Pressan - 20.08.1992, Blaðsíða 35
FIMMTUDAGUR PRESSAN 20.ÁGÚST 1992
35
Dökkt og hrátt skal
það vera og mótor-
hjólastígvélin og -
skórnir nauðsynleg
með.
DÖKKT
06 HRÁTT
LEVI'5
Frá því íslendingar meðtóku aftur Levi's-gallabuxurnar
fyrir um það bil þremur árum hafa þær dökknað til
muna. í fyrstu voru það eingöngu Ijósar sem giltu en í
vetur verða það hráar, dökkar Levi's og ekkert ann-
að. Gallabuxurnar sem hér um ræðir eru að vísu
þvegnar, ólíkt Levi's-tískunni sem kom upp á tímabili
í fyrravetur þegar buxurnar voru það hráar að fólk
þurfti að kaupa þær tveimur númerum of stórar og fara
svo í bað í buxunum til að þær aðlöguðust vexti hvers og
eins. Mikið hefur verið gert grín að íslendingum vegna þessarar
brjálæðislegu Levi's-tísku sem ríkt hefur hjá landanum, ekki síst í
verslunarferðunum til Edinborgar og Glasgow þar sem íslendingarnir hafa bók-
staflega hamstrað Levi's 501. Norðmenn og Svíar eru miklir Levi's-aðdáendur en
íslendingar enn meiri af þessu að dæma. Það hlýtur því að fara að styttast í ís-
lensku heimsmetahöfðatöluna frægu með þessu áframhaldi. En það er fleira mat-
ur en feitt ket, þvítil eru fleiri týpur en Levi's 501.510-gerðin mun vera að sækja
nokkuð í sig veðrið en þær eru kvenlegri í sniði, hærri upp og víðari yfir mjaðm-
irnar. Gallajakkarnir í vetur eru styttri og þrengri óg mótorhjólastígvélin og
skórnir punkturinn yfir i-ið.
KOLROS5U
KRÓKRÍÐANDI
06 JÚPÍTER5
HAMPAD í
MELODY MAKER
„Söngkonan Helena bræddi íslensku jöklana,“ segir gagn-
rýnandinn.
Dave Jennings á hinu virta tón-
listartímariti Melody Maker og sá
sem heimsótti Eldborg ’92 á Kald-
ármelum heldur ekki vatni yfir ís-
lensku ungkvennasveitinni
Kolrössu krókríðandi. Hann fer
afar fögrum orðum um hljóm-
sveitina og er einnig hrifinn af
stórsveitinni Júpíters. „Ef eitthvert
réttlæti er til mun ekki líða á löngu
þar til ungu hipparnir í heiminum
heyra eitthvað frá hljómsveitinni
Kolrössu krókríðandi,“ segir
Jennings stórorður í gagnrýni
sinni.
Jennings var sérstaklega hrifinn
af söngkonu sveitarinnar, Helenu,
og telur hana ákaflega kraftmikia
og heita söngkonu sem gæti brætt
jafnvel íslensku jöklana. Aðrir
meðlimir Kolrössu krókríðandi fá
einnig afar góða dóma sem kraft-
miklir tónlistarmenn.
Jennings gengur svo langt að
iíkja söngkonunni við bresku
stjörnuna Ritu Lynch sem hefur
rödd fúlla af hættulegri ástríðu.
Jennings fer einnig fögrum orð-
um um gleðisveitina Júpíters og
segir það hafa verið hina bestu
skemmtun að hlusta á þrettán
meðlimi sveitarinnar leika tilgerð-
arlega tónlist af fingrum fram.
Þeir hafi haft sérstaklega gaman af
því sem þeir voru að gera.
Júpíters er á leið til Bretlands og
það er einnig hljómsveitin Síðan
Gagnrýnandinn á Melody Ma-
ker hlakkar til að fá gleðisveit-
ina Júpíters í heimsókn til Bret-
lands eftir að hann heyrði þá
leika af fingrum fram á Kaldár-
melum um verslunarmanna-
helgina.
skein sól, sem Jennings fannst öllu
misjafnari en hinar tvær sveitirn-
ar. Þess verður kannski ekki langt
að bíða að nýir Sykurmolar hefji
heimsreisu.
Lílgörsþyrstir íandsmenn
Það hefur líkast til ekki
farið framhjá þeim sem
reglulega sækja öldurhús
bæjarins, að líkjörsdrykkja
er nú iðkuð hér á Iandi í
stórum stfl og hefur reynd-
ar verið svo um nokkurt
skeið. I staðinn fyrir
brennivín í kóki með hraði
biðja menn nú galvaskir
um kaffi og líkjör og njóta
þess að sötra herlegheitin
yfirvegaðir. Einn er sá lí-
kjör sem í áraljöld hefur
haft algjöra yfirburði hvað
vinsældir varðar — nefni-
lega hinn eini og sanni
Grand Marnier.
Samkvæmt upplýsing-
um ÁTVR er Grand Marnier lang-
eftirsóttasta líkjörstegundin, en
það sem af er þessu ári hafa alls
selst um 10.500 flöskur. Sá líkjör
sem næstur kemur í sölu er Ka-
hlua og þar á eftir fylgja gamal-
kunnar tegundir; Baileýs Original
Irish Cream, Tia Maria og Cointr-
eau. Aðrar tegundir eru einnig
vinsælar þótt þær seljist töluvert
minna, s.s. DOM Bénédictine,
Amaretto di Saronno og Irish
Mist.
Að sögn Gísla Hafliða Guð-
mundssonar, veitingastjóra á
Kaffi Óperu og Café Romance,
hefur Grand Marnier algjöra sér-
stöðu í líkjöraflórunni. „Hann hef-
ur verið langvinsælastur hér á
landi frá því menn muna og á
vafalaust eftir að vera það lengi
enn. Milli 50 og 60 prósent af öll-
um lflcjör sem við seljum er Grand
Marnier og það virðast allir vera
jafnhrifnir af honum, konur sem
karlar.“
Gísli segir nýjan ítalskan líkjör,
Galliano, reyndar hafa verið að
sækja töluvert á í sumar og því séu
ekki allir Islendingar íhaldssamir í
víndrykkju. „Galliano er mikið í
tísku núna og vinsælt að drekka
hann út í kaffi með þeyttum
rjóma. Þó að margir séu hrifnir af
þessum ljúfa drykk er hann ekkert
í líkingu við „þann stóra“, sem
verður áfram á toppnum og ber
svo sannarlega nafn með rentu.“
Rrafn
iiinnlaugf
Gunniaugsson
kvikmyndaleiRstjóri
„Thisis Filmautomaticans-
weringmachine. Hrafn Gunn-
laugsson is not in the office at the
moinent, but please leave a
message and we will callyou as
soon aspossible. Thankyou veiy
much. “
B I O B O R G I N
Veggfoður ★ ★★ Fjörug og
skemmtileg þrátt fyrir augljósa
hnökra.
Tveir á toppnum 3 Lethal Wea-
pon 3 ★★ Minni hasar og minna
grín en í fyrri myndum en meira af
tilraunum til dramatíkur.
Fyrirboðinn 4 Omen IV ®Ekkert
umfram það sem sést hefur í fyrri
myndum en margt verr gert. Takið
því frekar fyrstu myndina á mynd-
bandaleigu en fara á þessa.
Miklagljúfur Grand Canyon ★★
Nokkurs konar Big Chill níunda ára-
tugarins. Ef til vill er það áratugn-
um að kenna, en Grand Canyoh
stenst engan samanburð við for-
vera sinn.
Beethoven ★★ Ágæt mynd fyrir
fjölskyldur þar sem börnin eru á
aldrinum sjö til tólf ára.
Vinnie frændi My Cousin Vinnie
★ ★★ Fyndin grínmynd. Er hægt
að biðja um meira um mitt sumar?
Joe Pesci er mun skemmtilegri í
þessari mynd en þriðja hluta Let-
hal Weapon.
Höndin sem vöggunni rugg-
ar The Hand that Rocks the Cradle
★★★ Hörkuspenna og óhugnað-
ur.
HASKOLABIO
Ástríðuglæpir Love Crimes ★★
Enn einn erótíski tryllirinn. Miðað
við framleiðslu Hollywood á
myndum um smáskrítna kynlífsóra
eru þeir inni í dag; hvað sem allri
eyðni líður. Þessi mynd hefur þó
hvorki kitlandi óra né titrandi
spennu. Hvort tveggja er flatt.
Falinn fjársjóður Pay Dirt ★★
Dálítið dellukennt grín og því mið-
ur deliukennd spenna einnig.
Nokkrir góðir smásprettir leikar-
anna ná ekki að halda myndinni á
floti. Hún sekkur eins og steinn í
lokin.
Bara þú Only You ★ Það eru að-
eins unglingar sem fara í bíó á
sumrin. Þá er góður tími til að sýna
myndir sem ekki er hægt að bjóða
öðrum hópum.
Veröld Waynes Wayne's World
★★ í flokki mynda sem gera út á
geðveikan húmör. Gallinn er að
húmörinn er ekki nógu geðveikur
og of sjaldan fyndinn.
Steiktir grænir tómatar Fried
green tomatoes ★★★ Konumynd;
um konur og fyrir konur. Góðir eig-
inmenn láta undan og fara með.
Hringferð til Palm Springs Ro-
und Trip to Heaven ©Allt að því
óbærileg leiðindi.
Beethoven ★★ Ágæt mynd fyrir
fjölskyldur þar sem börnin eru á
aldrinum sjö til tólfára.
Stoppaðu eða mamma
hleypir af Stop! Or My Mom Will
Shoot ★ Sylvester Stallone slær hér
út flestar af sínum verstu myndum
og verður það að teljast afrek mið-
að við það sem hann hefur boðið
áhorfendum upp á síðastliðin
misseri.
R E G N B O G
Ógnareðli Basic Instinct ★★
Markaðsfræðingarnir fá bæðar
stjörnurnar. Annað við myndina er
ómerkilegt.
Léttlynda Rósa ★★★Ljúfsaga
um vergjarna stúlku.
Kolstakkur ★★★★ Mögnuð
mynd; hæg, seiðandi og falleg.
Besta myndin í bænum.
Lostæti Delicatessen ★★★★
Hugguleg mynd um mannát.
Homo Faber ★★★★ Mynd sem
allir verða að sjá. Sjálfsagt hafa allir
sem vilja sjá hana þegar farið í
Regnbogann. Það bíó fær sérstaka
viðurkenningu fyrir að hafá aðeins
tekið eina nýja mynd upp á und-
anförnum vikum og þá mynd sem
var sýnd í bíóinu fyrjr fáeinum
mánuðum.
Náttfarar Sleepwalkers ★★ Það
er orðið langt síðan tekist hefur að
búa til almennilega mynd eftir
sögu Stephens King. Þessi tilraun
er með því skárra af afurðum síð-
ustu ára. Hún mun gleðja hörð-
ustu unnendur hrollvekja.
Hnefaleikakappinn Gladiator ★
Smart ofbeldi fyrir þá sem hafa
smekk fyrir slíku. Sætir strákar fyrir
stelpurnar.
Óður til hafsins The Prince ofTi-
des ★★★ Nick Nolte heldur
myndinni á floti.
Börn náttúrunnar ★★★ Róm-
aðasta íslenska bíómyndin.
S O G U B
Veggfóður ★★★ Fjörug og
skemmtileg unglingamynd en ef
til vill ekki stórkostlegt kvikmynda-
verk.
Tveir á toppnum 3 Lethal Wea-
pon 3 ★★ Söluhæsta myndin vest-
anhafs það sem af er sumri. Sannar
að ekki fara alltaf saman gæfa og
gjörvileiki.