Pressan - 13.08.1992, Blaðsíða 6

Pressan - 13.08.1992, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR PRCSSAN 13.ÁGÚST 1992 F Y R S T F R E M S T GUÐMUNDUR ÁRNl STEF- ÁNSSON bæjarstjóri Hafnaríjarðar „Ég vil skoða hin hagrænu gildi í einstökum tilfellum í sam- einingu íyrirtækja eða auknu samstarfi á einstökum vettvangi. Þá vil ég fá að sjá borðliggjandi ávinning af því að steypa sveitar- félögunum saman undir einn hatt. Ég hef á liðnum árum skoð- að hagkvæmni samrekstrar á ein- stökum sviðum þar sem menn eru að vinna saman. Ég held því að það sé góðra gjalda vert að skoða það hlutlægt á hvaða svið- um hægt er að halda úti óbreyttri og betri þjónustu fyrir minni pen- ing. Ég set stórt spurningarmerki við sparnað í nefndum samfara Sameining sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu Jóhannes Jónsson í Bónus Hrói hötturgenginn í liðfógetans Tvær Lík dr. Charcots og skipsfélaga hans í fjörunni. Myndina tók Finnbogi Rútur Valdimarsson og birti í snarhasti í Alþýðublaðinu. Það þóttu ný- stárleg vinnubrögð og myndin er að sönnu áhrifarík. sameiningu. Ég tel það einmitt kost við mátulega stærð sveitarfé- laga að sem flestir íbúar hafi ein- hver ráð um það sem fram fer. Ég vil ekki spara tíeyring á því og leggja lýðræðið fyrir róða.“ SIGURÐUR GEIRDAL bæjarstjóri Kópavogs „Við höfum mjög leitast við að útvíkka sam- vinnu við önnur sveitarfélög um stærri verkefni. Frá bæjardyrum Kópavogs séð er ósköp lítill sparnaður falinn í sameiningu. Þá finnst mér að sveitarfélögin á höf- uðborgarsvæðinu hafi verið ákaf- lega öflugar einingar í að stækka og byggja upp. Það á sér stað mikil gróska og sveitarfélögin hér á höfuðborgarsvæðinu. Þau geta unnið sameiginlega í sam- starfi. Þvingaða sameiningu tel ég ekki heppilega, það er að segja þegar Alþingi ákveður með lög- um að eitt sveitarfélag skuli sam- einast öðru. Sveitarstjórnarmenn eða fólkið sjálft í einstökum sveit- arfélögum verða að hafa lokaorð- ið í sambandi við sameiningu þó svo að stefnumótun komi ffá öðr- um. Slikt á rétt á sér. Sameining- arnefndin hefur fært ýmsar ástæður fýrir sameiningu en ekki nein sannfærandi rök, þar með talið að sameining sé nauðsynleg vegna svipaðrar þróunar úti á landi.“ Þá er Jóhannes Jónsson í Bónus genginn til liðs við erkióvininn. Fyrir alþýðu þessa lands er þetta álíka áfall og ef lýðurinn í Notting- ham hefði mátt sjá á eftir Hróa hetti ganga í raðir sendisveina fóg- etans. Gamlar konur felldu tár þegar fréttin barst. Þeim hafði tekist að draga fram lífið á nánasarlegum ellilífeyri sínum fyrir atbeina Jó- hannesar í Bónus. Skyndilega var framtíðin orðin óljós. Og þegar fólk hefur ekki annað en eUilífeyr- inn sinn er erfitt að horfast í augu við slíka óvissu. „Fyrir alþýðu þessa lands er þetta álíka áfall og eflýðurinn í Nottingham hefði mátt sjá á eftir Hróa hetti ganga í raðir sendisveina fógetans. “ Og fleiri hefðu ástæðu til að fella tár með gömlu konunni. Til dæmis þeir sem hafa skammtað henni hinn nánasarlega ellilífeyri. Þeir komust fyrst og fremst upp með það vegna þess að Jóhannes stal frá ríku heildsölunum og gaf gömlu konunni. Nú getur allt eins farið svo að þeir komist ekki leng- ur upp með að hafa ellilífeyrinn svona lágan. Þótt Hagkaup hafi verið öðrum gömlum konum gott á árum áður þá eru mörg ár síðan það fýrirtæki fann sér aðra bandamenn. Þegar uppgangur varð í þjóðfélaginu eft- ir 1986 og nýríkum fjölgaði hætti Hagkaup að vera besti vinur fá- tældinganna og batt trúss sitt við fólk sem vildi versla í flottum hús- um og var tilbúið að borga fyrir það. Um tíma áttu fátæklingarnir engan að. Fyrr en Jóhannes í Bón- us kom. En nú er hann genginn í lið með Hagkaup og hinum ört minnkandi hópi nýríkra. Hann hefur vissulega tryggt sjálfum sér góðan lífeyri í ellinni. Hagkaup mun sjá um hann og hans fólk. En vandalausir sem treystu á hann horfa óttaslegnir til framtíð- ar. Munu þeir missa stærstu kjarabót íslensks verkalýðs á und- anförnum árum; allt frá þeim tíma þegar Pálmi í Hagkaup bætti hag íslensks verkalýðs meira en sjötíu kjarasamningar á sjöunda og átt- unda áratugnum? Munu þeir missa Bónusinn? Það er skiljanlegt að fólkið telji sig svikið. Það var tilbúið að vaða eld og brennistein fyrir Jóhannes. Það stóð í tveggja tíma biðröðum inni í búðunum hans, óð inn í kæliherbergi eftir mjólkinni og hefði gengið beint inn í sjóðandi heita bakarofna ef hann hefði boðið upp á grillaða kjúklinga. Nú er það undir Hagkaups- mönnum komið hvort viðskipta- vinum Bónus verður launað trygglyndið eða hvort þeir verða hraktir inn í höll hinna nýríku til að eyða sínum fáu aurum í soðn- inguna. Þessir fáu aurar munu þá ekki einungis þurfa að standa undir höllinni sjálfri heldur líka undir kaupum Hagkaups á helmingn- um í Bónus. Á endanum verða það því hinir trygglyndu fátæk- lingar sem flykktu sér um Jóhann- es í Bónus sem borga brúsann. Þar á meðal tryggingu hans sjálfs fyrir öryggi í ellinni.________ ÁS MARKÚS ÖRN ANTONSSON borgarstjóri „Um samein- ingu sveitarfé- laga á höfuð- borgarsvæðinu er það að segja að þetta eru mjög sjálfstæðar stjórnunarein- ingar. Það er fullur vilji í þessum bæjar- og sveitarfélögum að það ástand sem nú ríkir verði óbreytt. Menn hafa mikinn metnað fýrir hönd sveitarfélaga sinna. Það er full ástæða til að leita hagkvæm- ustu leiða varðandi uppbyggingu þjónustu og rekstrar og það hafa sveitarfélögin á höfuðborgar- svæðinu verið að gera. Sveitarfé- lögin munu í framtíðinni vinna saman sem sjálfstæðir aðilar að hagsmunamálum sínum þar sem það þykir hagkvæmt." keppa hvert við annað. Ég held að þessu sé best komið eins og það er, að minnsta kosti fyrst um sinn. Við eigum að auka sam- vinnu og láta síðan hagkvæmni ráða því hvort af einhvers konar sameiningu verður. En að skella þessu öllu saman í eina 150.000 manna borg er miklu meira mál en svo að skýrsla Hagfræðistofh- unar leiðbeini manni að ein- hverjugagniíþví.“ JÓNAS EGILS- SON alþjóðastjórn- málaffæðingur „Ég er per- sónulega á móti þvingaðri sam- einingu og sé ekki mikla þörf fyrir að sameina sveitarfélögin Válegir atburðir rifj- ast upp þegar kvik- mynd Kristinar Jó- hannesdóttur Svo á jörðu sem á himni verður frumsýnd inn- an hálfs mánaðar. Einn þráðurinn í myndinni er nefhilega eitt hörmulegasta sjó- slys sem orðið hefur við íslandsstrendur, þegar franska rann- sóknaskipið Pourquoi pas? strandaði á skeri út af Mýrum 16. sept- ember 1936. Allir í áhöfn skipsins fórust utan einn, þeirra á meðal dr. Jean Charcot, einhver ffægasti landkönnuður þeirra tíma. Þriðji stýrimaður, E. Gonidec, komst lífs af, og líka mávur sem var gæludýr skipstjórans, en þeir voru þrjátíu og átta skipverjarnir sem syrgðir voru við minningarathöfn í Landakotskirkju fjórum dögum síðar. Bærinn drúpti höfði þegar líkin sem rak á land voru borin í franskt skip. Frakkar minnast þessa atburð- ar oft og einatt; þar hugsa margir til Islands sem dularfullrar úteyjar þar sem margir góðir franskir drengir hröktust í hafi og fengu aldurtila. En þessa sorgardaga varð líka merkilegur kapítuli í sögu ís- lenskrar blaðamennsku og þá ekki síður íslenskrar blaðaljós- myndunar. Blaðamennskan var að slíta barnsskónum og aðferð- irnar voru harla fornfálegar, til dæmis birti Morgunblaðið smá- auglýsingar á forsíðu. En heim var kominn frá námi í Frakklandi ungur maður, Finnbogi Rútur Valdimarsson, sem síðar varð al- þingismaður og bankastjóri. Finnbogi var orðinn ritstjóri Al- þýðublaðsins og vildi eftir megni ma*.» * ' fr &&■ x Úr Svo á jörðu sem á himni eftir Kristínu Jóhannesdóttur. Pourquoi pas?-slysið er einn af þráðunum sem myndin er spunnin úr. láta það líkjast stórborgarblöðum sem hann hafði séð í París. Strax morguninn eftir að slysið varð var Finnbogi Rútur kominn upp á Mýrar. Þar tók hann ljós- myndir og viðtöl og hraðaði sér svo aftur í bæinn. Reyndar segir sagan að kapphlaup hafi verið milli hans og Ania Óla á Morgun- blaðinu, en Árni hafi komið síðar á vettvang og ekki haft með sér nothæfljósmyndatæki. Allt um það. Strax daginn eftir slysið birti Alþýðublaðið frásögn af slysinu og viðtal við skipbrots- manninn. Tveimur dögum síðar birtist svo stór frétt á forsíðu með sex ljósmyndum. Á þeim tíma voru þetta nýstárleg vinnubrögð og þótti þessi hraði í fréttaöflun óvenjuleg- ur. Af þessari ferð lifir þó helst ljósmyndin sem Finnbogi Rútur tók af dr. Charcot og skipveijum hans önd- uðum í fjörunni; mynd sem er þrungin kyrrð, tign og dulúð sem virðist annars heims. Ef til vill er þetta áhrifamesta fréttaljósmynd sem hefur verið tekin á fs- landi. Enda hefur hún orðið Kristínu inn- blástur.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.