Pressan - 20.08.1992, Blaðsíða 2

Pressan - 20.08.1992, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR PRESSAN 20. ÁGUST 1992 ÞAÐ ÞARF AÐ BÆTA ÞETTA BLAÐ ... eins og svo margt í fari fólksins sem lýsir löstum sínum á blaðsíðu 30. En það hefur líka ýmislegt gott í sér eins og þetta sama fólk dregur fram í eigin fari. ... eins og Herjólf greyið, ferju þeirra Vestmanneyinga, sem lesa má um á blaðsíðu II.Það má ekki hreyfa vind án þess að skipið láti eins og það sé að far- ast. Það gengur ekki. ... einsog meðferð Kínverja á geðveik- um sem lesa má um á blaðsíðu 19. Nú þegar Maó hefur ver- ið dauður í meira en áratug er kominn tími til að endur- skoða kenningu hans um að geðsýki sé eitt birtingarform kapítalismans. ... einsog starfsskil- yrði lögreglunnar sem Guðmundur varðstjóri fjallar um á blaðsíðu 4. Kannski eru til einhverjar lausnirá því máli en ef til vill ereina ráðið aðglæpamennirnir sýni löggunni meiri tillitssemi. ...einsog árangur Framliðsins í fót- bolta. Pétur Ormslev þjálfari er þó ekki á því að lausnin á vanda liðsins sé að hann yfirgefi skút- una eins og sjá má á blaðsíðu 29. Herluf, er þess virði að standaíþessu? „Ég er lítið fyrir að láta á mér bera í fjölmiðlum og hef ekki áhuga á að tjá mig um launamál mín hér í biaðinu.11 Herluf Clausen forstjóri er umsvifamikill (atvinnurekstri; vinnur myrkranna á milli og hefur allar klær úti (viðskiptum. Samt sem áður hefur hann aðeins 100 þúsund krónur (tekjur á mánuði. F Y R S T F R E M S T GUNNAR BIRGISSON. Fórnarlamb tilviljana. VALGARÐUR EGILSSON. Voru vindlarnir af dýrustu sort? ALLT ERTILVILJUNUM HÁÐ Fyrir skemmstu hóf byggða- samlagið Almenningsvagnar göngu sína með pomp og pragt, en það annast almenningssam- göngur á vegum Kópavogs, Hafn- arfjarðar, Garðabæjar og Mosfells- sveitar. Til þess arna voru fest kaup á hálfum öðrum tug glæsi- legra vagna af Renault-gerð frá Bí- laumboðinu hf. Sem út af fyrir sig er í góðu lagi, því ekki er annað vitað en vagnarnir séu ágætir til síns brúks. Hins vegar vekur sú tilviljun athygli að meðal stofn- enda, eigenda og stjórnarmanna hjá Bílaumboðinu er enginn ann- ar en dr. Gunnar I. Birgisson, sem jafnframt er forseti bæjarstjórnar Kópavogs og oddviti sjálfstæðis- mannaíbænum. SKRÝTNIR BRENNIVÍNS- REIKNINGAR LISTAHÁTÍÐ- AR í nýrri skýrslu ríkisendurskoð- unar um rlkisreikning árið 1990 er gerð sérstök athugasemd við uppihaldskostnað vegna Listahá- tíðar í Reykjavtk 1990. Sérstaklega er nefndur kostnaður vegna áfengis- og tóbakskaupa, meðal annars vegna stjórnar- og starfs- funda, sem ríkisendurskoðun tel- ur hafa verið með óeðlilegum hætti. Ríkisendurskoðun segir að fjöldi reikninga hafi verið skýr- ingalaus og sér ástæðu til að benda Valgarði Egilssyni for- manni og Ingu Björk Sólnes ffam- kvæmdastjóra á að fara öðruvísi að í framtíðinni, en borgarstjóri skipaði Valgarð nýverið formann hátíðarinnar á nýjan leik. Valgarð er sem kunnugt er eiginmaður Katrínar Fjeldsted, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavlk. ÁSGEIR SIGURVINS í LANDAKAUPUM Yfírhausaveiðari þýska knatt- spyrnuliðsins Stuttgart, Ásgeir Sigurvinsson, er nýfarinn af landi brott eftir nokkurra vikna dvöl hérlendis. Hann hefur eflaust beint athyglinni að efhilegum fót- boltamönnum, en hluta tímans varði hann austur í Breiðdal, þar sem hann hefur fest kaup á jörð- inni Flögu ásamt Ragnari Kvaran og tveimur öðrum „útlendingum“ úr flugbransanum. Þeir félagar standa í töluverðum ffamkvæmd- um þar eystra og hafa meðal ann- ars látið útbúa dálítinn flugvöll skammt fyrir neðan bæinn. BETRA AÐ BETLA EN GRÆÐA Guðmundur Magnússon, sett- ur þjóðminjavörður, þykir hafa látið hendur standa ffam úr erm- um í Þjóðminjasafninu. Þannig tók hann upp á þeirri nýbreytni að rukka inn aðgangseyri að safhinu, en það hafði engum hugkvæmst áður. Nú borga menn 200 krónur fyrir að líta dýrðina augum og mun aðsóknin engan veginn hafa dregist saman. Á hinn bóginn líta menn til Listasafns Islands, þar sem Bera Nordal ræður ríkjum. Þeirri hugmynd mun hafa verið stungið að henni hvort ekki væri ráð að taka aðgangseyri af listvin- unum, sem þangað rata inn. Henni mun hins vegar engan veg- inn hafa litist á það ráð og borið fyrir sig að þá væri hætta á að rík- ið lækkaði framlag sitt til listaver- kakaupa safnsins í réttu hlutfalli. Hvort þau rök standa er svo ann- að mál, því það átti nú einmitt að vera tilgangurinn. VORU ÞAU TVÖ EÐA SJÖ? I nýjasta hefti tímaritsins Int- erview er viðtal við hvalfriðunar- sinnann Paul Watson. Þar er Wat- son að útlista skoðanir sínar og at- hafnir um leið og affekalisti hans er tíndur til. Eitthvað hafa þó stað- reyndir skolast til því meðal af- reka hans eru talin vera eyðilegg- ing hvalvinnslustöðvar á fslandi og að hafa sökkt sjö hvalveiðiskip- um við sama tækifæri. Eins og all- ir muna fólst svaðilförin í því að undirsáti Watsons sökkti tveimur skipum til hálfs, þar sem þau lágu bundin við kajann. Spurningin er svo hvort Interview tekur viðtal við Kristján Loff sson til mótvægis Tveir með öllu en sá þriðji týndur Þeir Jón Axel og Gulli Helga hafa haldið úti þættinum Tveir með öllu í sumar við góð- ar undirtektir. Þátturinn er í raun orðinn meira en útvarpsþáttur. Þeir taka þátt í all- skyns uppákomum, taka að sér að auglýsa vöru og þjónustu og síðan eiga þeir sér sitt eigið merki. Merkið er mynd af tveimur skátum sem standa teinréttir og heilsa að skátíTsið. Allt annars staðar í heiminum, eða í Seattle í norðanverðri Kaiiforníu, er rekin aug- lýsingastofan Team Design. Engum sögum fer af vinsældum hennar en stofan á engu að síð- ur sitt merki. Á því má sjá þrjá skáta sem standa teinréttir og heilsa að skátasið. Þótt merki Team Design og þáttar þeirra Gulla og Jóns Axels virðist lík í fljótu bragði má þó glögglega sjá nokkurn mun á þeim. Skátar Jóns Axels og Gulla eru til dæmis hvítklæddir á meðan skátar Team Design eru klæddir í dökka búninga. Þá snúa skát- arnir frá Seattle bakinu í sólarlag en skát- arnir á Bítdshöfðanum virðast staddir í niðamyrkri. Og loks eru skátarnir í merki Team Design þrír en skátarnir í merki út- varpsþáttarins tveir — eins og Jón Axel og Gulli. Það er því auðsjáanlega um gerólíka ZMMfljlM/1 IMIIK K grunnhugmynd að ræða á bak við merkin tvö. Merki Team Design i Seatt e. ÁSGEIR SIGURVINSSON. Kaupir land og leggur flugvöll. GUÐMUNDUR MAGNÚSSON. Rukkar inn og gengur vel. BERA NORDAL. Vill frekar vera á jötunni. KRISTJÁN LOFTSSON. Paul Watson sökkti fimm hvalskipum Kristjáns án þess hann tæki eftir því. UMMÆLI VIKUNNAR Kirkjan okkar var vanhelguð þetta kvöld. Aftak- an fórfram fyrir altari Guðs, eftirað þettafólk hafðifarið saman með faðirvorið. Hópeflisein- kennin komu greinilega í Ijós ísjúklegu klappi, þegarfagnað var sigri eins og eftir knattspyrnu- leik. Sjálfur sat ég dcemdur í kirkjunni með grát- andi eiginkonu ogson mér við hlið. Demónísk öfl voru þarna að verki. “ Ólafur Oddur Jónsson sóknarprestur. endabýk iiíjn MEt) HKllS- H()FI)IX(i.IAiMJM „Vináttan, sem skapaðist milli hermanna, var nokkuð sem mað- ur kynntist ekki undir öðrum kringumstæðum." Linda Ósk Wiium herkona Hanntókí höndinaámér „Ég man að hann kom hér einu sinni þessi maður og heilsaði upp á mig.“ Lúðvík Jósepsson sósíalisti Sama segja ÞORSKARNIR „Bili uggarnir líst mér illa á málið.“ Jón Eyjólfsson skipstjóri á Hérjölfi m f landi tækifæranna „Auðvitað á George Bush sína Jennifer.“ Hillary Clinton frambjóðandafrú Fyrir && árum áttu Islendingar einn ráðherra. Nú eiga þeir tíu slíka. Fyrir && árum voru íslendingar 79 þúsund. Einn af hverjum 79 þúsund íbúum var því ráð- herra. Nú er hlutfallið komið niður í einn ráðherra fyrir hverja 26 þúsund íbúa. Ef ráðherrum heldur áfram að fjölga í réfctu hlutfalli við íbúaflölgun verður 1 ráðherra á m<5ti 1.000 íbúum árið 2250,1 ráðherra á hverja 100 íbúa árið 2432 og 1 ráðherra á hvern íbúa árið 2790. Reyfarakaup „Ég skipti við einn vin minn á tveimur gullfiskum og bílnúmeri. Okkur fannst þetta meiriháttar og settum númerið á kassabílinn okkar.“ Eiður Þorri og Hafsteinn Feir sem ganga með ráðherrann í maganum verða því bara að þrauka þangað til, eða í 796 ár.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.