Pressan - 20.08.1992, Blaðsíða 7

Pressan - 20.08.1992, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR PRCSSAN 20. ÁGÚST 1992 7 F -l—/kki eru allir jafnánægðir með kvik- myndina Veggfóður og Júlíus Kemp og Jóhann Sigmarsson, aðstandendur hennar. í myndinni er atriði þar sem söng- konur eru prófaðar, lagið sem þær eru látn- ar spreyta sig á heitir Valur og jarðarbefja- maukið og kom fyrst út á Mávastelli Grýlanna. Þar eru Grýiumar skráðar fyrir laginu, en það rétta er að Kristján Edelstein og Ævar Rafnsson, sem lácu saman í hljóm- sveitinni Chaplin, sömdu bæði lag og texta, á Mávastellinu eru þeir eingöngu skráðir textahöfundar. Nú er lagið komið út í annað sinn ásamt annarri tónlist úr Veggfóðri en ekki var leitað leyfis hjá þeim félögum fýrir notkun þess í mynd- inni eða útgáfu á geislaplötu. Þeir Ævar og Kristján hefðu vafalaust veitt þetta leyfi, en sjálfsögð kurteisi þykir að tala við þá sem höfundarrétt eiga á tónlist áður en af- urðþeirra ergefin út... V, insælasta dægurlag á íslandi í dag er gamli Kris Kristofferson-slagarinn Help me make it through the Night í piflutningi Rutar Regin- ! alds. Af einhverjum ástæðum virðist þessi gamalkunni slagari hitta fólk beint í hjarta- stað um þessar mundir |og hefur orðið til þess ■ að koma Rut aftur í hóp vinsælustu söngkvenna landsins. Hún hefur verið viðloðandi Evróvisjón um margra ára skeið, án þess að auðnast að vinna, en þess á milli hefur frekar lítið borið á henni... J—/ins og ffam hefur komið gerði Sæv- ar Jónsson, knattspymukappi og eigandi úra- og skartgripaverslunarinnar Leon- ards í Borgarkringl- unni, kauptilboð í verslunarhúsnæði Vogue í Kringlunni en tilboði hans var hafnað. Þeir sem eru fyrir í Kringlunni hafa for- Hkaupsrétt að plássi sem þar losnar og þann forkaupsrétt nýtti Jens Guðjónsson gullsmiður ásamt tveimur öðrum aðilum, sem eru að berjast um sama markað og Sævar, og Jóni Ólafssyni í Skífunni. Eigendur úra- og skartgripa- verslana í Kringlunni vom ekki hrifitir af þeirri tilhugsun að fá Sævar í húsið og mynduðu því einskonar hræðslubanda- lag, með fulltingi Jóns, til að koma í veg fýrir að Sævar færi inn. Jón er einmitt maðurinn sem hagnast á kaupunum. Vogue var við hliðina á plötubúð Skíf- unnar í Kringlunni og hann hefur nú leigt húsnæðið af kaupendunum (sjálfum sér, meðal annars). í næsta mánuði verður því opnuð ný og glæsileg plötuverslun í sam- einuðu plássi Skífunnar og Vogue og úra- kaupmenn í Kringlunni draga andann léttar... M argir sumarhúsaeigendur við Ell- iðavatn eru afar gramir vegna byggingar- framkvæmda Helmuts K. Kreidlers sjónglerjafræðings við sumarbústað sinn þar. Helmut, sem rekur þekkta gler- augnaverslun við Laugaveginn og á land að vatninu, hefur gert sér lítið fyrir og hlaðið voldugan grjótgarð nokkuð út í vatnið og að auki strengt vírgirðingu eftir honum endilöngum. Vegna mannvirkis þessa er ómögulegt að ganga hringinn í lcringum vatnið eftir bakkanum og verða göngumenn því annaðhvort að taka á sig nokkurn krók upp fyrir landareign Helmuts eða vaða langt út í vatnið til að geta haldið för sinni áfram. Sennilega ætti fólki á heilsubótargöngu ekki að gremjast að þurfa að bæta dálítilli vegalengd við túrinn, nema hugsanlega vegna þess, að lögum samkvæmt er bannað að girða út í vötn hér á landi. Sumir sem þama hafa rekið sig á fýrirstöðu hafa spurt sig hvort þetta sé það sem koma skal ef við göngum í EB og útlendingar fara að setjast hér að í meira mæli en áður... JL\.nattspyrnusamband íslands og Visa fsland hafa útnefnt prúðustu lið og leikmenn í fýrstu deild karla og kvenna. Miðað er við tólf umferðir. Prúðasta liðið í fyrstu deild kvenna er Höttur frá Egils- stöðum og prúðasti leikmaðurinn Sigrún S. Óskarsdóttir. f fýrstu deild karla var Bjami Sveinbjömsson hjá Þór prúðasti leikmaðurinn og prúðasta liðið er skipað Hafnfirðingunum í FH. Knattspymusam- bandið vonar að þessar viðurkenningar verði til þess að leikmenn, þjálfarar og forráðamenn hemji skap sitt í leikjum, en í sumar hefur borið óvenjumikið á því að liðsmenn láti skapið hlaupa með sig í gönur, bæði innan vallar og utan... T> -LJorgarráð hefur samþykkt beiðni Ól- afs S. Bjömssonar, eiganda Steypustöðv- arinnar Óss hf„ um að fá að byggja á homi Borgartúns og Kringlumýrarbrautar. Þar em nú brunarústir Klúbbsins, en Ólafur gerir ráð fýrir að rífa þær og byggja nýtt fimm hæða verslunar- og skrifstofuhús- næði. Það er í sjálfu sér athyglisvert ef Ól- afur fær leyfið, því eftir síðustu byggingar- framkvæmdir í Reykjavík var hann svipt- ur byggingarleyfi. Það vom ffamkvæmdir við Hamarshúsið, en þar var talið að Ólaf- ur hefði brotið velflestar byggingarsam- þykktirsemtilvom... upp á fiölbrentta «»a3 -3i ÁfiW v/\ o pA o <?/\ U o j( o O o i®©©'®a <7/\ O e/\ o o u Flokkask*»Ptin3 ís\andsmót*» er eftirfarandn -43-15 ára -46-19 ára 20-39 ára Nánari upplýsingar um tilhögun Islandsmótsins eru veittar í helstu reiðhjólaverlsunum og hjá forsvarsmönnum ÍFHK Nánari upplýsingar um dagskrá hátíðarinnar veitir Ólafur Árnason á Dalvík í síma 96-61619.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.