Pressan - 13.08.1992, Blaðsíða 27

Pressan - 13.08.1992, Blaðsíða 27
FIMMTUDAGUR PKESSAN 13. ÁGÚST 1992 27 ára og Guðrúnu, sem er 19 ára. Karl Steingrímsson í Pelsinum á nokkuð mikið af fasteignum og fé en hann á einnig mörg börn. Aðeins elsti sonurinn er kominn á giftingaraldurinn og er enn ókvæntur. Hann heitir Aron Pét- ur, 22 ára. Til athafna- og stóreignamanna teljast Heklubræðurnir Ingi- mundur og Sigfús Sigfússynir. Ingimundur á tvo ókvænta syni, þá Val 31 árs og Sigfús 27 ára. En Sigfús, bróðir hans, á hins vegar sex börn, þar af tvö ógift, þau Sig- fús Bjarna 24 ára og Margréti Ásu. Börn Hagkaupsveldisins eru fjögur eins og flestir vita, tveir drengir og tvær föngulegar stúlk- ur, þær Lilja og Ingibjörg Pálma- dætur. Báðar eru þær ógiftar, en strákar... því miður á pikkföstu. Þorvaldur Guðmundsson, Þor- valdur í Sfld og fisk eins og hann er oftast kallaður, er hinn raun- verulegi skattkóngur fslands og hefur verið hæsti skattgreiðandi í Nína Skúladóttir er barnabarn Þorvaldar í Síld ogfisk. Hún er24 ára og ógift. Fyrrum fegurðardrottning íslands erÁsta Sigríð- ur Einarsdóttir, dóttir Einars Sveinssonar, for- stjóra Sjóvár/Almennra ogBirnu Hrólfsdóttur, fyrrum sjónvarpsþulu. Einar er bróðir Ingi- tnundar arkitekts. Með þeim á myndinni er sonurinn Hrólfur sem nýskriðintt er á giftingar- aldurinn. Ásta er einnighið efnilegasta kvonfang. Steingrímur Werners- son Rasmussonar er 26 ára og ókvæntur. Bróð- ir hans, Karl, er hins vegar kominn að þröskuldinum. gengnar út. En sonurinn Hannes Þór er 18 ára og, eins og gefur að skilja, hið mesta mannsefni. Og Herluf Clausen á eina dótt- ur, svo vitað sé. Hún heitir Hrefna og er 24 ára og ógift. Ekki má gleyma dóttur Einars Sveinssonar, forstjóra Sjóvár Almennra, bróður Ingimundar arkitekts sem hannaði Perluna. Hún heitir Ásta Sigríður og var Fegurðardrottning íslands fyrir fáinum árum. Hún er ein þriggja barna Einars og Birnu Hrólfsdóttur. Sonur þeirra Hrólfur er orðinn 18 ára og geta dömurnar því farið að bítast um hann._____________________________ Guðrún Kristjdnsdóttir Sœvar Karl Ólason stofnaði verslun í Kringlunni sem hann nefndi Sœvar Karl ogsyni. Synir hans eru báðir komniryfir tvítugt og að minnsta kosti annar á lausu. hópi einstaklinga um áratuga- skeið. Hann á þrjú börn en mest áberandi af þeim er Skúli á Hótel Holti, sem einnig er meðal skatt- konunga. Skúli á tvo afkomendur sem báðir eru komnir á giftingar- aldurinn. Það eru þau Nína 24 ára og Þorvaldur, sem er árinu eldri. Gísli Guðmundsson í Bifreið- um og landbúnaðarvélum og hans frú, Bessí Jóhannsdóttir, eru sterk- efnuð í fasteignum og fé. Þau eiga tvö fullorðin börn, Ernu og Guð- mund. Erna er hálfgift en Guð- mundur á ár effir í giftingaraldur- inn. Úr byggingariðnaðinum er tal- inn standa einna traustustum fót- um Sigurður Sigurjónsson hjá Byggðaverki. Hann á þrjú börn auk mikilla fasteigna. Tvö þeirra eru enn ekki búin að finna þann rétta, að minnsta kosti ekki opin- berlega. Sigurjón Sigurðsson er sonur hans og kunnur handbolta- kappi úr Hafnarfirði. Hann er kominn vel yfir tvítugt og Rann- veig systir hans stendur á tvítugu. Lyfsalinn umtalaði Werner Rasmusson á enn eftir einn ókvæntan son; Steingrím, 26 ára. Miðað við eigur Wemers, sem erf- itt er að ná utan um í hundruðum milljóna talið, er sonurinn hinn álitlegasti kostur. Sigurjón Sigurðsson var lengi meðal efnilegustu leikmanna íslenska handboltans Faðir hans, Sigurður Sigurjónsson, er sterkefnaður ogþað sem meira er, Sigurjón er ókvæntur. Ekki er hægt að fara í gegnum svona upptalningu án þess að taka með niðja Halldórs H. Jónssonar heitins, sem oftast var nefndur stjórnarformaður fslands. Hann og Jón lögfræðingur, sonur hans, fengu í byrjun þessa árs samtals rúmar 33 skattfrjálsar milljónir í vásann frá Sameinuðum verktök- um. Þá er fátt eitt talið. Halldór á tvo aðra syni, þá Halldór Þór, verkfræðing og flugmann, og Garðar, húsameistara ríkisins. Meðal ógiftra barnabarna Hall- dórs H. em Margrét Halldórsdótt- ir, 18 ára, nýskriðin á giftingarald- urinn, og Margrét Birna Garðars- dóttir, sem er tvítug að aldri. Kjúklinga- og sælgætisbóndinn Helgi Vilhjálmsson úr Hafnarfirði á miklar eigur og var í ár hæsti skattgreiðandi á Reykjanesi. Hann á tvær gjafvaxta dætur, þær Krist- ínu og Ingunni, sem báðar eru smáa letrið Það kom í Ijós á Ólympíuleik- unum (Barcelona að strangt eftir- lit með lyfjaneyslu íþróttamanna er að gera út af við stór íþrótta- mót. Það voru sorglega fá heims- met sett á leikunum; miklu færri en þegar lyfjaátið var látið óáreitt. Þá gátu áhorfendur setið upþi á pöllunum eða heima í stofu og verið vissir um að enginn hefði hlaupið hraðar í heiminum, hvorki fyrr né síðar, en sá sem var að koma í mark. Það gefur hlaup- inu miklu meiri vikt en ef sá fyrsti er bara fljótari en sá næsti á eftir honum. Það eru engin sérstök tíðindi. Til að bregðast við slappari íþróttamönnum og allsgáðari hefur alþjóðaiþróttahreyfingin gripið til þess ráðs að hætta að horfa í aurana sem íþróttamenn- irnir vinna sér inn. Hún leyfir at- vinnumönnum að keppa við hlið áhugamanna. Þessi ákvörðun hefur vissulega dregið úr áhrifum lyfjamissisins fyrir áhorfendur. En þetta mun duga skammt. Á næstu leikum eða þarnæstu verður búið að hleypa atvinnu- mönnum í allar greinar — líka fót- boltann. Þá verður fátt sem getur tryggt áhorfendum stærri afrek og glæsilegri íþróttamenn, leika eftirleika. Ekki nema lyfin verði heimiluð á ný. Hugsanlegt væri að halda sér- staka lyfjaleika. Þá gætu (þrótta- menn keppt í ýmsum flokkum eins og fatlaðir íþróttamenn. 1 ein- um flokki kepptu þeir sem væru á örvandi efnum og þeir sem not- uðu stera kepptu í öðrum. Á slík- um leikum væri hægt að ganga að heimsmetunum vísum. Áhorf- endur gætu séð íþróttamenn hlaupa hraðar, stökkva hærra og kasta lengra, en þannig einhvern veginn eru einkunnarorð Ólymp- (uleikanna, þótt (slendingar haldi að þau snúist um að aðalatriðið sé að vera með. Önnur leið til að lífga upp á lyfjalausa Ólympíuleika er að brydda á nýjum greinum. Það er til dæmis óskiljanlegt hvers vegna ekki er til fimmstökk eins og þrístökk. Eða 100 metra hlaup með mann á bakinu. Eða 1.500 metra hindrunarhlaup með þre- faldri skotkeppni. (raun er hægt að búa til endalaust margar Iþróttagreinar og það er sorglegt að menn skuli ekki hafa látið ímyndunaraflið hlaupa með sig ( gönur á því sviði eins og öðrum. Loks má lífga upp á leikana með því að láta venjulegt fólk keppa við hlið (þróttamannanna. Það gæti farið þannig fram að einn úr hópi áhorfenda væri pikk- aður út, til dæmis með lottóúr- drætti, og hann síðan látinn hlaupa á áttundu braut ( 100 metra hlaupinu. Þá fengju áhorf- endurviðmiðun um hversu góðir íþróttamennirnir væru í raun og veru. Á sama hátt væri áhorfandi látinn kasta spjóti, stökkva há- stökk og reyna fyrir sér í sleggju- kasti. En til einhverra ráða verður að grlpa.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.