Pressan - 13.08.1992, Blaðsíða 22

Pressan - 13.08.1992, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR PRESSAN 13. ÁGÚST 1992 „Mig dreymdi álfana í Eilífs- dal. Þeir voru bjartir og ævin- týralegir og spurðu hvað þeir gætu gert fyrir mig. Hvort þeir ættu að minnka bjargið í garðinum. Þeir sögðust geta sett það í minnkunarvélina, ekkert mál. Svo þegar ég vaknaði var lítið grjót á nátt- borðinu. Ég hef oft verið þjakaður af þunglyndi eftir frumsýningar, sérstaklega þegar ég leikstýri. Árni Tryggvason kallar það svarta hundinn. En það er skrítið með þunglyndið, það er alltaf jafnslæmt í hvert sinn. Ég verð svo varnarlaus. En ég er ekki frá því að ég eigi betra með að fást við það eftir að ég hætti að drekka brennivín. Ég hafði oft hlegið að fólki sem dreymdi mömmu sína með hvítan trefil og svo snjóaði daginn eftir. Edda, konan mín, réð drauminn. Þetta var þunglyndisbjargið, sagði hún. En mér finnst gott að vita af þessum álfum í Eilífsdal.“ BISKUP í VÍGAHUG Ágúst er frumsýningarmánuð- ur íslenskra bíómynda í ár. Bráð- lega verður frumsýnd myndin Biskup í vígahug eftir Steingrím Dúa Másson og Ulf Hróbjartsson. Myndin er í upphafi útskriftar- verkefni sem vatt svona uppá sig. Gísli Rúnar fer með eitt aðalhlut- verkið, Fritz van Blitz, sem berst hatrammri baráttu við Frikka Fa- bíus 13 um yfirráð í alheiminum. Þeir eru tímaferðalangar sem ferðast um alheiminn en íyrir til- viljun ákveða þeir að hittast uppá Snæfellsjökli en uppgjör þeirra fer fram á skemmtistað í Reykjavlk. Hvernig datt þér í hug að leika kauplaust í bíómynd eftirfólk setn þú þckktir ckki neitt? „Þetta voru svo geðslegir og sjarmerandi krakkar að ég ákvað að slá til eftir að hafa lesið handrit- ið. Það er skemmtilega geggjað, furðulegir persónuleikar sem svíf- ast einskis og eru ótrúlega spilltir. Það vill svo til að það eru engir góðir gæjar, bara vondir gæjar að berjast við vonda gæja. En húm- orinn lyftir spillingunni uppá ann- að plan og maður sér þá í aumk- unarverðu ljósi. Við skemmtum okkur konunglega við gerð mynd- arinnar og þvældumst víða. Tökur fóru fram m.a. í Tívólí og uppá Snæfellsjökli. Svo kitlaði það líka að fá að leika í bíómynd. Ég hef bara leikið í einni hingað til, Stellu í orlofi. Það er allt önnur reynsla að leika í bíó. Það er mjög gaman, en leikari fær aldrei tækifæri til að sýna sitt besta í bíómynd. Leikarar sem ég hef átt kost á að sjá á sviði sýna einn fjórða af getu sinni á tjaldinu. Ég hef nýlokið við lestur ævisögu Ralfs Richardson sem var breskur sviðsleikari og mjög dulur. Hann heldur því fram að sér hafi aldrei farið fram með því að leika í bíó- mynd, ekki frekar en listmálara sem fer fram í málverki með því að fá sér lengri pensil. En þetta er aðallega ótrúlegt íjör. Bíó og leik- hús eru gjörólík listform og ég held að við náum aldrei langt ef við erum stöðugt að segja að ann- að sé betra en hitt eða að bíó hafi tekið við af leikhúsi. Leikhús og bíó byggja á sömu grundvallarat- riðum hvað varðar leik. Það eru til margar ólíkar aðferðir ti! að nálg- ast hlutverk, maður notar sömu tækni í bíóleik og leikhúsi, maður bara tónar það niður. Skalinn verður minni. Ein áttund í staðinn fyrir tvær eða fjórar. En leikur varðveitist á filmu. Leikhús varð- veitist bara í minningunni." Og endar útí kirkjugarði í gal- tómri hauskúpu. VERSTA SEM ÉG VEIT ER AÐ HAFA HANDRIT f HÖNDUNUM En hvernigergóðurleikari? „Það er oft talað um meðfædda hæfileika en það er líka spurning um vinnusemi og natni. Það er sterk tilhneiging tU að flokka leik- ara sem eina sauðahjörð með til- brigðum. En leikarar eru afskap- lega ólíkt fólk sem vinnur ólíkt. Þú labbar inní leikhús með fimm leikurum sem eru að vinna hver með sínum hætti. Stöðugt verið að deila um aðferðir og menn hafa tilhneigingu til að vilja finna pat- entlausnir. Og starf leikarans er einangrað þrátt fyrir nána sam- vinnu.“ Hvaða aðferðir notar þú? „Ég hef lært mikið af því að Iesa hvernig eldri leikarar vinna, ekki síst bresku jötnarnir. Ég er fíkill í leiklistarbókmenntir. Edda er stundum að segja mér að fá mér venjuleg áhugamál eins og hinir strákarnir, fótbolta eða veiði. En hún er ótrúleg ævisagan hans Ralfs, hann minnist aldrei á sjálf- an sig, vill frekar tala um mótor- hjólið sitt sem hann ók áttræður eða þegar hann flaug í stríðinu.“ Viltu þá ekki segja tttér hvernig þú vinnur? „Ég byrjaði kornungur í leiklist og fann aðferð sem á þeim tíma þótti afskaplega ófín. Það eru nefnilega ýmsar stefnur í gangi eins og í tískunni. En þegar ég var að byrja um 1970 var „sænska lín- an“ allsráðandi. Allt átti að koma að innan. Kafa voða djúpt í sálar- lífið, vinna karakterinn innanfrá. Fólk beið lon og don eftir hvað kæmi að innan. Ég fordæmi ekki þessa aðferð og hún hentar vafa- laust mörgum en það hentar mér betur að vinna persónuna utanfrá. Og byrja að vinna. Ekki bíða. Svo koma hápunktar. Mér leiðist að ganga um gólf með handrit í höndum, það er eitt það alversta sem ég veit. Ég vil læra textann og finnst ég ekki frjáls fyrr. Maður heyrir hinsvegar oft að ekki megi læra textann fyrr en „rétt tilfinn- ing“ er komin úr innandjúpun- um. Ég kemst ekki á skrið fyrr en ég er búinn að fmna gólf handa karaktemum til að ganga á. Ég vil fá að spyrja mig: Hvernig lítur hann út? Hvernig hreyfir hann sig? Líkamstjáning segir svo mikið um sálarlífið.“ YFIRVARASKEGG ÞÓTTI SÍÐASTA SORT Svo sálin... sálin ttœr kannski fram ífingurgóma? „Það skilar mér meiri árangri að fylgjast með fólki. f vissum hópi þykir það ófint og er flokkað undir eftirhermur, sem er allt annar handleggur. Það hjálpar mér að skoða fólk. Þú ferð ekki beint inní sálarkirnuna og rífur allt út. Það minnir mig á þessi við- töl þar sem fólk opnar sig uppá gátt.“ Og vindurinn nœðir í gegn og ýlfrareins og íeyðibý’li? „Sænska línan var góð fyrir sinn hatt á sínum tíma. Menn voru alveg hættir að analýsera. Hún var fi'n fyrir hópinn. Hópur- . inn átti að skapa leikritið, höfiind- ur og leikstjóri þóttu óþarfir. En það fylgdu þessu mein, tilhneiging til að ræða málin endalaust og fletja allt út. Allir áttu að vera svo jafnir. Svona áreynslulaus sósíal- ismi. Allir áttu helst að fá sömu krítík. Maski var bannvara og helst átti bara að klæðast grunn- búningum. Yfirvaraskegg þótti síðasta sort. Enn eimir eftir af þessu. Ég vil sjá leikhús með skrautlegum búningum og leik- mynd og það má alveg smyrja á andlitið. Leikhús verður að vera skemmtilegt. Það má vera sorglegt eða hlægilegt en leikhús er hræði- legt ef það er leiðinlegt. Leikhús á að vera ævintýri. Ég veit að ýmsir góðir grínleikarar okkar eins og Siggi Sigurjóns, Edda og Laddi hafa fengið skömm í hattinn fyrir að styðjast bara við sjálf sig og notfæra sér ýmis góð og gömul gervi leikhússins. Þegar sænska aðferðin er komin útí öfgar skilar hún sér þannig í leik að það er bara leikarinn einn sem skilur. Það er allt svo mikið fyrir innan að það er ekki nokkur leið að koma auga á það. Ég er að mörgu leyti hrifinn af Marlon Brando en hlustaðu bara á muldrið í honum eða horfðu í blaut augun á Liv Ull- man.“ EKKI ALLIR SEM GETA VERIÐ FYNDNIR Muldrið íMarlon. Þetta rímar.' En hvað umgagnrýnendur? „Mér finnst að krafa gagnrýn- anda síðustu ára hafi verið stans- laus krafa um hófleik. Ef einhver bregður fæti af hófleiksmottunni segja gagnrýnendur að hann of- leiki. Þetta gerir að verkum að leikarar eru skíthræddir, halda sig á mottunni, hræddir við að brjóta veggi og ef leikari fær fína gagn- rýni í hlutverki hættir honum til að halda sig þar. En í mínum huga er ekki til ofleikur eða hófleikur. Það verður að taka mið af þeim stíl eða stefnu sem leikari notar hverju sinni. Og annaðhvort leika menn vel eða illa, en þeir geta hinsvegar notað grófan leikstíl eða fínlegan. En það er mikil hræðsla við gagnrýni í leikhúsinu. Það er svo hroðalega sársaukafullt að fá vonda gagnrýni. Það er ekki hægt að lýsa því með orðum. Hugar- ástandið getur stappað nærri sjálfsmorðshugleiðingum. Þó taka þeir leikarar sem ég þekki ekki neitt mark á gagnrýni og telja sig ekki geta lært af henni. Leikarar taka meira mark á viðbrögðum áhorfenda og kollegum sínum. f raun eru áhorfendurnir eini marktæki gagnrýnandinn, enda erum við að leika fyrir þá. En við leikarar verðum að þora meiru. Það má aldrei „play it save“.“ SKOÐAÐU TRAGÍSKA ANDLITIÐ Á GAMAN- LEIKARANUM En hvað um togstreitu milligam- ansogalvöru í leikhúsi? „Ég lít á það sem óyggjandi reglu að ef leikari getur leikið kómík er hann góður dramatískur leikari. Kómedían er erfiðari, menn eru berskjaldaðir. Það hefur lengi viljað loða við, hvað sem álitd almennings líður, að tragíkin sé erfiðari, merkilegri, verðugri. Mér finnst það allt jafnverðugt. Ef það er gert vel. Það er afskaplega sjald- gæft að menn hafi afgerandi kóm- ískan talent. Sjáðu skemmtibrans- Kómíkin er dularfull. Menn eru varnarlausir á því andartaki sem þeir hlæja. Það er hægt að græta menn á sömu splitt-sek- úndu. ann, af hverju eru ekki fleiri þar? Samt er þetta vellaunað starf. Það eru ekki allir sem geta verið fyndnir. Kómíkin er dularfull. Menn eru varnarlausir á því and- artaki sem þeir hlæja. Það er hægt að græta menn á sömu splitt-sek- úndu. Sjáðu Chaplin, hann er stöðugt að nappa mann á snilldar- legri tragíkómík.“ Brosið er tilað gráta ekki? „Og ef þú skoðar tragíska and- litið á okkar bestu gamanleikur- um þá er ekki til tragískara andlit. Þetta eryndisleg mótsögn.“ En þú fórst uppá Snœfellsjökul í Biskup ívtgahug? „Ég hafði aldrei farið uppá jök- ul, ég er svo mikil skræfa að ég vildi helst hætta við þegar við komum að jökulrótum. Svo var þetta alveg dýrðlegt þarna uppi. Allt hvítt og útsýni. Það var gam- an að vinna bæði með tækniliðinu og svo eru þarna margir fínir leik- arar eins og Baltasar, Steinunn Ólína, Árni Pétur, Kjartan Bjarg- munds og Maggi. Mér finnst alveg frábært með þessa ungu krakka eins og Steingrím Dúa og Júlíus Kemp, hvað þeir kýla á það. Þeir eiga enga peninga en framleiða heilu bíómyndirnar á nýjum for- sendum. Skrifa handritið sjálfir, taka sögur sem þeim finnst spennandi, sögur úr Reykjavík í dag. Mér finnst það fi'n stefna hjá þeim. Við getum ekki endalaust gert bíómyndir úr bókmenntaarf- inum. Mér finnst það aldrei takast alveg. Bíómyndir gerðar effir bók- um Laxness verða annaðhvort bastarður eða myndskreyting í besta falli. En ég hlakka til að sjá Biskup í vígahug. Þetta er svona skemmtivísindaskáldsöguþriller." Elisabet Jökulsdóttir

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.