Pressan - 20.08.1992, Blaðsíða 25

Pressan - 20.08.1992, Blaðsíða 25
25 N FIMMTUDAGUR PRESSAN 20. ÁGÚST 1992 „Almenningur hefurfyrir löngu komist aðþví að aðeins hluti þeirra peninga, sem hann borgar í skatta, rennur til þarfra hluta. Þess vegna hefur orðið trúnaðarbrestur milli hans og stjórnvalda og afleiðingin ersú að skattsvik með einum eða öðr- um hcetti virðast nú vera almennt viðurkennd íþjóðfélaginu... “ Rán kallast sá verknaður, að taka fjármuni annarra með vald- beitingu eða hótunum um hana. Ríkið notar svipaðar aðferðir við innheimtu skatta. Munurinn á þessu tvennu er sá, að lítið er um rán hér á landi og þorri lands- manna telur sig eflaust óhultan fyrir þeim. Enginn Islendingur er þó óhultur íyrir löggjafarsam- kundunni, sem virðist hafa ótak- markað vald til að seilast dýpra og dýpra ofan í vasa skattgreiðenda. Hver kannast ekki við goðsögn- ina úr kennslubókum barnaskól- anna, þar sem þegnarnir greiða skattinn með glöðu geði því að þeir vita að hann rennur til nauð- synlegra og sameiginlegra þarfa? Arið 1992 er goðsögnin hlægileg og á ekki við nein rök að styðjast. Stórum hluta skattteknanna er só- að á altari sérhagsmuna og pólit- ískrar spillingar. Ríkið leggur skatta á almenning undir því yfirskini, að þá eigi að nota í þörf verkefni. Allir eru skyldaðir til aðildar að ríkinu og neyddir til að borga ákveðinn hluta af sjálfsaflafé sínu til þess. Á móti hlýtur það að vera sanngjöm krafa almennings að þessu fé sé einungis varið til nauðsynlegra hluta sem komi öllum eða a.m.k. yfirgnæfandi meirihluta sannan- lega til góða. Flestir Islendingar eru líklega sammála um, að kostnað við löggæslu eigi að greiða úr sameiginlegum sjóðum og a.m.k. hluta kostnaðar við menntun og heilsugæslu þegn- anna. Ríflega helmingur nicisút- gjalda fer til þessara hluta, sem ætla má að breið samstaða rflci um, en afgangurinn fer í hluti, sem vafasamt er að meirihluti skattgreiðenda sé fylgjandi. Er til dæmis réttlætanlegt að sjálfsaflafé almennings sé notað til að halda óarðbærum atvinnurekstri gang- andi eða að byggja heilu virkjan- irnar án þess að þörf sé íyrir ork- una ffá þeim fyrr en einhvern tím- ann á næstu öld? Með sama hætti er meirihlutinn skikkaður til að niðurgreiða menningu, óarðbæra atvinnu og ýmislegt fleira fyrir minnihlutann. Almenningur hefur fyrir löngu komist að því að aðeins hluti þeirra peninga, sem hann borgar í skatta, rennur til þarffa hluta. Þess vegna hefur orðið trúnaðarbrestur milli hans og stjómvalda og afleið- ingin er sú að skattsvik með ein- um eða öðrum hætti virðast nú vera almennt viðurkennd íþjóðfé- laginu. Það er eitthvað að þegar menn hika ekki við að greina ókunnugu fólki frá því að þeir séu í „svartri" vinnu og hreykja sér jafnvel af. Þá er það útbreidd venja í þjónustu og verslun að við- skipti fari fram án virðisauka- skatts. Lög um innheimtu virðis- aukaskatts eru í raun ólög því að þau hafa ekki öðlast viðurkenn- ingu í þjóðfélaginu. Helsti ókost- urinn við lög sem enginn virðir og ekki er kostur á að framfylgja er sá að virðing manna fyrir öðrum lögum dvínar um leið. Stundum er sagt að þingmenn séu fastir í sjálfheldu sérhagsmuna sem þeir losni ekki úr. I lýðræðis- skipulagi sé baráttan um atkvæðin hörð og vel skipulagðir þrýstihóp- ar eigi auðvelt með að fá aðgang að almannasjóðum. Hægt sé að koma hvaða reikningi sem er yfir á skattgreiðendur svo lengi sem meirihluti er fyrir því í þinginu og að skattgreiðendum sé nauðugur einn kostur að greiða síhækkandi skatta með bros á vör. Ég tel þó að nokkrir kostir séu í stöðunni sem skattpíndir Islendingar eigi að íhuga betur. í fyrsta lagi eiga skatt- greiðendur að láta meira í sér heyra. Við fjárlagagerð og fjár- lagaumræður á Alþingi eru það alltaf þiggjendurnir, þrýstihóp- arnir, sem hæst heyrist í þegar þeir heimta hærri ríkisútgjöld og þar með hærri skatta. Skattgreið- endur þurfa með einhverjum hætti að veita stjórnmálamönnum aðhald og hvetja þá til aðhalds og sparsemi í ríkisfjármálum. Þá er einnig reynandi að binda hendur stjórnmálamanna með stjórnarskrárbreytingu sem tak- marki völd stjórnmálamanna til skattahækkana. Til dæmis mætti hugsa sér að eftir breytinguna þyrftu 2h eða % hlutar þingheims að samþykkja ffumvarp, sem fæli í sér skattahækkanir, svo það næði fram að ganga. Með slíkri breytingu væri girt fyrir það að stjórnmálamenn gætu fyrirhafn- arlaust reynt að bjarga vonlausu fjárlagadæmi með enn frekari skattahækkunum. Þeir yrðu að horfast í augu við að vandi ríkis- sjóðs er útgjaldavandi en ekki tekjuvandi og hefja raunhæfan niðurskurð í samræmi við það. ■ Höfundurerformaður Heimdallar. VIÐSKIPTI Tilgangslaus stofnun ÓLI BJÖRN KÁRASON Það væri að æra óstöðugan að telja upp þann mikla fjölda opin- berra og/eða hálfopinberra stofn- ana sem engan tilgang hafa, en þó skal bent á eina, Verðlagsstofnun. Þrátt fyrir góðan vilja er mér gjör- samlega hulið af hverju hún er ekki lögð niður, eða hvaða raun- verulegum tilgangi hún þjónar. Verðlagsstofnun virðist Iifa sjálfstæðu lífi löggæslumanns, í skjóli Verðlagsráðs. I frjálsu sam- félagi manna, þar sem einstak- lingar eru frjálsir að því að gera samninga og eiga viðskipti, er lög- gæslustofhun á borð við Verðlags- stofnun óþörf, — stofnun án til- gangs. Það er ekki fyrr en þjóðfé- lag er hneppt í fjötra haffa og op- inberra afskipta sem lögregla við- skiptalífsins er nauðsynleg. Frjáls samkeppni leiðir, að öðru óbreyttu, til innra eftirlits með viðsldptaháttum og verðlagi og sé á annað borð talið nauðsynlegt að fylgjast með fyrirtækjum er slflct eftirlit betur komið í höndum samtaka einstaklinga en á skrif- stofu opinberrar stofnunar. Og ekki má gleyma þætti fjölmiðla. Fátt veitir fyrirtækjum meira að- hald en góð blaðamennska. Verðlagsstofnun sendir reglu- lega frá sér ýmsar verðkannanir, misjafnar að gæðum. Fjölmiðlar svo og Neytendasamtökin sinna þessu starfi einnig. Hvers vegna þarf þá Verðlagsstofnun? Hvað kosta kannanir Verðlagsstofnunar Hvað kemurþað Verðlagsstofnun viðþótt égfari út í búð og kaupi tvö epli og borgifyrirþau án þess að vigta? og hver borgar brúsann? Mér þyk- ir sýnt að stofnunin geri verð- kannanir eingöngu til að réttlæta eigin tilvist. Verðlagsstofnun er aftan úr grárri forneskju og byggir á hug- myndafræði haftaáranna og of- stjórn stjórnmálamanna. Hvað kemur það stofnuninni við þótt Bónus selji ávexti í stykkjatali í stað þess að nota lcúó sem viðmið- un? Eftir mánaða baráttu hefur Jó- hannes loks látið undan og sett upp vogir í búðum sínum svo við- skiptavinurinn geti áttað sig á þyngd ávaxtanna sem hann kaup- ir. Þúsundir viðskiptavina höfðu sætt sig við stykkjaaðferðina, enda varan á góðu verði. Hvað kemur það Verðlagsstofnun við þótt ég fari út í búð og kaupi tvö epli og borgi fyrir þau án þess að vigta? Ég vil ráða því sjálfur, án afskipta hins opinbera, hvernig ég og kaupmaðurinn minn eigum við- skipti. Það kemur engum öðrum við, enda báðir sáttir. Og hvaða vitleysa er það að krefjast þess að OLIS hætti að aug- lýsa að ákveðinn hluti bensínverðs renni tif fandgræðslu? Er það orð- ið hlutverk Verðlagsstofnunar að koma í veg fyrir að fyrirtæki veiti viðskiptavinum sínum upplýsing- ar? Það kemur Verðlagsstofnun ekkert við þótt OLfS eða eitthvert annað félag auglýsi að það styrki eitthvert gott málefni með fyrir- fram ákveðnum hætti. Mér líður að minnsta kosti betur að vita með hvaða hætti fyrirtæki veitir þriðja aðila fjárhagsstuðning og ekki hefur heyrst kvörtun frá ein- um einasta neytanda vegna stuðn- ings OLÍS við uppgræðslu lands- ins. Og ekki hefur bensínverð hækkað eða þjónustan versnað. Hvaða hagsmunum er Verðlags- stofnun að þjóna með afskiptum af auglýsingum OLÍS? Verðlagsstofnun er óþörf st'ofh- un og þjónar engum tilgangi eða hagsmunum, eins og dæmin hér að ofan sýna. Raunar væri hægt að halda upptalningunni áfram. Það á að leggja Verðlagsstofnun niður, eins og svo margar aðrar stofhan- ir. Löggæslustofnun sem þessi heyrir fortíðinni til og því fyrr sem menn átta sig á þeirri staðreynd þvíbetra._______ Hötundur er tramkvæmdastjóri Almenna bókafélagsins U N D I R Ö X I N N I Hvað eruð þið eiginlega með í tímakaup í Kjaradómi, Jón? „Að baki þessum reikningi liggja tvö hundruð og tuttugu vinnutímar, sem gerir um þrjú þúsund og fimm hundruð krónurá tímann. Þessi tímafjöldi er frá því í september 1991, þegar við tókum við prest- unum til úrskurðar. Þá hóf- ust viðræður við þá og úr- vinnsla gagna." Þið hafið mánaðarlega þóknun til viðbótar. Hver erhún? „Hún er um tíu þúsund á mánuði og þrettán þús- und til formanns." Er þetta venjulegt tíma- kaup lögfræðings? „Nei, þetta er lægra en út- seld vinna á lögfræðiskrif- stofu, enda er ekki um það að ræða. Þetta er þóknun og inni íþessu eru ekki launatengd gjöld og ann- að þess háttar." En þetta er samt töluvert hærra en ríkið borgar öðr- um starfsmönnum sínum. „Já. Við erum heldur ekki opinberir starfsmenn." Hafið þið fengið viðbrögð frá ráðuneytinu við þess- um reikningi? „Reikningurinn liggurí ráðuneytinu og er óaf- greiddur. Þetta er ekkert nýtt. Þessi reikningsgerð hefur tíðkast allan tímann sem ég hef setið í Kjara- dómi, sem er langur tími." Og verður þá borgaður samkvæmt venju? „Ég reikna með því." Jón Finnsson er formaður Kjara- dóms, sem nýlega sendi fjár- málaráðuneytinu reikning fyrir störf sín, samtals 770 þúsund krónur fyrir störf fimm lögfræð- inga og eins ritara.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.