Pressan - 20.08.1992, Blaðsíða 20

Pressan - 20.08.1992, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR PRESSAN 20.ÁGÚST 1992 E R L E N T Nei takk, þetta er alveg meira en nóg. peninga!" Fyrst og fremst er reiknað með að arðurinn af málmsölunni renni til umhverfisvemdar og hreinsun- ar við hernaðarmannvirki. Núverandi löggjöf vestra mið- ast við að allur arður af sölu málmbirgða renni til kaupa eða skíringar á mikilvægum málm- um. Þetta ákvæði auk afskipta- semi þingsins hefur hins vegar orðið til alls kyns misheppnaðra ráðstafana. I’ fyira þurfti Pentagon — að skipun þingsins — að skíra króm og mangan fyrir jafnvirði tæpra fimm milljarða króna. Þrátt fyrir það á Bandaríkjaher nú ríf- lega tvisvar sinnum meira af þess- um málmum en þörf er talin á og eru fjöllin metin á um 120 millj- arða íslenskra króna. Það þýðir að herinn á meira en eitt tonn af þessum málmum á hvern her- mann. En auk þessa á Bandaríkjaher heljarmagn af alls kyns drasli eins og asbesti, hampi, sútunarsýru og náttúrulegu skordýraeitri, sem Pentagon segist enga þörf hafa fyrir. Aðalástæða þess að hernum hefur áskotnast þetta er sú að utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur fallist á að ýmis ríki þriðja heimsins greiði skuldir sínar við Bandaríkin með þessum hætti. Mestur hluti súrálsins er til dæmis kominn ffá Jamaíku með þessum hætti. Álverð á alþjóðamarkaði hefur lækkað mikið á undanförnum tveimur árum og miðað við þessi tíðindi virðist fátt benda til þess að það fari hækkandi. Sérfræðingar á þessu sviði benda líka á að fátt gefi til kynna að effirspurn á markað- inum aukist á næstunni, almenn- ur efhahagsdoði á Vesturlöndum og endalok Kalda stríðsins hafi ekki síst komið niður á helstu not- endum áls. SJjc t'íclti 'JJorít íhitcð Að stöðva ofbeldið Stríðsglæpum Serba í Bosníu linnir ekki og sífellt berast fregnir af nýj- um ógnarverkum. Bandaríkjastjórn samþykkti eftir nokkurt hik ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna (SÞ) þar sem leyfi var veitt fýrir beit- ingu hervalds til að tryggja að matvæla- og lyfjasendingar kæmust til Bosníu. f öldungadeild Bandaríkjaþings vildu þingmenn beggja flokka ganga lengra og samþykktu ályktun þess efnis að beita mætti hervaldi til jafnáríðandi verkefnis og að tryggja aðgang að dauðabúðunum. SÞ þurfa að gera slíkt hið sama. AðUdarríki þeirra eru skuldbundin af þjóðarmorða-sáttmálanum til þess að „koma í veg fýrir og hegna" fyrir verk, sem miða að því að „eyða þjóðum að hluta eða heild“ — í þessu til- viki hinir slavnesku Múslimar, sem serbnesku morðingjamir hafa lagt í einelti. Herir Múslima og Króata hafa vissulega gerst sekir um alls kyns ódæði en engin þeirra eru jafhvíðtæk og hinar kerfisbundnu ofsóknir og morð serbneska hersins. Fyrsta skylda SÞ er að koma í veg fyrir að illvirkin haldi áffarn og því næst að leiða hina seku fyrir rétt vegna glæpa gegn mannkyninu. Um- heimurinn þarf ekki og má ekki lengur horfa aðgerðalaus á slátrun sak- lausra. JSÆaður vikunnar George Bush Kosningabaráttan vestra er komin á fullan skrið en ekki bólar á foringjanum. Bush, sem fyrir ári var vinsælasti for- seti Bandarfkjanna frá því vin- sældakannanir hófust (88%), er nú lágt skrifaður (33%) og sætir gagnrýni úr öllum áttum: frá vinstri þar sem menn telja hann ganga erinda feitra kapít- alista, frá hægri þar sem menn telja hann hafa svikið frjáls- hyggjuna og frá öllum þar á milli, sem telja hann hafa gleymt hinum venjulega Bandaríkjamanni. Það er vandséð hvaða kanínur Bush hyggst draga upp úr hatti sín- um til að hljóta náð fyrir aug- um kjósenda fýrir nóvember. Ljóst má telja að ekki tjóir að ítreka afrek hans á alþjóðavett- vangi, því hann er einmitt sér- staklega gagnrýndur fýrir að hafa vanrækt innanlandsmál á meðan hann hefirn þeyst heimshoma á milli. Loforð um að skattar verði ekki hækkaðir frekar munu hrökkva enn skemur, þar sem forsetinn veitti þjóð sinni rækilega kennslustund í varalestri fýrir tveimur árum. Og þrátt fýrir að bandarískt efnahagslíf hafi skánað ögn á síðustu mánuð- urn er útséð um að það taki þeirri stökkbreytingu, sem Bush vonaðist tÚ. Skuldahali ríkissjóðs er nú 4 billjóna dala langur og lengist um 400 milj- arða dala á ári og skuldsetning innanlands er álíka. Fyrir vikið hika menn við lántökur og fjár- festingar og það hefur ekki síst hamlað vexti. Við þessu getur Bush afar lítið gert, nema hann snúi aftur til kennisetninga frjálshyggju- og íhaldsmanna um frjálsa verslun. Hann kann að hafa stigið fýrsta skrefið með fríverslunarsamningi Norður-Ameríku, en meira þarf til þess að örva efnahags- lífið. Bush hefur sýnt að hann skortir ekki hugrekki til erfiðra ákvarðana á alþjóðavettvangi, en hann virðist skorta hug- rekki til að taka slíkar ákvarð- anir heima fýrir. Það fer hver að verða síðastur. A.M. Álfjall tll solu fæst ódýrt Bandaríkjaher hefur undanfarna áratugi hamstrað ál og aðra málma, sem mikilvægir mega teljast á stríðstímum. Birgðirnar hafa löngum verið langt umfram það, sem þörf er á, og nú, þegar framlög til varnarmála þar vestra eru skorin niður, leggja menn drög að sölu málmbirgðanna. Líkur á álframkvæmdum hér á landi aukast ekki fyrir vikið. Hér á landi hafa margir bundið vonir við nýja álverksmiðju svo efnahagur þjóðarinnar megi vænkast, en lágt álverð hefur fram til þessa orðið til að fresta slíkum framkvæmdum. Kenna menn einkum Rússum um, þvi þeir hafa að undanförnu selt óhemjumagn af áli úr landi til að afla sér vest- ræns gjaldeyris. En jafnvel þó svo ganga fari á birgðir Rússa er sorgarsagan ekki á enda, því Bandaríkjastjórn íhug- ar nú aðra eins útsölu á áli. Reyndar eru það æðstu menn í Pentagon, varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna, sem íhuga slíka sölu nú af miklum þunga, því þeir sitja á heilu fjalli af súráli. Og það er reyndar aðeins eitt málmfjall af mörgum, sem Bandaríkjaher hamstraði til þess að eiga ef til styrjaldar kæmi. Verðmætið er talið nema um 500 milljörðum ís- lenskra króna. Frá árinu 1946 hafa bandarísk hernaðaryfirvöld sankað að sér hvers kyns málmum og hráefn- um, svo iðnaður landsins myndi ekki stöðvast á hernaðartímum. Núverandi áætlanir gera ráð fýrir að Bandaríkin geti verið sjálfum sér nóg í að minnsta kosti þrjú ár. Og þær áætlanir taka vel að merkja ekki aðeins mið afþörfum hergagnaiðnaðarins, heldur því að annar iðnaður landsins haldi jafn- fr amt velli. Nú, þegar hinn forni fjandi í austri er á hvínandi kúpunni og fremur ósennilegur til átaka við Vesturveldin, sjá menn hins vegar litla sem enga ástæðu til að halda í þriggja ára birgðir af hvers kyns hráefnum. „Við höfum ekki efni á að eiga málmfjöll, sem við höfum ekkert við að gera, á sama tíma og við er- um að segja upp milljón manns og leggja alls kyns vígvélum," seg- ir Colin McMillan aðstoðarvarn- armálaráðherra. Bandaríkjaþing er sammála honum. Löggjafinn á Kapítólhæð skeytti viðbót við síðustu varnar- málafjárlög, þar sem kveðið var á um að hafist skyldi handa við sölu birgðanna og afraksturinn notað- ur til að fjármagna önnur verk- efni. Þar á bæ telja menn litlu skipta þótt verð á áli og öðrum málmum lækki til muna fyrir vik- ið. „Við höfum haldið málmverði uppi áratugum saman og styrkt iðnaðinn, bæði hér heima og er- lendis," segir Charles Bennett, fulltrúadeildarþingmaður demó- krata frá Flórída. Miðað við þær fjárhæðir, sem foringjarnir í Pentagon eru vanir að höndla með, ræðir hér um smáaura: aðeins um jafnvirði 33 milljarða íslenskra króna á ári. En eins og ónafngreindur þingmaður orðaði það: „Milljarður hér, millj- arður þar, og áður en menn vita af eru þeir famir að tala um alvöru-

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.