Pressan - 13.08.1992, Blaðsíða 30

Pressan - 13.08.1992, Blaðsíða 30
Il 30 FIMMTUDAGUR PKESSAN 13. ÁGÚST 1992 , UMHORFS A ISLANDIFYRIR 30 ÁRUM í pegar pabbi og mamma voru ung fsland fyrir 30 árum. Sjórinn fullur af síld og nóg að gera við að salta. íslendingar eru líka að losna úr hömlum ára- tuga viðskiptafjötra, sem við- reisnarstjórnin létti af þjóð- inni. Þjóðin er sumsé að rétta úr kútnum og siglir hraðbyri inn í neysluþjóðfélag 20. ald- arinnar. Aldrei hefur verið meira keypt í landinu en þetta ár fyrir 30 árum, árið 1962. Kaup hefur aldrei verið hærra. Lífskjörin aldrei betri. Við fáum smjörþefinn af því sem koma skal. En hvernig var lífið? Hvernig var tískan? Um hvað var talað? Fjöl- miðlabyltingin er ennþá langt undan. Ekkert sjónvarp í landinu nema hjá Kananum og aðeins ein útvarpsstöð, gamla gufan. Þótt stúlkum væri farið að fjölga í menntaskólum voru giftar konur ennþá fyrst og ffemst hús- mæður. Eiginkonur togarasjó- manna voru meira að segja spurð- ar álits í blöðunum þegar lengja átti vinnutíma eiginmanna þeirra. Hússtjórnarskólar blómstruðu og af auglýsingum í blöðum að dæma var lítið annað fyrir ein- stæðar mæður að gera en komast í ráðskonustörf. Einhleypir menn leigðu sér gjarnan herbergi úti í bæ og þar kom ekki til greina að elda mat, hvað þá þvo þvotta. Þeir borðuðu því í mötuneyti og fengu húsmæður til að þvo af sér. VIÐARKLÆÐNINGU Á VEGGINA Það var mikið byggt í Reykjavík þetta ár. Borgin teygði sig sífellt lengra í austur, mörgurn Vestur- bæingum til sárrar gremju. En menn sáu fram í tímann á þéssum árum og lögðu drög að framtíðar- skipulagi. Danskur skipulagsffæð- ingur sá Reykjavík fyrir sér sem mörg 5.000 íbúa hverfi og nýjan miðbæ á horni Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Nýjar íbúðarbyggðir spruttu sem sagt upp eins og gorkúlur. Eftir eimdi þó af fyrri tíð. Bragg- arnir voru ekki ennþá horfnir. Þeim fór þó sífellt fækkandi og íbúum þeirra líka. En það voru ekki allir komnir með það sem nú þykir sjálfsagt: hitaveitu. Það varð ekki fyrr en nokkrum árum síðar. Og einu sinni á árinu kom upp sú staða að Reykvlkingar voru beðnir að sjóða allt vatn áður en þeir not- uðu það til neyslu, vegna hættu á sýkingu. Það hafði hlaupið í Gvendarbrunna vegna vatnssöfn- unar á Sandskeiði — og á sama tíma flæddi Ölfusá yfir bakka sína á Selfossi. I nýju íbúðunum sem verið var að byggja var komið fyrir hús- gögnum og innréttingum úr tekki og mahóní, palisander og sepía- spóni. Húsmæðurnar báru á stól- armana í stofunni, stofuborðin og skenkina með tekkolíu og viðar- klæðning á veggina var mikið í tísku. f eldhúsum landsins voru eidhúsborð með harðplastplötum og stólar og kollar „úr völdum stálrörum, krómuðum með þykkri gljáhúð og sætum og bök- um bólstruðum með Lystadún". Hrærivélin var Kenwood og elda- vélin frá Rafha. Borðstofuhús- gögnin voru ekki frá Ítalíu heldur tékknesk. í herbergi unglingsins var tveggja sæta sófi, sem hægt var að draga út armana á, setja þar bökin og þá var komið rúm. Bílaeign var ekki orðin almenn en vélknúnum ökutækjum fjölg- aði ört. Aldrei hafði verið flutt inn jafnmikið af bílum og á þessu herrans ári 1962. Það voru Volks- wagen handa fjölskyldunni, Vaux- hall og Taunus eða Moskowitch. Benz eða Chevrolet handa efnaðri borgurum og Land Rover- eða Willys jeppi fyrir bændur. TVISTIÐ SIGRAR HEIMINN OG ÍSLAND Árið 1962 lágu Reykvíkingar ekki fyrir framan sjónvarpstækin sín á kvöldin, átu popp og drukku kók. Þeir fóru á gömlu dansana eða á bingó, í bíó eða á skauta á tjörninni. Eða dönsuðu tvist, dansinn sem tröllreið heiminum það árið. Það var mikið skrifað um tvistið í dagblöðum og Mogg-

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.