Pressan - 29.10.1992, Síða 9
FIMMTUDAGUR PRESSAN 29. OKTÓBER 1992
9
Ættarveldi Einars Guðfinnssonar á Bolungarvík
Eftir margra ára erfiðleika er ættarveldi Einars Guðfínnssonar á Bolungarvík komið í greiðslustöðvun. Fyrirtækið hefur ekki greitt stóran hluta opin-
berra gjalda í mörg ár. Ólíklegt er talið að gengið verði til nauðasamninga en jafnframt óttast menn áhrif þess á stærstu kröfuhafa ef þeir þurfa að af-
skrifa skuldir fyrirtækisins. í framhaldi þess hafa komið upp hugmyndir um að stofna nýtt félag um reksturinn.
Fyrirtæki ELnars Guðfmnsson-
ar hf. á Bolungarvík og dótturfyr-
irtæki þess, Hólar hf„ hafa nú
fengið greiðslustöðvun til föstu-
dagsins 13. nóvember. Hafa
stjórnendur fyrirtækisins leitað
hófanna um nauðasamninga og
niðurfellingu skulda. Engar tölur
liggja fyrir um hve hátt hlutfall
skulda yrði greitt, en ólíklegt er
talið að lánardrottnar fyrirtækis-
ins samþykki slíka fyrirgreiðslu.
Er það einfaldlega vegna þess að
síðustu árin hefur fyrirtækið feng-
ið mikla niðurfellingu skulda sem
ekki hefur dugað til að koma því á
réttan kjöl.
Ekki liggur fyrir hver kröfuhaf-
anna mun hafa frumkvæði í við-
ræðunum framundan, en sam-
kvæmt heimildum blaðsins er ein
þeirra leiða sem ræddar eru að
stofha fyrirtæki um reksturinn og
eignirnar — svipað og Lands-
bankinn gerði með stofnun
Hamla hf. um rekstur Sambands-
ins.
SKULDIRNAR FÆRÐAR
NIÐUR UM 600 MILLJÓNIR
FYRIR ÞREMUR ÁRUM
Eins og áður sagði er ekki langt
síðan fyrirtæki Einars Guðfmns-
sonar hf. fengu mikla fyrir-
greiðslu. Þetta var í kringum
björgunaraðgerðir Atvinnutrygg-
ingasjóðs árin 1988 og 1989. Var
þá talið að skuldir fyrirtækisins
hefðu verið færðar niður um 600
milljónir.
Þá fékk fyrirtækið hæsta lán
sem Atvinnutryggingasjóður út-
flutningsgreina veitti. Það lán
stendur nú í 350 milljónum króna
og eftir því sem komist verður
næst hefur fyrirtækið hvorki borg-
Sverrir Hermannsson banka-
stjóri: Landsbankinn með veð í
hlutabréfum í Skeljungi.
að vexti né afborganir af því, en
vexti hefði átt að byrja að greiða í
fyrra.
Þá lagði Byggðastofnun til 52
milljónir með því að fella niður 23
milljónir og breyta 29 milljónum í
víkjandi lán.
Tryggingamiðstöðin og þó að-
allega Skeljungur lögðu til um 35
milljónir með niðurfellingu
skulda, en fjölskyldan á stóran
eignarhlut í hvorumtveggja fyrir-
tækjunum.
Talið var að Landsbankinn
hefði þá lagt til á milli 80 og 100
milljónir í björgunaraðgerðunum.
Voru þá háar dráttarvaxtaskuldir
strikaðar út og ýmsar aðrar skuld-
ir færðar niður. Landsbankinn
hefur því aldrei sett fyrirtækinu
stólinn fyrir dymar og er til dæmis
ekki einn þeirra aðila sem fóru
ffam á uppboð á eignum fyrirtæk-
isins, sem varð til þess að farið var
ffam á greiðslustöðvun.
Friðrik Sophusson fjármálaráð-
herra: Ríkissjóður hefur ekki
fengið greidd opinber gjöld frá
stærsta fyrirtæki Bolungarvíkur
í mörg ár.
LANDSBANKINN MEÐ VEÐ
í SKELJUNGSBRÉFUNUM
Sverrir Hermannsson, banka-
stjóri Landsbanka, vill lítið tjá sig
um málefni fyrirtækisins en sagði
þó að bankinn hefði sæmilegar
tryggingar fyrir kröfum sínum:
„Við verðum að teljast vel settir,“
sagði Sverrir. Samkvæmt heimild-
um PRESSUNNAR hefur bankinn
meðal annars fengið veð í eignar-
hlut ættarinnar í Skeljungi og
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna,
Hlýtur sú veðsetning að vekja at-
hygli, sérstaklega í ljósi þess að
bankinn hefur nú umsjón með
hlut Sambands íslenskra sam-
vinnufélaga í öðru olíufélagi, Essó.
Einnig á fjölskyldan stóran hlut
í Tryggingamiðstöðinni, en ekki
er ljóst hvort hann hefur verið
veðsettur líka.
Hlutur fjölskyldunnar í Skelj-
ungi er upp á fjögur til fimm pró-
sent og að nafnvirði um 25 millj-
ónir. Þessi hlutur hefur fært Jón-
atani Einarssyni stjórnarsæti í
Skeljungi. Fyrir nokkrum árum
var hlutnum í Skeljungi skipt út til
fjölskyldumeðlima og eiga þeir
bræður Guðmundur, Guðfinnur
ogjónatan hlut upp á 3,6 milljón-
ir hver, aðrir fjölskyldumeðlimir
minna en þó á til dæmis Einar
Benediktsson, sem orðaður hefur
verið sem næsti forstjóri OLÍS, um
tveggja milljóna króna hlut í Skelj-
ungi.
Fjölskyldan hefur lengst af ver-
ið umboðsaðili fyrir Skeljung á
Bolungarvík en fyrr á árinu var
því breytt þannig að nú hefur einn
fjölskyldumeðlima umboðið per-
sónulega. Þá hefur blaðið heimild-
ir fyrir því að fyrirtæki Einars
Guðfmnssonar skuldi Skeljungi
nokkrar fjárhæðir og er þá ekki
verið að ræða um olíuskuldir
vegna útgerðarinnar.
BÆRINN LÍKLEGA BÚINN
AÐ TAPA 50 MILLJÓNUN-
UM
Fyrir um það bil ári stefndi enn
á ný í þrot hjá fyrirtækinu. f raun
fannst aldrei nein lausn á því máli,
sem var að velkjast um í nokkurn
tíma. Lyktir málsins urðu þær að
Bolungarvíkurbær gekkst í ábyrgð
fyrir 50 milljóna króna láni hjá
Byggðastofhun sem yfirfært var á
gamlársdag. Þetta lán fór fyrst og
fremst í að koma skikki á
greiðslustöðu fyrirtækisins hjá
bænum, greiða skyldusparnað og
hafnargjöld og standa skil á stað-
greiðsluskuldum. Eftir því sem
komist verður næst töldu forráða-
menn bæjarins sig nánast þving-
aða til að gangast í ábyrgð fyrir
þetta lán, vegna þess að Lands-
bankinn mun meðal annars hafa
hótað lokun. Þetta átti að vera að-
eins helmingur fyrirgreiðslu bæj-
arins en aldrei varð af því að
seinni helmingurinn væri greidd-
ur út.
Tryggingar fyrir láninu eru hins
vegar alls ekki nógu góðar og af
sumum talið fullvíst að það falli á
bæinn. Einar Jónatansson, fram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins, vildi
ekki taka undir neitt slíkt og sagði
að tryggingar bæjarins væru góð-
ar.
Tryggingar annarra kröfuhafa
eru einnig umdeilanlegar en Fisk-
veiðasjóður, sem er einn þriggja
stærstu lánardrottna, hefur þó
ágætar tryggingar, enda ber þeim
lögum samkvæmt að halda sig við
1. veðrétt.
Helstu eignir Einars Guðfmns-
sonar hf. eru togararnir Dagrún
og Heiðrún ásamt kvóta. Einnig á
fyrirtækið frystihús með rækju-
verksmiðju og loðnuverksmiðju.
Frystihúsið er yfirveðsett og ljóst
að ef það færi í uppboðsmeðferð
yrðu ícröfúhafar að afskrifa gífur-
legar upphæðir. Það ýtir hvað
mest á eftir hugmyndum um að
stofna félag um reksturinn, því þá
er hægt að hliðra afskriftum til.
Landsbankinn og Atvinnu-
tryggingadeild Byggðastofnunar
(sem tók við Atvinnutrygginga-
deild útflutningsgreinanna) eru
hvort um sig nteð um 100 millj-
óna króna veð í frystihúsinu og þá
er Byggðastofnun með um 45
milljóna króna veð. Bjartsýnustu
menn telja að hugsanlegt sé að fá
100 milljónir fyrir húsið eins og
ástatt er nú.
HAFA EKKIBORGAÐ OPIN-
BER GJÖLD f MÖRG ÁR
Það var ríkissjóður sem hafði
farið fram á uppboð á eignum fé-
lagsins nú þegar greiðslustöðvun-
in gekk í gildi. Það er hins vegar
ekki hægt að ásaka ríkissjóð um
óþolinmæði, því fyrirtækið hefur
ekki staðið skil á opinberum
gjöldum í mörg ár.
Árið 1990 voru opinberar
skuldir fyrirtækisins settar inn á
nokkur skuldabréf og var þá mið-
að við skuldastöðuna eins og hún
var í árslok 1989. Þessi skuld-
breyting tengdist tiltekt Péturs Kr.
Hafstein, sem var þá settur bæjar-
fógeti á Bolungarvík. Inn á
skuldabréfin voru settir ógreiddir
skattar og meðal annars þinggjöld
og launatengd gjöld allt aftur til
ársins 1987. Má því segja að fyrir-
tækið hafi ekki greitt sum launa-
tengd gjöld í fimm ár. Skuldabréf-
ið var upp á 50,5 milljónir króna
og var í vanskilameðferð á miðju
ári. Stærsta bréfið, upp á 36 millj-
ónir, var gefið út af Hólum.
Síðan 1990 hefur fyrirtækið
safnað nýjum gjaldskuldum. Nú
þegar greiðslustöðvunin hófst
skuldaði Einar Guðfinnsson hf. 23
milljónir vegna opinberra gjalda
og Hólar hfi 8 milljónir. Skuld
Júpíters, sem ekki er í greiðslu-
stöðvun, er upp á 1,8 milljónir
króna. f fyrra var gert Ijárnám hjá
fyrirtækinu og einhverju af kröf-
unum þá þingiýst inn á eignir,
meðal annars hið yfirveðsetta
frystihús.
Heildarskuldir fyrirtækjanna
eru á bilinu 1.500 til 1.600 milljón-
ir. Þrátt fyrir að rekstrarafkoman
hafi verið einhverju skárri en áður
fyrrihluta árs hefur ekkert gerst
sem breytt hefur skuldastöðunni.
Sigurður MárJónsson