Pressan - 13.08.1992, Blaðsíða 21

Pressan - 13.08.1992, Blaðsíða 21
LESENDUR FIMMTUDAGUR PRESSAN 13. ÁGÚST 1992 21 Athugasemdfrá Hafrannsóknastofnun vegna viðtals við Sighvat Björgvinsson í framhaldi af viðtali við heilbrigðisráð- herra, Sighvat Björgvinsson, í Pressunni 6/8/92 og upplestri úr greininni í Auðlind- inni vill Hafrannsóknastofhunin leiðrétta ýmsan misskilning, sem gætir í framsetn- ingu. Minnst er á ýsustofhinn í viðtalinu Og fullyrt að ekki hafi tekist að byggja hann upp. Hið rétta er, að ýsustofninn er í góðu ástandi, góð nýiiðun er á leið inn í stofn- inn. Þannig hafa markmið að baki ráð- gjöfinni þvf að fullu staðist, þ.e. að halda stofninum í góðu ástandi og geta leyft veiðar úr stofninum í samræmi við af- rakstursgetu hans. Fullyrt er að ekkert sé vitað um nátt- úrulega dánartölu þorsks og að þar sé notast við ágiskaða tölu. Hið rétta er, að náttúruleg dánartala var fyrst metin af Jóni Jónssyni, fyrrv. forstjóra stofnunar- innar, og voru þær niðurstöður birtar í tímariti Verkrfæðingafélagsins árið 1967. Síðan hefur margsinnis verið farið yfir þá útreikniga, meðal annars í tengslum við síðustu ráðgjöf stofnunarinnar. Kom í ljós að í fýrsta lagi var ekki ástæða til að breyta mati á dánarstuðlinum og í öðru lagi eru öll helstu atriði ráðgjafarinnar óháð því hvert gildið er nákvæmlega. Þetta stafar af því að sóknin í þorskstofninn er langt yfir kjörsókn. Þótt hnikað sé til helstu for- sendum ráðgjafarinnar breytir það engu um þá niðurstöðu að draga beri úr sókn í þorskstofninn til að gera veiðar hag- kvæmari og minnka sveiflur í stofni og afla. Þannig er rangt að allar niðurstöður gerbreytist þótt gert sé ráð fyrir öðrum náttúrulegum dánarstuðli. Ekki er heldur rétt, að ekki sé tekið tillit til annarra tegunda eða ástands sjávar. Stærð loðnustofnsins er notuð til að spá um meðalþyngd þorska eftir aldri, en loðnan er mikívægasta fæða þorsksins. Einnig er tekið tillit til stærðar þorsk- stofnsins við mat á veiðiþoli úthafsrækj- unnar. Þannig hefur verið tekið tillit til mikilvægra þátta sem varða samspil teg- undanna. Þessi atriði koma skýrt ffam í skýrslum stofhunarinnar. Gefið er í skyn að ekki sé hægt að geyma fisk í sjó og því sé ekki hægt að byggja upp stofninn. Er rétt að benda á að í báðum heimsstyrjöldum fékk þorsk- stofninn mikla friðun og árangurinn lét ekki á sér standa í miklu meiri afla á sókn- areiningu. Einnig ber að benda á, að mjög gott samræmi er á milli mælinga á tveggja og þriggja ára fiski. Þannig er ljóst að stór árgangur tveggja ára verður einnig stór þriggja ára og slíkur árgangur kemur síð- an sterkt inn í veiðar sem fjögurra ára og eldri fiskur. Fullyrt er að öll atriði ráðgjafarinnar hafi breyst milli ára. Hið rétta er, að þótt stofnmat hafi breyst hefur orðið sáralítil breyting á aflaspám nema hvað varðar breytingu vegna þess að nú er ljóst að Grænlandsganga kom ekki að neinu marki á árinu 1991. Þannighefur til dæm- is ekki orðið breyting á þeirri grundvallar- niðurstöðu að komandi árgangar munu ekki geta gefið af sér nema um 220 þús- und tonn, en þetta kemur ffam í skýrslum stofnunarinnar bæði í ár og í fyrra. Varð- andi þá fullyrðingu ráðherrans að ekki hafi verið gert ráð fyrir Grænlandsgöngu í fyrri úttekt er rétt að benda á skýrslu stofnunarinnar frá í fyrra, en þar kemur skýrt fram að reiknað var með Græn- landsgöngu bæði 1990 og 1991 en ekki ár- in þar á eftir. Ráðgjöf stofnunarinnar í fyrra miðaðist við að halda veiðistofninum í jafnvægi. Þetta var í samræmi við það markmið að nýta sterka árganga til að styrkja stofninn en halda í horfinu þess á milli. Þá voru ekki taldar nægilega sterkar vísbendingar um samband milli stærðar hrygningar- stofns og nýliðunar til að réttlæta að reyna að byggja upp hrygningarstofninn með þeirri lélegu nýliðun, sem nú er að koma inn í veiðistofninn. Mjög erfitt er að finna samband milii stærðar hrygningarstofns þorsks og nýlið- unar. í mörgum fyrri skýrslum Hafrann- sóknastofnunarinnar hefur verið bent á , að ekki sé vert að reyna að finna þetta samband, því það finnst því aðeins að stofhinum sé stefnt í tvísýnu. sú breyting hefur orðið á síðan í fyrra að 1985 árgang- urinn er nú metinn talsvert undir meðal- lagi og nýr lélegur árgangur (1991) hefur bæst í hóp þeirra lélegu árganga, sem nú stofninn sé farinn að nálgast lffFræðileg hættumörk. Nauðsynlegt var að taka tillit til þessa við ráðgjöfina á þessu ári. Því var ekki miðað við jafhstöðu stofnsins heldur uppbyggingu. Jafnstöðuráðgjöf hefði verið um 220 þúsund tonna afli, en hún var um 250 þúsund tonn í fyrra og skýrist munurinn að miklu leyti með því að ekki kom Grænlandsganga á árinu 1991. Eins og að framan greinir var þó jafnframt tekið fram að fimm lélegir árgangar væru að koma eða komnir inn í veiðistofninn og sýnilegt væri að afli næstu árin gæti vart orðið meir en 200-250 þús tonn (meðaltal 225 þús.tonn) eigi ekki að ganga verulega á stofninn. Til að tryggja uppbyggingu þarf nú að takmarka afla talsvert fýrir neðað jafn- stöðuafla og því miðaðist ráðgjöf Haf- rannsóknastofnunarinnar og Alþjóðahaf- rannsóknaráðsins við 175 þúsund tonna afla að meðaltali næstu þrjú árin. Jakob Jakobsson og Gunnar Stefánsson NÝTT GISTIHEIMILI YIÐ AKUREYRI Nýbyggt dvalar- og gistiheimili er formlega . tekið til starfa að Glerá við Akureyri. Sérstakt kynningarverð verður á gistingu til næstu mánaðamóta, ág./sept. Heimilið er 3 km frá miðbæ Akureyrar sunn- an Skíðahótelsvegar. Sérstaklega er bent á að staðurinn er hent- ugur fyrir 3-6 manna fjölskyldur eða allt að 15-17 manna hópa. HRINGIÐ - KOMIÐ - GISTIÐ SÍMAR (96)-25723 0G (96)-25724 ✓ Rauði kross Islands heldur námskeið til undirbúnings fyrir HJÁLPARSTÖRF ERLENDIS í Munaðarnesi 25. - 30. október 1992. Þátttökuskilyrði eru: — 25 ára lágmarksaldur — góð tungumálakunnátta, a.m.k. enska — góð starfsmenntun (ýmis störf koma til greina) — góð almenn þekking og reynsla Námskeiðið fer fram á ensku og verða leiðbeinendur m.a. frá Alþjóða Rauða krossinum í Genf. Fjöldi þátttakenda er áætlaður um 20 og er þátttökugjald kr. 13.000 (innifalið er fæði, gisting, kennslugögn og ferðir Rvk. - Munaðarnes - Rvk.). Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu RKÍ, Rauðarárstíg 18, Rvk. Umsóknum ber að skila á skrifstofu RKÍ fyrir 1. september nk. Þar veitir Sigríður Guðmundsdóttir nánari upplýsingar. Rauði kross Islands Rauðarárstíg 18, 105 Reykjavík, sími 91-626722 NÚ ER TVÖFALDUR 1. VINNINGUR

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.