Pressan - 29.10.1992, Síða 17
FIMMTUDAGUR PRESSAN 29. OKTÓBER 1992
17
M
ú hafa Sverrir Hermannsson og
félagar í Landsbankanum komið Sam-
bandinu í hlekki sem kunnugt er og snúið
sér að gamla ættarveld-
inu í Einari Guðfmns-
syni hf. Sverrir hefur
áreiðanlega ekkert séð á
eftir SÍS, en málefni EG
snerta hann hins vegar
persónuiega, þótt með
óbeinum hætti sé.
Þannig er Gísli Jón Hjaltason, sonur
Hjalta Einarssonar Guðfmnssonar, er
tengdasonur önnu, systur Sverris. Og
Einar Garðar Hjaltason, bróðir Gísla, er
tengdasonur Halldórs Hermannsson-
ar, bróður Sverris...
-L/yjablaðið Tíðindi vikunnar (TV)
hefur gert skoðanakönnun meðal bæjar-
búa í Vestmannaeyjum þar sem viðhorf
þeirra til bæjarmála, al-
þingismanna og fleiri
mála er kannað. Meðal
annars var spurt hvaða
einkunn þátttakendur
gæfu Árna Johnsen,
alþingismanni og Vest-
manneyingi. Valkost-
imir voru; frábær, góður, ágætur, sæmi-
legur og slakur. Enginn taldi Áma hafa
staðið sig frábærlega, þrjú prósent sögðu
hann góðan, sautján prósent ágætan,
funm prósent sögðu hann sæmilegan en
hvorki meira né minna en sjötíu og fimm
prósent aðspurðra sögðu Áma hafa verið
slakan á kjörtímabilinu. Þetta er ekki
gæfuleg útkoma fyrir Áma og skýr skila-
boð frá Vestmanneyingum um að hann
verði að takasigá...
i skoðanakönnuninni vom þátttakend-
ur einnig spurðir að því til hvaða þing-
manns Suðurlandskjördæmis þeir bæm
mest traust. þrjátíu og
sjö prósent aðspurða
segjast bera mest traust
til Þorsteins Pálsson-
ar sjávarútvegsráðherra
Sjálfstæðisflokki, tutt-
ugu og eitt prósent
nefna Margréti Frí-
mannsdóttur Alþýðubandalagi, sjö pró-
sent nefna framsóknarmennina Guðna
Ágústsson og Jón Helgason, fimm pró-
sent Eggert Haukdal Sjálfstæðisflokki og
neðstur á listanum er Árni Johnsen
Sjálfstæðisflokki, en fjögur prósent nefna
hann sem þann þingmann sem þau bera
mest traust til...
A
jtjLlgjör klofningur virðist í uppsigl-
ingu innan Sjálfstæðisflokksfélagsins á
Seltjamarnesi. í nýjasta hefti Nes-frétta
ritar Magnús Erlendsson, fyrmm forseti
bæjarstjórnar úr röðum sjálfstæðis-
manna, harðorða grein f garð núverándi
meirihluta sjálfstæðismanna og beinir
spjótum einkum að Sigurgeiri Sigurðs-
syni bæjarstjóra. Þar heldur Magnús því
einarðlega ffam að fjármálin í bænum séu
farin úr böndum og spyr hvort núverandi
bæjarfufltrúar flokksins ætli að eyðilegga
þrjátíu ára uppbyggingarstarf forvera
sinna...
geir Sigurðsson bæjarstjóra fyrir dagleg-
ar gjörðir meirihluta Sjálfstæðisflokksins
á Seltjarnarnesi. Hann sakar þá um
ótímabær fjárútlát, að þverbrjóta stefnu
Sjálfstæðisflokksins og um heimsku með
því að hyggja á gegnumaksturskeyrslu á
Sævargörðum. Magnús segir flokksmenn
sína stefna að pólitískri kviðristu og telur
að Sigurgeir ætti að líta í kringum sig eftir
nýju starfi__
GÆÐAFLISAR
A
GÓÐU VERÐI
i i n i 'rrm i ri' i
Slórhofða 17, við Gullinbrú
stmi 67 48 44
Andblær liðinna ára
Ávallt fyrirliggjandi fágætt úrval af
innfluttum antikhúsgögnum og
skrautmunum sem allt er sérvalið.
Verð og greiðsluskilmálar við allra hæfi.
Antik-húsið - Þverholti 7 - v/Hlemm - sími 22419.
Opið 12-18 mánud.-föstud., 10-16 laugard.
CASABLANCA
(œM<p<vut<zyi*ui 31. o&t. Í992
V
X-/kki lætur sjálfstæðismaðurinn
Magnús Erlendsson, fyrrum forseti
bæjarstjómar, duga að skamma Sigur-
CASABLANCA CASABLANCA
REYKJAVÍK REYKJAVÍK
CASABLANCA CASABLANCA
REYKJAVÍK REYKJAVÍK