Pressan - 13.08.1992, Blaðsíða 18

Pressan - 13.08.1992, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR PRBSSAN 13. ÁGÚST, 1992 Réttarhöld hafin yfir Clair George Traustvekjandi andlit? „Hann er djöfullega falskur," segir fyrrum bandarískur sendiherra. kínverskra diplómata og njósnara sem áttu leið um. Þetta þótti verð- mætur árangur, enda var kenn- ingin sú að ef Kremlverjum þætti til dæmis einhver dulmálssérfræð- ingur orðinn óþægur væru allar líkur á að hann yrði einmitt send- ur á krummaskuð eins og Malí. Þetta var erfitt verkefni, enda var þá nýhættur annar súpernjósnari, James Angleton, sem hafði þá skoðun að allir sovéskir gagn- njósnarar væru moldvörpur sem ekki mætti treysta. George var ætl- að að koma rússnesku gagn- njósnastarfseminni af stað afíur ráðinn af dögum á leið heim úr jólaboði. Þá var kallað á George til að taka við, sem hann gerði sum- arið 1976. George neitaði að auka öryggis- ráðstafanir þrátt fyrir morðið á Welch og kaus að aka um á Volks- wagen-bjöllu í stað límúsínunnar. Honum tókst að koma á kyrrð í kringum CIA í Grikklandi og lík- lega vissu vinstrimenn ekki hver tók við af Welch. Hann náði líka góðu sambandi við gríska stjóm- málamenn, enda var sagt að eng- inn alvörupólitíkus færi þar í framboð án þess að bera það fyrst undir CIA. MINNISLEYSIÐ í KRINGUM OLLIENORTH Þremur ámm síðar sneri hann til Washington fyrir fullt og allt og skömmu síðar varð Ronald Reag- an forseti og við forstjórastóli CLA tók Bill Casey. Þá tók affur við hálfbrjálað tímabil þar sem CIA hélt áfram og jók við meira og minna ólöglegar aðgerðir til stuðnings alls kyns hópum víða um heim. Þeirra á meðal voru kontrarnir í Níkaragúa. Clair Ge- orge var bara peð og möppudýr í þeirri sögu allri, en þegar þingið fór að spyrjast fyrir varð að líkind- um ofan á trúmennska hans við stofnunina sem hann hafði helgað líf sitt. Hann skrökvaði eiðsvarinn að þingnefndunum. Stuðningsmenn hans telja að verið sé að fórna honum til að verja æðra setta, þar á meðal Re- agan forseta. Aðrir segja að Ge- orge þjáist af sama minnisleysi og allir aðrir sem komu nálægt Ollie North og sé aðeins einn margra fyrrum leyniþjónustumanna sem hafi ákveðið þegar á reyndi að breyta skammstöfuninni CIA í CYA: Cover Your Ass. Karl Th. Birgisson Miðaldra konur í leit að eilífri æsku íHollywood þykir það ákaflega vogað að tefla leikkon- unum Coldie Hawn og Meryl Streep saman íkvik- mynd. Aðsóknartölur þykja nefnilega sýna aö hin ærslafulla Hawn og hin alvarlega Streep höfði til ólíkra hópa aðdáenda; sú fyrrnefnda virðist eiga auðvelt með að draga alþýðu manna í bíó, en hin slðarnefnda nýtur mikillar virðingar sem leik- kona. En þeim mun vera vel til vina og í bíómynd- inni„Death Becomes Her"leika þær tvær miðaldra konur, keppinauta, sem beita öllum brögðum og sum um býsna óvenjulegum tilað eldastekki. Þetta erkol- svört kómedía þar sem er hæðst að stöðugri eftirsókn eftir fegurð og æsku og er haft eftir leikkonunum að þærhafi haft stórgaman afþví að leika í henni. Leik- stjóri myndarinnar er Robert Zemeckis, sem er meðal annar þekktur fyrir þrjár myndir sem allar hétu„Aftur til framtíðar", en meðal annarra leik- enda eru Bruce Willis og Isabella Rosseleini. Yfirmaður CIA í Grikklandi á góðri stund með eiginkonunni. Þar keyrði hann um á Volkswagen-bjöllu. Sharon Stone Ógnareðli, annar hluti Sá orðrómur gengur víst fjöll- unum hærra í Hollywood að í burðarliðnum sé framhald spennumyndarinnar „Basic Inst- inct“, sem undir íslenska heitinu Ógnareðli hefur fengið gríðar- mikla aðsókn í Regnboganum. Talið er víst að Sharon Stone vilji áfram fara með hlutverk Cather- ine Tremmell, þokkadísarinnar sem líklega var morðinginn í fyrri myndinni. Handritshöfundurinn Joe Eszterhas verður líklega einn- ig með, en sögusagnir herma að hann vilji frá ofboðslega há laun. Persónan sem Michael Douglas lék verður sennilega látin deyja, enda er talið að hann hafi lítinn áhuga, og það hefúr víst ekki held- ur leikstjórinn Paul Verhoeven. Batman í vandræðum Aðstandendur Batmanmynd- arinnar númer tvö voru kátir fyrstu dagana eftir að hún var frumsýnd í Bandaríkjunum. Fyrstu helgina, í kringum 22. júní, rakaði myndin inn heilum 46 milljónum dollara. Hún var frum- sýnd í fleiri sölum en áður hefur þekkst. En síðan hefur hallað undan fæti. Myndin virðist ein- faldlega ekki spyijast nógu vel út, því aðsókn hefur farið hríð- minnkandi. Stax um miðjan júlí var hún komin í sjötta sæti yfir mest sóttu myndirnar og tók þá ekki inn nema 4,3 milljónir doll- ara á viku. Nú er áætlað að hún muni í heild gefa af sér um 160 milljónir dala í bíóum á heima- markaði, sem er næstum 100 milljónum minna en fýrri mynd- in. Ástæðan? Foreldrar virðast telja myndina of ofbeldiskennda og krökkunum finnst hún fullskrítin. Michelle Pfeiffer, þótt æsandi sé, virðist heldur ekki duga til að draga eldra fólkið í bíó. Súper- Eftir rúmlega þrjátíu ára starf hjá CIA ætlar yfirnjósnaranum Clair George að verða að falli það sem njósnarar eiga að kunna best: að ljúga. þegar Angleton hefði losað tökin á henni. Árið 1975 tók George svo við fyrsta stóra útibúinu: Beirút. Hann hefði ekki getað valið verri tíma, því nokkrum mánuðum seinna braust út borgarastyrjöld og allt sendiráðsstarfsfólk var flutt ffá borginni. George hélt þó starfi sínu áfram við annan mann, skipti um dvalarstað á hverjum degi og tókst að halda uppi sam- bandi við mikilvæga tengla — menn á borð við Bashir Gemayel, leiðtoga falangista, sem seinna var ráðinn af dögum, þá nýkjörinn forseti Líbanons. Heima fýrir var farið að syrta í álinn fyrir CIA. Þingnefndir gerðu opinberar upplýsingar um þátt- töku CIA í banatilræðum við þjóðarleiðtoga (til dæmis Fídel Kastró) og tilraunir með LSD á saklausu fólki. Og í Aþenu var úti- bússtjóri CIA, Richard Welch, f næstu útgáfu af bandaríska gátuspilinu Trivial Pursuit gætu verið þessar tvær spurningar: Hver var síðastur til að bera vitni fyrir þingnefitdum sem rannsök- uðu Iran-kontrahneykslið? Svar: Clair George. Næsta spurning: Hver er hann? Clair George endaði rúmlega þrjátíu ára feril sinn hjá CIA sem yfirmaður njósnadeildarinnar, Operations Directorate, með 2.500 manna starfslið og yfir 60 millj- arða króna fjárveitingu. Hann gekk næstur forstjóranum, Willi- am Casey, að völdum og þótti einkar góður njósnari, sem þýddi líka að hann varð að kunna að ljúga sannferðuglega. Síðustu ósannindi hans komu honum hins vegar í koll, því þau sagði hann eiðsvarinn fyrir framan utanríkismála- og njósnanefndir Bandaríkjaþings. Hann var ákærður fyrir meinsæri og réttar- höld yfir honum hófust í Wash- ington fyrir nokkrum vikum. Þyngsta refsing við ákærunum er samtals fimmtíu ára fangelsi og 140 milljóna króna sekt. DJÖFULLEGA FALSKUR George fullyrti í þinginu að CIA hefði hvergi komið nærri ólögleg- um vopnasendingum til kontra- skæruliðanna í Níkaragúa. Seinna baðst hann afsökunar á þessu og sagðist hafa átt við CIA sem stofh- un, ekki einstaklinga innan henn- ar. Þetta var ekki mjög sannfær- andi, enda hafði George víðtæka vitneskju um það sem Bill Casey og Oliver North aðhöfðust þar syðra. Ferill Georges og trúnaður við CIA benda líka til þess að hann hefði ekki talið eftir sér að Ijúga svolítið að þinginu, ef það mætti koma leyniþjónustunni að gagni. „Hann var besti njósnari sem ég hef nokkru sinni kynnst,“ segir Richard Viets sendiherra, sem starfaði á Indlandi í lok sjöunda áratugarins þegar George var hjá CIA-útibúinu þar. „Hann var kominn með höndina í rassvas- ann hjá manni áður en hann var búinn að heilsa. Hann býr yfir þeirri óvenjulegu blöndu sem leyniþjónustan sækist eftir — per- sónuleika sem er óhemjuvingjarn- legur og traustvekjandi, en um leið djöfullega falskur og tvöfaldur í roðinu.“ George var 26 ára árið 1956 þegar hann fór til Hong Kong á vegum CIA og safnaði upplýsing- um frá flóttamönnum og andófs- mönnum sem streymdu frá meg- inlandinu. Hann talar reiprenn- andi kínversku og þótti sérstak- lega mikilvægur fyrir þann hæfi- leika sinn að geta vingast við kon- ur án þess að eiginmönnum þeirra þætti hann ógna sér. Eftir stuttan stans í Washington var hann sendur til Parísar sem „pól- itískur aðstoðarmaður" í sendi- ráðinu, en notaði tímann þar til að kynnast afrískum diplómötum, enda stóð til að senda hann til Vestur-Afríku. Hann fór til Malí árið sem „efnahagssérfræðingur“ en var í raun útbússtjóri CIA þar. Malí var út af fyrir sig ekki merkilegt land, en risaveldin voru þó að byrja að takast á um nýfrjálsu ríkin í Vest- ur-Afríku. I Malí þreifst George eins og fiskur í vatni og gekk vel að koma sér upp sam- böndum meðal sovéskra og Dag einn árið 1966 fékk George viðvörun frá vini sínum í mal- ísku öryggislögreglunni þess efnis að lýsa ætti hann pers- ona non grata í landinu. Það hafði sumsé komist upp um hann og George Keið ekki eftir opinberri ilkynningu, heldur var stunginn af samdægurs. IFELUM í BEIRÚT Næst lá leiðin til Indlands, þar sem hann hafði umsjón með rússneskum og öðrum gagnnjósnur- um, sem nóg var af í Nýju Delhí á þessum tíma. Árið 1971 flutti hann aftur til Washington og tókst á hendur yfirum- sjón með öllum sovéskum gagnnjósnurum fýrir utan Sovétríkin og austurblokkina. niósnari í klípu

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.