Pressan - 13.08.1992, Blaðsíða 34

Pressan - 13.08.1992, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR MfSSAN 13.ÁGÚST 1992 Poppið FIMMTUDAGUR I# Skriðjöklar eru stór- brotin hljómsveit. Og þeir eru meira að segja líka góðir þótt danska nektar- dansmærin sé ekki með þeim. Húm- orinn hefur alltaf verið í fyrirrúmi og er enn og í kvöld verða þeir á Gaukn- um. Aldeilis ágætt. • Jötunuxar skríða um Grjótið í kvöld. Stilla upp og djamma og svo- leiðis og hafa gaman af þessu. Þar verður líka Vírus, vonandi verður þessi Vírus Jötunuxum ekki að fjör- tjóni. • Glott og Kolrassa krókríðandi verða á Púlsinum í kvöld. Glott er að við höldum næstum því alveg gömlu Fræbbblarnir. Að minnsta kosti er Valli í henni. Stelpurnar í Kolrössu unnu Músíktilraunir og ein- hverjar öfundarraddir hafa heyrst um að þær hafi bara unnið af því þær eru stelpur. Það er tóm lygi. Tónlistin þeirra er stórfín. Og þá verður líka á Púlsinum nýtt dansband, mjög skemmtilegt, sem þeir Ernir tveir, Ein- ar og Hilmar stjórna. Öllu útvarpað á Bylgjunni. Smakk. • Svörtu sauðirnir koma að norð- an. Kominn tími til að við fáum svarta sauði að norðan hingað suður. Við lesum nefnilega svo oft um það í blöðunum að svartir sauðir hafi kom- ið norður að sunnan og gert allt vit- laust. Brotist inn, stolið bílum og jafn- vel slegist. Þetta heita aðkomumenn í fréttunum að norðan. En þessir Svörtu sauðir koma samt ekki úr sama sauðahúsi og svörtu sauðirnir í fréttunum. Þessir spila á hljóðfæri og syngja og tralla. Hafa spilað á böllum á Akureyri og þar í kring og þótt góðir. Nú eru þeir komnir suður og spila á Café Amsterdam. ■J.HHN.milM • Undir tunglinu vilja menn á stundum geggjast. Að minnsta kosti þegar tunglið er fullt. Fólk á ugglaust sumt líka eftir að geggjast undir þessu tungli. Undir tunglinu er nefni- lega ný hljómsveit. Eða svotil ný. Hún verður á Nillabar í Hafnarfirði í kvöld og skemmtir vinum Nilla. Sveitina skipa Elfar Aðalsteinsson, Tómas Gunnarsson, Helgi Fr. Georgsson, Guðmundur Jónsson og Almar Þór Sveinsson. Þessir ágætu drengir kunna sitthvað fyrir sér. Vinir Dóra eru komnir á kreik. Ógurlega finnst manni langt síðan þeir spiluðu hér síðast strákarnir. Og það er ekkert skrýtið. Það er nefni- lega iangt síðan þeir spiluðu síðast hér. Held ég. Þeir eru búnir að vera á Ítalíu að spila blúsinn sinn og vöktu víst lukku. Spiluðu með B.B. King og allt. Púlsinn í kvöld. • Jötunuxar enn í Grjótinu. Ekki vit- að með Vírus. Kannski. • Undir tunglinu er farin úr Hafn- arfirði og komin á Gaukinn. Lúnetikar landsins verða þar. • Svörtu sauðirnir að norðan enn fyrir sunnan á Café Amsterdam. Fínt, fínt. • Jet Black Joe, Stjórnin og Sálin hans Jóns míns eru allt saman mjög vinsælar sveitir. Sálin og Stjórn- in fylla hvert hús sem þær spila í. Minni reynsla er kannski á þessu með Jet Black Joe en þetta er efni- legasta sveit landsins. Ekki spurning. Afar skemmtileg sveit eins og reynd- ar hinar tvær líka. Og í kvöld eru þessar sveitir saman á stórdansleik í Reiðhöllinni í Víðidal. Af hverju? Jú, nú er íslandsmeistaramótið í hesta- íþróttum í fullum gangi og því er ballið. Sálin, Stjórnin og Joe leiða þarna saman hesta sína semsagt. Reiðstígvél og pokabuxur. • Bogomil Font verður á Hressó þetta kvöld. Ef veðrið er sæmilegt og hægt að reka nefið út í garðinn er þetta skemmtilegasti bar í höfuðborginni. Annars er Bogomil góður og það má líka benda á að stelpurnar á barnum eru töffarar, kunna eitt og annað í góðri en hrjúfri afgreiðslu. • Sléttuúlfarnir vafra nú um Súlnasal Hótels Sögu. Þessir úlfar eru þó hinir meinlausustu og meira að segja bara nokkuð skemmtilegir. Maggi Kjartans, Gunni Þórðar, Gulli Briem, Bjöggi Halldórs, Tómas Tóm- asson og ejpn í viðbót sem við mun- um ekki hvað heitir. Þeir vorú á bind- indismótinu í Galtalæk um verslunar- mannahelgina og fengu hrós fyrir. Það má drekka í Súlnasalnum. • Jötunuxarnir ekki dauðir úr öll- um æðum og enn í Grjótinu. • Smádjók verður meðal Gaflara í kvöld. Þessi bráðfyndna sveit verður á Nillabar nú í kvöld og spilar alla þessa helstu slagara. • Undir tunglinu. Fullt tungl á Gauknum og tunglsýkin í algleym- ingi. • Vinir Dóra skemmta sér og öðr- um af sinni alkunnu snilld á Púlsin- um. Verst að hafa ekki Bíbí sjálfan. En hann hlýtur að koma fyrr en seinna. • Völuspá verður á Firðinum í kvöld. Forspáir strákar þar á ferð. Hafnarfjörður er fallegur bær og þeir Hafnfirðingar eiga mjög fallegan skrúðgarð sem þeir nefna Hellisgerði. Það var einmitt í Hellisgerði sem hýri maðurinn, sem Flosi Ólafsson orti um fræga ferskeytlu, var staddur. Þetta kemur málinu náttúrlega ekk- ert við en mig langaði bara að koma þessu að. • Svörtu sauðirnir nýmarkaðir, rúnir og afsagaðir og á Café Amster- dam. • Bogomil Font og vel stæðu vin- irnir hans verða á Gauknum í kvöld. Milljónamæringarnir ætla þó ekki að splæsa á línuna af barnum en þeir ætla að spila fyrir pöpulinn án nokk- urs aukagjalds. Þetta er yndislegt band. Sveitaböll ■iHingHaa • Hreðavatnsskáli Skriðjöklar. iimiiiHaj • Njálsbúð Síðan skein sól. • Baldurshagi Bíldudai Græni bíll- inn hans Garðars. • Suðureyri við Súgandafjörð Sniglabandið. • Miðgarður Skagafirði Galíleó. • Ólafsvík Skriðjöklar. • Neskaupstaður Sálin hans Jóns míns. Barir í síðustu PRESSU ^^^■fjargviðraðist drykkju- Qb Hmaður blaðsins yfir því BI JBhversu fyrirmunað bar- þjónum landsins virðist vera að læra þá list að skenkja bjór í könnur. Það gerir mann pirraðan þegar ekki er rétt staðið að þessu einfalda verki og getur valdið því að maður líti annars ágæta krá ekki réttu auga. Þjónninn á Kringlukránni gerði akkúrat þennan feil. Samt var ekkert mikið að gera og drykkju- maður þessa blaðs var varla svo þyrstur á svipinn að það þyrfti að afgreiða hann í ofboði. Egilsbjór- inn var þó ágætur á bragðið en hefði að skaðlausu mátt vera líf- legri. Maður á næsta borði var ekki ánægðari með bjórinn sinn en svo að hann sendi hann til baka með þeim orðum að hann væri flatur og ódrekkandi. Þjónninn tók orðalaust við könn- unni og kom að vörmu spori með nýja og þá virtist maðurinn sætta sig við ölið. Úrvalið á barn- um er prýðilegt og allir ættu að geta fundið það sem þeir helst vilja drekka. Kringlukráin er staður fyrir hópa og fólk yfir þrí- tugu. Það er að minnsta kosti það sem maður fær á tilfinning- una. Innréttingarnar eru smekk- legar en samt ekki alveg að smekk þess er þetta skrifar. Fyrsta hugsunin var: Ef Helgi í Góu á eftir að opna Kentucky Fri- ed Chicken-stað með fullt vín- veitingaleyfi þá verður hann inn- réttaður eins og Kringlukráin. Villtustu barflugur bæjarins hafa sennilega takmarkað gaman af því að sitja á Kringlukránni. Fyrir penna fólk er hún hinsvegar ákjósanleg. ★ ★ Sýninaar n# Það var svo geggjað Árbæjarsafn er löngu hætt að snúast bara um moldarkofa heldur líka um fólk, sumt í ekki alltof fjar- lægri fortíð. Til dæmis hippasýningin sem ber með sér andblæ áranna 1968 til 1972, þegar herbergi unglin- ga önguðu af reykelsi, allir gengu í útvíðum buxum og karlmenn voru hæstánægðir með að skvetta á sig Old Spice- rakspíra. Opiðkl. 10-18. • Húsavernd á íslandi. Aðalstræti er sorglegt dæmi um þegar menn vilja hvort tveggja halda og sleppa, vernda og rífa. Vissir hlutar Akureyrar eru á hinn bóginn fagurt dæmi um skynsamlega húsavernd. í Bogasal er sýning þar sem er rakin saga húsa- verndará íslandi. Opiðkl. 11-16. Stórvarasai sveppir Sveppi heitir Sveppi að því hann étur svo mikið af sveppum. Sveppirnir sem Sveppi lifir á eru af berserkjaætt og í daglegu tali kall- aðir meskalínsveppir eða „stuðsveppir“. Best heppnaða persóna myndarinnar og jafn- framt best leikna, Sveppi, er alveg kexrugluð í myndinni Veggfóðri vegna áts á þessum sveppum. Sveppirnir vaxa meðal annars víða á íslenskum túnum. „Við Júlli höfum prófað svona sveppi — af þeim hlýst góð víma í fyrstu. Við skemmtum okkur mikið, hlógum alveg rosalega í fyrsta sinn er við átum svona sveppi. Við hlógum það mikið að við urðum að fara út af skemmti- staðnum sem við vorum á til að andá! Maður getur líka tekið fólk og breytt því, en það gerist auðvit- að bara í huganum og er alveg óhemjufyndið. Þetta er þó ekki sniðugt til lengdar. Sveppaát er stórhættulegt," segir Jóhann Sig- marsson, annar af handritshöf- undum Veggfóðurs, sem ásamt Júlíusi Kemp ritaði, greinilega af mikilli innlifun, um persónu Sveppa. „Þetta voru auðvitað bernskubrek hjá okkur Júlla, en við þekkjum þó hvemig það er að neyta þessara sveppa og komum Sveppi að tína sveppi fyrir framan því til skila í myndinni." Þorkell Jóhannesson prófessor þekkir einna best til virkni slíkra sveppa og segir þá hafa svipaða virkni og LSD en þó veikari. Þetta em svokallaðir ofskynjunarsvepp- ir og geta haft stórhættulegar aukaverkanir. „Þess eru dæmi að lýsergín geti, eftir einn skammt jafnt sem langvarandi töku, valdið geðveikikenndu ástandi er að sumu leyti líkist geðklofa. „Tripp- ið“ getur heppnast bæði vel og illa. Ef það heppnast ekki vel getur Höfða, enda kengrugluðtýpa. maðurinn orðið skelfingu lostinn yftr því að hann sé í pörtum eða brotum og komist aldrei aftur til sjálfs sín. Honum finnst því að festa sín í fýrri veruleik sé brostin svo hann verði aldrei samur aftur. Honum fmnst sem sér mæti illvilji eða hatur frá öllum nema eigin persónuleika. Oftar en ekki bregst hann þá við með ofsa, sem leitt getur til slysa og/eða dauða ann- arra en hans sjálfs.“ Semsagt; sveppirnir geta verið stórhættulegir. DONALDJUDD í litlum sýningarsal fyrir ofan Levi’s-búðina við Laugaveg stehdur nú yfir lítil en merkileg sýning þar sem einn af frægustu myndlistarmönnum okkar tíma, Donald ludd, sýnir þrjú verk; tvö krossviðar- verk og verk úr áli. Eigandi húsnæðisins er Pétur Arasori í Faco, góðvinur Donalds, sem býr í Marfa í Bandaríkjunum. Pétur hefur ekki aðeins verið Donald innan handar hér á landi, því Pétur aðstoðaði við uppsetningu sýningar í Moskvu fýrir Jtremur árum. Sjálfur var Donald hér á landi í júlí og opnaði þá sýn- ingu á verkum sínum í Slunkaríki á Isafirði. Sýningin á Laugavegi 37 er aðeins opin á miðvikudögum ffá Idukkan 2 til 6. A LAUCA- VECINUM Hilmar Sigurðsson auglýsingateiknari hjá Grafít Halló, þetta er Hilmar. Ég er ekki heima. Settu skilaboð hér eftir tóninn ogéghefsam- band. Viðfyrsta tœkifæri. Kvikmyndastjarna imcuiuí> Enginn íslenskur leikari hefur leikið í eins mörgum bíómyndum og Egill Ólafsson. Það er varla neitt ofmælt að fullyrða að um þessar mundir sé hann mesti kvikmyndaleikari íslands. Og, nota bene, hann er ekki lærður leikari. Ekkert hefur þó enn orðið af neinni rullu úti í hinum stóra heimi. Þó gæti orðið á því breyt- ing á næstu misserum því erlend- ur leikstjóri mun hafa augastað á stórleikaranum Agli Ólafssyni. En Egill vill ekki segja hver það er. Að því er næst verður komist hefur Égill verið festur á filmu í 17 myndum. Teljum þær helstu í sem næst réttri röð: Grandvar barnakennari í Jóni Oddi og Jóni Bjarna; Stinni stuð í Með allt á hreinu; víkingakempa í Hrafninn flýgur; Oddur sýslu- mannsfulltúi í Hvítum mávum; vonbiðill í í skugga hrafnsins; Magnús, lögfræðingur með krabbamein, í Magnúsi; aðstoð- armaður í Kristnihaldinu; aðal- hlutverk í Ryði, en smátt hlutverk í Börnum náttúrunnar; Ólafur Tryggvason í Hvlta víldngnum. í Veggfóðri er Egill svo í litlu hlutverki, en fer hins vegar með eitt aðalhlutverkið í Karlakórn- um Heklu. Að auki bætast við hlutverk í sjónvarpsmyndum á borð við Silfurtunglið, Snorra Sturluson og Englakroppa. Svo duglegur hefur Egill verið síðustu árin að það telst nánast sæta tíðindum ef kemur kvik- mynd þar sem honum bregður ekki fyrir. En hvaðfnmst honum sjdlfum urn allarþessarmyndir, erein betri í minningunni en örmur? „Maður er fullkomlega ódóm- bær á börnin sín. Mér þykir eigin- lega vænst um þær myndir sem ég er að vinna að hverju sinni. Þá hefur maður enn möguleika á að gera eitthvað og móta, en annað er búið og gert.“ ímörgum rnyndurn þarft þú ekki aimað en að birtast, sj’ria á þér and- litið til að draga að þér alla athygli. Hver ergaldurinn þarað baki? „Þetta er spurning um einbeit- ingu. Þetta er eitthvert algleymis- ástand. Maður breytist í viðkom- andi mann eftir ákveðnum for- sendum, reynir að skilja hann. Minn galdur er sá að finna það í fari mínu sem ég held að eigi við viðkomandi persónu." Egill licfur sern fyrr segir etiga menntun úr leiklistarskóla. Hefur það hamlað honurn? „Kvikmyndirnar eru búnar að vera minn skóli. Ég hef auðvitað gert mistök í þessum myndum sem ég hefði kannski ekki gert hefði ég farið í einhvern skóla, en maður veit aldrei." Bestu ísletisku myndirnar að þínurn dóttti? „Hrafninn flýgur og Land og synir. Ég er einnig búinn að sjá mynd Kristínar Jóhannesdóttur, Svo á jörðu sem á himni, og tel hana í flokki bestu kvikmynda sem gerðar hafa verið hér á landi. Mér fmnst blása ferskum anda í íslenskri kvikmyndagerð."

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.