Pressan - 20.08.1992, Blaðsíða 10

Pressan - 20.08.1992, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR PRESSAN 20. ÁGUST 1992 H. .crluf Clausen, maðurinn að baki rómantíska staðnum Café Romance, sem sóttur hefur verið af þotuliði bæjarins, iimun hafa í hyggju að færa enn einu sinni út |kvíamar og opna ann- Jan stað I svipuðum stíl. Sá verður til húsa við Laugaveg, nánar tiltek- ið þar sem veitingastað- urinn Pétursklaustur var áður. Herluf á orðið dijúgt af eignum við Laugaveginn og hafa margir gantast með að þess verði ekki langt að bíða að Laugavegurinn fái nýtt nafn, Herlufst- rasse... ppsetningin á Rómeó og Júlíu í Þjóðleikhúsinu síðastliðinn vetur vakti at- hygli fyrir það hve frumleg og nýstárleg hún var. Leikstjórinn, Guðjón Petersen, heldur áfram að setja upp verk fyrir Þjóðleik- húsið og leikstýrir að þessu sinni bandarísku leikriti eftir Jim Cartw- rigjit, Strætum. Guðjón hefur kosið að fá til liðs við sig sama fólkið og hann vann með f fyrra, þar á meðal þau Baltasar Kormák og Halldóru Björnsdóttur, sem voru í Rómeó og Júlfu.... Bækur á öllum aldri Höfum opnað á 2. hæð myndagallerí. Smáprent, gamlar myndir og nýjar. Gömul póstkort, rómantískar frummyndir. Stríðsárin og margt fleira. Vinsamlega lítið inn. Bókavarðan Hafnarstræti 4 Reykjavík F J. rá því Stefán Jónsson útskrifaðist sem leikari fýrir fáeinum árum hefur hann iðulega verið fenginn til að leiká í verkum eftir Ólaf Hauk Símonarson. Hann var enn í námi ytra þegar Bílaverkstæði Badda var sett upp, en var þess í stað fenginn til að leika í kvikmyndinni Ryði sem byggð var á leikritinu. Stefán fékk svo hlutverk í Kjöti, sem sýnt var í Borgarleikhúsinu fyrir tveimur árum. f haust fer hann svo upp í Þjóðleikhús til að leika í nýjasta verki 01- afs Hauks, Hafinu, fyrsta verkinu sem Þjóðleikhúsið frumsýnir á þessu leikári... M eð vinsælustu barnaleikritum sem Þjóðleikhúsið hefur sýnt eru verk Torbjöms Egner; Dýrin í Hálsaskógi og Kardimommubærinn. Þessi verk hafa þó ekki verið sýnd hér lengi, en nú hyggst Þjóðleikhús- ið bæta úr því. Dýrin í Hálsaskógi verða sett upp í vetur í fyrsta skipti í sextán ár. Þeir sem sáu verkið fvrir sextán árum muna áreiðanlega eftir Ama Tryggvasyni í hlut- verki Lilla klifurmúsar og Bessa Bjama- syni í hlutverki Mikka refs. Nú verða þeir Sigurður Sigurjónsson og öm Ámason aftur á móti í stórum hlutverkum, líklega músarinnar og refsins. Sigrún Valbergs- dóttir verðurleikstjóri.... V J.X.vikmyndin Veggfóður hefur hlotið mjög góða aðsókn og yfirleitt nokkuð góða dóma kvikmyndagagnrýnenda. Nú þegar munu erlendir aðilar vera farnir að sýna myndinni áhuga. Blaðamaður tímaritsins ID, sem er „rave“- kennt tískublað, hefur tekið viðtal við Júlíus Kemp, leikstjóra myndarinnar, og fyrirtækið sem kynnti kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar Böm náttúrunnar hefur lýst áhuga á að taka Veggfóður upp á arma sína. Það er norsk kona sem stjómar því fyrirtæki og hefur hún þegar séð Veggfóður á mynd- bandi og segist vera mjög spennt fyrir myndinni... SHÚLflOSTUR fyRm s ÁðurZS/'kr. Nú 669 kr. osTflPfióTfin fynifi og vfTUfiinn Kjörvari og Þekjukjörvari — kjörin viðarvöm utanhúss Þurfir þú að mála við utanhúss, hvort sem um er að ræða sumarhús, glugga eða grindverk, þarftu fyrst að ákveða hvers konar áferð þú óskar eftir. Sé ætlunin að halda viðaráferðinni skalt þú nota Kjörvara sem er gegnsæ viðarvörn og til í mismunandi litum. Ein til þrjár umferðir nægja, allt eftir ástandi viðar. Kjósir þú aftur á móti hálfhyljandi áferð, sem gefur viðnum lit án þess að viðarmynstrið glatist, mælum við með Þekjukjör- vara sem einnig fæst í mörgum litum. Tvær umferðir eru í flestum tilvikum nóg. Sé viðurinn mjög gljúpur skal grunna hann fyrst með þynntum glær- um Kjörvara og mála síðan yfir með Þekjukjörvara. Næst þegar þú sérð fallega málað hús - kynntu þér þá hvaðan málningin er Emálnirighf - það segir sig sjálft -

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.