Pressan - 13.08.1992, Blaðsíða 12

Pressan - 13.08.1992, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR PRESSAN 13. ÁGÚST 1992 JÓHANNIJ. Ólafssyni tókst að tryggja sér formannssæti í stjórn Stöðvar 2 fram að næsta aðalfundi. Það kostaði hann og félaga hans í íjórmenningaklíkunni reyndar svo mikið að vandséð er að þeir haldi áhrifum sínum í fyr- irtækinu. Formannssæti Jó- hanns J. kostaði þá yfirráð yfir hlutabréfum minnihlutans í Fjölmiðlun sf. (þeirra Bolla í Sautján, Garðars í Herragarð- inum, Jónasar Óia í Securitas og fleiri). Fjórmenningarnir þurftu líka að samþykkja að selja Sigurjóni Sighvatssyni hlut í Stöð 2 sem kostar þá 600 þúsund króna meirihlutann sem þeir höfðu. Og hugsanlega mun það jafnframt kosta þá alla kröfur á hendur Verslun- arbankanum vegna svika hans við sölu á hlutabréfum í Stöð 2 á sínum tíma. BESSÍ Jóhannsdóttur tókst einnig að tryggja sér formannssæti í vik- unni; hún endurheimti sæti sitt sem formaður mennta- málaráðs. Og eins og hjá Jó- hanni er hún formaður á út- leið. Á meðan Jóhann J. hélt stólnum en tapaði völdum fær Bessí stólinn en tapar stofnun- inni. Hennar eina verkefni verður að leggja bókaútgáfu Menningarsjóðs niður. EYJÓLFUR KONRÁÐ Jónsson hefur líka þurft að berjast fyrir sínum formanns- stóli; þeim í utanríkismála- nefnd. Það er hins vegar vand- séð hvernig hann ætíar að halda honum. Flestir aðrir stjórnarliðar virðast sammála um að hann eigi að skipta við Karl Steinar Guðnason og taka formannssætið í fjárveitinga- nefnd í staðinn. Efþað verður niðurstaðan þá hefur Eyjólfur Konráð vissulega haldið for- mannssæti þótt hann hafi misst nefndina sem hann vildi stjórna. ÓLAFUR ODDUR Jónsson er síðan sá fjórði sem heldur embætti sínu en virðist hafa keypt það fulldýru verði. Hann neitaði að segja af sér sem sóknarprestur í Keflavík og missti við það safnaðar- nefndina. Nefndin sóttist síðan eftir endurkjöri og tókst að vinna söfnuðinn á sitt band með frægri skýrslu um prest- inn. Ólafur Oddur hefur því einnig misst ff á sér söfhuðinn þótt hann haldi hempunni. Hann hefur nú ákveðið að leika sama leikinn og sóknar- nefndin og sent frá sér skýrslu um hana þar sem hann ásakar nefndarmenn um demonískan anda. Það á eftir að koma í Ijós hvort Ólafur Oddur endur- heimtir söfnuðinn og skilur sóknarnefndina eftir, án safn- aðarins. Átök á Þjóðminjasafninu Stór hluti starfsmanna Þjóðminjasafns sem unnið hafa að fornleifagreftri hefiir nú verið rekinn vegna launaþrætu. Guðmundur Magnússon þjóð- minjavörður hefur rekið fjóra starfsmenn sem unnu að forn- leifagreftri við Bessastaði. Starfs- mennirnir mættu á árangurslaus- an sáttafund hjá þjóðminjaverði á þriðjudag, en þeim fundi lyktaði með því að Guðmundur rak starfsmennina. Um er að ræða sumarfólk sem hefur reynslu af fornleifauppgreftri en ekki sér- fræðimenntun á því sviði. Upp- sagnarfrestur fólksins er einn mánuður. „Það er rétt að þessum starfs- mönnum hefur verið sagt upp. Ég var ekki ánægður með þá og þess vegna reyndist nauðsynlegt að segja þeim upp. Á Bessastöðum eru enn þrír menn við fornleifa- gröft og ég geri ráð fyrir að fljót- lega verði ráðið fólk í stað þeirra sem sagt var upp,“ sagði Guð- mundur Magnússon. Þjóðminjavörður sagðist ekki geta tjáð sig um orsök brottrekstr- arins, þar væri um að ræða ágreining sem yrði að teljast inn- anhússmál. Samkvæmt heimild- um PRESSUNNAR er ástæða uppsagnarinnar deila um laun. Starfsmennirnir sem hér um ræð- ir munu hafa talið að þeir ættu að fá greidda yfirvinnu með ákveðn- um hætti en þjóðminjavörður vildi ekki samþykkja það. Uppgröfturinn á Bessastöðum er sá eini sem Þjóðminjasafn hef- ur staðið að. I kjölfar þess að ákveðið var að endurreisa húsa- kynnin á Bessastöðum gerði Bessastaðanefnd verktakasamn- ing við Þjóðminjasafn um að það stæði fyrir nauðsynlegum forn- leifarannsóknum á meðan á fram- kvæmdunum stæði. Greiðir nefndin allan kostnað við þetta samkvæmt samningnum. Verk- stjóri er Sigurður Bergsteinsson fornleifafræðingur. Hann vildi ekki tjá sig um málið. Þá hafa þær fregnir borist að þjóðminjavörður hafi lent í launa- þrætum við fleiri starfsmenn safnsins, en Guðmundur hafnaði því. „Fjármál Þjóðminjasafns eru hins vegar undir sérstöku eftirliti, enda hefur ítrekað verið farið fram úr fjárlögum á undanförn- um árum, stofnuninni til álits- hnekkis. f nýlegu yfirfiti um stöðu ríkisstofnana gagnvart fjárlögum kom ffarn að ekkert er út á Þjóð- minjasafn að setja, sem eru auð- vitað tíðindi,11 sagði Guðmundur. Skoðanakönnun Skáís fyrir PRESS- UNA Þjóðin neikvæð í garð Evrópu- bandalagsins Samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar sem Skáfs gerði fyrir PRESSUNA hefur drýgstur hluti þjóðarinnar neikvæða afstöðu til Evrópubandalagsins. Athygli vekur hversu margir eru óákveðnir. í skoðanakönnun sem Skáfs gerði fyrir PRESSUNA voru þátt- takendur spurðir um afstöðuna til Evrópubandalagsins. Einfaldlega var spurt: Hver er afstaða þín til Evrópubandalagsins? Af þeim sem náðist í tóku 64,4 prósent af- stöðu til spurningarinnar, en 34,1 prósent kvaðst vera óákveðið. 42,4 prósent sögðust vera frek- ar neikvæð í garð Evrópubanda- lagsins, en 22,0 prósent sögðust vera frekar jákvæð. Ef aðeins eru teknir þeir sem tóku afstöðu sögðust 65,8 prósent hafa frekar neikvæða afstöðu til Evrópubandalagsins, en 32,4 pró- sent kváðust hafa neikvæða af- stöðu. Bent skal á að hér var ekki spurt um hvort menn væru fylgj- andi eða andvígir hugsanlegri að- ild fslands að Evrópubandalaginu, sem reyndar hefur varla verið á döfinni nema í skrifum einstakra manna í blöð, heldur var fiskað eftir almennu viðhorfi til þessa umtalaða fyrirbæris, Evrópu- bandalagsins — hvort það væri jákvætt eða neikvætt. Hver er afstaða þín til Evrópubandalagsins? H Neikvæð [ [jákvæð Af heildinni voru 8,6% óáfcveðnir í afstöðu sinni Eins og kunnugt er hefur eng- inn stjórnmálaflokkur hérlendis haft Evrópubandalagsaðild á stefnuskrá sinni, og reyndar tíðk- ast frekar að hallmæla bandalag- inu í stjórnmálaumræðunni. Ann- ars vegar fara þar eindregnir and- stæðingar hvors tveggja, Evrópu- bandalagsins og samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, en hins vegar þeir sem eru fylgjandi Evr- ópska efnahagssvæðinu en hampa ókostum Evrópubandalagsins til að færa rök fyrir gildi samnings- ins. Þannig hafa í raun fáir frammámenn stigið á pall og hvatt til að aðild að Evrópubandalaginu verði skoðuð af einhverjum áhuga, en þó eru til undantekn- ingar á borð við Þórarin V. Þórar- insson, ffamkvæmdastjóra Vinnu- veitendasambandsins. f fersku minni er einnig þegar Jón Baldvin Hannibalsson utan- ríkisráðherra hvatti til að menn skoðuðu kosti og ókosti Evrópu- bandalagsaðildar. Þeim tilmælum var afleitíega tekið á Alþingi og hjá ýmsum hagsmunaaðilum. Því þarf hin neikvæða afstaða til bandalagsins kannski ekki að koma á óvart. Ekki er síður at- hyglisverð sú niðurstaða að hundraðstala hinna óákveðnu er talsvert hærri en hundraðstala þeirra sem hafa jákvæða afstöðu til Evrópubandalagsins. Náttúr- lega ber það vott um að málið hef- ur ekki verið rætt til neinnar hlít- ar, en er einnig samhljóða ótal skoðanakönnunum sem hafa ver- ið gerðar í grannríkjum og flestar benda í eina átt — að óvissa and- spænis þessu mikla ríkjabandalagi sé víða landlæg.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.