Pressan - 13.08.1992, Blaðsíða 24

Pressan - 13.08.1992, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR PRMSSAN 13. ÁGÚST 1992 PRESSAN Útgefandi Blað hf. Ritstjóri GunnarSmári Egilsson Fjármálastjóri Kristinn Albertsson Auglýsingastjóri Sigríður Sigurðardóttir Dreifingarstjóri Haukur Magnússon Samtrygging lœkna í PRESSUNNI í dag er fjallað um nokkur dómsmál á hendur ríkinu vegna mistaka lækna við fæðingar. Öll höfðu þessi mál hryllilegar afleiðingar; örkuml barnanna og ómælda sorg foreldr- anna. Það sem vekur hins vegar athygli er með hvaða hætti læknaráð viðkomandi sjúkrahúsa, þeir læknar sem fengnir voru til að gera óvilhallar skýrslur um atvikin og læknaráð það sem á að vera dómstólum til aðstoðar í málum sem þessum brugðust við til- raunum foreldranna til að fá einhverjar bætur fýrir skaðann sem þeir höfðu orðið fyrir. Af lestri gagna í þessum málum má ráða að það sé skýrt mörk- uð stefna hjá sjúkrahúsyfirvöldum og læknum að veita sjúkling- um og aðstandendum þeirra sem minnstar upplýsingar. Læknar virðast telja að því minna sem skjólstæðingar þeirra viti um störf þeirra því betra. Þá séu að minnsta kosti minni líkur á að þeir telji sér fært að leita réttar síns. Ef sjúklingur eða aðstandendur hans einsetja sér hins vegar að leita réttar síns þyngist róðurinn enn. Læknaráð viðkomandi spítala kallar til lækna, sem kallast eiga óháðir, til að vinna skýrslu um málið. Hæstiréttur Islands hefur í einu tilfelli í raun dæmt svona skýrslu sem gagnlaust plagg. I dómnum kom fram að læknarnir höfðu ekki haft fýrir að rannsaka málið heldur soð- ið saman einhverja réttlætingu fýrir lækninn sem bar ábyrgð á aðgerðinni. Skýrslur yfirlækna á viðkomandi deildum og læknaráða spítal- anna eru síðan undir sömu sök seldar. Þær eru fullar af gloppum og hálfsannleik sem því miður virðist ekki settur fram til að kom- ast að hinu sanna í málunum heldur til að draga úr ábyrgð lækn- anna. Og viðspyrna læknanna heldur enn áfram þegar málin eru komin í dómssalina. Læknaráð, undir forsæti landlæknis, á að gefa dómendum óvilhallar skýrslur um læknisfræðileg atriði mála. Þetta ráð hefur það hins vegar fýrir sið að veita aldrei nein- ar upplýsingar óumbeðið. Það svarar vissulega beinum spurn- ingum dómenda en ekkert umfram það. Ef spurningar dómenda hitta ekki beint kjarna málsins mun sá kjarni líklega aldrei koma fram. Dómendur þurfa því að senda læknaráðinu spurningalista effir spurningalista þangað til þeir geta raðað saman staðreynd- um málsins úr já- og nei-svörum læknaráðsins. Það er því augljóst að þeir læknar sem sæti eiga í læknaráði telja það ekki frumskyldu sína að leiða hið sanna í ljós. Þeir virð- ast telja það leiða skyldu sína að þurfa að sinna erindum dómara og leysa hlutverk sitt af hendi í takt við það. Enginn efast um að það getur verið afar sárt fýrir lækni að verða uppvís að mistökum sem leitt hafa af sér örkuml sjúklings. Þau sárindi vega hins vegar ekki þyngra en byrðar sjúklingsins sjálfs eða aðstandenda hans. Ef læknar í ábyrgðarstöðum eiga erf- itt með að skilja þetta verða þeir einfaldlega að gleyma stéttar- hagsmunum sínum um stund og reyna að setja sig inn í viðkom- andi mál sem manneskjur. En þótt þessi mál snerti tilfinningar allra sem hlut eiga að máli er eftir sem áður aldrei réttlætanlegt að láta tilfinningar ráða við afgreiðslu þeirra fýrir dómstólum. Þar er eina verkefnið að leiða hið sanna í málunum í ljós. Ef íslenskir læknar treysta sér ekki til að aðstoða við það vegna misskilinna stéttarhagsmuna eru ekki önnur ráð en fá erlenda lækna til að aðstoða dómendur í þessum málum. Það er ekkert að því þegar læknar bindast samtökum til að sækja betri kjör í hendur vinnuveitenda sinna. Það er hins vegar óþolandi þegar þeir virðast beita samtakamætti sínum til að hindra að skjólstæðingar þeirra geti leitað réttar síns. V I K A N NÆR-BRONS Jafnbesti árangur íslendinga á Ólympíuleikum náðist í Barcel- ona. Handboltaliðið lenti í fjórða sæti, Sigurður Einarsson spjót- kastari náði fimmta sæti, Vé- steinn Hafsteinsson kringlukastari náði ellefta sæti og þeir Einar Vil- hjálmsson spjótkastari og Pétur Guðmundsson kúluvarpari lentu í fjórtánda sæti. Aðrir íslenskir keppnismenn lentu aftar í röð- inni. Sumir meira að segja allra aftast. En eftir sem áður er þetta besti meðaltalsárangur íslendinga á Ólympíuleikum. Silfr ið hans Vil- hjálms og bronsið hans Bjarna ná ekki að lyfta upp vondum árangri félaga þeirra á leikunum í Melbo- urne og Los Angeles. En jafnframt því sem ástæða er til að fagna jafnbesta árangri fs- lendinga hlýtur það að vekja sorg hversu aumur hann er. Við get- um ekki afsakað okkur með fólks- fæð eins og bent hefur verið á í PRESSUNNI. Miðað við höfðatölu ættum við að vera komin heim með 15 til 20 medalíur ef við ætl- uðum að standast frændum vor- um á Norðurlöndunum snúning. f flugi heitir það nær-árekstur þegar fíugvélar nálgast hvor aðra án þess að þær skelli saman eða annar sýnilegur skaði verði. Stærsta afrek íslenskra íþrótta- manna getur af sömu ástæðu heit- ið nær-brons. Að minnsta kosti veldur það öðrum þjóðum ekki áhyggjum og enn síður skaða. HVERS VEGNA Er ekki hœgt að auka vœgi annarra greina en sjávarútvegs í útflutningi? GUÐNI NÍELS AÐALSTEINSSON, HAGFRÆÐINGUR VS( Réttara væri að spyrja: Hvers vegna hefur vægi annarra greina en sjávarútvegs ekki verið meira en raun ber vitni? Fyrir því liggja einna helst tvær ástæður að mínu mati. Fyrst ber að nefna að á und- anförnum áratugum hefur gengis- stefnan miðast við afkomu sjávar- útvegs. Þegar afli hefur brugðist eða verð fallið hefur gengið verið fellt 'til að bæta afkomu greinar- innar. Svo, þegar vel árar í sjávar- útvegi, hækka verðlag og kostnað- ur, nokkuð sem aðrar greinar ráða ekki við. Sem sagt; öðrum útflutn- ingsgreinum hefur verið ofviða að raungengi sveiflist með afkomu sjávarútvegs. Stöðugleiki í gengis- málum er því nauðsynlegur til að einhver breyting verði hér á. f öðru lagi hafa yfirburðir okkar og sérstaða legið í sjávarútvegi, kunnátta okkar þar er mikil. Þá á ég ekki einungis við að hér búi menn sem kunna að draga fisk úr sjó, heldur eru hér öflug samtök með mikla hæfileika og reynslu í sölu- og markaðsmálum. Þessu er ekki fyrir að fara í öðrum grein- um, markaðsstarf og kynning þeirra hafa ekki verið líkt því eins markviss og í sjávarútvegi. Fleira má nefna. Iðnaður hefur átt í vök að verjast, hefur mætt harðri samkeppni á erlendum mörkuðum. Alveg eins og við höf- um hiutfallslega yfirburði í sjávar- útvegi með miðin við túnfótinn, þá virðist þessu öfugt farið með iðnaðinn. Islensk fyrirtæki hljóta að bíða lægri hlut, þegar keppt er við erlend fyrirtæki sem ffamleiða með tilkostnaði sem er aðeins brot af því sem við þekkjum hér. Það virðist vera sama á hvaða kostnaðarliði er litið; laun, stofn- kostnað, vaxtakostnað eða skatta, við erum oftar en ekki mun hærri en önnur lönd. Nokkur munur er einnig á skattlagningu atvinnu- greina hérlendis og annars staðar, til að mynda greiðir iðnaður hærra aðstöðugjald en útgerð og vinnsla. Þessi kostnaðarskattur er ekki til þess fallinn að íslensk fýr- irtæki standi sig í samkeppni er- lendis. Það er ljóst að sjávarútveg- ur verður mikilvægasta útflutn- ingsgrein okkar í ffamtíðinni, eins og hann hefur verið hingað til. Þar verður verðmætið ekki einungis FJÖLMIÐLAR Þjóðin sveiflast hring eftir hring Ritstjúm, skrifstofur og auglýsingar: Nýbýlavegi 14-16,sími 643080 Faxnúmen Ritstjórn 64 30 89, skrifstofa 64 31 90, auglýsingar 64 30 76 Eftir lokun skiptiborös: Ritstjóm 64 30 85, dreifing 64 30 86, tæknideild 64 30 87. Áskriftargjald 700 kr.á mánuöiefgreitter með VISA7EURO/SAMKORT en750kr.á mánuði annars. PRESSAN kostar 230 krónur 1 lausasölu BLAÐAMENN: Andrés Magnússon, Anna H. Hamar, Dóra Einarsdóttir, Egill Helgason, Friðrik Þór Guðmundsson, Guðrún Kristjánsdóttir, Haraldur Jónsson, Jón Óskar Hafsteinsson útlitshönnuður, Jim Smart Ijósmyndari, Jónmundur Guðmars- son, Karl Th. Birgisson, Margrét Elisabet Ólafsdóttir, Sigurður Már Jónsson, Sigríður H. Gunnarsdóttir prófarkalesari.Telma LTómasson. PENNAR: Stjórnmál og viðskipti; Birgir Árnason, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, Hreinn Loftsson, Jeane Kirkpatrick, Mörður Árnason, Ólafur Hannibalsson, Óli Björn Kárason, Ragnhildur Vigfúsdóttir, Valgerður Bjarnadóttir, Össur Skarphéðinsson. Kynlíf; Jóna Ingibjörg Jónsdóttir. Listir; Gunnar Árnason myndlist, Gunnar Lárus Hjálmarsson popp, Kolbrún Bergþórsdóttir bókmenntir, Lárus Ýmir Óskarsson leiklist. Teikningar; Andrés Magnússon, Ingólfur Margeirsson, Jón Óskar. Setning og umbrot: PRESSAN Filmuvinnsla, plötugerð og prentun: ODDI Fyrir skömmu reið yfir þjóðina hundraðasti og fimmtugasti kafl- inn í deilum heilbrigðisstétta og heilbrigðisráðherra um tekjurnar af sjúkdómum og lasleika. Þessi kafli byrjaði eins og allir hinir. Ráðherrann vildi skerða tekjur heilbrigðisstéttanna. Og hann endaði líka eins og allir hinir. Ráð- herrann lét í minni pokann. Hugsanlega liggur ástæða þess að ráðherrann tapar alltaf (og reyndar ráðherrarnir því týrir- rennarar núverandi ráðherra hafa líka tapað) í því að heilbrigðis- stéttirnar hafa einfaldlega betri aðstöðu til að koma málstað sín- um á framfæri. Þær geta dregið upp mynd af neyðarástandi á hin- um ým'sum deildum. Þær geta dregið upp mynd af löngum bið- listum: Þær geta dregið upp mynd af verri þjónustu á sjúkrahúsum og læknastofum. Þær geta vakið upp ótta hjá fólki um að fá ekki aðhlynningu ef það þarf á henni að halda. Ráðherrann getur hins vegar lítið gert annað en greint frá háum tekjum lækna, sérfræðinga og apótekara og miklum kostnaði við rekstur heilbrigðiskerfisins. Þótt þessar upplýsingar hreyfi alltaf við almenningi fölna þær við hliðina á hinum martraðarkenndu mynd- um sem heilbrigðisstéttirnar geta hrist fram úr erminni. Þess vegna tapar ráðherrann alltaf. Sömu sögu má segja af tilraun- um annarra ráðherra til að hrista illa rekin fýrirtæki af ríkissjóði og ýmsum sjóðum öðrum í eigu rík- isins. f upphafi hverrar orrustu vinna ráðherrarnir stefnu sinni fylgi. En þegar forsvarsmenn fýr- irtækjanna, þingmenn viðkom- andi kjördæma og aðrir hags- munaaðilar hafa básúnað endalok og hrun heilu byggðarlaganna snýst dæmið við. Og ráðherrarnir tapa sínum orrustum eins og heil- brigðisráðherrann sínum. Það sem er skrítnast við þessa endaleysu er að þjóðin skuli alltaf sveiflast hring eftir hring. Það væri í sjálfu sér skiljanlegt ef hún hefði í fyrstu verið sammála ráðherrun- um, skipt síðan um skoðun og ekki keypt rök ráðherranna upp frá því. En hún gerir það samt, snýst síðan gegn og kaupir rök þeirra enn á ný. Ástæðan liggur sjálfsagt að hluta til í því að opinber umræða PRESTUR SVARAR FYRIR SIG Nú hefur séra Ólafur Oddur Jónsson, sóknarprestur í Keflavík, svarað ásökunum sóknamefndar- innar. Hann segir demonísk öfl ráða ferðinni í sóknarnefndinni og henni hafi tekist að koma á fé- lagslegum fasisma. í skýrslu 01- afs Odds kemur fram að sóknar- nefndin vildi ekkert fyrir hann gera. Á sama tíma og organistinn fékk skrifstofu og meira að segja tölvu fékk presturinn ekki neitt. Sóknarnefndin reisti meira að segja hús yfir líkbílinn frekar en gera nokkuð fyrir prestinn. Eina skiptið sem nefndin virðist hafa veitt honum stuðning var þegar hún styrkti hann til að fara utan til náms — sjálfsagt til að losna við hann. Eftir lestur skýrslunnar átta menn sig líklega á því hvers vegna presturinn var svona fúll og af hverju hann gekk alltaf bakdyra- megin út úr kirkjunni til að forð- ast að hitta sóknamefhdina. Það virðist vera sama á hvaða kostnaðarliði er lit- ið; laun, stofn- kostnað, vaxta- kostnað eða skatta, við erum oftar en ekki mun hœrri en önnur lönd. til við vinnslu, heldur eru miðin auðlind í sjálfu sér. Atvinnugrein sem fær hráefnið án þess að gjald komi fyrir hefur alltaf yflrburði. Samt verður að treysta aðrar und- irstöður. Við höfum gnægð tæki- færa, til að mynda ferðamanna- iðnað, og orkusölumálin eru nær óplægður akur. Tími er kominn til að byggja upp eitthvað annað en sjávarútveg. Þorskur er um 30 prósent af öllum útflutningi okkar og við reynum nú hversu áhættu- samt er að eiga allt sitt undir einni fisktegund. á fslandi snýst fyrst og fremst um afmörkuð dæmi. Það eru einfald- lega of mörg tabú í umræðunni um heilbrigðismál, byggðastefnu, landbúnað og fleira til að hún geti snúist um grundvallarafstöðu. Það er ekki við fjölmiðla að sakast þótt þeir geri mikið úr mál- stað heilbrigðisstéttanna og post- ula byggðastefnunnar, þeir hafa í raun varla forsendur til annars. Þeir geta einfaldlega ekki búið til vitræna umræðu um stærstu vandamál þjóðarinnar meðan þeir sem þátt taka í þeirri umræðu virðast ekki treysta sér til að tala umbúðalaust um vandamálin. Á meðan svo er verða margar smáar orrustur háðar og þær munu tap- ast. Og vandamálin munu blómstra.__________________________ Gunnar Smári Egilsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.