Pressan - 13.08.1992, Blaðsíða 5

Pressan - 13.08.1992, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR PRCSSAN 13.ÁGÚST 1992 5 TD .Uikarúrslitaleikurinn í fótbolta verður háður annan sunnudag, 23. ágúst. Af því tilefni verður Sjónvarpið með nýstárlega dagskrá kvöldið áður. Þar verður safnað sam- an í sjónvarpssal stuðn- ingsmönnum KA og Vals, þeir látnir metast og syngja, en einnig leika hljómsveitirnar Ný dönsk, Síðan skein sól og Stjórnin. Jón Ólafsson stjórnar fjöldasöng, en Þorgeir Ástvaldsson er umsjónarmaður... Lokið er skiptum á þrotabúi Árlax hf. í Norður- Þingeyjarsýslu, en fýrirtækið var tekið tfl gjaldþrotaskipta í nóvember 1989. Um er að ræða fiskeldisfyrirtæki og ljóst að skellurinn er stór. Samtals var lýst kröfum að upphæð 235 mflljónir króna og fékkst ekkert upp f þær. Skráð hlutafé stöðvarinnar var 64 milljónir króna, allt kyrfilega veðsett. Stjómarformaður Árlax hf. var Björn Guðmundsson, bóndi á Lóni... N. hefur enn einn aðilinn sóst eftir lóðinni á homi Kringlumýrarbrautar og Listabrautar, McDonald’s- hamborgara- keðjan, sem Kjartan Kjartansson heftir um- boð fyrir. Einn þeirra sem sótt hafa fast að fá lóð þama er Jón Ólafs- son í Skífunni, sem hafði uppi áætlanir um að byggja þarna kvik- myndahús... F JL_yins og komið hefur fram í fréttum hefur verðbréfafyrirtækið Handsal hf. hætt um sinn sölu hlutabréfa í Glóbus, en þegar sölunni var hætt voru um 100 millj- ónir óseldar. Mörgum þykir reyndar með ólíkindum hve vel gekk að selja hlutabréf í fyrirtækinu, sem fóru á genginu 2,12. Vom margjr á því að miðað við stöðu bif- reiðaumboða í ár væri þetta allt of hátt verð. Er talið að þama hafi Glóbus notið tengslanna við Handsal, en Ámi Gests- son er einmitt einn af stofhendum Hand- sals og á þar eignarhlut. Þau tengsl komu þó hvergi fram í útboðsgögnunum... K I ú eru Vinir Dóra komnir heim úr tveggja vikna ferð til Sardiníu þar sem sveitin hélt eina sjö tónleika og endaði með stórtónleikum f mikilfenglegu umhverfi á Rocce Rosse-hátíð- inni ásamt stórlista- mönnum á borð við Chicago Beau, Jimmy Dawkins, Shirley King og B.B. King. Að sögn Dóra Braga, gítarleikara og söngvara, risu tígulegir rauðir ldettar á bak við svið- ið. Fyrir okkur hin, sem sátum heima á Fróni og misstum af öllu saman, má víst líkja þessu við að hlusta á blús með Lón- drangana á Snæfellsnesi íbaksýn... pp á síðkastið hafa starfsmenn nýrrar útvarpsstöðvar á Suðurnesjum verið sveittir við að teppaleggja og tengja. Brosið - allan sólarhringinn kallast nýi miðillinn, en útsending hefst í dag klukk- an 14.00 á FM 96,7. Guðbrandur Einars- son, framkvæmdastjóri nýju útvarps- stöðvarinnar, segir heimamenn spennta en ekki sé laust við að áhrifa neikvæðrar umræðu í þjóðfélaginu upp á sfðkastið um gjaldþrot og aðrar ófarir gæti, því menn séu ekki eins bjartsýnir og off áður. En forsvarsmenn Suðurnesjaljósvakans svara öllum barlómi með bros á vör og það allan sólarhringinn... 0 g meira af Vinum Dóra á Sardiníu. I kjölfar ftalíufararinnar hafa hljómsveit- inni borist fyrirspurnir um þátttöku á tónlistarhátíðum í Frakklandi, Englandi, í Istanbúl í Tyrklandi, Amsterdam Blues- hátíðinni í Hollandi, Chicago Blues í Kan- ada og að spfla með Chicago Beau í Ástr- alíu. Það er víst of snemmt að spá um hvar Vinir Dóra ákveða að drepa niður fæti næst á jarðarkringlunni, en ekki vant- ar tækifærin... I nýjasta tölublaði Foreign Living er fjallað um réttarstöðu útlendinga og rakin raunasaga eins þeirra. Sá vann á fslandi í fjögur ár án atvinnuleyfis. í upphafi dval- ar sinnar fékk útlendingurinn þær upp- lýsingar að hér þyrfti ekkert atvinnuleyfi, aðeins skattkort og kennitölu. Á fjórum árum vann hann hjá tveimur fiskvinnslu- fyrirtækjum eða þar til Útlendingaeftirlit- ið bankaði upp á og vísaði honum úr landi. Kom þá í ljós að annað fyrirtækið hafði aldrei skilað af sér verkalýðsgjöld- um, sköttum eða öðru sem af manninum var dregið og hitt fyrirtækið aldrei dregið neitt af launum hans... F -1—éins og oft hefur komið ffarn stendur lítið eftir af mflljónaffamkvæmdum þeim sem Þórhallur Gunnlaugsson í Vatns- beranum í Hafnarfirði ædaði að standa fyrir. Nú eru meðal annars að hrynja yfir fyrirtækið ónýtir víxlar sem Vatnsberinn gaf út á síðasta ári. Er ljóst að eigendur víxlanna fá lítið sem ekkert upp í kröfur sínar. Á sama tíma berast fréttir um að menn séu enn að reyna að versla með skuldabréf útgefin af Vatnsberanum... MÍOOS' HITABLASARI 2000W öflugur hitablásari SLIPI ROKKUR 180mm, 2000W með öryggiskúplingu IDNAÐARMENN VITA AÐ GÆÐIN SKIPTA MALI Melobo^ 1/FDIÍFiFDI Á CIIMADHIIRAnr HANDVERKFÆRIA SUMARHlBQÐÍ )\\o9u BORVEL 650W tveggja hraða, stiglaus og með höggi og öryggiskuplingu BORVEL 550W stiglaus hraðastilling hri HJÓLSÖG 800W vinnuhestur. Geysilega öflug vél. SLIPI ROKKUR 115mm, 650W með öryggiskúplingu ajaf^ri.%°fog9sP0ha. ada*illir 'r>g medái 1 co ENDING - KRAFTUR - ÖRYGGI Útsölustadir: iveLnsiu• atzstegliiia v&nitz Reykjavik: B.B. byggingavörur, Metró, O. Ellingsen. Akranes: Málnlngarþjónustan Borgarnes: Kaupf. Borgfirólnga Grundarfjöróur: Versl. Hamrar ísafjörður: Áral hf. Bolungarvík: Vélamlðja Bolungarvikur Hvammstangi: Kaupf. V-Húnvetnlnga Blönduós: Kaupf. Húnvetnlnga Sauóárkrókur: Kaupf. Skagfirðlnga Akureyri: KEA, byggingavörudelld Slglufjörður: Versl. Torgió Húsavik: Kaupf. Þingeyinga Seyóisfjörður: Stálbúóin Egilsstaðlr: Kaupf. Héraósbúa Reyóarfjöróur: Kaupf. Héraðsbúa Eskifjöróur: Versl. Nýjung Neskaupstaður: Kaupf. Fram Höfn: Kaupf. A-Skaftfellinga Vestmannaeyjar: Húsey Selfoss: S.G.-búðin Keflavik: Kaupf. Suðurnesja

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.