gegn stúlkubarni. Þá höfðu liðið tæp fjögur ár frá því ákæra var gefin út, þann 28. ágúst 1972. Gunnar Smáci Egilsson, AnnaH. Hamar

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.