Pressan - 20.08.1992, Blaðsíða 33

Pressan - 20.08.1992, Blaðsíða 33
FIMMTUDAGUR PRESSAN 20. ÁGÚST 1992 33 'iíVfvf'VÍA- Kattarkonan, Michelle Pfeiffer, fékk þrjár milljónir fyrir að klæðast leðurgallanum. ^ í '*4 ’ ' * * S K_p0g_ TSiíí IVV' ATMAN Frumsýning í dag Hún er glæsileg, Michelle Pfeiffer í hlutverki kattarkonunnar ístórmyndinni Batman Returns, sem sló öll aðsóknarmet íBandaríkjunum og Bretlandi á fyrstu sýningardögunum. Hún hefur þegar halað inn á milli 760 og 7 70 dollara íkassann í Bandaríkjunum og nokkrar milljónir punda íEvrópu. íslandsfrumsýning myndarinnar verður í dag í Sambíóunum og búast aðstandendur hennar við mikilli aðsókn hér sem annars staðar. Myndir trónir nú á toppnum á Bretlandi, í Frakklandi, Þýskalandi og á Spáni en er hins vegar komin í áttunda sætið í Bandaríkjunum. Sem kunnugt er leikur Pfeiffer þarna á móti gamla kærastanum Mi- chael Keaton og reynir að gera honum grikk i myndinni. Hún fékk þrjár milljónir dollara fyrir að bregða sér í búning kattarkonunn- ar. Það er þó ekkert á við það sem Jack Nicholson fékk í vas- ann, þvíhann fékk væna prósentu afsölu myndarinnar. í-haaaa... TEXAS, NEVAÞA, REYKJAVÍK Steini Tótu, Eyjapeyi, hljóðmengunarráðunautur, útihúsavörður Grjótsins og snigill númer 161, kvaðst ekki alveg tilbúinn að leggja hjólinu sínu fyrir vélnautið sem nú er búið að koma upp á rokk- staðnum Grjótinu. Hins vegar væri það kærkomið á kvöldin og i rigningarsudda. Afar sjaldgæft er að slík naut sjáist á rokkstöðum en þeim mun algengara að þau sé að finna á svokölluðum kántri- stöðum í Bandaríkjunum, sérstaklega í Texas, Nevada og nálægum fylkjum. Ognúer það komið til Reykjavíkur. „Þetta er helv... erfitt. Tekur alveg rosalega á handlegginn sem maður heldur sér í með/'sagði Steini Tótu eftir að hafa flengst út um allt á nautinu, ýmist með skelfingarsvip eða brosandi út að eyr- um. „Maður þarf að gefa rosalega eftir til að haldast á nautinu og maður er ansi aumur á milli fótanna á eftir." Þegar hann svo ioksins kastaðist af nautinu eftir nokkurn tima var hann orðinn lafmóður. Hann þrjóskaðist lengi við og reyndi allt upp í stillingu níu. „Hann ernú með þeim þrjóskari sem sest hafa á nautið," sagði Björn Baldursson, eig- andi Grjótsins, sem reyndi eftir megni að koma honum afbaki með ýmsum hrekkjastillingum. Hrekkjastillingarnar eru frá einum upp i níu og fjórar stillingar eru ásnún- ingum á nautinu. Þegar búið er að stilla allt á fullt er erfitt að haldast á baki; aðeins þeir færustu geta það um lengri tima. Mikil stemmning var á Grjótinu um heig- ina þegar vélnautið var reynt og fjöldi manns mætti til að klappa upp félaga sína sem þátt tóku i leiknum. Og þótt fóik kastist með látum afþessu 500 kílóa nauti er þvíóhætt vegna þess að búið er koma fyrir þykkum dýnum allt í kring þannig að lendingin er mjúk. Það má reyna leikinn á Grjótinu öll kvöld vik- unnar, en vegna þess hve mikið pláss nautið tekur með dýnum og öll- um græjum erþað fært til hliðar eftir klukkan ellefu um helg- ar. Steini Tótu þrjóskaðist lengi vel á nautinu en kastaðist loks af baki eftir mikil átök. Linda BjörkHilmarsdóttirt.v.og Dúna Halldórsdóttir. HAFNFIRÐINCUM ÞRÆLAÐ ÚT Þá er heldur betur farið að styttast í haustið og kominn tími til að menn fari að huga að léttum líkamsæfingum, en þær eru alveg bráðnauðsynlegar svona í upphafi „vetursetu“ og fyrir allt jólaátið, sem er auðvitað háskalegt fyrir línurnar. Þessar spræku stúlkur, Linda Björk Hilmarsdóttir og Dúna Halldórsdóttir, ætla níðast á landsmönnum í vetur, en þær tóku sig til og keyptu líkamsræktarstöðina Hress í Hafnarfirði síðastliðið .vor. Gefum Dúnu orðið: „Við vorum búnar að vinna saman á Hress í rúm fimm ár og gerðumst svo stórtækar í vor að kaupa staðinn. Við erum búnar að ffíska mikið upp á líkamsræktar- stöðina, létum mála og vinna ýmsar endurbætur, svo það er orðið voða fínt hjá okkur.“ Dúna segist ekki ætla að hafa mikil af- skipti af kennslunni, heldur einbeita sér að bókhaldi og rekstri fyrirtækisins. Linda ætli aftur á móti að sjá um að hrista slenið af mönnum. En hvernig skyidi það fara fram? „Við bjóðum upp á ýmsar tegundir leikfimi, s.s. fitubrennslu, þolfimi, megrunarnámskeið og óléttuleik- fimi. Það er bölvað púl að vera í tímum hjá okkur en það þýðir ekkert annað en vera strangur, annars leggur fólk sig ekkert ffam og nær engum árangri. Það er líka alveg greinilegt að menn eru ánægðir með að vera látnir puða, að minnsta kosti kemur sama fólkið aftur og aftur til okk- ar á námskeið." Dýr sopinn Áhugamenn um eðalvín geta greinilega fengið ýmislegt við sitt hæfi á íslenskum veitingastöðum, svo fremi sem þeir hafa þó- nokkuð af aurum í buddunni. Á veitinga- staðnum Grillinu á Hótel Sögu er til dæmis hægt að fá franskt rauðvín frá árinu 1962, sem kostar hvorki meira né minna en 33.420 krónur flaskan. Má ætla að einhverjum þyki hann nokkuð dýr sop- inn sá. Eðalvínið sem um ræðir heitir því langa og virðulega nafni Chateau Cheval Blanc - ler Grand Cru Classé og er dýrasta vínið sem selt er á Grillinu og ef til vill á öllu landinu. Vínið er sérpantað og aðeins í litlu magni í einu, enda ekki á hveijum degi sem menn kaupa sér vín- flösku fyrir verð sem jafngildir hálfum mán- aðarlaunum verka- manns. En það er víst ___________ alltaf seld flaska af og til F|aska af franska og eiga þar aðallega er- rauðv(ninu sem lendir ahugamenn i hlut, kostar 33 420 sem ekki setja verðið a al- krðnur vöru víni fyrir sig. Veitingahúsið Perlan er heldur ekki ein- göngu með vín í ódýrari kantinum því þar er hægt að kaupa vínflösku fyrir 15.510 krónur. Um er að ræða franskt rauðvín frá árinu 1984 sem ber nafnið Chateu Lafite Roth- schild. Dýrasta hvítvínið sem Perlan býður upp á er franska vínið Chablis Grand Cru Les Clos árgangur 1989, sem kostar 10.580 krónur. Eðalvín þessi eru greinilega ^ „sparivln“ því þau eru aðeins keypt endrum og eins og þá helst þeg- ^ ar haldnar eru brúðkaupsveisl- ur. En það er víðar sem hægt ■ að verða sér úti um eðalvín á íslandi. Á Hótel Holiday Inn kost- ar dýrasta vínflaskan til dæmis 20.200 krónur, en það er franskt rauðvín, Chateau Mouton Roth- schild - Grand Cru Classé, ár- gangur1983. MÆLUM ... að fólk labbi yfir á rauðuljósi ef það sér engan bíl nálgast. Og óhlýðnist öll- um öðrum boðum og bönnum sem ekki stofna 1 limum íhættu. ... skotheldum vestum þau eru bæði smart og einstak- lega hlý. ... vélnautinu í Gijótinu við Tryggvagötu bændastéttin ætti að koma sér upp þannig nautum. Þau eru bæði léttari á fóðrum og búa ekki til neina mjólk sem þarf að niður- greiða. ...lúgusjoppum og lúgubönkum, drive in-bíó- um og fleiri drive - in hamborg- arabúllum. INNI Skilnaðir. Þeir koma næst á eft- ir giftingum. Ekki bara í tímaröð- inni heldur líka á vinsældalistan- um yfir drastískar ákvarðanir í einkalífinu. Fyrir utan viss óþæg- indi fylgir mikil spenna skilnaðin- um. Hann er góður vendipunktur til að endurskoða stöðuna, hrista af sér skapgerðargalla og reyna sitthvað sem hefur verið bannað. Þó má ekki ofnota skilnaðina. Al- veg eins og með giftingarnar þá fer glansinn af skilnuðunum með tímanum. Sá fyrsti er alltaf bestur. Zippó. Ofnotað stöðutákn töffara. Þeg- ar annar hver lúðulaki í bænum er kominn með Zippó missir hann gildi sitt. Það þýðir ekki einu sinni að eiga einn tuttugu ára gamlan Iengur. Þetta er svipað og með Benzinn fyrir nokkrum árum og seinna BMWinn. Þegar sendl- arnir voru komnir á þessa bíla þá flúðu forstjórarnir yfir í þá amer- ísku. Hvert töffararnir geta leitað eftir Zippóinn er enn óljóst. Kannski borgar sig bara að hætta að reykja. Og þó. Ef til vill leynist L einhvers stað- ar gamall R o n s o n - _ kveikjari " niðri í geymslu. Þ U K E M S T K K I í G E G N U M VIKUNA ... án þess að fella tár á þrjátíu ára dánarafmæli Marilyn Monroe 'JU. V -J 'O? ... nema þú ei viðeigan hatt. nema þú blrg- ir þig upp af skóm til að eyðileggja i slabbinu i vetur. nema þú eig- ir góða lukt til að sjást í hauströkkrinu yfir okkur. ... efþú freistast til að aka ofhratt þegar löggan sér til. ra «3 t> -o D1 - S ~ 01 3. g %-i ra ra = c Dl i- - = S ■ fc « Ol n • lU C Qi . c i : -ra g : a . 1« „Mikið vona ég innilega að þessir blessaðir þing- menn okkar samþykki EES-samninginn. Ég verð að segja fyrir mitt leyti að Islendingum veitir ekkert af því að taka mið af Evrópubúum i framtiðinni. Ég er að minnsta kosti orðin dauðleið á sveitamennsk- unni í íslenksum karlmönnum og greiði atkvæði mitt með því að þeir þurfi að taka mið af frönskum — að ekki sé talað um itölskum — stöðlum.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.