Pressan - 23.07.1992, Blaðsíða 39

Pressan - 23.07.1992, Blaðsíða 39
FIMMTUDAGUR PRBSSAN 23. JÚLÍ 1992 39 BOGQAAI VILLFA FULLTAF Margir hafanú þegar kynnst hinum óviðjafnanlega og goðsagnakennda Bogomil Font — en það eiga fleiri eftir að gera þvinú eru áhugasamir eistneskir aðilar að fara að taka heimildarmynd um kappann, eða þannig. Þetta verður alvöru eistneskt MTVog þarlend sjónvarpsstjarna að nafni Rogosjin Pavlovich verður viðtalstæknir og þulur. í raun eru þeir Sigtryggur moli og Marteinn Steinar Þórsson forsprakkar að þessu öllu saman, að ógleymdum Grigory frá Glamour Records i Eistlandi sem vill fá Bogomil á samning. Bogomil er ekki til viðtals en hins vegar verðurrætt við heilmikið affrægum tónlistar- mönnum sem vita eitt og annað um manninn. Tvennir tónieikar verða teknir upp á Púlsinum og Bogomil vill fá fullt afbeibs (stelpum) á þá báða. Bogomil virðist ekkert hafa elst síðan 1950. Hann ætlar að halda tónleika um helg- ina sem verða teknir upp fyrir eistneskt MTV. Nirl Hún þeysist um allt á eigin mótorhjóli YAMAHA VIRAGO 585 í leðurgaUa ásamt Lalla kær- asta sínum. Hjólið flutti Soffía S. Sigurgeirsdóttir inn frá LA í vor en þar má aka um allt án öryggis- hjálms. Á Islandi þarf hún hins vegar að bera hjálminn eins og lög gera ráð fyrir. Stundum fmnst henni þó gott að taka hjálminn af sér og láta vindinn leika um vit sín. En það gerist sjaldan. Hún hefur einnig aðra sérstöðu því á hægri nasavængnum ber hún ne- flokk (öfugt við það sem ind- versku konurnar gera), lítinn silf- urhring sem hún lét skjóta í gegn- um nasavæng sinn fyrir tveimur árum. Gatið gréri þó saman um tíma en Soffía gerði sér lítið fyrir og kældi nef sitt með ísmolum og stakk nál í gegn. Hún segir það hafa verið alveg hryllilega vont en églétsigþó haíaþað. „Sumir eru hneykslaðir á gat- inu í nefinu og finnst það lýti, for- eldrar mínir urðu hissa í fyrstu en fólk venst þessu. öðrum finnst þetta töff. Mér finnst þetta töff! Ég hef ekki séð marga með neflokka hér á landi hins vegar bera margir neflokka í LA og reyndar víðar,“ segir Soffr'a af reynslu enda hefur hún komið við í ýmsum heims- hornum. ERTORHIL GUDNHSON Tslenshur? Nafn Torkils Gudnasonar hefur fyrir löngu fangað athygli þeirra sem reglulega lesa bandarísk tískublöð, en hann er þekktur tískuljós- myndari þar vestra. Það hljómar íslenskulega, enda sagði Torkil í samtali við PRESSUNA að hann ætti íslenskan langafa og föðursystur sem býr á íslandi, en sjálfur væri hann fæddur og uppalinn r' Danmörku. Torkil á myndir á Nordfackfoto, ljósmyndasýningunni sem opn- ar á fjórum stöðum í Reykja- vík um helgina og kemur sjálfur til landsins í næstu viku til að flytja fyrirlestur á ráðstefnu norræna ljós- myndara. Síðustu 12 árin hefur Torkil búið í New York. Meðfylgjandi mynd af Andreu Brabin tók hann fyrir hið víðlesna tímarit Harper’s Bazaar, en hann hef- ur einnig tekið myndir af Bertu Maríu Waagfjörð. Torkil tekur þó ffarn að hann ætli ekki að sýna tískuljósmyndir á íslandi, held- ur afstrakt myndir af landslagi. Jens Elíasson starfsmaður Gúmmívinnustofunnar í Skipholti „Hæ,hæ þetta er hjá honum Jenna feita, sem alltaf er að konu að leita. Nú er hann sennilega bara úti að hjóla, á hljólinu sínu að reikspóla. Hrista af sér spikið því það var orðið anskoti mikið. En fýrst þú varst að hringja, skildu eftir skilaboð, eftir hljóð- merkið sem kemur rétt strax. Þakka þér fyrir að hringja og hafðu samband eða ég mun hafa samband við þig. Ég er bullandi ruglaður eins og allir vita br br br br br....“ Glímt við ísskápinn Andrea Brabin, eftirTorkil Gudnason SIMSVARII NN Enn og aftur kemur maður heim að tómum ísskáp — eða að það sem í honum er er svo ósam- stætt að það virðist ekki nokkur lifandi leið að búa til ætan bita úr því. Ásbjörn Pálsson er kokkur á Fjörukránni í Hafnarfirði og er lunknari en margur í kokkalist- inni og var svo vænn að elda ofan í mannskapinn. í ísskápnum var: Mjólk, rjómi, 1 egg, smjör, súr- mjólk, ostur, lifrarkæfa, 3 skinku- sneiðar í opnum pakka, súrar gúrkur, rúsínur, 4-5 sultukrukk- ur, sterkt sinnep, hvítlauksolía, grillsósa, 4 kartöflur, 3 gulrætur, einn tómatur, laukur, 1/4 kálhaus, hakk, sardínur í tómatsósu og mango chutney-krukka. Stór kassi af súkkulaðikonfekti. í frystinum voru: Sláturkeppir, kindahálsar, afar smátt ýsuflak og íspinnar í miklu magni. UPPSKRIFTIR Ýsan er skorin í bita, laukurinn saxaður, og sýrðu gúrkurnar og tómaturinn. Gulrætur eru skomar í strimla. í sósunni er laukurinn smjörsteiktur, tómatar og gúrkur settar saman við. Því næst er vatn, sardínur og mangó chutney látið sjóða vel og maukað með töfra- sprota. Gulrætur og ýsa ristað í um það bil 2 mínútur. Hellið sósunni á diska og látið ýsuna í miðjuna. Krydd: salt og pipar. Hálsarnir eru soðnir með hluta af lauknum, tveimur gulrótum, og hvítkálið með síðasta korterið. Kjötið er tekið frá beinum og sett í Moulinex ásamt ristuðu hakki og lifrarkæfunni, gulrótum, skinku og egginu. Maukað vel og kryddað. Úr þessu eru gerðar bollur með mat- skeið og þær steiktar á pönnu eða hitaðar í ör- bylgju. Kartöflur eru skornar í fínar sneiðar og komið fyrir í eldfast form. 1 dl rjóma, 1 dl mjólk og 1 dl hvítlauks- sósu er blandað saman, kryddað með salti og pipar, hellt yfir kartöfl- urnar og ostsneiðar settar yfir. Bak- að í ofni. í sósu er notað soðið af hálsunum og það soðið niður þar til 3 dl eru eftir og 2 dl tjóma bætt út í. Sterku sinnepi, salti og pipar er bætt út í effir smekk. Þegar allt er til eru fjórar bollur settar á disk, kart- öflugratín til hliðar og hvítkálið líka og að síðustu er sósan sett á. Eftir- rétturinn skýrir sig sjálfur. OvlatseðUÍ ÁsSjarnar ‘forréttur Ýsa með grænmeti ogmango-sósu nðaíréttur Soðnirkindahálsar með sinnepssósu og kartöflugratíni ‘Eftirréttur Konfekt og íspinnar i«—e Bíóin Tveir á toppnum 3 Lethal Wea- pon 3 ★ ★ Minni hasar og minna grín en áður en meira af dramat- ískum tilraunum. Við fáum að vita allt um hugravíl þeirra Danny og Mel. Og þótt fátt eitt nema gott megi segja um þá kumpána eru þeir einfaldlega ekki það athyglis- verðir að þeir haldi heilu bíói vak- andi. Hvað þá þremur. Einu sinni krimmi Once Upon a Crime ★★ Farsi með nokkrum góðum (en allt of fáum) sprettum/ Miklagljúfur Grand Canyon ★★ Nokkurs konar Big Chill níunda ára- tugarins. Ef til vill er það áratugn- um að kenna, en Grand Canyon stenst engan samanburð við for- vera sinn. Stefnumót við Venus Meeting Venus ★★ Svona myndir eru víst kallaðar „vandaðar". Glen Close leikuraf krafti. Á bláþræði Fourth Story ★★ Þokk- legur tryllir með vænni slettu af rómantík. B I O H O L L I N Vinny frændi My Cousin Vinny ★★★ Fyndin grínmynd. Er hægt að biðja um meira um mitt sumar? Joe Pesci er mun skemmtilegri í þessari mynd en þriðja hluta Tveggja á toppnum. Höndin sem vöggunni ruggar The Hand That Rocks the Cradle ★★★ Hörkuspenna og óhugnað- ur. Mambókóngarnir The Mambo Kings ★ Hetjusaga fyrir spænsku- mælandi innflytjendur í Bandaríkj- unum. Spurning á hvaða strengi hún spilar í okkur Breiðhyltingum. Ósýnilegi maðurinn The Invisible Man ★★ Þessi mynd kostaði víst 40 milljónir dala. Þar sem hún hef- ur fengið mikla aðsókn eins og hún á skilið, var þeim dölum vel varið. Allt látið flakka SÍraight Talk ★ Einhver hefði átt að láta handritið flakka. HASKOLABIO Greiðinn, úrið og stórfiskurinn The Favour, the Watch and the Very Big Fish ★★ Nokkurs konar Fiskur- inn Vanda, annar hluti. Ef fólk vill fá hugmynd um hvers konar mynd þetta er getur það tekið Fiskinn Vöndu og deilt í hann með tveim- ur. Veröld Waynes Wayne's World ★★ í flokki mynda sem gera út á geðveikan húmor. Gallinn er að húmorinn er ekki nógu geðveikur og of sjaldan hlægilegur. Steiktir grænir tómatar Fried green tomatos ★★★ Konumynd; um konur og fyrir konur. Góðir eig- inmenn láta undan og fara með. Lukku Láki Lucky Luke ★★ Fín mynd fyrir unga drengi á aldrinum sjö til átta ára. Refskák Knight Moves ★★ Spennumynd úr skákheiminum. Eitruð peð og alvörudráp en dálít- ið innihaldslausar hrókeringar. Stjörnustríð VI Star Trek VI ★★ Góð mynd fyrir þá fáu aðdáendur Star Trek sem ekki gáfust upp á seríunni í þriðju, fjórðu eða fimmtu myndinni. Stopp eða mamma hleypir af Stop! Or My Mom Will Shoot ★ Myndir Silvesters Stallone eru á álíka hraðri niðurleið og fylgikonur hans. Hann virðist hafa glatað þeim litla smekk sem hann hafði fýrir konum og handritum. Næstum ólétt Almost pregnant ★ Látið nafn Dom deLuise í leikara- skránni ekki plata ykkur í bíó. Töfralæknirinn The Medicin Man ★★ Engir töfrar aðrir en persónu- töfrar Sean Connerys. Sumum finnst það líka nógur skammtur. Víghöfði Cape Fear ★★★★ Ógeðslega spennandi, rosalega flott og svakalega vel leikin. Mitt eigið Idaho Mine Own Little Idaho ★★★★ Ekki bara öðruvísi heldur líka góð. Menn skynja raun- sæið með húðinni. Ógnareðli Basic Instinct ★★ Mark- aðsfræðingarnir fá báðar stjörnurn- ar. Annað við myndina er ómerki- legt. Lostæti Delicatessen ★★★★ Hugguleg mynd um mannát. Freejack ★ Enn ein mislukkuð til- raun Mick Jaggers að fóta sig í bíó- myndum. Homo Faber ★★★★ Mynd sem allir verða að sjá. Léttlynda Rósa ★★★ Ljúf saga um vergjarna stúlku. HHÐiHlH Bugsy** Mynd sem verður skráð á spjöld kvikmyndasögunnar fyrir að hafa leitt til að Annette Bening dró Warren Beatty upp að altarinu. Þetta var stærsta og eina umtals- verða afrekið í myndinni. Óður til hafsins The Prins ofTides ★★★ Nick Nolte heldur myndinni á flOti. Krókur Hook ★★ Spielberg hefur tapað töfrasprotanum. Strákarnir í hverfinu Boys in the Hood ★★ Tilfinningaþrungin mynd um jarðveginn sem óeirð- irnar i Los Angeles spruttu upp úr. Börn náttúrunnar ★★★ Rómað- asta íslenska bíómyndin. Tveir á toppnum 3 Lerhal Wea- pon3++ Leitin mikla ★★★ Teiknimynd sem börnunum finnst gaman af.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.