Pressan - 29.10.1992, Side 2
2
FIMMTUDAGUR PRCSSAN 29. OKTÓBER 1992
ÞETTA
BLAÐ
KEMST
UPP MEÐ
HVAÐ
SEM ER
... eins og afkomend-
urEinars Guðfinns-
sonar í Bolungarvík;
að minnsta kosti þeg-
ar kemur að því að
borga keisarans
skatt. Efþeir fá ekki
riki og bæ til að sam-
þykkja skuldabréffyr-
ir skattaskuldunum
(sem þeir greiða síðan
ekki af) þá borga þeir
einfaldlega ekki
skattinn.
Sjá blaðsíðu 9.
... eins og Clinton.
Hann virðist ætla að
verða forseti (sjá blað-
síðu 20) þrátt fyrir að
hafa komið sér undan
herþjónustu og þrátt
fyrir að hafa haldið
framhjá árum saman.
EfBush hefði vitað
þetta hefði hann sjálf-
sagt gert hvort
tveggja.
... eins og ráðamenn
þjóðarinnar og þá
sérstaklega ráðherr-
arnir. Eftrúa má
kjaftasögunum eru
þeir meira og minna
fullir og þá sérstak-
lega i þau fáu skipti
semþeir þurfa að
mæta til vinnu. En er
þetta svo? Og efsvo
er; skiptir það þá ein-
hverju máli? Sjá blað-
síðu 30.
... eins og kynþokka-
fyllstu karlar landsins
sem skoða má á blað-
síðu 22. Þeir komast
kannski ekki upp með
allt en að minnsta
kosti fleira en
við hinir.
... eins ogHrafn
Gunnlaugsson (sjá
þessa síðu). Sá sem
kemst upp með að
búa til Hvíta viking-
inn kemst upp með
allt.
Ætlar þú að neyða þá
sem fara yfir kortaút-
tektir til að ganga með
svona gleraugu, Einar?
„Ég lít nú ekki svo á að það þurfi,
ekki frekar en einstakir starfs-
menn fyrirtækisins þurfa að vera
með svona einkennisgleraugu í
krafti embættis síns.“
Einar S. Einarsson, forstjóri Visa (slands,
mætti með útfríkuð gleraugu þegar
hann undirritaði samning Visa við HSÍ.
F Y R S T
F R E M S T
ÞORVALDUR GYLFASON. fslendingar eru ömurlegir í stjórnmálum.
JÓN BÖÐVARSSON. Fyrirfólk hlustar á hann skeggræða um Njálu.
ÍSLAND OG EES í
NEWSWEEK
Jsland er eins og ísrael. Við er-
um snjöll í vísindum og listum en
ömurleg í stjómmálum." Þetta er
haft eftir Þorvaldi Gylfasyni
prófessor í nýjasta hefti hins víð-
lesna tímarits Newsweek en þar
birtist þriggja blaðsíðna grein um
ísland eftir blaðamanninn Daniel
Pedersen. Það er ekki oft að svo
útbreitt blað birtir svo stóra um-
fjöllun um eyþjóðina, en tilefnið
er aðildin að evrópska efnahags-
svæðinu.
Pedersen segir í greininni að
Margaret Thatcher mundi slefa
af hrifningu vegna andúðar Is-
lendinga á Evrópubandalaginu.
Hann eyðir þó mestu plássi í að
fjalia um rökin með og á móti að-
ild að EES. Hann vitnar í Jón
Baldvin Hannibalsson utanrík-
isráðherra, Matthías Johannes-
sen ritstjóra og áðurnefndan
Þorvald, sem allir eru hlynntir
aðild, en full efasemda eru Ól-
afur Ragnar Grímsson, Kristín
Halldórsdóttir, framkvæmda-
stjóri Ferðamálaráðs, og Eyþór
Arnalds tónlistarmaður.
VINSÆLASTA NÁMSKEIÐ
Á ÍSLANDI
Endurmenntunarstofnun Há-
skólans hefur vaxið fiskur um
hrygg undanfarin ár og mörg
námskeið á vegum hennar eru
geysivinsæl. Hingað til hefur
Guðbergur Bergsson átt metið,
en í fyrra komu níutíu þátttakend-
ur á námskeið sem hann hélt um
suður-amerískar bókmenntir. En
nú hefur met Guðbergs verið
rækilega slegið. Það er Jón Böðv-
arsson, sá góðkunni kennari, sem
á heiðurinn af því. Þessa dagana
sitja hvorki meira né minna en
165 manns á námskeiði þar sem
Jón fjallar urn sjálfa Njálu.
Ýmislegt þekkt fólk má hitta á
téðu námskeiði. Það má nefna
Guðmund J. Guðmundsson,
formann Dagsbrúnar, og konu
hans Elínu, Magnús Pétursson,
ráðuneytisstjóra í fjármálaráðu-
neyti, Svölu Thorlacius lögfræð-
ing, feðginin Hannes Hafstein í
Slysavarnafélaginu og Þórunni
Hafstein í menntamálaráðuneyt-
inu, Þór Vilhjálmsson hæsta-
réttardómara og Ragnhildi
Helgadóttur, Guðmund G.
Þórarinsson verkffæðing, Guð-
mund Ágústsson aðstoðar-
bankastjóra, Sigurð E. Guð-
mundsson hjá Húsnæðisstofn-
un, Ólaf ísleifsson hagfræðing,
Pétur Pétursson þul og Kristján
Jónsson, forstjóra Rarik.
ELLIHÖLL Á UPPBOÐI
f næsta mánuði á að óbreyttu
að fara ffam nauðungaruppboð á
hluta fasteignarinnar Efstaleitis 14
í Reykjavík vegna 10,5 milljóna
króna skuldar, einkum að kröfu
íslandsbanka. Þetta væri svosem
vart í ffásögur færandi nema sök-
um þess að húseignin er þekkt
sem „ellihöll hinna ríku“ og var
byggð af félaginu Breiðabliki um
miðjan síðasta áratug.
í þessu glæsilega húsi eiga
heima margir landskunnir ein-
staklingar. Þar má nefna Tómas
Ámason seðlabankastjóra, bróð-
ur hans Vilhjálm Árnason, lög-
ffæðing og formann íslenskra að-
alverktaka, Gunnar Þ. Gunnars-
son, forstjóra sama fyrirtækis,
Ebeneser Ásgeirsson, fyrrver-
andi forstjóra Vörumarkaðarins,
Áma Gestsson, formann stjórn-
ar og aðaleiganda Globus, Jón H.
Bergs, fyrrum forstjóra Sláturfé-
lags Suðurlands, Óttar Möller,
fyrrum forstjóra Eimskipafélags-
ins, Pál Ásgeir Tryggvason
sendiherrra, Höskuld Ölafsson
bankastjóra, Skúla Pálsson frá
Laxalóni, Völu Ásgeirsdóttur
Thoroddsen og fleiri...
GAMALL KOMMI SKRÁIR
ÆVl STÓRKAPÍTALISTA
Þjóðlífíð hans Óskars Guð-
mundssonar er farið á hausinn
og Karnabærinn hans Guðlaugs
Bergmanns varla svipur hjá sjón.
Líklega hafa um ýmislegt að tala
gamli komminn og stórkapítalist-
inn og má sjá afrakstur þess í bók
sem kemur út hjá Iðunni fyrir jól.
Þetta er ævisaga Gulla, tískufföm-
Reisum Hvíta
vfkingnum
níðstö»ng“
Eðlilegt þykir að fjalla um íslensk kvikmyndaverk og skyldi maður ætla
Uð sjónvarpsþættirnir um Hvíta víkinginn væru engin undantekning þar
á. Nú bregður hins vegar svo við að varla hefur stafkrókur komist á blað
um myndina í fjölmiðlum hérlendis og virðist sem menn séu hálfpartinn
feimnir við það. Hlédrægni hrjáir ekki frændþjóðir okkar að sama skapi,
þvínýlega birtist gagnrýni um þættina ínorska blaðinu Aftenposten. Það
værisynd að segja að skrifin væru ieikstjóranum, Hrafni Gunnlaugssyni, i
hag.
„Hann er eins og músíkant án tónlistargáfu,
grínisti án kímnigáfu," segir kvikmyndagagn-
rýnandinn Per Haddal i grein sinni og veltir
því fyrir sérhvort kvikmyndin hafi ekki bara
verið betri en sjónvarpsútgáfan. Hann erþó
ekki með öllu neikvæður og tínir til óumdeilan-
lega kosti myndarinnar; kvikmyndatöku, leik-
mynd og búninga, framleiðslu, einstaka vel útfærð
myndskeið og lofsamlega frammistöðu Helga Skúlason
ar.
Pistilhöfundur kemst þó að þeirri niðurstöðu að þrátt
fyrir einstaka jákvæða punkta felist megináhrifin i
herfilegum hrærigraut fjölskyldudramans, samúræ-
imyndarinnar, ameríska vestrans, ópera Wagners og
skopstælinga á hetjulifi norðursins. Almesta gagnrýn-
in liggur þóef til vill í lokaorðum greinarinnar;
„Við reisum Hvita víkingnum níðstöng."
uðar, laxveiðimanns og nýaldar-
sinna, skráð af Óskari.
ÁLYKTUN UM EES VEFST
FYRIRKONUM
Hjá Kvennalistanum er nú
undirbúningur á lokastigi fyrir
landsfundinn sem hefst á morgun,
föstudag. Fyrsta mál á dagskrá þar
er vitanlega afstaða Kvennalistans
til EES- samningsins og hefur
hópur kvenna verið að vinna að
drögum að ályktun þar um síð-
ustu daga. Þar er kjarni fimm
kvenna við vinnu, þær Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir, Anna Krist-
ín Ólafsdóttir, Þórunn Svein-
bjarnardóttir, Kristín Einars-
dóttir og Kristín Sigurðardótt-
ir. Svo skemmtilega vill til að
meirihluti nefndarinnar er frekar
hlynntur aðild að EES, en þær
tvær síðastnefndu harðir and-
stæðingar hennar og er Kristín
Einarsdóttir reyndar formaður
Samstöðu um óháð ísland. Síðast
þegar fréttist var ályktunin um
„Heiminn og okkur“ ekki tilbúin,
en hún á að vera komin í möppur
áttatíu fundarkvenna þegar um-
ræða hefst um EES annað kvöld.
VINSÆLL SENDIHERRA
FARINN
Jacques Mer, sem hefúr verið
sendiherra Frakklands á Islandi
síðastliðin fjögur ár, er einhver
vinsælasti fulltrúi erlends ríkis
sem hér hefur dvalið. Á þessum
tíma hefur verið óvenjumikið líf í
kringum ffanska sendiráðið, það
hefur haft sig víða í frammi og
meðal annars stuðlað að komu
listafólks og rokktónlistarmanna
hrngað.
En nú hefur Jacques Mer látið
af sendiherraembættinu og er far-
inn af landi brott ásamt konu
sinni. Ekki er þó samskiptum
hans við ísland alveg lokið, því
hann hefur mikinn áhuga á ís-
lensku efnahagslífi og stjórnmál-
um og mun hafa unnið að samn-
ingu bókar um það efni. Einnig
lagði hann hönd á plóg við skipu-
lagningu franskrar kvikmynda-
viku sem verður í Reykjavík innan
skamms, en þar verður meðal
annars sýnd síðasta mynd Yves
Montand, söngvarans og leikar-
ans sem var þjóðhetja í Frakk-
landi.
TÓMAS ÁRNASON. Bjóða þeir upp ellihöllina þar sem hann býr ásamt fleiri máttarstólpum þjóðfélags-
ins? KRISTÍN EINARSDÓTTIR. Formaður Samstöðu og Ingibjörg Sólrún þurfa að útbúa ályktun. GUÐ-
LAUGUR BERGMANN. Þjóðlífsritstjórinn skráir ævisögu hans. JACQUES MER. Farinn til Parísar en Is-
landsbók í burðarliðnum.
UMMÆLI VIKUNNAR
„Þaðeru miklar
kröfur gerðar
til prestanna en
er ekki alltaf gætt
að þeir eru mannlegir eins og aðrir og
þurfa stuðning."
ÓLAFUR SKÚLASON BISKUP
Hvað æíli Irqggingafélögin segi?
„Ég hef sagt það áður að ef við fá-
um ekki leiðréttingu okkar mála
verður haldin hér mesta brenna
sem sögur fara af þegar trillurnar
fara á eldinn.“
Arthur Bogason
trillutröll
Athyglisgáfa
„Það sem vekur athygfi mína þeg-
ar ég ber markaðinn á íslandi
saman við aðra markaði er smæð
hans.“
• LeifVictorin
forstjóri
Að sættast við
að vera ósáttur
„Þessi sátt er frágengin og undir-
rituð en ég er hvorki sáttur við
bankann né dómskerfið íþessu
máli.“
Tryggvi Stefánsson
bóndi á Hallgilsstöðum
Systir hans er þó á þingi
„En Guðjón er kominn í bullandi
pólitík, hann ætlar sér á Alþingi
sem ég vona að verði aldrei.“
Þorsteinn Vilhelmsson
skipstjóri
Hver þrætir
við tölvu?
„Það getur vel verið að ég
sé leiðindagaur."
Jóhannes Jónsson
útvarpshlustandi
Effjárlög fyrir 1993 verða samþykkt með 6,3 milljarða halla
verður það ár níunda árið ! röð sem ríkissjóður er rekinn með
halla. 5amanlagður halli þessara niuára verðurþá orðinn 66,1
milljarður. Petta eru skattamir sem við tímdum ekki að borga
en vettumyfirá komandi kynsióðir. A sama tíma hafa um
4.600 Islendingar fasðst á hverju ári. A níu árum skaffar þjóðin
þv!41.400 nýja einstaklinga til að borqa þessa skatta í fram-
tíðinni. Hver um sig faer þv! 1 milljón oq 560 þúsund krónur!
ógreidda skatta í fæðingarqjöf. Á niu mánaða meðgöngu nær
þv! hver ófæddur íslendingur að safna 177 þúsunda króna skuld
eða 5.640 krónum á dag eða 245 krónum á hverjum klukkutíma
sem hann dvelur! maganum á mömmu sinni. Er furða þótt
fóstureyðingum hafi fjölgað?! Gáum að því.