Pressan - 13.08.1992, Blaðsíða 2

Pressan - 13.08.1992, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR PRESSAN 13. ÁGÚST 1992 ÞETTA BLAÐ ER EKKI SVIPUR HJÁ SJÓN ... eins og Kaupfélag Húnvetninga, sem eitt sinn var mikið veldi í héraði. Núna þarf kaupfélagsstjór- inn að fara bónarveg að sveitarstjórnar- mönnum og hálf- neyða þá til að leggja peninga í fé- lagið. Allt um það á blaðsíðu 16. ...eins og svo margt annað í þessu volaða landi og þessari vol- uðu borg. Fyrir 30 ár- um, fyrir tíma tyggi- gúmmísins, var allt hér með meiri blóma og fegurri svip, eins og sjá má á blaðsíðu 30. ... einsog Bernard Tapie, sem eitt sinn var helsti spútnikk í frönsku viðskiptalífi en má nú sætta sig við grárri tíð, eins og sjá má á blaðsíðu 20. ... eins og fyrirtækið Kristján Ó. Skag- fjörð. Forráðamenn þess mega horfa á eftir hverju gæða- umboðinu á fætur öðru í hendur vanda- lausra, eins og lesa má á blaðsíðu 11, og allskyns yngri og sjálfsagt ómerkari fyrirtæki skjótast fram úr hinu gamal- gróna en lasburða fyrirtæki. ... eins og buddur allra landsmanna. Að minnsta kosti hefur Hjördís Gissur- ardóttir gefist upp á að sækja í þær og lokað ölium sínum verslunum, eins og hún segirfrá á blað- síðu 4. Jörundur, væri ekki ráð að borga starfsfólkinu betri laun? „Ég held að þetta hafi nú ekkert með launamálin aðgera. Það er nú þannig með suma að það ersama livað þcirfá; þcir stela alltaf. Ég er nú búinn að losa mig við mennina tvo og þeir verða sendir meðfyrstu flusvélheim___________________________ Tveir pólskir starfsmenn ferðafjölleika- hússins Sirkus Arena voru handteknir á Húsavík fyrir búðahnupl í vikunni, en þeir eru ekki fyrstu erlendu sirkus- mennirnir sem gerst hafa fingralangir á ferð fjölleikahússins um landið í sumar. Jörundur Guðmundsson er umboðs- maður Sirkus Arena á Islandi. Eru pulsurnar endurunnar? Samkvæmt heimildum að- standenda blaðsins Foreign Li- ving eru pylsur endurunnar hér á landi. Það sem átt er við með endurunnum pylsum er að þegar þær eru komnar á síðasta sölu- dag skili verslanir þeim aftur til verksmiðjunnar þar sem þær gangist undir hreinsun, séu soðnar að nýju og ölium bakter- íum þar með eytt. Hvað segja pylsugerðarmenn um þessa frétt? „Hún er alveg út í hött,“ sögðu framleiðslustjórar Goða og SS, þeir Jón Gunnar Jónsson hjá SS og Úlfar Reynisson hjá Goða. Og sögðu fr éttina hreinan rógburð. „Það sem mér datt fyrst í hug var að þetta væri einhver mis- skilningur, kannski vegna þess að við tökum aftur við úditsgall- aðri nýrri vöru og endurvinnum hana. Kannski er eitthvað slíkt sem veldur misskilningi, ég veit það ekki.“ sagði Úlfar. „Ég hef frekar áhyggjur af fféttaflutningi hjá þeim á Foreign Living en okkur, því við stönd- um okkur — ekki þeir. Þetta er einfaldlega rangt. Báðir sögðu þeir litlu skilað inn af pylsum og til væru strang- ar reglur um gæði sem þeir yrðu að fara eftir. Þess má geta að íslendingar sporðrenndu 200 tonnum af pylsum í júh', sem er mesti pylsu- sölumánuður ársins. ÁLFHEIÐUR Á MÓTI OPNUN FUNDARGERÐA Fyrir síðustu helgi opnaði Ól- afur Ragnar Grímsson fundar- gerðabækur Alþýðubandalagsins eins og kunnugt er. Innan flokks- ins munu menn hafa verið mis- ánægðir með þetta ráðslag; sum- um fannst að þarna væru fullvið- kvæm mál borin á torg, öðrum þótti að með þessu beindist at- hygli óþarflega mikið að Alþýðu- bandalaginu, en mörgum fannst þetta líka rétt og nauðsynleg ákvörðun. Birting skjalanna var náttúrlega óhugsandi nema með samþykki framkvæmdastjórnar flokksins. Þar munu allir hafa verið sam- mála um hún væri réttmæt nema einn framkvæmdastjórnarmeð- limur. Það er Álfheiður Inga- dóttir sem var þessu andsnúin, en hún er dóttir Inga R. Helga- sonar, forstjóra Vátryggingafé- lags Islands. Ingi var á árum áður einn helstur krónprins Sósíalista- flokksins, eftirlæti manna á borð við Einar Olgeirsson og marg- faldur þátttakandi í vináttuferð- um austur fyrir járntjald. ÞÓRARINN YRKIR UPP VÖLUSPÁ Svört verða sólskin er heitið á bók sem kemur út eftir nokkra daga á fimm tungumálum hjá fimm forlögum á Norðurlöndun- um, meðal annars íslensku. Um- fjöllunarefni bókarinnar er goða- fræði í ýmsum myndum, norræn, finnsk og samísk. Það þykir nokkrum tíðindum sæta í ís- lenskri bókaútgáfu að það er Mál og menning sem hefur séð um gerð bókarinnar og útgáfu, bæði fyrir fsland og hin Norðurlöndin, og hefur prentsmiðjan Oddi í heildina prentað stærra upplag af henni en almennt tíðkast á Islandi — heil 22 þúsund eintök. Eins konar þungamiðja í bók- inni er fornkvæðabálkurinn Völu- spá. Hann er birtur í upprunalegri mynd, en líka endurortur á nú- tímamál. f íslensku útgáfunni hef- ur Þórarinn Eldjám séð um það verk. Hætt er við að mörgum íhaldsmanni í fræðunum bregði við þegar honum birtist þessi þýð- ing Þórarins, þótt reyndar hafi ís- ÁLFHEIÐURINGADÓTTIR. Var ein á báti í framkvæmdastjóm. ÞÓRARINN ELDJÁRN. Þurfti ekki að breyta Völuspá svo ýkja mik- ið. lenskan ekki breyst meira en svo að Þórarinn mun ekki hafa þurft að gera róttæka endurskoðun á hinum klassíska texta. Sú er hins vegar ekki raunin með dönsku, en þekkt þarlend skáldkona, Sus- anne Brögger, mun hafa þýtt Völuspá á hálfgert slangurmál. SIGURÐUR G. NÝTUR HYLLI ÚTVARPSRÁÐS Af þeim fimm umsækjendum sem sóttu um dagskrárstjórastöðu Rásar 2 þykja aðeins tvö koma til greina, þau Hildur Helga Sig- urðardóttir og Sigurður G. Tómasson. Hildur Helga sótti um stöðuna á elleftu stundu og hefur því haft lítinn tíma til að kynna sig fyrir útvarpsráðsmönn- um. Sigurður G. hefur hins vegar haft nokkra mánuði til að undir- búa sig. Sigurður getur talið sér til tekna að hafa þjónað vel og dyggilega á útvarpinu, auk þess sem hann er ágætur útvarpsmaður. Hins vegar segja þeir sem til þekkja að Hildur Helga hafi ýmsa kosti sem prýða fráfarandi dagskrárstjóra, Stefán Jón Hafstein; hún lætur semsagt ekki vaða yfir sig, nema síður sé. Á Rás tvö var samstaðan um Sigurð heldur ekki meiri en svo að þrír samstarfsmenn hans sóttu um stöðuna á móti honum. Samkvæmt heimildum PRESS- UNNAR mun hafa verið gengið á eftir Helga Péturssyni, sem nú starfar hjá Samvinnuferðum- Landsýn, að sækja um, en hann gaf það frá sér eftir nokkra um- hugsun. Á morgun, föstudag, greiðir út- varpsráð svo atkvæði. Talið er nokkuð víst að meirihluti þeirra muni lenda á Sigurði. En útvarps- stjóri hefur víst síðasta orðið. NÝR MAÐUR KYNNIR BÆKUR Nýrra ríkisstjórna sér víða stað. Fulltrúar sem síðasta ríkisstjórn skipaði í ýmsar nefndir eru óðum að hverfa út í gráan hversdagsleik- ann, en við taka menn sem eru nýjum stjómarherrum hliðhollari. Þannig hefur til dæmis Heimir Pálsson nýskeð látið af embætti formanns bókmenntakynningar- SIGURÐUR G. TÓMASSON. Líklega fær hann meirihluta í útvarpsráði. HELGIPÉTURSSON. Var beðinn að sækja um, en vildi ekki. SIGURÐUR PÉTUR HARÐARSON. Hættir vegna örðugleika í sam- starfi. ÓLAFUR ODDSSON. Tekur við af Heimi Pálssyni. sjóðs, en þar var hann fyrir tilstilli Svavars Gestssonar, fyrrverandi menntamálaráðherra. f staðinn hefur Ólafiir G. Ein- arsson menntamálaráðherra sett yfir sjóðinn Ólaf Oddsson, vel metinn íslenskufræðing og kenn- ara við Menntaskólann í Reykja- vík. Ólafur er hálfbróðir Daviðs Oddssonar forsætisráðherra. Bókmenntakynningarsjóði er ætlað að kynna íslenska höfunda á erlendri grund, en aðrir í stjórn- inni em fulltrúar útgefenda og rit- höfunda, Sigurður Valgeirsson og Ömólfur Thorsson. SIGURÐUR PÉTUR HÆTTIR Talsverðar hræringar eru í mannahaldinu hjá Rás 2 þessa dagana og framvegis mun varia heyrast meira í Sigurði Pétri Harðarsyni sem um nokkurra ára skeið hefur stýrt þeim vinsæla þætti Landið og miðin og verið í miklu uppáhaldi hjá saumaklúbb- um. Sigurður mun hætta vegna samstarfsörðugleika. UMMÆLI VIKUNNAR „Ólafur Ragnarþekkir ábyggilega mjög vel til í Undralandi. “ DavíðOddsson _. i , c^kki jipporv í kamte „Ég er sá sem „buffaði“ félaga þinn.“ Karatemaður,semvardæmdur • fyrir líkamsárás, í samtali við eitt vitnanna að atburðinum. En hvað með Einar VHhjalms? „Þannig á hver þjóð sinn Sigurð Einarsson sem útlendingar frétta lítið af.“ ÚlafurM. Jóharmesson fjölmiðlarýnir. Lífið cr vissulega sterkara en dauðinn „Sú var tíð að þriðjungur þjóðar- innar féll úr hor og harðæri — en lifði þó af.“ Haukur Helgason hagfræðingur VAR ÞAD EKKI TIL BÓTA „Þeir taka upp hjá sjálfum sér að breyta fleiri atriðum þannig að blindur maður fengi áfall. Filman hefur verið sett í eitthvert undar- legt bað við framköllun þannig að það er druliuslikja yfir henni allri.“ Kristin Jóhannesdóttir kvikmyndaleikstjóri. Þurfa konur þá að panta með djúpri röddu til að fá nóg? „Nú er meira um að það að karfar panti mat hjá okkur. Við höfum því stækkað skammtana með hliðsjón afþví.“ Garðar Garðarsson framkvæmdastjóri Heilsufæðis. Jffívcrju ekfi guðdónikika? „í hönnuninni er hann að koma til skila þeirri ímynd sem Coca Cola vill standa fyrir. Húsið stend- ur fyrir bjartsýni, jákvæðni, fersk- leika og hreinleika.“ Páll Kr. Pdlsson framkvæmdastióri Vifilfells. Mikið blessunarlega stæði þessi þjóð vel ef hún ætti fíeiri syni á borð við Guðjón Armann Jónsson. Sam- kvasmt skattskrám hefur hann haft tekjur ífyrra sem'' jafngHda 2 milljónum og 40 þúsund krónum á mánuði i dag. Efþau 125 þúsund sem eru á vinnumarkaði stæðu s\g jafnvel og Guðjón kallinn þyrfti þjóðin ekki að ör- vænta. öamaniagðar árstekjur þjóðarinnar mundu verða 3.060 milljarðar króna. Það er meira en þrefaid- ar þjóðartekjur í dag. Menn geta því rétt ímyndað sér hvernig vandamálin hyrfu ef við ættum fíeiri menn á borð við Guðjón.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.