Pressan - 20.08.1992, Blaðsíða 14
14
FIMMTUDAGUR PRESSAN 20. ÁGÚST 1992
Eitt morð hefur verið framið hér á landi har
sem ástæðan virðist eingöngu hafa verið
löngun til að drepa. Morðinginn bar fyrir
rétti að sig hefði oft langað til að drepa
mann. Fórnarlambið var valið af handahófi
og skotið á færi.
Morð eru sem betur fer frekar
fátíð á íslandi og sé miðað við
önnur lönd og fjölmennari telst
almenningur hér á landi í lítilli
hættu á að falla fyrir morðingja-
hendi. í okkar svokallaða siðaða
heimi eru morð og ofbeldisverk
margskonar því miður daglegt
brauð og ísland fer ekki varhluta
af þeim. Hér á landi líður varla
það ár að einhveijir falli ekki fyrir
morðingjahendi, offast er morð-
inginn þá undir áhrifum áfengis
eða eiturlyfja og iðulega er hinn
myrti einhver sem gjörningsmað-
urinn þekkti.
f hvert sinn sem manndráp er
ffamið í okkar litla þjóðfélagi slær
óhug á fólk. Mál eins og leigubíl-
stjóramálið, Geirfmnsmálið og
Stóragerðismálið svokölluðu
vöktu óhug og reiði í þjóðfélaginu.
Almenningi var mjög brugðið og
hann skildi ekki hvernig það
mætti vera að slíkir glæpir væru
framdir hér, í landi sem íbúarnar
telja sig örugga í.
TÍÐNIMANNDRÁPA
LÆGST HÉR Á NORÐUR-
LÖNDUNUM
Tíðni manndrápa á fslandi er
ekki há miðað við hin Norður-
löndin. ísland er að sönnu fá-
mennara en flest hinna Norður-
landanna en hér á landi eru ffam-
in mun færri morð en á Græn-
landi til dæmis, þrátt fyrir að íbú-
ar hér séu hátt í tvöhundruð þús-
und fleiri. Árið 1988 voru framin
tíu morð á Grænlandi en þrjú á ís-
landi. Fimmtíu og sjö voru drepn-
ir í Danmörku, hundrað þrjátíu
og þrír í Finnlandi (1987), fimm-
tíu og einn í Noregi og hundrað
og einn í Svfþjóð.
Það gildir um öll Norðurlöndin
að tíðni manndrápa er ekki há
miðað við Bandaríkin til að
mynda.
KONUR FREMJA MJÖG
SJALDAN MORÐ
En morð hafa verið framin á ís-
landi á öllum tímum. Mismörg á
hverjum tíma, eitt árið ekkert en
það næsta svo mörg að í blöðum
sáust fyrirsagnir eins og: Morð-
alda í Reykjavík og Tíðni mann-
drápa óhugnanleg.
Frá árinu 1920 til ársloka 1989
er að finna í dómasafni Hæstarétt-
ar dóma í þrjátíu og fimm málum.
í þessum málum voru þrjátíu og
sex dæmdir brotlegir.
Einungis þijár konur eru í hópi
þeirra sem dæmdir hafa verið fyr-
ir morð á þessu tímabili. Ein réðst
gegn eiginmanni sínum, önnur
fyrrverandi eiginmanni og sú
þriðja fyrrverandi sambýlismanni.
Milli þessara aðila voru því náin
tengsl, en því er yfirleitt þannig
farið að fórnarlambið og gjörn-
ingsmaðurinn þekkjast.
Það er með manndráp eins og
önnur afbrot; konur ffemja mun
færri en karlar.
FLEST FRAMIN í SVART-
ASTA SKAMMDEGINU
Á tímabilinu sem hér um ræðir
voru engin morð ffamin í desem-
ber eða júní. Tíu brot voru hins-
vegar framin í svartasta skamm-
deginu, átta í janúar og tvö í
febrúar. Næstflest morð voru
ffamin í ágúst en fimm brot hafa
verið ffamin í þeim mánuði.
Langflest verkin eru unnin að
kvöld- eða næturlagi um helgar og
tengjast því óumdeilanlega
skemmtunum fólks og áfengis-
neyslu.
Flest brotin, eða fimmtán, voru
framin á tímabilinu frá miðnætti
til klukkan sex að morgni. Sex
voru framin að kvöldlagi, frá
klukkan átján til miðnættis, og sjö
áttu sér stað frá klukkan sex að
morgni til tólf á hádegi.
Fæstir gjörningsmannanna
segjast hafa lagt upp með það í
huga að ffemja morð eða morðtil-
raun. Brotin eru flest ffamin í öl-
æði, í stundarbrjálæði viðkom-
andi.
VETTVANGURINN YFIR-
LEITT HEIMILIFÓRNAR-
LAMBSINS
Flest brotin eiga sér stað á
heimili fórnarlambsins eða nítján
alls, í sjö tilfellum af þessum nítján
var um sameiginlegt heimili fórn-
arlambs og gjörningsmanns að
ræða. Fimnt sinnum varð verkn-
aðurinn á heimili þess sem árás-
ina gerði og fórnarlambið þar
gestkomandi. Fjögur tilvik áttu sér
stað úti á götu eða á víðavangi, tvö
í bifreið og tvö utan við skemmti-
staði. I einu tilfelli var maður
drepinn á vinnustað sínum og tvö
morð voru ffamin á heimili ann-
arra en ódæðismanns eða fórnar-
lambs.
Langflest brotin eru framin á
Stór-Reykjavíkursvæðinu, tuttugu
og sex. önnur dreifast á Akranes,
Ólafsvík, Flateyri, Akureyri, Höfh,
Skeiðarársand, Ölfus, Keflavík og
Njarðvík, eitt á hverjum stað.
YNGSTIMORÐINGINN
FIMMTÁN ÁRA
Sá yngsti brotlegi var einungis
15 ára. Hann stakk jafnaldra sinn
til bana utan við unglinga-
skemmtistað í Reykjavík árið
1985. Sá elsti var fimmtíu og eins
árs.
Tuttugu og fjórir voru á aldrin-
um funmtán til tuttugu og níu ára
er þeir frömdu verknaðinn, með-
alaldurinn var tuttugu og átta ár.
Menntun tilræðismannanna
virðist yfirleitt hafa verið lítil. I
flestum tilfellum virðast þeir ein-
ungis hafa lokið grunnskólaprófi.
Þrír höfðu lokið ffamhaldsnámi;
einn flugstjóraprófi en tveir há-
skólaprófi. Einn var í iðnnámi og
einn í efsta bekk grunnskóla.
Sautján af þessum þrjátíu og
sex voru verkamenn eða sjómenn.
Fjórir biffeiðastjórar og sömuleið-
is fjórir sjálfstæðir atvinnurekend-
ur, nemar voru tveir. Átta féllu í
flokkinn „atvinna ótilgreind". Af
þeim virðast fæstir hafa stundað
nokkra vinnu.
Einungis þrír hinna brotlegu
voru dæmdir ósakhæfir í Hæsta-
rétti. Flestir höfðu þó átt við ein-
hver geðræn vandamál að stríða
áður en þeir ffömdu verknaðinn.
Ódæðismennirnir voru yfirleitt
undir áhrifum er verkið var unnið
og áttu flestir við áfengisvandamál
að stríða.
Þijátíu áttu afbrotaferil að baki,
því voru einungis sex í þessum
hópi sem aldrei höfðu komist í
kast við lögin áður en ódæðis-
verkið var ffamið. Yfirleitt var um
að ræða brot á áfengislöggjöfinni
eða umferðarlögum en sjö höfðu
fengið dóm vegna ofbeldisverka
eða þjófnaða.
f fjórtán tilfellum er ekki getið
um greind gjörningsmannanna.
Átta reyndust, samkvæmt greind-
armælingu, hafa minna en meðal-
greind og átta töldust hafa meira
en meðalgreind. Sex voru taldir
meðalgreindir.
(tengslum við morðið á leigubílstjóranum var almenningur beðinn
um aðstoð. Á myndinni má sjá hluta þeirra skotvopna sem almenn-
ingur afhenti lögreglunni.
Flest morðin eiga sér stað á heimili fómar-
lambsins eða sameiginlegu heimili hess og
morðingjans.