Pressan - 20.08.1992, Blaðsíða 30
30
FIMMTUDAGUR PRESSAN 20. ÁGÚST 1992
smáa
letrið
Ef marka má skoðanakannanir —
sem er sjálfsagt alveg á mörkun-
um að sé hægt — þá eru karlar
mun myndarlegri en konur. Það
er að segja að eigin áliti. Sam-
kvæmt evrópskum könnunum telja
28 prósent karla sig Ijallmyndarleg
en aðeins 13 prósent kvenna.
Og skoðanakönnuðir hafa dregið
fram fleira merkilegt. Llkurnar á að
kona sé hrein mey þegar hún gift-
ist eru 20 prósent. Fyrir 25 árum
voru líkurnar hins vegar 50 prósent.
Þessi könnun var gerð á Bretlandi
og segir kannski ekkert um hrein-
leika islenskra brúða.
Og meira af fróðleik þeim sem kem-
ur fram í skoðanakönnunum. Af
þeim sem keypt hafa vatnsrúm
segja 33 prósent að rúmið hafi bætt
kynlífið. 25 prósent kvenna segjast
hafa átt kynmök við menn gegn
vilja sínum aðeins sökum þess að
þeir gengu nógu hart eftir því. Lík-
urnar á að fólk finni sér maka af
öðru þjóðerni eru minni en 1 á móti
50, og 71 prósent karla telur það
ekki Ijóð á ráði kvenna að þær
bjóði þeim út að borða.
Og meiri speki: 5,7 prósentum fleiri
giftir menn en ógiftir segjast vera
mjög hamingjusamir. Konur njóta
meiri hamingju í hjónabandinu. 12
prósentum fleiri giftar konur en
ógiftar segjast mjög hamingjusam-
ar.
Ef þú ert ógift, háskólamenntuð
kona og orðin fertug eru likurnar á
að þú krækir þér í maka minni en 1
prósent. 30 prósent af konum sem
skilja og giftast aftur gera það innan
árs frá skilnaðinum og 47 prósent
innan þriggja ára. Karlarnir eru
sneggri; 42 prósent giftast innan
árs og 60 prósent innan þriggja ára.
Likurnar á að fráskilið fólk giftist aft-
ur eru 78 prósent hjá konum og 83
prósent hjá körlum.
Skilnaðarbörn eru mun Kklegri til
að skilja sjálf en börn foreldra sem
héldu sambandið út. Hjá dætrum
skilnaðarforeldra aukast Kkurnar um
50 prósent en um 23 prósent hjá
sonunum.
Það er öfugt samhengi milli
menntunar og skilnaðar: Því meira
sem þú hefur af öðru því minna hef-
ur þú af hinu. Fólkið sem hefur
minnsta menntun skilur oftar og
fyrr en þeir menntuðu.
Og enn meiri speki: Konur sem lesa
mikið af rómantískum sögum njóta
kynmaka um 74 prósentum oftar en
þær konur sem lesa jarðbundnara
efni
Lok: 86 prósent drengja á aldrinum
13 ti 15 ára telja að eiginmaður hafi
fullan rétt á að nauðga eiginkonu
sinni ef hún neitar að samrekkja
honum. 24 prósent drengjanna telja
að það sama gildi um kærustur.'svo
framarlega sem kærastinn hefur
eytt miklum peningum i hana
Þessi skoðun virðist ekki eingöngu
bundin við drengi, því 14 prósent
giftra kvenna segja að sér hafi verið
nauðgað í hjónabandi og 22 pró-
sent þeirra segja að sér hafi verið
þröngvað til samræðis gegn vilja
sínum.
Lestir til að losa
sig við - kostir
til að halda í
Er kostur eins löstur annars? Sumir líta á kosti sem galla en aðrir á galla sem kosti. Eru til dæmis hortugheit og ófyrirleitni
kostur eða galli? En frekja og ákveðni? Sumir vilja losna við kíló, aðrir reykingar og enn aðrir kunna ekki að segja brandara
og bráðöfunda þá sem eru hrókur alls fagnaðar í samkvæmum.
PÉTUR
TYRFINGSSON
tónlistarmaðurog ráðgjafi hjá SÁÁ
Lestir:
„Ég var nú nokkuð lengi að finna
gallana. Það var miklu auðveldara
að finnakostina, en ég hef mína
galla og þar ber fyrst að nefna að
ég get verið sóði, ansi hirðulaus
stundum, og hef háan draslþrösk-
uld sem ég vildi gjarnan lækka
svolítið. Eg er utan við mig og
vildi gjarnan laga það og sinnu-
laus í sambandi við ræktarsemi
við fólk. Ég hreinlega athuga það
ekki að sinna vinum mínum, sem
ég vil þó vera í góðu sambandi
við. Ófyrirleitni og hortugheit hafa
lengi verið mér fótakefli; með öðr-
um orðum segi ég hluti upphátt
sem aðrir hugsa, hluti sem mættu
gjarnan kyrrir liggja. Stundum
ætti ég að hafa meiri umbúðir á
orðum mínum.“
Kostir:
„Það er einn kostur sem ég vil
gjarnan halda í, og er ekki endi-
lega mér sjálfum að þakka heldur
mömmu og pabba og öllum þeim
sem ólu mig upp, en það er að ég
er blíðlyndur og góður. Ég get
skammað börn en verð alltaf
ómögulegur á eftir. Þótt yfirborð-
ið á mér sé oft hrjúft þá er ég frek-
ar hlýr. Þessi kostur hjálpar þegar
maður þarf að sættast við ókost-
ina. Ég er mjög heiðarlegur, get
ekki stolið, á erfitt með að ljúga og
get ekki svindlað á kerfinu, — bý
til dæmis þess vegna í allt of lítilli
íbúð. En ég stend mig alltaf að því
endrum og eins að vilja ekki vera
öðruvísi maður. Svo hef ég einn
mjög góðan kost, sem reyndar
getur stundum verið slæmur í
einkalífinu, en það er ákveðni mín
og afdráttarleysi. Þessi kostur er
stundum á bak við þennan með
hortugheitin. Mér finnst gott að
vera afdráttarlaus; á meðan varp-
ar maður ekki ábyrgðinni yfir á
aðra. Ég kvíði því ekki að verða
gamall vegna þess að ég á mjög
auðvelt með að fá áhuga á hlutum
og er sjálfum mér nógur. Þótt fólk
megi ekki vera að því að sinna
mérþarfþað ekki að fá móral. Ég
er ekki svo slæmur."
Gyða DRÖFN
Tryggvadóttir
dagskrárgerðarmaður og sjónvarpsþula
Lestir:
„Ég er rosalega stjórnsöm, þótt
það teljist ekki alltaf ókostur. Ég á
það til að stjórna án þess að fólk
geri sér grein fyrir því en er búin
að gera mér grein fýrir þessum
lesti þannig að þetta er í vinnslu.
Tilfinningasemi er einn af ókost-
um mínum. Ég tek hlutina allt of
nærri mér. Að auki er ég mjög
gagnrýnin en geri þó jafnmiklar
kröfúr til sjálfrar mín og annarra.
Mesti ókostur minn er sá að ég á
það til að gleyma að hugsa áður en
ég tala. Ég get verið með óþarfa at-
hugasemdir og skot á fólk, sem
getur ekki alltaf tekið því. Letin er
einnig til staðar og þá læt ég fólk
stundum snúast í kringum mig.“
Kostin
„Ég hef mjög gott skap og er glað-
lynd. Akveðni er mér í blóð borin,
ekki ffekja eins og það er stund-
um kallað. Ég hef góðan húmor,
bæði fyrir sjálffi mér og öðrum,
þótt stundum geti ég átt erfitt með
að taka stríðni. Ég á auðvelt með
að fyrirgefa fólki og svo er einn
kostur sem hefúr komið á síðari
árum; Ég á auðvelt með að sjá
hluti ffá mörgum sjónarhornum.
Það er hlutur sem Inger vinkona
mín hefúr kennt mér.“
HALLA Margrét
ÁRNADÓTTIR
söngnemi
Lestir.
„Ég geri ekki greinarmun á leppa-
lúðum og stórlúðum, er ekki nógu
mikill mannþekkjari. Mér finnst
allir svo rosalega fínir og efnilegir
listamenn, þótt þeir séu það alls
ekki. Ég get ekki sagt brandara.
Mig dreymir um að geta sagt
brandara en ég get það bara ekki.
Mér finnst æðislega gaman að
hlusta á aðra segja brandara og
bráðöfúnda þá sem eru hrókur
alls fagnaðar í samkvæmum. Ég
var búin að lofa öllum að baka
kleinur í ffíinu mínu en hef ekkert
gert enn. Það er mikill galli. Og
svo segi ég of off já við allra aðra
en eiginmann minn. En leiðinleg-
ast finnst mér að geta ekki verið
húsmóðir, læknir, lögffæðingur,
graðhestaeigandi, skáld og smiður
í einu. Það er mikill löstur. Að
auki þarf ég að læra að vera pen.
Ég á það til að sulla niður á mig og
missa hnífapörin á gólfið í fínum
samkvæmum. Einu má ég ekki
gleyma — ég set ffímerki alltaf öf-
ugumeginábréf.“
Kostir:
„Ég get brosað, grátið, knúsað, lif-
að og dáið og svo kemur bara nýr
dagur. Mér finnst allur matur
góður. Ég er dugleg að læra, læra
af Feneyjum, Esjunni, Línu lang-
sokk, Hávamálum, veðrinu og
óveðrinu. Ég get pakkað niður í
ferðatöku á þremur mínútum. Ég
er loks búin að skilja að áður en ég
fer að vinna í annarra manna
görðum þarf ég að rækta garðinn
minn. Ég stenst mjög vel álag og
ég kem off á óvart.“
SVERRIR
Guðjónsson
söngvari
Lestin
„Ég kann ekki skrúfganginn. (Það
tengist parketinu.)
Ég þoli ekki ryksugur. Þær minna
mig á eldspúandi skriðdýr.
Á engan hest. Og vil ekki þurfa að
segja fólki til syndanna.
Ég ætlast til þess að fólk skilji án
mikilla útskýringa.
Ég flýti mér hægt og mér finnst
gallarverakostir."
Kostir:
„Ég lagði parketið þótt ég kunni
ekki að halda á hamri.
Ég elska uppvask þegar enginn er
nálægt. Það gefúr mér nægan tíma
til þess að hugsa ekki. Svo er ég
kominn með hestadellu.
Ég á auðvelt með að setja mig í
spor annarra og sætta andstæð
sjónarmið, sem getur kannski líka
verið ókostur.
Ég læt yfirleitt smáatriði ekki
trufla heildarsýn.
Ég hef misst þolinmæðina með
árunum, en mér finnst það vera
kostur. Ég er seinþroska, sem mér
finnst líka vera kostur.
Mér finnst kostir vera gallar.“
JÓN AXEL
Ólafsson
útvarpssprellari
Lestir:
„Ég vildi gjarnan geta eytt meiri
tíma með fjölskyldunni, unnið
vinnu mína betur, hætt að reykja
og orðið betri kokkur.“
Kostin
„Ég er skipulagður, fólk telur mig
jákvæðan og ég á mjög auðvelt
með að umgangast fólk og geri
það vel sem ég tek mér fyrir hend-
ur.“
Bryndís Halla
Gylfadóttir
sellóleikari
Lestir:
,Ætli helsti lösturinn sé ekki
skipulagsleysi. Ég er líka hræði-
legur kokkur. Nenni eiginlega
ekki að elda og er mjög hriftn af
ristuðu brauði með osti. Sendi
barnið bara til ömmu sinnar að
borða hollt. Allt sem tengist heim-
ilisstörfum er í lágmarki hjá mér.
Ég vildi helst hafa þjóna —
mundi auðvitað borga þeim vel.“
Kostir
„Ég hef ágæta þolinmæði við að
gera það sem mér finnst
skemmtilegt. Til dæmis við að æfa
mig á sellóið og vinna við það.
Síðan tek ég hlutina ekkert of al-
varlega, sem ég held að sé bara
nokkuð góður kostur.“
Þorvaldur
Þorsteinsson
myndlistarmaður
Lestir:
„Alvarlegasti lösturinn er veik-
lyndið sem gerir það að verkum
að maður tekur þátt í að svara
svona.“
Kostir:
„Helsti kosturinn, sem maður
vildi síst missa, er að geta gert sér
grein fýrir þessum veikleika á síð-
ustu stundu og snúið sig út úr
vandræðunum með svörum eins
og þessum.“
RAGNHILDUR
VlGFÚSDÓTTIR
ritstjóri
Lestir:
Ég er löt og værukær, afskipta-
söm, smásmuguleg, óhreinskilin
og geri miklar kröfur til sjálfrar
mín og minna nánustu. Á erfitt
með að segja nei og tek því of
mikið að mér.“
Kostir:
„Ég er svo vinnusöm og iðin, í
baráttunni við letina. Svo reyki ég
ekki, sem mér finnst vera einn af
mínu bestu kostum. Ég á auðvelt
með að umgangast fólk og hef
gaman af að leysa vandamál, eink-
um annarra. Síðan má ekki
gleyma þvi að ég er geðgóð og oft
skemmtileg."