Pressan - 20.08.1992, Blaðsíða 37

Pressan - 20.08.1992, Blaðsíða 37
____FIMMTUDAGUR PRESSAN 20. ÁGÚST 1992_ LÍFIÐ EFTIR VINNU 37 „ Bestu lög sveitarinnar eins og Stelpurokk, Stopp og í tígullaga dal eru þarna í góðum hljóm og útsetn- ingum," segir Gunnar Hjálmarsson í gagnrýni sinni um nýja plötu Todmobile. Sumarblómgun TODMOBILE 2603 STEINAR ★★★ Eitt skrautlegasta blóm íslenskrar tónlist- arflóru er án efa hljóm- sveitin Todmobile. Blómið er fjölært og hefur jafnan sprungið út fyrir jólin, nema núna þegar það opnar krónuna á miðju sumri með 2603, vel lyktandi geislaplötu sem svalar eflaust Todmobile-randaflugum lands- ins, enda safarík og ágætlega heppnuð. 2603 hefúr að geyma íjögur ný lög og tíu gömul sem hljóðrituð voru á tónleikum í Óperunni nú í vor. I Todmobile eru tvö teymi sem semja lög og texta; Þorvaldur og Andrea skipa annað og Eyþór er einn í hinu. Nýju lögin skiptast jafnt á milli og eru allir í fínu formi; Þorvaldur og Andrea leggja „Lommér að sjá“ og „Þyrnirós“ á borð en Eyþór á „Allt í kringum" og „Níu Iíf‘. Þótt þessar nýsmíðar séu allar góðar stendur þó „Lommér að sjá“ upp úr, enda með því allra besta sem ffá sveit- inni hefúr komið; grípandi popp með passlegum íburði sem aldrei drekkir kjarna lagsins. Lagið er líka skemmtilega Bídalegt á köfl- um, eins og nýmóðins útfærsla á einhverju af Sgt. Pepper’s. Eyþór er oftast einu skrefi nær dansgólf- inu en Þorvaldur í lagasmíðum sínum, en hér eru þeir þó jafningj- ar; báðir vaffandi hjá barnum og hvorugur í sérstöku dansstuði. Todmobile hefur oft spilað í Óperunni og ættu upptökurnar þaðan að vera kærkomnar þeim fjölmörgu sem sótt hafa tónleika sveitarinnar. Lögin tíu eru þver- skurður af ferlinum; bestu lög sveitarinnar eins og Stelpurokk, Stopp og f tígullaga dal eru þarna í góðum hljóm og útsetningum. Það vantaði þó nokkurt líf í spilir- íið; þetta er næstum nákvæmlega eins og á plötunum. Þetta er svo- lítill galli, en „perfeksjónistar" í popppælingum eru eflaust glaðir. Eftir þessa plötu og sumarver- tíðina ædar Todmobile-fólkið í ffí sem eflaust er þeim kærkomið, enda poppútgerð með mest lýj- andi starfsgreinum. Við ættum öll að bíða og vona að hljómsveitin komi fersk og hvíld úr pásunni, því einhæf og á köflum grámyglu- leg popp-flóra landsins þarf svo sannarlega á jafhlíflegri skrautjurt að halda. Gunnar Hjálmarsson Góður staður fyrir daður JÓNATAN LIVINGSTONE MÁVUR ★★★ OHELSTU KOSTIR: STÖÐUG OG TEMMI- LEGA FRUMLEG ELDAMENNSKA, LJÚF ÞJÓN- USTA OG ÞÆGILEGT AND- RÚMSLOFT. HELSTU GALLAR: HLJÓÐ- BÆR SALUR, GLERIÐ Á BORÐ- UNUM OG ÓGNARLJÓT MÁL- VERK EFTIR TOLLA. Jónatan Livingstone Mávur er fínt veitingahús. Maturinn er hreint þokkalegur og vel það. Stundum meira að segja mjög góður; ekki alltof frumlegur en samt nóg til þess að meðaljóninn treystir sér ekki til að leika það eff- ir heima í eldhúsi. Það er nokkuð sem mörg veitingahús mættu taka til fyrirmyndar. Það er kurteisi gagnvart gestinum að reyna að taka hann dálítið á löpp þegar hann kemur í heimsókn. Gestur- inn á vissulega að hafa það nota- legt en samt ekki svo að honum líði eins og heima hjá sér þegar hann horfir niður á diskinn. Það er heldur ekki hægt að kvarta undan þjónustunni á Jón- atan Livingstone. Þjónarnir horfa ekki niður fyrir tærnar á sér þegar þeir ganga um salinn og því getur gesturinn auðveldlega dregið at- hygli hans að sér ef hann vanhag- ar um eitthvað. Þetta er annað sem mörg önnur veitingahús gætu lært af. Það er samt ekki þar með sagt að gesturinn þurfi að kalla í þjóninn í hvert sinn sem eitthvað vantar. f flestum tilfellum áttar þjónninn sig á því á undan gestinum. Og þannig á það að vera. Umhverfið og andrúmsloftið á Jónatan Livingstone fá Iíka ágætis- einkunn. Það er helst hægt að tuða yfir því að salurinn sé helst til of hljóðbær. Ef hann er ekki fúll- setinn heyrast samræður á milli borða. Við slíkar aðstæður hvísla gestirnir sín á milli. Það bendir til að þeir séu ekki öryggir með sig og líði þar af leiðindi ekki alveg nógu vel. Þrátt fyrir þetta hefur starfsfólki Jónatans Livingstones tekist að skapa þægilegt andrúmsloft. Gest- unum er réttur fordrykkjalisti þegar þeir koma inn og hvattir með því til að fá sér eitthvað exót- ískt. Auðvitað græðir veitinga- maðurinn á því en gestirnir Iíka. Það eykur líkurnar á að þeir njóti kvölds sem er ekki alveg eins og öll hin sem þeir hafa farið út að borða. Og þannig eru góð veitingahús. Innan þeirra finnst gestinum að hann geti daðrað við bragðlauk- ana og aðrar útstöðvar nautn- anna. Það gerir hann líka færari til að daðra við borðfélagann. Og Jónatan Livingstone á enn eitt hrós skilið. Það er fyrir að flytja inn Pharmaskinku og selja hana eins og ekkert sé. Ragnar Kjartansson NÝLISTASAFNINU Myndhöggvarafélag- í samvinnu við Ný- y^yjlistasafnið, stendur fyrir minningarsýningu um Ragnar Kjartanssonn, mynd- höggvara og leirkerasmið, í Ný- listasafninu, í tilefni af tuttugu ára afmæli félagsins. Það er vel til fundið að sýningin skuli helguð Ragnari, því hann var einn af stofnendum, og um skeið formað- ur, félagsins, ötull ffammámaður í félagsmálum listamanna og læri- faðir margra íslenskra mynd- höggvara. Fjórum árum eftir and- lát Ragnars er við hæfi að rifja upp list hans. Víða um land má sjá högg- myndir og minnismerki eftir Ragnar. Reykvíkingar ættu að kannast við myndina „Stóð“, sem stendur á horninu á Hringbraut og Smáragötu. Hún er einhver best heppnaða mynd sem hann gerði af eftirlætismyndefni sínu. f neðri sölum Nýlistasafnsins eru til sýnis minni myndir, mót- aðar í leir og gips, af hestum, sjó- mönnum og bömum. Verkin em afskaplega jarðbundin og mynd- efnið nærtækt. Yfirborðið er hrjúff og markað. Fígúrurnar eru digrar, standa fast og bera með sér and- blæ millistríðsáranna, þegar gildir og kubbslegir útlimir tíðkuðust hjá mörgun, myndhöggvurum, í meðvitaðri andstöðu við borgara- legan „elegans". Enda fetar Ragn- ar í fótspor þeirra íslensku lista- manna sem sneru sér, í kjölfar kreppunnar, að hlutskipti hins vinnandi manns og lofsungu nafnlausar alþýðuhetjur; ofvaxnir fætur hafa þótt henta þeim sem markaðir vom af jarðneskri nauð- syn. Skáidskapurinn í verkum Framhald og meira afgagnrýni á síðu 39. „Og þannig eru góð veitingahús. Innan þeirra finnst gestinum að hann geti daðrað við bragðlaukana og aðrar útstöðvar nautnanna. Það gerir hann líka faerari til að daðra við borðfélagann." 18.00 Fjörkálfar. 18.30 Kobbi og klíkan. 18.55 Téknmálsfréttir. 19.00 ★★ Fjölskyldulíf. 19.30 ★ Sókn í stöðutákn. Breskt grín. 20.00 Fréttir. 20.35 Blóm dagsins. Ljónslappi. 20.40 ★★★ Til bjargar jörðinni. Fjallað um nýjar aðferðir f landbúnaði sem sumar orka tvímælis. 21.35 ★★★★ Herra Bean bregður á leik. Rowan Atkinson er breskt snillimenni! 21.50 ★★ Upp, upp mín sál. Hvítt fólk, blökkumenn og fullt af vandamálum í Suðurríkjunum. 22.40 ★★ Grænir fingur. Hafsteinn tékkar á görðum austur á Egilsstöðum. E 23.00 Fréttir. FÖSTUDAGUR 18.00 Sómi kafteinn. 18.30 Ævintýri í óbyggðum. 18.55 Táknmálsfréttir. 19.00 Magni mús.Teiknimyndaflokkur. 19.25 ★ Sækjast sér um líkir. 20.00 Fréttir. 20.35 Blóm dagsins. Holurt. 20.40 ★★ Leiðin til Avonlea. Konur fíla þetta vel. Minnir þær á þegar þær voru stelpur. 21.30 ★★ Matlock. Leysir vandann. 22.20 ★★ Örlagatímar. Time of Destiny. Amerísk, 1988. Willi- am Hurt er langt frá sínu besta í þessari sápu um hermann sem kvænist stúlku í trássi við vilja fjöi- skyldu hennar. Bróðir hennar reynir að ná fram hefndum. LAUGARDAGUR 14.00 Bikarkeppnin í fótbolta. Úrslitaleikur í kvennaflokki, ÍA og Breiðablik keppa í Lauqardal. 16.00 íþróttaþátturinn. Samúel Orn kominn heim frá Barc- elona. En hvarer Bjarni? 18.00 Múmínálfarnir. Hugljúft. 18.25 Bangsi besta skinn. 18.50 Táknmálsfréttir. 18.55 Draumasteinninn. 19.20 ©Kóngur í ríki sínu. 19.52 Happó. 20.00 Fréttir. 20.35 Lottó. 20.40 Blóm dagsins. Skeggsandi. Eru þeir nokkuð farnir að finna upp nv blóm? 20.45 Upphitun. Ahangendur KA og Vals koma saman til að peppa sig upp fyrir bikarúrslitin í fótbolta. Ný dönsk, Síðan skein sól og Stjórnin skemmta. 21.45 ★Hveráað ráða? 22.10 ★★ Lífsmark. Signs of Life. Amerísk, 1989. Þokkaleg mynd um starfsmenn skipasmíðastöðvar sem missa vinnuna og þurfa að reyna að bjarga sér. 23.45 ★ Klúður í kauphöllinni. Le systeme Navarro — Mauvaises actions. Frönsk, 1989. Frekar er Na- varro nú leiðinleg útgáfa af Derrick. Hann ætti að fara í megrun. 15.00 Bikarkeppnin í fótbolta. Úrslitaleikurinn milli KA og Vals. Bein útsending úr Laugardal. Valsarar eru besta bikariiðið. 16.50 Hlé. 17.50 Sunnudagshugvekja. 18.00 Ævintýri úr konungsgarði. 18.30 Fyrsta ástin. Sænskur myndaflokkur um tvo smá- drengi, annar þeirra verður skotinn í heyrnarlausri stúlku. Svíar kunna svonalagað. 18.55 Táknmálsfréttir. 19.00 BernskubrekTomma og Jenna. 19.30 © Vistaskipti. Þreytt. 20.00 Fréttir. 20.35 Sjö borgir. Sigmar B. skreppur til Trier, við Móselána í Þýskalandi. Þar framleiða þeir gott vín. 21.10 ★ Gangur lífsins. Væmið. 22.00 Flóabit. Bresk sjónvarpsmynd um vandcéeðadreng sem setur upp flóasirkus ásamt öldruðum vini sín- um. 23.35 Reykjavíkurmaraþon. Sigrún Stefánsdóttir getur allt. Hún segir okkur frá hlaupinu og líklega hefur hún hlaupið sjálf. 17.00 Samskipadeildin. íslandsmótið í fótbolta. 18.00 Smásögur. Um breska stúlku sem fær að keyra Joan Collins út á flugvöll. Ævintýralegt. Maður hálföfundar hana. SUNNUDAGUR 17.00 Konur í íþróttum. Af hverju fjalla fjölmiðlarnir ekki um íþróttakonur? 17.30 Bandarískir listamenn. Úr ýmsum greinum. 18.00 Súleiman hinn mikli. Um moskur og hallir ottóman- veldisins, en líka þann fræga súltan Súleiman. Fræð- andi. VIÐ MÆLUM MEÐ ...Herra Bean, sem sannar það að íslend- ingar eru ekki asnalegasta þjóð í heimi. ...Að íslensku sjónvarpsstöðvarnar taki upp heilaskerta "quiz-þætti" að bandarískri fyrirmynd. ...Arsenio Hall, sem væri að vísu miklu skemmtilegri ef hann sleppti gest- unum ...Að Sigrún Stefánsdóttir verði sett í ævi- langt bann af skjánum 16.45 Nágrannar. 17.30 í draumalandi. 17.50 Æskudraumar. 18.40 Feldur. 19.19 19.19. 20.15 Fótboltaliðsstýran. Gamlir þættir byrja upp á nýtt. Ekki að þetta komi okkur mikið við. 21.10 ★ Laganna verðir. Amerískar löggur. 21.40 ★★ Hryllingsbókin. Hardcover. Amerísk, 1989. Dálítið glúrin hryllingsmynd um skrítna atburði sem verða í fornbókaverslun. Ekki þó hjá Braga, þar er allt í lagi. 23.10 ★★★ í dauðafæri. Shoot to Kill. Amerísk, 1988. Drjúg- æsandi spennumynd sem nær hámarki í eltingaleik við morðóðan mann um fjöll og firnindi. Sidney Po- itier er í aðalhlutverki, hann er drjúgur. E 16.45 Nágrannar. 17.30 Krakkavísa. E 17.50 Á ferð með New Kids on the Block. 18.15 Trýni og Gosi. 18.30 Bylmingur. 19.19 19.19 20.15 ©KæriJón. 20.45 ★★ Lovejoy. Fornmunasalar eru sjarmerandi stétt. 21.40 © Sólsetursvaktin. Sunset Beach. Amerísk, 1990. Þvæla um sæta mótorhjólatöffara sem allir eru löggur í dul- argervi. 23.15 ★ Leonard 6. hluti. Leonard part 6. Amerísk, 1987. Bill Cosby tókst að verða hetja í sjónvarpinu, en aldrei í bíó. í þessari mynd sjáum við ástæðuna. 00.35 ★★ Vitaskipið. The Lightship. Amerísk, 1985. Leikstjóri er Pólverjinn Jerzy Skolimowski, sem oft er brilljant, en ekki í þessari myrku mynd. Robert Duvall er hins vegar tryllingslegur í hlutverki kynvillts bófa. Góður leikari sem seint verður ofmetinn. E LAUGARDAGU R 09.00 Morgunstund 10.00 Barnagælur. 10.30 Krakkavísa. 10.50 Brakúla greifi. 11.15 Ein af strákunum. 11.35 Mánaskífan. 12.00 Landkönnun National Geographic. 12.55 Bílasport. E 13.25 Visasport. E 13.55 ★★ Geggjaðir grannar. Neighbours. Amerísk, 1981. Síðasta mynd Johns Belushi og stóreinkennileg. Hann er fjölskyldufaðir sem eignast ógeðslega ná- granna. Þeir leggja hann í einelti. Mynd sem er óþægilegt að horfa á. E 15.20 ★ Sagan um Ryan White. TheRyan White Story. Amer- ísk, 1988. Væmin frekar en átakanleg mynd um dreyrasjúkan dreng sem smitast af eyðni. E 17.00 ★Glys. 17.50 Létt og Ijúffengt. Matreiðsluþáttur. 18.00 Nýmeti. 18.40 ★★ Addams-fjölskyldan. 19.19.19.19. 20.00 ★ Falin myndavél. 20.30 ★ Arthur 2: Á skallanum. Arthur2: On the Rocks. Amer- ísk, 1988. Fyrri myndin um Arthur var ekki svo slæm, en önnur varð raunin þegar leikurinn var endurtek- inn. Dudley Moore og Liza Minnelli eru þreytandi og John Gielgud rétt bregður fyrir. 22.15 ★ Draumastræti. Street of Dreams. Amerísk, 1988. Einkaspæjari á brimbretti glímir við morðgátu. Frekar lítilfjörlegt. 23.55 ★★ Rauða skikkjan. Tm Dangerous Tonight. Amerísk, 1990. Ævagömul skikkja kallar bölvun yfir alla sem íklæðast henni. Nokkuð skondin útfærsla á gamalli huqmynd. 01.35 ★ Áskorunin. The Challenge. Amerísk, 1970. Njósna- mynd í kaldastríðsstílnum. Tilefni til að fara í háttinn ef menn nenna ekki að rækta í sér nostalgíuna. E tiiiihii— 09.00 Kærleiksbirnir. 09.20 Össi og Ylfa. 09.45 Dvergurinn Davíð. 10.10 Prins Valíant. 10.35 Maríanna fyrsta. 11.00 Lögregluhundurinn Kellý. 11.25 Kalli kanína. 11.30 ídýraleit. 12.00 Eðaltónar. 12.30 Vegurinn heim. The Long Road Home. Amerísk. Um ungan mann sem reynir að forðast herkvaðningu. Annað er ekki vitað um myndina. E 13.55 Eins og fuglinn fljúgandi. Þáttur um flug. 14.35 ★★ Svona er lífið. That's Life. Amerísk, 1986.E Blake Edwards hefur lengi verið að gera gamanmyndir, með misjöfnum árangri. Þessi er með alvarlegum undirtóni. Það er alltaf gaman að sjá Jack Lemmon. Julie Andrews er.þarna líka, enda er hún konan hans Blakes. E 16.20 Hestaferð um hálendið. Sigurveig Jónsdóttir ríður hrossi. E 17.00 Listamannaskálinn. Leikhúsmaðurinn Steven Berkoff. Leikrit eftir hann hafa verið sýnd á íslandi, 18.00 ★★★ Petrov-málið. Þriðji þáttur. Petrov þessi var sovéskur diplómati sem leitaði hælis í Ástralíu. Það varð kveikjan að njósnamáli sem kom illa við kaunin á þekktum stjórnmálamönnum. Gaman. 18.50 Áfangar. Kirkjan á Munkaþverá, þar sem líka er minn- isvarði um Jón biskup Arason. E 19.19 19.19. 20.00 ★ Klassapíur. Leiðinlegar amerískar kerlingar. 20.25 ★★ Root fer á flakk. Breskur gamanmyndaflokkur um furðufugl sem er sjálfskipaður útvörður breskrar menningar, sendiherra án sendiráðs. 21.20 ★★ Arsenio Hall. Meðal gesta er Sylvester Stallone. Honum hefur ekki alltaf verið auðvelt um mál. 22.05 Þjófur að nóttu. Fyrri hluti. Badger by Owl- Light. Bresk. Sjónvarpsmynd um leigumorðingja og lögreglu- mann sem keppast um að klófesta kolóðan hryðju- verkamann. 23.40 ★★ Hundrað Börn Lenu. Lena:My lOOChildren. Sann- söguleg mynd um Lenu Kuchler sem reyndi að bjarga börnum frá að lenda í útrýmingarbúðum nas- ista í Póllandi. Frekar áhrifamikil mynd. E ★★★★Pottþétt ★★★Ágætt ★★Lala ★Leiðinlegt & Ömurlegt E Endursýnt efni

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.