Pressan - 13.08.1992, Blaðsíða 40

Pressan - 13.08.1992, Blaðsíða 40
HLUSTUM ALLAN SÓLAR HRINGINN SÍMI 6 4 3 0 9 0 SÖNNU — nú loksins á íslandi TVÖFALDUR1 ■ vinningur mun vera kominn upp verulegur ágreiningur vegna sölu Delta hf. á Bursta- gerðinni. Það var fyrirtækið Besta sem |B|;= keypti Burstagerðina af % Delta, sem er hluti af fyrirtækjaveldi Wern- ’<*v ers Rasmussonar, og wfc: JL* greiddi meðal annars ■ með sjö milljóna króna skuldabréfi. Eitthvað mun hafa dregist hjá Delta að þinglýsa skuldabréfinu, þannig að þegar loksins átti að gera það var eign- in sem veðsetja átti orðin yfirveðsett. Eftir því sem komist verður næst hafði Delta engar almennilegar tryggingar fyrir bréf- inu... A J. sínum tíma var sagt frá því hér í blaðinu hvemig tókst til með fjármálaráð- gjöf Sigfinns Sigurðssonar hagffæðings, en hann varð uppvís að því að draga sér fé af þeim sem hann veitti ráðgjöf. Enn á ný hefur hann boðið fram þjón- ustu sína á þessu sviði. Það sem vekur athygli við þessi tilboð er að hann hefur enn heimilisfang í húsi sem Húsnæðisstofnun lét bjóða upp á nauð- ungaruppboði. Hæstbjóðandi var dóttir Sigfinns, búsett í Noregi, en tilboðið fólst fyrst og ffernst í yfirtöku skulda við Bygg- ingarsjóð ríkisins, sem hefur 13,5 milljón- ir króna hvílandi á húsinu... Ráð áðherrafundur svokallaðs Óslóar- og Parísarsáttmála verður haldinn 21. og 22. september næstkomandi. Þetta er sáttmáli um varnir gegn mengun í sjó og eiga aðild að honum ríki eiga land að norð- austur-Atlantshafi. Þessi fundur er mjög mikilvægur, enda til að undirrita StjörnusnakK nýjan sáttmála sem herðir til muna meng- unarvarnir. fslendingar eru sú þjóð sem hvað lengst hefur viljað ganga í þessu efhi og segja heimildir að Eiður Guðnason umhverfisráðherra hyggist ekki gefa neitt eftir á fundinum. Þeir munu þá líklega halda mjög sterklega á loffi kröfum fs- lendinga um algjört bann við losun geisla- virks úrgangs og þrávirkra eiturefha í haf- ið... T JL ilsjónarmaður er nú sestur í skrif- stofur Menningarsjóðs við Skálholtsstíg og hefst nú leit að tilboðum í eignir fyrir- tækisins, meðal annars bókalager og út- gáfurétt, þar sem orðabækur eru líklega hvað verðmætastar. Tilsjónarmaðurinn heitir Snævar Guðmundsson og er við- skiptaffæðingur, en Einar Laxness ffam- kvæmdastjóri er horfinn á braut. Starfs- menn fyrirtækisins munu ekki hafa tekið tilsjónarmanninum fagnandi... ...viljum við benda á ad þegar þú skilar tómum ölflöskum frá Ölgerðinni færðu hvorki meira né minna en 15 kr. skilagjald fyrir hverja flösku, 90 kr. fyrir hverja kippu eða 360 kr. fyrir hvern kassa. - Það munar um minna! Verum umhverfisvæn og spörum gjaldeyrí ...aö sjálfsögðu

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.